Dagblaðið


Dagblaðið - 29.12.1914, Qupperneq 1

Dagblaðið - 29.12.1914, Qupperneq 1
Þriðjud. 29. des. 1914 Dagblaðið 1. árg. 51. tbl. Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsrriðja Odds Björnssonar. Skýrsla um Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal 1912 — 13 og 1913 — 14 hefir ný- lega borist mjer í hendur. Er hún all- myndarlega úr garði gerð og gefur ágæta hugmynd um það, sem gerst hefir á Hólum þau 2 skólaár. Hún er laus við allar óþarfa orðalengingar en skýrir blátt áfrarn frá allri tilhögun skólans. Kafli I. «Tilgangjir skólans, stofnun hans Og þroski* er sögulegt yfirlit yfir skólann þau 32 ár, sem hann hefir starfað. »Haustið 1912 komu 44 nemendur, en haustið 1913 30 nemendur í skól- ann. Reglugerð Hólaskóla frá 1908 gerir ráð fyrir að nemendur fái að taka próf frá skólanum, en heimtar eigi, að þeir geri það. Reglugerð sú, sem stjórnarráðið gaf út 17. des. 1913 fyrir bændaskólann á Hólum og Hvanneyn ákveður prófskyldu í þeim báðum. Nemendur Hólaskóla hafa tekið próf bæði árin, sem skyrslan er fyrir.« Vorið 1913 tóku 19 nemendur burt- fararpróf, en vorið 1914 voru þeir 15, sem tóku burtfararpróf. Bændanámsskeið þafa verið haldin báða veturna og stóðu þau yfir viku hvort um sig. Voru þá fluttir fyrir- lestrar um ýms búnaðarmál og haldnir umræðufundir. Skólinn á nú allmikið kensluáhalda- safn og ágætt bókasafn í þeirri grein. Alt bendir á það, að Hólaskóli standi nú í mikluni blóma, enda er ’þar óefað rjetti skólastjórinn á rjettum stað. 5. Einarsson. Frá Vestmannaeyjum. Á sunnudaginn var hjer voðalegt ofviðri, sem olli stórskemdum. Hafnargarðurinn, sem var vel á veg kominn gjöreyðilagðist og er horfinn með öllu eins og aldrei hefði verið byrjað á ^num. Menn álíta að skaðinn lendi á forstjór- a 'um Monberg. Erlendar símfregnir. Tilkynning frá bresku utanríkisstjórninni í London. London, 27. des. Flotamálastjórnin kunngjörir, að 25. þ. m. hafi þýsk herskip legið fyrir akkerum á Schilleghöfn fyrir framan Cuxhafen og rjeðust 7 breskir loftbátar á þau. Árásin byrjaði í dögun og lágt upp við Helgoland. Ljett beitiskip, tundurbátaspillar og kafbátar fylgdu loftbátunum. Undir eins og Pjóðverjar á Helgo- landi sáu þessi skip, rjeðust þeir á móti þeim á 2 Zeppilinsloft- skipum, 3 eða 4 loftbátum og nokkrum kafbátum. Bresku skip- in urðu að bíða þar í nánd, þangað til að flugmennirnir kæmu aftur. Tókst nú sjóorusta milli allra nýjustu beitiskipanna ann- arsvegar og loftbáta og kafbáta hinsvegar. Með því að sigla hratt, tókst mönnum vorum að komast fram hjá kafbátunum og veitti Ijett að stökkva Zeppilinsskipunum á flótta með fallbyssu- skotum. Loftbátum óvinanna tókst að varpa sprengikúlum nálægt skipum vorum, en hittu ekkert þeirra. Bresku skipin biðu 3 kl.stundir við strendur óvinanna, þangað til ráðist var á þau af herskipum, og tóku á móti 3 flugmönn- um og loftbátum þeirra óskemdum; aðra 3 flugmenn tóku kaf- bátar, er voru látnir bíða eftir þeim einsog ráð hafði verið gert fyrir. Loftbátum þeirra var sökt. 6 flugmenn af 7 komust heil- ir heim, en loftfararforinginn Francis Hewlett er ekki kominn fram. Loftbátur hans sást nauðulega staddur nálægt 8 míl. frá Helgolandi og vita menn ekki hver hafa orðið örlög þessa djarfa og kæna loftfara. Menn geta ekki metið þann skaða, sem sprengikúlur bresku fluginannanna hafa gert, en þeim var öllum kastað niður á staði, sem höfðu hernaðarlega þýðingu. Síðastliðinn fimtudag fór flugsveitarforingi Davies til Brassel í flugvjel til þess að kasta 12 sprengikúlum á loítskipaskýli, sem sagt var að í væru þýsk Persiwal loftskip. 8 sprengikúlum var kastað niður í byrjun og halda tnenn að 6 hafi hitt markið. Ekki var hægt að sjá hve mikið tjón sprengikúlurnar unnu, með því að reykjarmökkinn lagði upp af skýlinu. London 28. des. kl. 12,05 siðd. Frá aðalherstöðvum Rússa er tilkynt: Orustan í gær milli Bzura og Rawka var eingöngu stórskotaliðsbardagi. Oss tókst að hrinda af oss áhlaupum Pjóðverja. Að kvöldi 25. þ. m. ráku Rússar Austurríkismenn úr Wislica- hjeraði við Neðri Nida og yfir ána. Að kveldi 25. þ. m. brutu Rússar Austurríkismenn á bak aft- ur á rnilli Tuchow og Lupeni. Par tóku Rússar 10 vjelbyssur,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.