Dagfari - 23.07.1906, Blaðsíða 3

Dagfari - 23.07.1906, Blaðsíða 3
meðal annars húðir frá Orænlandi, og þótti þeim ýmislegt vel gert, en svo segir einn: »Það versta er óhræsis lýsislyktin, sem ómögulegt er að ná í burt«. Pá segir annar: »Það sama er á íslandi. Þegar mað- ur kemur þangað, þá leggur um vitin á manni sauðargærulykt og þorskaþræsluþef. Jeg hefi verið í boði hjá æðsta embættismanni landsins. Þar vóru allra beztu veitingar, ágæt vín, en jeg gat ekki borðað nema með mestu kvölum, vegna gærulyktar og þorskaþræslu. Og þegar maður kemur út á göturn- ar í Reykjavík og kernur í nánd við einhverja af »fínustu frökenun- um« í bænum, þá hrekkur maður til baka vegna sama óþefsins. Auð- vitað venst maður innan skamms þessum óþægilega ódaun, og eins er það með Grænlendinga. Svona er sagan. Jeg var sjálfur viðstadd- ur, svo ekki er um neinar missagnir að ræða. Þetta er maður, sem er »velviljaður Islandi«, og hann sagði, að þetta væri álit og reynsla allra þeirra, sem hefðu verið heima og hann þekkti. Pað getur auðvitað verið, að þetta sje svona, — en því fremur íslendingar en Norðmenn? Hann fjasaði ekkert um þetta og talaði ekki um þetta af neinni illgirni, sagði mjer þetta miklu fremur í trúnaði. Hann sagðist hafa heyrt, að danskir sjóliðsforingjar hefðu sagt, að margir Danir, sem kæmu tii Reykjavíkur (hann tók fram Reykjavík), gætu að eins með þján- ingum bragðað matinn í fínum veizlum. Notkun hestaflsins. --O-- í engu af menningarlöndum norð- urálfunnar byggist tilvera og fram- kvæmdir þjóðarinnar að eins miklu leyti á hestinum og hjá okkur íslendingum; óvíða er brúkun hestsins jafn margbrotin sem á íslandi. Hest- urinn er okkur lífsnauðsyn, án hans getum við ekki lifað, nema við þá hefðum eitthvert húsdýr í hans stað, sem vart mundi þó fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til hestsins. Óhjákvæmilegt húsdýr er hesturinn, ekki sízt þar sem eins hagar til og á Islandi. Haiin er aðalsamgöngu- færi til lands; aðrar þjóðir nota gufuafl og rafmagn. Við höfum hest- kraftinn eingöngu. Hestinn brúkum við til vöruflutninga úr og í kaup- staðinn, til að flytja heyið heim af túni og engjum o. m. fl. Hjer við bætist brúkun hans til reiðar, sem er annað aðalatriðið í notkun hestsins hjá okkur íslendingum. Erlendis er brúkun hestsins í þeim greinum, sem taldar hafa verið, hlutfallslega stórum minni, vörurnar ganga hjer með eimlestunum, þegar um vegalengd er að ræða og bændur hafa að eins stutta tíð að flytja vörurnar heim til sín, og brúka til þess vagna með hestum fyrir. Brúkun á hestunr erlendis til vöru- flutninga er því hlutfallslega mjög lítil, borin saman við íslenzka stað- háttu; hjer ríða menn einnig sjaldan. í þess stað aka menn í vögnum, sem taka 2-6 menn; við það sparast marg- sinnis hestur. Mestan hluta hestaflsins nota menn, hjer í Danmörku og annarstaðar, í þarfir jarðyrkjunnar, mannsaflið hjálpar að eins til og stýrir verkinu. Plógurinn er undirstöðuverkfæri allrar jarðyrkju; á hestum og plógi byggist öll jarðrækt. Án þessa verkfæris, sem er jafngamalt akuryrkjunni, er öll viðleitni til að gera sjer jörðina undirgefna ómöguleg. Vanalega draga hestar plógana, þó er sumstaðar á stórmn búum gufuafl eða rafmagn látið gera það. Hjá okkur íslendingum eru hestar lítið brúkaðir við jarðyrkju í saman- burði við það, sem gerist hjá öðrum þjóðum. Við höfum svo að segja ekkert yrkt land. Þó eru á íslandi margar ferhyrningsmílur, sem liggja vel til ræktunar og ef til vill hafa fólgið í sjer meira gróðrarmagn en nrenn almennt hafa hugmynd uin. Túnin, sem eru einu ræktuðu blett- irnir fyrir utan kálgarðana, eru víða þannig útlítandi, að þau naumast geta kallast ræktað land, víða meira og minna þýfð, sem gjörir þessa bletti lítt aðgengilega til ávinnu. Þar sem náttúran hefur búið svo vel í haginn, að túnin eru sljett, er jarðvegurinn fastur, þar sem hann ekki hefur verið hreyfður í ómuna tíð; loptið nær ekki að verka á hann, sem er þó aðalskil- yrði fyrir því, að efnabreytingar geti átt sjer stað og jörðin borið tilætlað- an ávöxt. Eins og því nú er ástatt, geta túnin ekki heitið ræktuð jörð, meðan við ekki látum plóginn rista þau, sem nú er byrjað á, þó í smáum stíl sje enn, að kalla má. Aðferðin sú að stinga jörðina upp með spaða getur varla talizt til jarðræktar; þess- háttar aðferð á að eins heima hjá vilt- um þjóðum, sem ekki þekkja plóginn. Þegar menningar-þjóðirnar koma með plóginn og leggja þessar þjóðir undir sig, þá fyrst byrjar akuryrkjan og menningin, sem henni er samfara. Það er því mál komið fyrir íslend- inga að hætta þeirri úreltu aðferð að róta jörðinni með spaðanum, en taka plóginn í hönd. Á íslandi, eins og annarstaðar, verður plógurinn fyrsta og helzta jarðyrkjuverkfærið. Án hans eru allar jarðabætur of kostnaðarsamar og vinnan ekki annað en kák. I flestum tilfellum eru tveir hestar hafðir fyrir einum plógi, eru stundum að eins einn og einstaka sinnum þrír,eptir stærð plóganna og eðli jarðvegsins. Á íslandi mun ekki veita af þremur hestum, þegar óbrotin jörð er plægð, sjerstaklega ef grasrótin er með og verkið á að ganga nokkurn veginn fljótt, en í því efni verður reyndar að kenna mönnum, hvað bezt hentar á hverjum stað. Það leiðir nú af sjálfu sjer, að brúkun hesta á íslandi hlýtur að að aukast, jafnframt því að plægingar og önnur jarðyrkjustörf verða almennari og víð- tækari. Gerum nú ráð fyrir, að hestaflið verði innan fárra ára notað mörgum pörtum meira við jarðyrkju en nú gerist og menn því þyrftu að auka hestatöluna; en er þá ekki ástæða til að spyrja: Geta menn ekki heimtað meira af þessum hestum, sem menn hafa, er brúkun hestanna almennt svo mikil, að ekki verði ætl- ast til, að meira megi bjóða þeinr? — Svarið verður óhikað neitandi. Það ætti hverjum, sem hugleiðir"þetta mál, að vera augljóst, að brúkun hesta á íslandi er mjög lítil með tilliti til fjöldans. Hestatalan er gífurlega stór á íslandi í samanburði við Danmörku, eins og eptirfarandi tölur sýna. í Danmörku er hestatalan c. 500,000 Áíslandiárið 1902 — c. 45,000 Eptir því koma á hverja hundrað íbúa: í Danmörku um 20 hestar. Á íslandi - 50 Þetta er óneitanlega stór mismunur, sem staðhættirnir heima á íslandi eiga mikinn þátt í, og þar að auki er nokkur hluti af hestatölunni á Is- landi verzlunarvara og einnig verður að taka tilit til þess, að dönsku hest- arnir eru stærri og sterkari og afkasta- meiri. Framhald sfðar. Outtormur Pálsson. Handan um haf. —o Höfn 7. júlí. Rússland. Sama rifrildið er á þinginu enn þá og rekur þar hvorki nje gengur. Þingið hefur samþykkt í einn hljóði, að dauðahegning skuli af- numin. Lítlar líkur eru þó til þess, að stjórnin skeyti því neitt; hefir henni, að jafnaði, ekki vaxið f augum að af- höfða menn. Svo lítur þó út, sem hún sjái, að eitthvað þurfi að gjöra tii þess að sefa alþýðu manna. Hefir hún því lofað að úthluta meðal bænda jörðum krúnunnar og, ef á þarf að halda, jafnvel að kaupa jarðir handa þeim á ríkisins kostnað. Veitir og eigi af, að bændum sje hjálpað, því að víða hefir verið uppskerubrestur og þar af leiðandi mikil nauð meðal þeirra. Óspektir, rán og manndráp fara alls ekkert minnkandi. í Varsjav skaut þeim kvitt upp, að drepa ætti alla löggæzlumenn og vóru margir drepnir á einum og sama degi. Hafa þeir því neitað að gegna lögreglustörfum á götum úti og er herlið látið gjöra það. Þá fara óeirðir meðal hermanna stöðugt vaxandi. Neita þeir oft að hlýða foringjunum, og það jafnvel í lífverði keisarans sjálfs. Roshdestvenski og fleiri herforingjum, sem voru í bardaganum í Tushima- sundinu í fyrra, hefir verið stefnt fyrir herrjett. Eru þeir ákærðir fyrir það, að hafa staðið illa í stöðu sinni. Austurríki. Á þinginu slóg þar í svo harða rimmu, at sjaldan hefir annað eins borið við og er þó engin nýung, þótt þingmönnum slái saman. Til- efnið var það, er nú skal greina: Frants keisari var á ferð í Bæheimi og tóku menn honum almennt vel. Meðal annars kom keisarinn til bæjar nokkurs, er nefnist Gablonz. Þar f bænum var Bismarksvöllur og endurminningar margar um gamla Bismark. Nú tóku bæjarbúar allt sem um hann gat minnt á brott; hugðu þeir, að það mundi minna gamla keisarann óþægilega á ófarirnar 1866 og hvernig Bismark fór með Austurríki. En þegar þýsku þingmennirnir fengu að vita þetta, urðu þeir æfir við. Drógu þeir það frain við umræður á þinginu, og sögðu, að þýskt þjóðerni væri svívirt með slíku. Ljetu jafnvel sumir á sjer heyr- ast, að rjettast væri fyrir Þjóðverja í Austurríki að segjast í lög með Þjóð- verjum á Þýskalandi. Það eru margir, sem helzt vilja sameina alla Þjóðverja í eitt ríki og má búast við, að fleiri hallist að þeirri stefnu, þegar nýju kosningarlögin komast á og Þjóðverjar hætta að ráða lögum og lofum í Austurríki, eins og þeir i raun og veru hafa gjört hingað til. Gamli Bismark sagði einu sinni, að Þjóðverjar í Aust- urríki drægjust af aðdráttarafli til Þjóð- verja í Þýskalandi; átti hann þar við þjóðernistilfinninguna. Er það nú, ef til vill, að koma í ljós, að gamli mað- urinn hefir haft rjett fyrir sjer. Frakkiand. Dreyfusmálið óútkljáð enn þá. Margir spá því, að nú verði hann sýknaður loksins. Margt bendir á, að Frakkar sjeu loks orðnir þreyttir á öllu málavastrinu. Það hefir koniið til utnræðu að gefa öllum þeim, sem óspektir frömdu við námuslysið í Courriéres og eftir það, upp allar sakir. Mjög er þó óvíst, að póstþjónar þeir, sem gjörðu verkfall, verði teknir í fulla sátt. Ráðaneytið neitar því einarðlega, að þjónar ríkisins hafi rjett til þess að gjöra verkfall. En það er atriði, sem jafnaðarmenn greinir á um sjálfa. En með þessu hefir Clemen- ceau sýnt, hverju megin hann er í því máli. England. Járnbrautarslys mikið varð þar við Salisburg-stöðina. Sagt er að um 30 menn hafi farizt og milli 10 og 20 fengu meiðingar, flest- allt Ameríkumenn. Þá varð og slys í kolanámum í Vales við að vatn streymdi niöur námurnar og fórust þar nokkrir menn. Stórveldin. Það lítur út fyrir, að stórpólitíska flokkaskiptingin í Norður- álfunni sje að breytast. Talið er að þríveldasambandið standi mjög vö'ltum fótum. Þóttu Ítalír koma illa fram við bandaríki sitt, Þýskaland, á Marokko- fundinum; það er áreiðanlegt, að Ítalía vill vináttu Frakklands og Englands um fram allt. En nú er vinátta mikil komin á með Englendingum og Frökk- um og einmitt vináttan við Frakka hefir dregið saman Englendinga og Rússa, sem hingað til hafa verið svarnir fjandmenn. Byrja Englendingar því að senda flota sinn til Kronstadt til heiðurs við keisara. Á það að verða nú í ágúst. Hins vegar líkar Þýska- landi þessi vináttumál illa og gjörir sitt ítrasta til þess að spilla þeim. Færeyjar. Effersöe sýslumaður, sem getið hefir verið, að væri mest mót- fallinn því, að Færeyingum sje veitt heimastjórn, var kosinn með miklum meiri hluta. Frá heiðuni til hafs. Tíðin er allt af heldur köld og leiðinleg. Norðri flytur þær frjettir, að þeir Ólafur Breim og Magnús Andrjes- son hafi ekki verið í þingmanna- leiðangrinum til Danmerkur. Forberg, norski símafræðingurinn kom hingað um miðja síðustu viku að líta eftir lagning símastauranna hjer um fjörðuna, Eskifjörð og Reyðarfjörð. Sklp. Alphatros kom frá Seyðisfirði 21. þ. m. Á því vóru: Friðrik Oíslason úr- smiður og kaupmennirnir: Þórarinn Ouð- mundsson, Stefáu Th. Jónsson og Fr. Wathne. Den bedste Shagiobak er “Marigold“, som faas overalt paa Island.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.