Dagblaðið - 06.11.1914, Síða 2

Dagblaðið - 06.11.1914, Síða 2
2 DAGBL. 1. tbl. ýlrchimec/es er mótor sem á þrem mín- útum má setja á hvaða bát sem vera skal. Hann hefir hlotið ágætis meðmæli allra þeirra sem hafa reynt hann, en hér skal þó sérstaklega bent á ummæli hr. J Esphólins, sem er sérfræð- ingur í öllu sem lýtur að nú- tíma mótorgerðum. Mótorinn fæst í tveim stærðum: Tveggja hesta afl á kr: 400 — og fimm hestaafl á kr: 600 — Aðalumboð fyrir ísland hafa Hinar sameinuðu íslenzku verzlanir. Offo Tulinius Akureyri. —+>——<>♦— Undirritaður hefir halt tækilæri til aA reyna »Archimedes<-mótor og hefir hann þá ætíð gengið jalnt og alveg áreiðanlega og þar sem hann hefir tvo »cylindra« sem verka samtímis hver gagnvart öðrum og hefir þar að auki vatnsþétta »mag- net«-kveikingu, ber að álíta þessa mótorgerð betri en allar aðrar I sinni röð °g get eg þv< ráðlagt öllum sem þurla á þessum þægilegu og ódýru mótor- um að halda að taka »Archimedes« Iremur öðrum mótorum af Hkri gerð. Akureyri 10. ágúst 1914. J. S. Esphólin. Fólksfjöldi í ófriðarríkjunum. í Evrópu eru 21 sjálfstætt ríki. Af þeim eru átta komin í stríðið og er íbúatala þeirra um 352 mill. þ. e. 4/s af öllum íbúum álfunnar (sem eru samtals 449 mill.). En af þessum 352 mill. eru Þjóðverjar og bandamenn þeirra atens tæpur þriðjungur (í Þýzkalandi eru 67 mill. og í Austur- ríki og Uugverjalandi 51 mill ). Séu nýlendur þjóðanna, sem í ófriði eiga, taldar með, verður munurinn enn þá rneiri, því Austurríki og Ungverjaland eiga engar, og Þjóðverjar tiltölulega litlar. Því þó lönd þau er þeir eiga í Afríku sjeu víðlend, þá eru þau strjál- bygð, enda eru í öllum þýzkum ný- lendum til samans aðeins 153/í mill. íbúa, eða viðlíka og í þeirri einu ný- lendu er Belgía á (Kongo 15V2 mill.). England á langstærstar nýlendur af öllum ríkjum. Það eru samtals 374 ^/2 mill. íbúa í þeim, en í Englandi sjálfu (ásamt Skotlandi, Wales og írlandi) eru ekki nema 45'/4 mill. Næst í röðinni er Frakkland, það eru 54 mill. íbúa í nýlendum þess (í Frakklandi sjálfu eru 39V2 mill. íbúa). í nýlend- um Rússa eru 33 mill. og í Rússlandi sjálfu 136 mill. Samtals eru því í ríkjum þeim sem eru á móti Þjóð- verjum 711 mill. eða þar um bil, þ. e. nálega fimmföld tala allra íbúa Þýzkalands, Austurríkis, Ungverjalands og Tyrklands (sem nú eftir Balkanó- friðinn hefir aðeins 17 mill. íbúa). XXX Gamla lagfiö. Maður nokkur fór af landi brott. Það var um haust, eitthvað mánuði eltir að reknetaveiðar hættu. Það síðasta sem hann heyrði menn ræða um, áður en hann stje á skipsljöl, var, að nógur væri afli, ef ekki vant- aði beitu Maðurinn dvaldi ( átta ár í útlönd- um, og kam til íslands attur um sama leiti árs og hann tór. Hann gekk þar að sem nokkrir menn stóðu og ræddust við, og hlustaði á tal þeirra. Þeir voru að fárast um beitu- leysið Nógur fiskur, sögðu þeir, ef ekki vantaði beitu Þetta var árið 1914 XXX Nýleg hnakktaska hefir fundist hjer á götunum Geymd hjá Dúa Benediktssyni. Ur bœnum og grend Opinbert uppboð var haldið í gær á húsi og lóð Guðlaugs heitins Guð- mundssonar bæjarfógeta. Hæsta boð bauð Sigurður Fanndal, gestgjafi, 9100 kr., en það boð býð- ur skiftarjettar, sem verður innan 14 daga. Bjarni skipasmiður Einarsson sendi nýlega »Hrólf Kraka« vestur á Siglu- fjörð til fiskiveiða, en aflann kemur hann með jafnharðan til bæjarins til sölu. Væri vel að vel tækist; á þessu var brýn þörf. Sagður er dágóður fiskafli út með Firðinum sjerstaklega miili Litla-Skógs- sands og Hríseyjar og svo við Siglu- fjörð. Stúdentafjelagið á Akureyri hjelt fund í gærkvöldi. Var rætt um hvort fjelagið ætti að gangast fyrir því, að alþýðufyrirlestrar verði haldnir hjer í vetur. Eftir talsverðar umræður var svo- feld tillaga samþykt: »Fjelagið telur æskilegt að alþýðufyrirlestrar verði haldnir á Akureyri í vetur, og til undirbúnings málefninu felur fundur- inn stjórninni að spyrja Stúdentafje- lagið í Reykjavík hvort fjelagið geti fengið hluta af fje því, sem veitt er á fjárlögunum til alþýðufyrirlestra*. Auk þess vóru lesnar upp stríðs- rímur. 2 telpur duttu í dag niður um ís- inn á Pollinum en varð bjargað. Tveir h/endingar hafa verið teknir fastir, annar í Stykkishólmi en hinn á Sauðárkrók, fyrir fölsun á dönskumi peningaseðlum. Nánar síðar.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.