Breiðablik - 01.06.1906, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK.
7
á prent; er eitt þeirra á dönsku og; er
smárit þetta kallað : Ur dularheimum.
Oll þessi æfintýri höfum vér lesið og
íhugað nokkurn veginn vandlega. Ekki
urðum vér úr vandanum leystir við að
lesa þau. Oss fundust þau sannast að
segja ekki nógu góð, þó lagleg séu, eink-
um hið síðasta prýðisfallegt,—til að vera
eftir þá höfunda í eilífðinni, sem þau eiga
að vera. Því allar líkur eru til, að haldi
menn þar áfram að yrkja á annaðborð, sé
framförin mikil eftir þá stórkostlegu bylt-
ing, sem dauðinn hefir til leiðar komið í lífi
þeirra. Sjóndeildarhringur eilífðarinnar
blasir nú við þeim og orð, sem áður lágu
fjötruð í sálum þeirra, ættu nú að fljúga
þeim á varir.
En þessi eilífðar-skáldskapur finst oss
eigi taka öðrum jarðneskum skáldskap
nógu mikið fram. Fremur verða þessi
æfintýri létt á metum, er þau eru borin
saman við hið bezta, sem eftir þá liggur
Jónas Hallgrímsson og H. C. Andersen.
Þessi dómur vor er auðvitað eigi óskeikull,
en nær er oss að halda, að allur þorri
manna muni við nákvæma ogóhlutdræga
umhugsan, komast að líkri niðurstöðu.
Hitt er það, að þessi æfintýri eru ó-
venjulega góð til þess að vera eftir seytj-
án vetra gamlan ungling. Einkum má
mikið vera ef nokkur piltur í Reykjavíkur
skóla á hans reki getur ritað jafn-lipra
og listfenga dönsku eins og danska æfin-
týrið. Forvitinn spyr: Hefir ekkert
verið lagfært? Er handritið nákvæmlega
eins og bókin ? Er ritháttur Snorra Sturlu-
sonar sjálfum sér eins samkvæmur í
handriti miðils og hann er í bókinni?
En þetta eru smámunir. Aðalatriðið
er: Hvað á maður að hugsa um alt
þetta? Er þetta blekking og hugarburð-
ur, eða hvað?
Allir sanngjarnir menn og réttsýnir
munu kannast við, að óhugsandi er, að
mennirnir, sem fyrir framan eru með þetta,
hafi nokkur brögð í frammi. Til þess
eru þeir of valinkunnir menn, of reyndir
að sannsögli og samvizkusemi.
Hvað gæti þeim líka gengið til? Með
þessu geta þeir ekkert unnið í raun og
veru—nema þá það að færa út takmörk
þekkingarinnar, ef þeim skyldi hepnast
betur með tilraunir þessar en öðrum. Á
hinn bóginn getur miklu verið að tapa, ef
ekkert verður úr og alt dettur niður í
sama farið.
En það að færa takmörk þekkingarinn-
ar út, þótt eigi sé nema um hænufet, er
eitt göfugasta ætlunarverk mannsandans.
Til þess er sannleiksþorstinn ávalt að
þrýsta mönnunum.
Vitaskuld leitamenn stundumíöfuga átt
og verða aftur frá að hverfa, eða komast
eigi lengra í bili. Samt gefast menn aldrei
upp og mega ekki. Það væri að neita
göfugri eðlishvöt, sem aldrei má dofna.
Allir góðir menn hljóta að vera sam-
færðir um það í huga sínum, að þeir menn,
er gjörst hafa forsprakkarandatrúar-hreyf-
ingarinnar á Islandi, hafa leiðst út í það
af hreinum hvötum. Það er sannleiks
þorstinn, sem þrýst hefir til þess,—hann
og ekkert annað.
Samt sem áður er öldungis óvíst, að
þeir séu á réttri leið. Líkur allsterkar
eru til þess, að þeir gjöri í huga sínum
miklu meira úr árangrinum en ástæða er
til. Stærsta yfirsjónin af þeirra hálfa er
hávaðinn. Hví að fara svo hátt með
þetta? Hví að láta verða svo hvast í
landi, áður en betur er búið að átta sig ?
Vísindalegar rannsóknir eru ómissandi
í hverju efni sem er. En þær eru ekki
allra meðfæri. Það eru að eins örfáir
menn með hverri þjóð, sem eru þess um
komnir að hafa vísindalegar rannsóknir
með höndum, sem nokkurs virði eru.
Þeim mun færri, sem viðfangsefnið er
örðugra í eðli sínu
Oft og tíðum eyðileggur það algjörlega
árangur slíkra rannsókna, þegar farið er
að hafa hátt um hann of snemma. Slíkar
rannsóknir verða fram að fara með þögn