Dagblaðið - 08.02.1915, Side 1

Dagblaðið - 08.02.1915, Side 1
:? Dagblaðið r: t 9 # # « • # • • • • • • • • • • • • • • t • • • • • • • • »^ ••••♦• •-#-•-• •• • •-• ♦-♦^# ^#-# • • • • ••-•- Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. 9 9 9 9 « 9 9 ••••••• ••• • • • • • • • • • • • • • • ♦ • ♦ • # • • • •-• • • •-• • • • • • • •-• • • • ••-•- Morgunblaðsins frá LlílKQSKCyil Kau^mannahöfi^ó^ Menn álíta, að sendiför Biilows, fursta, til Ítalíu muni engan árangur bera. Dybdal, stiftamtmaður, er Iátinn. Opinber tilkynning frá bresku utanríkisstjórninni í London. London 5. febr. Útdráttur úr opinberum frönskum tilkynningum frá 2,-5. þ.m.: I Belgíu hefir verið lítið um fótgönguliðsorustur, mest barist með fallbyssum. Viðureignin hefir gengið bandamönnum í hag. 1. febr. gerðu Þjóðverjar áhlaup á stöðvar Breta hjá Quinchy, en Bretar hrundu áhlaupunum af sjer og tóku skotgrafir óvinanna. Fótgöngulið Frakka vann mikið frægðarverk í orustunni við veginn milli La Bassé og Bethune. Pjóðverjar höfðu náð fót- festu í bardagalínu Frakka, en fótgöngulið Frakka rak þá burtu aftur og feldu óvinina alla, er voru í skotgryfjunum. Fyrir norðan Arras tóku Frakkar 300 metra langa skotgryfju 4. febrúar. Óvinirnir rjeðust á St. Paul hjá Soissons 2. febrúar, en urðu frá að hverfa. Frakkar sækja fram hjá Perthes og tóku þar nokkra smá- skóga og ráku af sjer gagnáhlaup Pjóðverja. Frakkar skutu niður flugvjel hjá Verdun 4. þ. m. I Vogesafjöllum áttu varðflokkar heranna í höggi hvor við annan og báru Frakkar hærra hlut. Frakkar halda til Burnhautt í Elsass og hafa rekið af sjer á- hlaup Pjóðverja. (JVIgbl. í Rvík 7. febr. kl. 6,30 síðd.) Merkur Dani látinn. Sagnfræðingurinn og stjórnmálamað- urinn Gustav Bang er nýlega látinn. Hann var fæddur árið 1871. Varði hann doctorsritgjörð sína 1897, Var hún um hnignun gamla danska aðals- ins. Af seinni ritum hans er »Kapital- ismens Gennembrud« langmerkast. (Er það til hjer á safninu). Skýrir hann þar frá vjela- og verk- smiðjurekstri á Englandi frá sjónarmiði jafnaðarmanna. Fólksþingsmaður var hann nú 3 síðustu árin. Hann hafði gengið að eiga Ninu Ellinger, systur próf. Ellingers Er hún cand. mag. og vinnur nú kappsam- lega að semja stórt rit um Eyrarsunds- tollinn. Nýtur hún til þess styrks frá mörg- um þjóðum Evrópu. Vopnahlje um jólin. Það var Benedikt páfi 15., sem stakk upp á því, að vopnahlje yrði um jólin. En úr því varð þó ekki. í Pýskalandi voru menn mjög hlyntir uppástungu páfans, en Rússar gátu ekki fallist á það, þar sem þeirra jól eru 13 dögum seinna en okkar jól. Frakkar álitu að slíkt vopnahlje yrði einungis Rjóðverjum í hag. Vopnaverksmiðjurnar. í þessari voða styrjöld þurfa strfðs- þjóðirnar reiðinnar ósköp af alskonar vopnum og skotfærum. Bæði er það, að skotvopnin, sem eru margvísleg nú á dögum, eyðast við brúkunina og verða einnig oft fyrir skotum óvinanna, er valda skemd- um eða eyðileggingu þeirra, en þar við bætist, að framsóknarherinn í það og það skiftið nær oft fjölda af fall- byssum og öðrum skotvopnum á sitt vald. Retta höfum vjer þráfaldlega sjeð í stríðsskeytunum. Regar vopnavistatjón- ið er svona stórt og þegar þar við bætist, að herirnir geta sjaldnast notað þær fallbyssur, sem þeir hafa náð að herfangi, vegna þess, að á þeim er alt önnur gerð en þeirra eigin byssum, og kúlurnar verða því eigi mátulegar, þá er augljóst hve afarnauðsynlegt sje, að hver þjóð eigi eina eða fleiri vopna- verksmiðju innan landamæra sinna og að þar sje unnið kappsamlega nú á þessum stríðstímum. A Þýskalandi er hávaðinn af skot- færum búin til hjá Krupp og Ehr- hardt. A Frakklandi eru vopnaverksmiðjur í Creusot (Schneiders) og St. Cha- mond. í Belgíu: Cockerill. A Bretlandi: Wickers-Ma x i m og Armstrongs. Á Rússlandi. Puti- low í nánd við Petrograd. í Austur- ríki: S k o d a. Stærstu vopnaverksmiðjur í heimi eru óefað Krupps verksmiðjurnar í Essen á Pýskalandi. Par eru búnar til hin heimsfrægu fallbyssuferlíki, 42 cm. fallbyssurnar. Vinna þar nú rúm- lega 80,000 manns, aðallega að vopna- smíði. Næstar þeim að stærð munu vera hinar bresku Wickers-Maximverksmiðj- ur, sem eru alþektar af hríðskotabyss- um sínum (Maximbyssum.) Par vinna nú nótt og dag 30 — 40 þús. manns. Ur Reykjavik. 7. febr. Frú Steinunn Thorarensen, ekkja síra Stefáns Thorarensens, er látin 79 ára gömul.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.