Dagblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.11.1914, Blaðsíða 2
34 DAOBL. 17. tbl. Reuters-Bureau London. London, 21. nóv. Fremur dauft yfir bardögunum á öllu orustusvæðinu bæði í Flandern og Frakklandi. Báðir aðilar virðast bíða eftir úrslitum orustunnar miklu austurfrá. Eftir JVlorgunblaðinu í Reykjavík 21. nóv. kl. 8 síðd. Veiðlag. Verðlagsnefndin hefir ákveðið hámark útsöluverðs í Eyjafjarð- arsýslu og Akureyrarkaupstað á eftirgreindum vörutegundum, sem hjer segir: Hveiti................. 36 aurar kílógram. Bankabygg.............. 38 — — ValsaðiivHafrar... 50 — — Verðið er miðað við smásölu og peningaborguu út í hönd. Verðlagið öðlast gildi frá og með mánudegi 23, þ. m. Petta birtist hjer með til eftirbreytni. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupslaðar, 20. nóv. 1914. Framhald frá fyrri síðu. vantar þó næstum alveg ódyrar og góðar alþýðubækur. Greinin er nú orðin svo löng að ekki veitir af að endurtekið sje það sem er kjarni hennar, en það er þetta: F*að sem fundið er að landinu er sumpart óþarfa aðfinsl- ur, af því sömu gallar eru á öðr- um löndum, en sumpart eru það ekki, þó mönnum sýnist svo, gall- ar á landinu, heldur á þjóðinni. Ekki gallar sem liggja í þjóðareðl- inu, heldur menningarskortur, og þessvegna gallar sem má laga. Ó. F. Ur bœnum og grendinni. í gær kl. 1.15 síðdegis var endurhaldið uppboð á fasteign Ouðlaugs heitins Ouð- mundssonar, sýslumanns ásamt grjóti sem var í flæðarmálinu fyrir framan hana. Hæsta boð bauð Sig. Fanndal, kaupmað- ur 10,000 kr. fyrir fasteignina. En Ragnar kaupm. Ólafsson bauð hæst í grjótið fyrir bæjarins hönd, 70 kr. Bæði þessi boð bíða skiftaréttar. E.s >Irma< fór í nótt til Reykjavíkur. Með henni tóku sjer far Þórarinn Guð- mundsson fiðluleikari og festarmey hans frk, Anna ívarsdóttir. Páll Einarsson. Eggert Laxdal, yngri, fer með es. >Douro< á morgun til Kaupmannahafnar. Er í ráði að hann gangi í »TekniskSel- skabs-Skole< þar í vetur til undirbúnings framhaldsnámi við Listaháskólann. Enginn vafi leikur á því, að í Eggert býr listmálaraefni. I valnum. Einn af frjettariturum blaðsins ,Daily Mail‘ átti 1. okt. tal við enskan her- mann, er lá á sjúkrahúsi í París, allur vafinn umbúðum og settur spelkum. Hermaður þessi sagði eftirfarandi sögu um þær þrautir og hörmungar, er hann varð að líða á orustuvellinum: Á mánudaginn kemur eru 3 vikur síðan jeg særðist í fyrsta skifti. Jeg var á leið yfir kornakur þegar kúla kom í annan fótinn á mjer og braut á mjer mjöðmina. Jeg hneig niður, en mjer tókst þó að binda um fótinn og að stöðva blóðrásina. Margir dauð- ir Pjóðverjar láu í kring um mig og einn lifandi þýskur undirforingi lá rjett hjá mjer. Hann skildi dálítið í ensku og gaf mjer brauðbita. Annan mat fjekk jeg ekki í 5 daga. Eftir að jeg varð fyrir skotinu komu 2 enskir liðsmenn til mín og reyndu að drösla mjer áfram, en skothríðin var svo áköf, að þeir urðu að sleppa Forspjall heldur Frímann B. Arngrímsson í húsi Sigurðar Fanndals, sunnudags- kvöldið 22. þ. m. kl. 6. Umrœðuefni: Akureyrarbúar, Félagsmál Og framtíö. Aðgangur 25 aurar. mjer aftur. Þá kom þýskur sjúkravagn og tók foringjann. Jeg bað hann að segja þeim, sem með vagninn fóru, að taka mig með, en þó hann hefði verið svo vænn að gefa mjer brauðið, þá vildi hann ekki gera það. Hann sagði bara: »Þú ert óvinur.< Þetta var nú fyrsta nóttin mín á orustuvellinum. Næsti dagur var þriðju- dagur. Þá varð jeg fyrir öðru skoti. Kúla kom í vinstri hendina á mjer, þar sem jeg lá á vellinunt. Þá sá jeg gryfju, er ein af þessum stóru sprengi- kúlum, er Þjóðverjar skjóta, hafði gert í jörðina. Jeg velti mjer ofaii í hana og þótti mjer nú vænkast ráðið að fá að vera þar. Maxim-byssu hafði verið komið í skotstellingu þeim meg- in á kornakrinum sem jeg lá og kúl- urnar úr henni þutu í sífellu yfir gryfjuna og grófu sig inn í vegginn hinu megin. Jeg var góða stund að horfa á þær. Þegar jeg hafði verið langan tíma í gryfjunni skreið jeg loksins upp úr henni til að leita mjer að vatni. Jeg fann það í vatnsflöskum dauðra Þjóð- verja, er lágu þar í kring, en mat fann jeg engan. Þenna sama dag komu tveir Englendingar til mín og reyndu að nota riflana sína sem sjúkrabörur til að bera mig á, en af því sprengi- kúlurnar úr stóru þýsku fallbyssunum fjellu ótt og títt og kúlnahríðin úr Maxim-byssunum var svo voðaleg, þá urðu þeir að hætta við það og skilja mig eftir. Frh. Samtíningur, Fjöldi dýraverndunarfjelaga í ýmsum löndum starfa nú að því um þessar mundir, að gerður verði sá viðauki við Genfer- sáttmálann svo nefnda, að hestar, sem slas- ast í ófriði eða fá ólæknandi sár, sjeu þá tafarlaust skotnir. Þýskir hermenn, sem sendir voru móti Rússum, voru bólusettir gegn kóleru. Bretar báðu stjórnina í Washington að láta rannsaka, hvort beitiskip Þjóðverja á Atlanzhafinu fái ekki kol frá Bandaríkjun- um. Það var gert og kom þá upp úr kaf- inu að þýskt verslunarhús í New-York sá skipunum fyrir kolum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.