Dagfari - 25.04.1906, Page 2

Dagfari - 25.04.1906, Page 2
sjermálasvið, er vjer höfum. — En hverjar eru þá ástæðurnar hjá þess- um mönnum til að láta sjer nægja fyrirkomulag það, er vjer höfum? Jú, optast er svarið þetta: Pað er algjörlega ómögulegt, að vjer getum fengið frekari endurbætur á stjórnarfyrirkomulagi voru, því Danir munu vart verða fáanlegir til þess, að gefa meir eptir. Þessi og þvílík svör eru svo algeng frá stjórnarsinnum, að flestir hljóta að hafa heyrt þau. Viljum vjer því athuga þau ofur-Iítið. Oss virðist þessi svör vera stað- hæfingar og fullyrðingar, er teknar eru í erfðir frá fyrri tímum, þegar íhaldssöm Danastjórn eigi vildi á nokkurn hátt látá undan rjettarkröf- um vorum. En tímarnir eru farnir að breytast í því efni, og Danir sjá betur og betur, að hjálendustjórn þeirra hefur ei verið í sem beztu iagi, sjá betur og betur, að sjálf- stjórn er eitt af fyrstu skilyrðum til vel-líðunar fyrir hin einstöku þjóð- fjelög. Oss finnst nú engin ástæða til að ætla, að algjörlega ómögulegt sje, að fá frekari rjettindi viðurkennd frá Dana hálfu. Þvert á móti, ef takandi er tillit til orða þeirra, er merkir og mikilsvirtir stjórnmála- | menn Dana láta sjer um munn fara um rjettarkröfur vorar. Það ætti þó Islendingum eigi að þykja minnst varið í, ef danskir stjórnfræðingar og politiskir flokksforingjar álíta rjettarkröfur vorar rjettmætar. En á því er nú enginn efi, að slíkir menn eru til, og það framarlega í flestum stjórnmálaflokkum Dana. Hefur mátt sjá deili þess í dönskum blöðum og á málfundum í Dan- mörku í vetur. En til frekari stuðn- ings þessu máli viljum vjer geta þess, að vjer höfum nýlega leitað álits um stjórnar-fyrirkomulag vort hjá þremur, — sínum úr hverjum stjórn- málaflokki, — mjög merkum dönsk- um þingmönnum, er allir standa framarlega, hver í sínum flokki, og er samhljóða álit þessara manna, að stjórnlög vor sjeu oss ónógvegna þess, hversu þau sjeu óskýr, tví- ræð, óljós og óákveðin í ýms- um greinum. — Ef til vill mun Dagfari síðar minnast frekar á skoð- anir þessara manna á stjórnlögum vorum. En þetta ætti að vera nægilegt til að sýna fram á, að ofur-iítil! efi getur leikið á því, hvort Danir mundu standa öndverðir í einni fylking gegn rjettarbótar-kröfum vorum. Framhald síðar. Handan um haf. —o— Frakkland. Kirkju-óeirðirnar þar í landi, sem áður hefur verið minnst á, hafa nú dregið stóran dilk á eptir sjer. Sosialistar og ýmsir hinir æstari þingmenn frjálslynda flokksins voru óánægðir með aðgerðir stjórnarinnar, þótti hún eigi sýna næga rögg af sjer gagnvart klerkavaldinu. Hinsvegar voru klerkarnir henni hinir reiðustu fyrir harðdrægni þá og gjörræði, er þeir töldu kirkjuna beitta. Afleiðingin varð sú, að trausts-yfirlýsing til stjórn- arinnar -fyrir aðgjörðir hennar í þessu máli, var felld í fulltrúadeildinni með 267 atkv. gegn 234. Sagði ráðaneyt- isforsetinn, Rouvier, þá samstundis af sjer. Setti nú allan þingheim hljóð- an og þótti í óvænt efni komið. Hafði enginn búist við þessum úrslitum. Eptir nokkra daga tókst forseta þó, að fá nýtt ráðaneyti myndað, og er það skipað frjálslyndum vinstri-mönnum og sosialistum. Heitir sá Sarrien, er því veitir forstöðu, en helstiratkvæða- menn þess eru Bourgeois, utanríkis- ráðgjafi, Clemenceau, innanríkisráð- gjafi og Briand, kirkjumálaráðgjafi. Er hinn síðastnefndi sosialisti. Hræðilegt slys vildi til í fyrra mán- uði í kolanámunum við Courrieres á Norður-Frakklandi. Hlaust slysið af gas-sprengingu. Læsti eldurinn sig skjótt um námuna og komust aðeins fáir lífs af, af þeim 1800 mönnum, er þar voru að vinna. Hið hryllilegasta var þó, að nú er víst orðið, að margir þessara manna hafa lifað vikum saman eptir að slysið skeði. Tókst nýlega að bjarga 13 mönnum, er höfðu lifað í 3 vikur 900 fet undir yfirborði jarðar. Hefur atburður þessi vakið hina mestu óvild gegn námafjelaginu, sem er sakað um, að hafa látið sjer annara um, að gæta eigin hagsmuna, en að bjarga lífi verkamanna. Fjöldi náma-verk- manna f Frakklandi og víðar hefur lagt niður vinnu í því skyni, að fá kjör sín bætt, og eru líkur til, að það heppnist. Marokkomálið. Svo fór þó að lokum, að fulltrúaþinginu í Algeciras tókst að greiða svo úr því máli, að friðnum er nú borgið að sinni. Urðu Þjóðverjar að brjóta odd af oflæti sínu, því að Englendingar og fleiri þjóðir veittu Frökkum ötullega að málum. Lögreglu-eptirlitið olli mestum ágreiningi, en það varð loks að sætt- um, að Frakkar og Spánverjar skipta því á milli sín. Þó á yfir-umsjónar- maðurinn að vera hollenzkur eða svissneskur. Annað helzta deiluatrið- ið var ríkisbankinn í Marokko. Varð þar niðurstaðan sú, að í yfirstjórn hans verða einn Þjóðverji, einn Frakki, einn Spánverji, og einn Englendingur. Samningunum var lokið 7. þ. m. Ungverjaland. Stjórnar-óstandinu þar í landi er nú afljett í bráð. Ráða- neyti Fejervarys hefur lagt niður völdin. Hefur tekist að koma á samkomulagi milli frjálslynda flokksins og íhakls- flokksins, og eru foringjar beggja flokka, FranzKossuth ogAndrassy greifi, í hinu nýmyndaða ráðaneyti, er Alexander Wekerle, einn af helztu görpum frjálslynda flokksins, veitir forstöðu. Hlutverk ráðaneytisins er fyrst og fremst, að koma á nýjum kosningalögum, er byggist á almenn- um kosningarjetti, og þvínæst verður málið um þjóðlegan, ungverskan her tekið til meðferðar. Þingkosningar eiga að fara fram innan skamms. Rússland. Kosningar til «ríkisdum- unnar» standa nú sem hæst og vinnur frjálslyndi flokkurinn hvervetna sigur. Vekur það mikinn ugg og ótta meðal apturhaldsmanna, er nú þykjast sjá sína sæng upp-breidda. Hraðskeyti frá Pjetursborg 11. þ. m. skýrir svo frá, að Witte, forsætisráðherra, hafi þegar sagt af sjer, með því hann þykist sjá fyrir ófarir stjórnarinnar, en hinir ráð- gjafarnir hafa neitað að fylgja honum. Keisari er öðru hvoru að senda þegn- um sínum ávörp. Kveðst hann munu veita allar þær umbætur, er hann hafi Iofað, en þó ætli hann að halda ein- veldi sínu eptir sem áður. Allir þing- menn eiga að vinna keisara eið, áður en þeir taka til starfa, og er hann í eiðnum nefndur einvaldshöfðingi allra Rússa. Um skipun «dumunnar» og ríkisráðsins er það ákveðið, að keisari skipar helming meðlimanna. Hinir eru kosnir til 9 ára, þó þannig, að þriðjungurinn fer frá þriðja hvert ár, Meðlimir ríkisráðsins eiga að vera minnst 40 ára og hafa tekið students- próf. Vesuvius gýs. í öndverðum þess- um mánuði byrjaði Vesuvius — eld- fjallið nafnkunna á Suður-Ítalíu — að gjósa og var gosunum eigi linnt er siðast frjettist (11. þ. m.) Eptir fregn- unum að dæma er eldgos þetta eitt hið mikilfenglegasta, er lengi hefur átt sjer stað. Hraunleðjan brýzt fram í þungum straumum og eyðileggur allt, er fyrir verður. Fjöldi manna hefur látið lífið. 150,000 manns hafa orðið að flýja bústaði sína og neyðin er meiri en með orðum verði lýst. Konungur ítala hefur gefið 70,000 kr. til hjálpar hinum bágstöddu. Síðan gosið byrjaði hefur eldgígurinn hækk- að um 250 fet og er útlit fjallsins því allt öíruvísi en áður. Danmörk: Kaupmannahafnarbúar kusu 6 menn í bæjarstjórn 27. f. m. Stóð leikurinn milli hægrimanna og stjórnarflokksins annarsvegar, en frjáls- lyndra vinstrimanna og Sosialista hins- vegar. Leikslokin urðu, að hinir síð- arnefndu unnu ágætan sigur. Ríkisdagurinn lauk störfum sínum 6. þ. m., og er það skjótt sagt um afrek hans, að stjórninni tókst eigi að koma neinu frain af þeim aðalmálum, er vinstri menn hafa barist fyrir. Lands- þingið svæfði þau öll. Þingkosning- arnar nálgast nú óðum og er kosn- inga róðurinn þegar byrjaður. Engin líkindi eru til þess, að stjórnin ráði yfir meiri hluta atkvæða í Fólksþing- inu eptir kosningarnar, nema hún gjöri samband við aðra flokka. Elzta dóttir konungs vors, Louise, er nýlega látin eptir langvinnan og þungan sjúkdóm. Hún var aðeins 31 árs að aldri. Fyrir 10 árum gipt- ist hún Friederich prins í Schaum- burg Lippe á Þýskalandi. Yfir æfiferli hennar og síðustu sjúkdómslegu hvílir dularfull skýla, en svo mikið vitæ SuttfiUtan. Brot úr æfisögu Austfirðings. Framhald. En þótt við sætum þarna svo þög- ulir, þá var okkur allt annað en hryggð í huga. Fundni fjársjóðurinn var virtur til margra þúsunda dollara í hvers hlut. Var því von um, að við innan skamms gætum framkvæmt það, fjárhagsins vegna, er hugann mest fýsti. Eg var í óvenju-góðu skapi þetta kveld, enda voru ástæður aðrar en gullið og gróðavonin.-------— — Ári eptir að við bræður hjeldum heiriían úr átthögum okkar, hafði Borghildur sýkst af hættulegum sjúk- dómi, er álitið. var, að leiða mundi hana til bana. Leið svo meir en ár, að engin var bata-vonin. Vorum við Valdimar því við því búnir, að frjetta lát hennar, í hvert sinn, er brjef bár- ust að heiman. En nú höfðum við síðasta missirið engin brjef fengið, — nema eitt, er eg hafði fengið einmitt þenna sama dag. En eigi hafði eg sýnt Valdimar það, j því óvænta fregn færði það mjer. — | Brjefið var frá Borghildi og flutti þær fregnir, að hún væri orðin al-heil heilsu, og að hún óskaði einkis frekar, en að eg gæti flogið heim með far- fuglunum. Það var ástæða fyrir mig, að vera ánægður þetta kveld. Aldrei hafði lífið ef til vill brosað eins blíðlega við mjer: Fornar ástir, ferskari en ! nýjar. Auður til að uppfylla óskir mínar. Og engan er liti mig öfund- ar-augum, — því allar líkur voru til þess, að Valdimar væri lofaður Jenny. Er við bræðurnir höfðum setið þárna á svölunum lengi kvelds, án þess að ávarpa hver annan, rauf eg I loks þögnina og mælti. «Hvar svífur hugur þinn nú bróð- ir?» Honum varð hverft við, þagði stund- arkorn og mælti svo: «Yfir til Schwarzenbergs hefi eg horft og þar er hugur minn allur!» «Já, þar er gullið geymt!» mælti eg- Hann svaraði eptir dálitla stund nieð hægð: «Satt er það. En þar er líka gim- steinn glitrandi!» «Þú meinar náttúrlega Jenny!» mælti eg. Hann þagði stundarkorn. Svo mælti hann Iágt og með viðkvæmum mál- róm: Það er annars bezt, að eg segi þjer eins og er,: — Eg er trúlofaður Jenny. Það er góð stúlka og eg elska hana. Hún á vel við mitt skap, ljettlynd og ljúf í geði. Þegar búið er að skipta gull- inu, þá vill Schwarzenberg gamli, að við giptum okkur, og gjörum við það að líkindum.» Svo þagði hann all-lengi. Loks ávarpaði hann mig og mælti: «En hvernig líður þjer nú, Árni minn? Sorglegt er hvernig sjúkdómurinn fer með Borghildi.» Fg þagði um hríð. Vissi varla hvort eg skyldi þegja eða segja það sem mjer bjó í brjósti. Eg varð svo glaður við það, sem eg heyrði Valdimar segja, og mjer fannst nú sem allt væri orðið öruggt og tryggt. Mjer fannst nú vera komin sú stund, að ekkert gæti verið til hindrunar heil- um sáttum. Eg sat hugsi all-Iengi. Loks dró eg brjef Borghildar upp úr vasa mínum og rjetti Valdimar. Framhald síðar. Huginn.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.