Dagfari - 12.07.1906, Síða 2
Vísindaleiðangur
til Grrænlan'ds.
—o'—
Á næsíu dögum er rithöfundur-
inn. og Orænlandsfarinn danski,
Mylius Erichsen, væntanlegur hingað
til Eskifjarðar. Er hann lagður af
stað í nýja Grænlandsför og all-
margir aðrir vísindanrenn danskir
í för með honum. Hann verður
um 2 ár í þessum leiðangri, að því
er ráð er fyrir gert.
Myiius Erichsen var um tvö ár
í fyrri Grænlandsför sinni og lenti
þá í ýmsum mannraunum. Hann
kynnti sjer Grænlendinga, líf þeirra
og háttu. Hefir hann reynzt þeim
hinn bezti drengur. Ber þeim hið
bezta söguna og fór hörðum orð-
um um óstjórn Dana í Grænlandi !
og kvað þá eiga mikinn hlutaðfá- j
tækt Grænlendinga og menntunar- j
leysi. Hefir lrann hvergi sparað i
krafta sína til að telja landa sína á
að bæta kjör þeirra — og ættu aliir j
mannúðarvinir að kunna honum
þakkir fyrir það.
Mylius Erichsen var í stúdenta-
förinni dönsku til ísiands árið 1900. !
Mylius Erichsen, þegar hann kom frá
Orænlandi.
Ritaði hann ferðapistla í Politiken
og voru þeir hiýir í garð lands
vors og þjóðar. — Allmikið var um
dyrðir, þegar hann fór frá Höfn.
Skip hans heitir Danmörk.
Frú hans kom hingað á Kong
Inge um deginn og bíður komu
hans hjer á Eskifirði. Með henni
var og rússnesk kona, sem er trú-
lofuð einum þeirra Grænlandsfar-
anna.
í næsta blaði munurn vjer skýra
nákvæmar frá þessurn merkilega
leiðangri.
Grænlandsskipið Danmörk fer frá Kaupmannahöfn. Mylius Erichsen heldur
á hattinum í hendinni.
þetta megnri gremju um »llan mennt-
aðan heim, en Bandaríkin í Norður-
ameríku hafa þó ein orðið til þess að
láta í Ijós opinberlega andstyggð
sínaá glæpaverkum þessum. Öldunga-
ráðið í Washington samþykkti þings-
ályktun, sem tók það skýrt fram.
Aðrar þjóðir vilja ekkert skipta sjer
af því, til þess að styggja ekki Rúss-
land, eða rjetíara sagt, stjórnina. Von-
ar.di verða þetta þó síðustu Gyðinga-
ofsóknirnar, en það er samt undar-
legt, hvað hatrið á Gyðingum og
fyrirlitningin situr fast í mönnum, og
liggur næst að halda, að það stafi af
því, að kirkjan hefir vakið hatrið og
viðhaldið því.
Af þinginu er lítið að segja, nema
það gekkst fyrir því, að rannsakað
væri málið í Bjelostok. Þá hefir og
þingið aptur gefið stjórninni vantrausts-
yfirlýsing. Má því merkilegt heita, ef
hún situr lengi að völdum, því að
allt af sýnir það sig betur og betur,
hvað ómöguleg hún er í alla staði.
Rán og morð eru daglegir viðburðir
og auk þess hefir talsvert borið á
óeirðum meðal hermanna síðustu dag-
ana og það jafnvel meðal Kósakka,
en þeir hafa verið hingað til stytta
stjórnarinnar og bregðist þeir, þá má
segja, að svo bregðist krosstrje, sem
önnur trje. Hungursneyð mikil er
sögð í Wolgafylkjunum og hefir ver-
ið skorað á stjórnina að hjálpa.
Austurríki og Ungverjaland.
Nefnd manna hefir verið sett til þess
að koma í samkomulagi milli ríkjanna.
Nefnd þessi kom saman í Vínarborg.
Nokkru eftir að ungversku nefndar-
mennirnir voru komnir, bar við atvik,
sem ekki verður til þess að mýkja
huga þeirra. Fjöldi manna í Vínar-
borg, og þar á meðal var Lueger borg-
arstjóri, hjelt fund með sjer, halimæltu
þeir mjög Ungverjum og einkum Koss-
úthsliðum. Hjelt svo mannfjöidinn í
fylkingu til húss þess, er Ungverjar
bjuggu í, og köstuðu inn um glugga
grjóti og öðru, er hendi var næst.
Var það mesía heppni, að enginn beið
bana af. Mælt er, að ríkiserfingjanum
hafi eigi verið ókunnugt um þetta.
Auðvitað fiýttu austurrísku ráðherrarn-
ir sjer aö afsaka þetta tiltæki, en ekki
er þó ólíklegt, að Ungverjar muni
eftir því fyrst um sinn.
Engíand. Kvenfólkið er ekki af
baki dottið enn þá. Starfar það af
miklum krafti að því að ná í kosninga-
rjett. Sem kunnugt er, tók það mik-
inn þátt í kosningabaráttunni í vetur
og aflaði stjórninni, sem nú er, margra
atkvæða. Þykjast þær því eiga nokkra
heimting á, að stjórnin sje þeim fylgj-
andi að málum. Nýlega gjörðu þær
aðsúg að Asquith ráðherra og varð
lögreglan að skerast í leikinn. For-
sprakkinn, Miss Billington, var tekin föst.
Var hún dæmd annað hvort til þess
að greiða 180 kr. í sekt eða sitja í
fangelsi að öðrum kosti, en hún kaus
það síðara. Má nærri geta, að odd-
borgararnir hneyxlast mikið á þessu,
en konurnar láta það ekki bíta á sig
og sitja við sinn keip. — Látinn er
Mr. Leddon, forsætisráðherra á Nýja-
Sjálandi; var hann mjög mikils met-
inn meðal Englendinga. Upphaflega
var hann fátækur verkmaður á Eng-
landi, flutti til Nýja-Sjálands og var
þar 25 ár þingmaður og 13 síðustu
árin forsætisráðherra.' Meðan hann
var forsætisráðherra, voru samþykkt
ýms mjög markverð lög, sem mikil
deila er um í öðrum löndum og sjálf-
sagt víða eiga langt í land. Til dæmis
má taka kosningarjett kvenna, 8 tíma
vinnudag, lög um ellistyrk, sem þykja
mjög góð. Annars var Leddon mik-
il! fylgismaður Chamberlains.
Noregur. Eins og tilstóð, var Há-
kon konungur krýndur 22. júní í
Þrándheimi (Niðarósi) með mikilli
viðhöfn. Hafði safnazt saman mikill
fjöldi stórmenna og höðingja til þess
að sjá dýrðina. Vantaði sízt, að allar
gamlar siðreglur væru notaðar. Er það
stórrnikil furða, að Norðmenn skyldu
hafa slíkan hjegóma. Þykir mörgum
nóg um, hvað gömlu þjóðveldissinn-
arnir láta mikið með konungsættina.
Sem tízka er við þess háttar tækifæri,
ljetu flestir þjóðhöfðingjar hjer í álfu
sendimenn vera viðstadda til þess að
heiðra nýja konunginn, nema Oskar
Svíakonungur; frá honum kom eng-
inn.
Nýjar kosningar eiga bráðum að
fara fram. Stjórnin hefir birt stefnu
sína og getur þess meðal armars, að
hún vilji gjöra málið norskara. Tals-
verða eftirtekt hefir það vakið, að
Björnstjerne Björnsson var ekki endur-
kosinn í Nobelnefndina. Menn voru
nefnilega mjög óánægðir með fram-
komu hans í konsúlamálinu. í hans
stað vaf kosinn Hagerup háskólakenn-
ari.
Látinn er hertoginn frá Almadouar.
Flann var fuiltrúi Spánverja á Marokko-
fundinum og forseti fundarins.
Enskur maður, Wellman að nafni,
ætlar að reyna að ná til norðurheim-
skautsins í stýranlegu loftfari. Verða
þeir 5 á loftfarinu. Þeir hafa með
sjer sleða og verkfæri til þráðlausrar
firðritunar. Wellman leggur upp í
sumar frá Spitzbergen, ef loftfarið
reynist vel; hann er kominn til Þránd-
heims á leiðinni þangað.
Allmiklir jarðskjálftakippir urðu í
gær í Wales á Englandi. Mörg hús
skemmdust og nokkrir menn meidd-
ust.
ísland erlendis.
—o—
Grein er í F.kstrablaðinu 13. júní,
sem hljóðar um heimsókn íslenzkra
þingmanna í Danmörku. Segir blaðið,
að það muni ekki verða eintómur
fögnuður að þessum samfundi íslenzkra
og danskra þingmanna, og það á
hvoruga hliðina. Raunar muni allt
lenda í mat og víni og minnaræðum,
að því er til Dana komi, og þar við
sitji. Þeir treysti því, að svo sje allt
í góðu gengi og sambandið milli ís-
lendinga og Dana hið bezta. Stafi
þetta af vanþekkingu þeirra á íslandi
og íslenzkum málefnum. Öðru máli
sje að gegna um íslendinga. Menn
fari alvarlega villir vegar, ef þeir haldi,
að hægt verði að sveigja þá að ein-
hverju leyti, að því er kemur til þjóö-
Iegra krafna þeirra. Ef stjórnin hafi
ætlað sjer að gera þeim hlýrra í skapi
til Dana með ástúð sinni, þá sje það
nú um seinan. Það takist ekki að
stemma stigu við skilnaðar-hreyfingunni.
Allar tilraunir, sem gerðar verði í því
skyni, beinlínis eða óbeinlínis, verði til
ills eins. íslenzka málið (det islandske
Spörgsmaal) sje mjög vandasamt við-
fangs, og úr því verði alls ekki leyst.
Það versta sje, að íslendingar og Danir
liafi ekkert sameiginlegt sem þjóðir
og að ísland sje bundið þeim bönd-
um við Dani, sem stafi af fátækt þess
og fólksfæð. Ef íslendingum þætti
sómi að því að vera einn hluti í danska
ríkinu, þá væri að vísu vandkvæði á
því, að koma því skipuiagi á samband
Islands og Danmerkur, að þeir fengju
nægilegt sjálfstæði. Það myndi þó
ekki ókleyft. En þegar svo sje háttað,
að íslendingum sje kalt í skapi til
Dana, og þyki minnkun og mjúklæting
í því að vera að einhverju leyti þeim
undirgefnir (staa i et vist underordnet
Forhold til Danmark), þá vanti undir-
stöðu góðs samkomulags milli þjóð-
anna. Það sje mergurinn málsins í
allri íslenzkri stjórnmálabaráttu.
Menn sjá, að blaðið lýsir meir því,
sem ætti að vera, en því, sem er.
Ekstrablaðið hefir annars flutt marg-
ar greinir um ísland í síðasta mánuði.
Þar er skopgrein um heimboðið, frem-
ur ófyndin og ekki í frásögur færandi.
Þar var og saga ein af því, að dansk-
ur iðnarmaður hefði átt þriggja ára
dvöl í Reykjavík. Hefði svo neyðst
til að hrökklast þaðan sakir Danahat-
urs og tortryggni íslendinga gagnvart
þeim, einkum meðal alþýðu manna.
Dönum sje alls ekki vært á íslandi af
þeirri ástæðu.
Þessu svarar Lúðvík Kaaber, verzl-
unarmaður, Flann er danskur maður,
en hefir verið 4 ár í Reykjavík við