Dagblaðið - 31.12.1914, Page 2
108
DAOBL.
53 tb.
L O. Q. T.
Stúkurnar Isafold-Fjallkoann nr. 1 og Brynja nr. 99 halda
sameiginlegan fund í stóra sal Goodtemplarahússins 1, jan. 1915
kl. 6 e. h. Þetta tilkynnist hjer ineð fjelögum beggja stúknanna.
Framhald frá fyrri síðu.
fremur seint svo að grasspretta
varð tæplega í meðallagi yfirleitt.
Sjávarafli mun hafa verið fremur
góður og verð á honum sjerlega
gott.
Vonandi verður næsta ár oss hag-
stæðara að ýmsu leyti þótt útlitið
sje all ískyggilegt.
Fyrirspurn.
Hvernig stendur á því að lítið eða
ekkert er til þess að hefta útbreiðslu
máttleysisveiki þeirrar á börnum (Börne-
lammeise) sem nú gengur hjer í bæn-
um ? Pað lítur út fyrir að veikin sje
næm, og sje hún jafn illkynjuð og
orð er á gert, því er sóttvörnum þá
eigi beitt gegn henni?
F*að er óhætt að segja að hjer í
bænum er almenn hræðsla við veikina,
og eftir læknunum eru hafðar ýmsar
sagnir um hana, sem ekki er hægt að
taka mark á. Virðist það því sjálf-
sagt, að læknarnir fræði almenning
um eðli veikinnar og hverrar varúðar
menn geti gætt, til þess að verja börn
sín fyrir henni. En sje ekkert að ótt-
ast og hræðslan óþörf, væri gott að
hún yrði kveðin niður sem fyrst.
K. S.
Ur bœnum ojí grendinni.
Hr. Ragnar Ólafsson biður dagblaðið
geta þess, að j ó I a t r j e, sem ákveðið
hafði verið að hafa í Ooodtemplarahúsinu
á Þrettándanum fyrir fátæk börn hefir
orðið að hætta við samkvæmt umsögn
læknanna, vegna sýkingarhættu á barna-
sjúkdómum, sem um þessar mundir geisa
í bænum.
Ur Reykjavík.
30. des.
Ráðherra verður baldið samsæti 2. jan-
úar.
Fundur er í fjelagi Sjáifstæðismanna í
kvöld. Þar talar ráðherra.
Uppboð lætur Garðar Gíslason halda á
morgun á kampavíni og fleirum vínum.
Búist við háu verði.
Hátíðahöld°gdraumórar.
Vort œskulíf er leikur,
sem líður tra, la, la —
Svo má og segja um þessi jól, þau
eru bráðum á enda — þó ekki enn, —
og með þeim líða hátíðahöldin og
skemtanirnar, og draumarnir og von-
irnar verða að óskum og verkum og
eyðast eins og þoka fyrir upprenn-
andi sól.
Dagarnir eru þegar farnir að lengj-
ast og með Ijósinu kemur nýtt líf og
nýtt fjör og ný störf; sum þeirra hafa
menn undirbúið á þessum hátíðadög-
um; sum bíða nýársins. A þessum
seinustu dögum hafa margir víst íhug-
að þarfir sínar og kringumstæður, og
þar næst þarfir bæjar þess og sveitar
þeirrar, sem þeir byggja, og því næst
þarfir landsins sjálfs, er vjer köllum
ættjörð vora og fósturjörð, — og svo
hafa menn fundið vini sína að máli á
ýmsum samkomum og lesið blöðin
og jólakortin, sem til þeirra hafa kom-
ið, og þakkað forsjóninni fyrir að
hún hefir lofað þeim að sjá þessi jól
— þessa nýa árs sól — og byrja
eina árs umferðina aftur.
Eg fyrir mitt leyti er glaður að sjá
Dagblaðið koma út rjett eftir 3 daga
mók eða hvíld, og óska því vaxtar og
viðgangs, svo mikils að ekki aðeins
Akureyrarbúar, heldur alt Norður-
land geti látið Suðurland og Aust-
urland og Vesturland heyra til sín
daglega, og geti sagt þeim það, sem
almenningi hjer virðist heppilegast í
öllum áhugamálum Islands.
Allir vita hver þessi mál eru. Þau
eru ekki nein útþvæld þrætu og hót-
findnismál eða ofmetnaðar belgingur
um flokkastefnu og nýjan fána, tvílitan
eða þrílitan og nýja stjórnarskrá. Þau
eru atvinnu- og búnaðarmál, og iðn-
aðar- og verzlunarmál, og þar næst
uppfrœðslumál og stjórnmál, er snerta
einkum dómsvald og framkvæmdar-
vald íslandsstjórnar, hér á íslandi.
Af þessum málum er landbúnaður-
inn og verzlun og viðskifti landsins
langmerkust.
Einkum er það áríðandi, að alþýða
viti nokkurn veginn nákvæmt hversu
fjárhagur þjóðarinnar stendur, hve
mikið gjaldgengt fje hún á til, hve
mikla peninga hún þarfnast á kom-
andi ári og hversu bezt verði að afla
þess.
Um þetta efni hafa þeir E. H. og
E B. ritað heillangar ritgerðir í blöð-
unum Ingólfi og Lögrjettu og er von-
andi að þær verði teknar til greina af
þingskörungutn og hagfræðingum hjer
norðanlands áður langt um líður, því
bezt er að íhuga vel og vandlega all-
ar áætlanir og alla reikninga áður far-
ið er að byggja nýu brautirnar og
rækta 50 millíón króna teigana, — og
eins er ekki úr vegi að eiga ofurlítið
af gulli í handraðanum, ef útlendir
neita að taka íslenzka brjefpeninga-
seðla upp í skuldir. Ekki er vert að
apa útlendar þjóðir í því að sökkva
almenningi í óþrjótandi skuldir og
setja landið í pant.
Það er glæfravegur, sem íslenzka
þjóðin ætti helst að forðast.
x. y. z.
S m á v e g i s.
011 utn kröftutn stjórnendanna hefir
verið varið til að efla velmegun þjóð-
anna — að þær hugsuðu — allskon-
ar umbótum, framfötum — öllum
lilutum (nema andlegum), en alt fór
öfuga leið, alt brást: ný vísindi, nýj-
ar uppgötvanir, nýir sigurvinningar,
óvenju auðsafn og frjáls samkeppni —
nei, alt fór öfuga leið, hver blessan
varð bölvun og alt lenti í uppnátni.
Og nú eru heilar þjóðir — eins og
Belgir — komnar eða eru að komast
á vonarvöl, fyrir guðlausu hernaðar-
æði á landi og sjó, neðan sjávar og
í lofti. . . . Hvað eigum vjer aðgera?
Vjcr eigum að bíða og bjargast með-
an kostur er, og kraftarnir eru að
brjótast um. Og eitt er óhjákvæmileg
skylda vor í þessu landi: að opna
hús vor og hjörtu fyrir öllum, sem
á hurðir vorar knýja, meðan rúm er
til og af nokkru að miðla. Og, guði
sje lof! nógertil. Kærleikur og dreng-
skapur skal sigra, því engin ósköp
standa lengi.
(»Víngarður«.)
M. /.
Meðferð ungbarna
eftir Vald. Steffensen fæst hjá bóksölunitn1
Kr. Guðmundssyni, Sig. Sigurðssyni og ’
bókaforlagi Odds Björnssonar,