Dagfari - 25.04.1906, Blaðsíða 4
bezta, er skáld Norðmanna hafa
skrifað á seinni tímum. Kjeliand
var maður fríður sýnum og hinn
höfðinglegasti. Hann var norð-
maður með lífi og sál og bera
bækur hans þess Ijósastan vottinn.
Stórslys.
—o—
Sú sorgarfregn barst hingað í
gær með Hólum, að þrjú fiskiskip
hafi farist í ofsa-veðrinu skömmu
fyrir páskana og allir farist, er á
skipunum voru, 68 menn.
Eitt fiskiskipið, íngvar, eign
Duus verzlunar í Reykjavík, skip-
stjóri Tyrfingur Magnússon frá
Engey, strandaði nálægt Viðey 7.
þ. m. þar fórust 20 menn.
Hin tvö skipin hafa farist fram
undan Mýrum. Annað skipið hjet
Emelie, eign Th. Thorsteinssonar
kaupm. í Reykjavík, skipstjóri Björn
Gíslason frá Bakka í Reykjavík.
A því voru 24 menn. Hitt skipið
hjet Sophie Wheatly, skipstjóri
Jafet Ólafsson. Var skipið fjelags-
eign skipstjórans og tveggja manna
annara. Á þessu skipi voru 24
menn.
Nákvæmar í næsta blaði.
Ymislegt.
Grænlandsfarinn Mylius Eriksen
ætlar að leggja á stað í hina aðra
grænlands-för sína í byrjun júlí. Kem-
ur hann við hjer á Eskifirði til að taka
kol og hesta, en eigi mun hann koma
inn á aðrar hafnir .hjer við land.
Til Þórarinns Tuliniusar
kom fyrir nokkru sendinefnd þess
erindis, að fara þess á leit við hann,
að hann gæfi kost á sjer í bæjarstjórn-
ina í Kaupmannahöfn, en eigi sá
hann sjer það fært vegna annara
starfa.
40 Norðmenn
fara með Perwie frá Christiansand
4. maí áleiðis til Reykjavíkur; eiga
þeir að vinna að ritsímalagningunni
undir forustu Forbergs verkfræðings.
Fljót ferð.
Með hraðskreiðustu skipum, er
koma hingað til lands, er Kong Inge.
Síðast er hann hjelt til útlanda var hann
eigi meir en rúm sjö dægur frá Akur-
eyri til Khafnar og kom þó við á þrem
höfnum á Austurlandi, tveim höfnum
á Færeyjum, og stóð lengi við í Leith.
Prentvilla
hefur orðið slæm i skattamála-grein-
inni í 8. tölubl. Dagf. Þar stendur
í annari ogþriðju línu áeptir strykinu:
«getur eigi komið til mála að hækka
beinu skattana,» á að vera: lækka
beinu skattana.
Skip.
Otto Wathne, (skipstj. Houeland), hið
nýja skip Vathnes erfingja, koni hingað
frá útlöndum 17. þ. m. Með því voru
meðal annara farþega: A. Figved kaupm. |
hjer, Evensen forstjóri hvalveiðastöðvar-
innar við Reyðarfjörð, Þórarinn kaupm.
Ouðmundsson af Seyðisfirði og sonur
hans Guðmundur, Stefán Th. Jónsson ^
kaupm. og Kristján veitingam. Hallgríms- í
son af Seyðisfirði.
Kong Inge, (skipstj. F. Schiöttz), kom
hingað frá útlöndum 18. þ. m. Með
honum var fjöldi farþega, þar á meðal
Fr. Hallgrímsson kaupm. hjer, Sig. Joharrsen
kaupm. á Vopnafirði. Jón Jónsson alþm. Sig-
urður Jónsson kaupm. á Seyðisfirði, Magnús
kaupm. Blöndal og Kolbeinn kaupm. Árna-
son frá Akureyri, Jörgensen bakari af
Seyðisfirði ásamt konu.
Oufuskipið Á. Ásgeirsson kom hing-
að 22. þ. m. með kol til hvalveiðastöðvar-
innar við Reyðarfjörð.
Hólar, (skipstj. Örsted), kom liingað í
gær . Farþegar voru: Jón Arason prestur
á Húsavík, Þorleifur Jónsson prestur á
Skinnastað, Jón Jónsson, er nýlega er
veitt Flróarstungu-læknishjerað, Bjarni
Benediktsson verzlunarmaður frá Húsavík,
Júlíus Ólafsson frá Vopnafirði, konsúll 1.
M. Hansen, P. Bjering verzlunar-erindreki,
Björn Klemenzson, Ólafur verzlunarstjóri
Metúsalemsson o. m. fl.
U
SÝeuioUatv vmWyW
k\i motova, zx otyxyxst h,\í
tatl 5). ‘SuUtYYus
Búnaðarsambandið.
Sýningar vorið 1906 o. fl.
Búfjársýning í Nesjum er ákveðin 11. júní.
— í Breiðdal - — 13. —
— á Vopnafirði - — 25. —
Á sýningum þessum verður ráðanautur sambandsins Halldór Vil-
hjálmsson til aðstoðar og leiðbeininga. Á ferðinni á hann einnig fundi
með bændum, heldur fyrirlestra og leiðbeinir í því, sem óskað verður, á
eptir-töldum stöðum:
Á Djúpavogi 4. júni.
í Lóni 6. —
í Suðursveit 8. —
Á Mýrum 9. —
í Breiðdal 14. —
í Hofteigi 18. —
Á Ströndum (Skeggjast.) 21. —
z - Vopnafirði 26. —
- Sleðbrjót 27. —
Formenn búnaðarfjelaganna í hverri sveit útvega fundarstaði og
boða til fundanna.
í stjórn sambandsins:
Björn Þorláksson. Magnús Bl. Jónsson.
Björn Hailsson.
Búnaðarskóllnn á Eiðum
óskar, að þeir menn gefi sig fram fyrir 1. júní, sem gjöra vildu tilboð
í byggingu á nýju vönduðu skólahúsi, að stærð 24 x 14 ál. tvílypt,
með kjallara undir.
í öðru lagi óskast tilboð um útvegun á efnivið, (trjám, borðvið,
pappa, járni, cementi), upp fluttum á Selfljótsós. Menn snúi sjer til
undirritaðar stjórnarnefndar skólans, sem gefur nánari upplýsingar.
P. t. Vallanesi 9. apríl 1906.
Björn Hallsson. Jón Bergsson. Magnús Bl. Jónsson.
PRENTSMIÐJA DAOFARA.
42
Olduiigis eins og hundur.»
«Já, á meðan þjer getið gengið meðfram húsunum, en ef þjer
til dæmis ætlið að fara þvert yfir götu?» spurði jeg.
«Þegar dansgleðinni er lokið, svona undir morguninn, og jeg
geng heim á leið, er engin umferð. Til vagnanna og mannanna
heyri jeg. Jeg hef ágæta heyrn, hún bætir mjer því nær upp sjónina.»
Jeg spurði hann hvort hann hefði verið blindur frá því fyrsta.
«Frá því jeg var átján ára gamall.»
Nú slitum við aptur talinu, og dansleikurinn tók til á ný.
Þar sem jeg nú var fíkinn í að kynna mjer hagi þessa blinda
manns, minntist jeg á hann við kvennmanninn, sem jeg dansaði við
í næsta skipti.
Það var lágvaxin, lítilfjörleg og merkileg kvennsnift, er Ijezt vita
allt, og hafði sína skoðun á hverju einu. Hún svaraði með hálfgerðri
fyrirlitningu.
«Já, biindi maðurinn, hann er fallinn úr sögunni, sem mannleg
vera.»
Þessi orð settu að mjer ógleði. Á vissan hátt gat hún haft
rjett fyrir sjer. — Síðar á dansleiknum hitti jeg fylkisdómara, sem að
fyrra bragði fór að tala við mig um piano-leikandann. Hann minnt-
ist á iátleysi hans og hið þýða viðmót og hversu vel hann Ijeki á
hljóðfæri.
Já svona er það i heiminum hugsaði jeg, einn sjer Ijósið annar
skuggann. En sarnband milli ljóss og skugga sjá fæstir.
Á heimleiðinni frá dansleiknum var jeg í ágætu skapi og vissi
þó ekki hversvegna.
Ekkert óvanalegt hafði fyrir mig komið. Dansleikurinn hafði
43
verið svipaður öðrum þess kyns. En samt sem áður var jeg ágætlega
fyrir kallaður.
Sjerhver samfylgd mundi hafa verið mjer ógeðfelld.
Hugsið ykkur að einhver hefði þarna f tunglskininu talað við
mig um, að vínið hefði verið gott, um ókurteysi þessa eða hins óvið-
komandi manns, eða um fegurð og þokka einhverrar lítilfjörlegrar
konu. *
Nei, þá kaus jeg heldur að vera einn og hugsa uin það, er
mjer sýndist, því þá þurfti jeg ekki að leggja heilann í bleyti yfir því,
sem öðrum kynni að detta í hug að þvaðra um.
Af ásettu ráði hafði jeg slórt stundarkorn í fata-klefanum, til
þess að láta hina fara á undan. Eptir var aðeins mjer ókunnir menn
og svo riddara-hersir, sem jeg vissi að ætlaði gagnstæða leið.
«Jeg fór í hægðum mínum niður stigann og jafnvel aula-andlit
daglauna-þjónsins gat ekki fargað unaðskennd minni. Hann stóð þarna
hróið, og beið drykkjupeninganna, átti eftil vill konu ogtíu börn heima.
«Jeg gaf honum tveggja krónu pening, án þess að hugsa um
það, að ef til vildi eyddi hann honum á næstu drykkjukrá, svo að
þessi tíu börn sáu ekki einn eyrir af honum, ef þau voru þá nokkur
til.
Jeg lötraði í hægðum mínum eptir götunni með stóru skóhlíf-
arnar á fótunum, kveikti í vindli og púaði bláum reykjarstrókunum
út í berlyptið.
Þá heyrði jeg allt í einu þunglamalegt fótatak á eptir mjer, og
maður gekk fram hjá, hikandi í ganginum. Annari hendinni hafði
hann stungið niður í vasa sinn, í hinni hjelt hann á göngustaf, er
hann hjelt Iítið eitt út frá sjer. Jeg þekkti strax piano-leikandann og
yrti á hann.