Dagsbrún - 17.07.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 17.07.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 7 sína (alstaðar þar, sem því verður við Komið) vera að eins 4 sólar- jjrjnga í einu i skotgröfunum (þar af 2 s°larhringa mjög svefnlitla í þeim yztu), þá er skift um menn, og fá Þeir, sem úr skotgröfunum koma, 4 sóiarhringa hvíld. Dess skal getið, að sá, sem þetta ritar, hafði fyrir framan sig, þegar hann reiknaði út, hve mikill hluti af kostnaðinum hásetalaunin væru, reikning yfir útgerðarkostn- að 1 togara í 4 ár, 4 togara í 2 ár og 2 togara í 1 ár. Það er því eigi vafi á að út- reikningurinn er réttur. Fæðingardagur. Júliiis Ccesar fæddiet 12. þesa mán- aðar, sem eftir honum heitir Júlí. Það var 100 árum fyrir byrjun tímatals okkar, Csesar var hinn mesti dugnaðar og vitmaður, og herforingi. Hann komst til seðstu valda í Rómaríki, en sat að eins eitt ár að völdum, því samsæri var gert gegn honum og hann myrtur. Cæsar reyndi að bæta hag bænda og sá um að ekki væri farið illa með skattlöndin, sem áður hafði verið siður rómversku lannstjóranna að féfletta. Cæsar er frægur sem sagnarithöf- undur; hann kom einnig á tímareikning, sem ekki er mikið frábrugðið því er vér nú höfum. íslenzka orðið keisari er afbökun af nafni Cæsars, því seinni einvaldar Rómarikíkis tóku sér nafn hans, til þess að tákna með því tign sína Og völd. Af Cæsar má iæra viljaþrek, því hann kom áformum sínum jafnan fram með hinni mestu festu, úr þvi tening- unum á annað borð var kastað. Á. A. Góð uppástunga var það, sem dagblaðið Vísir kom með nýlega, að Reykjavikurbær ætti að eignast, og gera út, togara, meðal annars til þess, að bæjar- búar jafnan ættu kost á að kaupa góðan og óskemdan fisk í soðið, við hæfilegu verði. fim uppástungu þessa er það að segja, að það er bókstaflega ómögulegt að sjá neitt, er mæli á móti þvj, að henni verði sem fyrst komið í framkvæmd. Fyrirtæki þetta hlyti að verða bænum til stórgagns, bæði með beinuM hagnaði og óbeinlínis. Og eina hugsanlega orsökin til þess að togaraútgerð, rekin af bænum, takist lakar, en rekin af hluta- félagi, er sú, að það verði settir vildarmenn einhvers, eða ein- hverra, til þess að standa fyrir henni. En þafi má auðvitað ekki ske, því ekkert fynrtæki hepnast, nema Þeir, sem eiga að stjórna því kunni tii þesg, og séu duglegir. Lesarinn er beðinn að athuga: að fyrii' hvert opinbert fyrirtœlci, sem rnishepnast, fara hundrað fyrirtceki, sem eru eign einstakra manna eöa félaga, á höfuðið. Það er bara tekíð svo mikið minna eftir því sem fer \ handa- skolum hjá einstaklingUnum, en hjá því opinberm Nýtt byggingarefni. í vetur heyrðist um nýtt bygg- ingarefni, sem fundið er upp í Noregi; skrifaði Fr. Möller um það í eitthvert af norðanblöðunum. Nú eru komnar nákvæmari frótt- ir af því, og er það sem hér er sagt, haft eftir Guðjóni Samúels- syni arkitekt. Gulbrand heitir sá, er fundið hefir upp þetta efni, sem er nokk- urskonar lim, sem bindur saman hór um bil hvaða efni sem er, svo hús má steypa úr heyi, hálmi, moði, mó o. s. frv. Mold er þó ekki hægt að nota. Hús úr þessu efni eru algerlega óeldfim, og svo sterk, að hús af þessari gerð, sem velt var á hlið- ina (til þess að reyna það) brotn- aði ekki. Það er því álit manna að húsagerð úr þessu efni eigi sérlega vel við í löndum þar sem jarðskjálftahætt er. Hér við bætist það, að efnið er sérlega ódýrt. Reynist það rétt, sem sagt er hér að ofan um efni þetta, hlýtur þessi uppfundning að verða afar mikilvæg fyrir okkur íslendinga. Mál þetta verður því að rannsaka sem fyrst, og ætti Alþingi að senda út til þess mann, er fær væri um það. Ef til vill væri hægt að fá hr. Guðjón Samúelsson til þeirrar farar. Úr bréii frá Akureyri, Margir hafa ærinn auð og í rósum baða, langtum fleiri líða nauð landi og þjóð til skaða. Því er mál að hefja hönd, harsla Skorti völlinn, gróðursetja hin grýttu lönd, græða blásin fjöllin. Störfum, reynurn lið að ljá. leiðir betri kenna, auðsuppsprettur íslands má örar láta renna. Upp til vopna unga þjóð og það látið skilja að þið hafið íslenzkt blóð, íslenzkt þrek og vilja. Látum sjá að ættland vort eigi hrausta drengi, hafa menn með gagnlaust gort galað helst til lengi. Trausti E. Víðar kalt en á íslandi. Þó ísinn sé altaf á reki við Norðurland, þá verður ekki annað sagt, en að sumarið hér á Suð- urlandi hafi verið heitt, enda þó það væri ekki, þá er víðar kalt en á íslandi. Danska blaðið „Poiitiken“ skýrir frá því að í Danmörku hafi sumstaðar verið frost aðfaranótt 24. Júm'. Stefnuskrá íslenzkra jafnaðarmanna, Jafnaðarmenn á Akureyri sam- þyktu í vor svohljóðandi stefnuskrá: I. Vér viljum vinna af aiefli móti því, að sú skifting á landsiýðnum í ríka og öreiga, sem er í flestum mentalöndum, verði á íslandi. Vér viljum minka þann mun, sem nú þegar er orðinn hér á landi á rikum og fátækum með því að láta auðsuppsprettur lands- ins renna sem ríkulegast, og þannig að það verði eigi einstakir menn, sem grceði offjár, hélAur almenn- ingur, þ. e. hver og einn sem vill vinna. — Það er langt frá því, að vér viijum banna eða koma í veg fyrir, að duglegir og framtaks- samir menn verði auðugir, því vér viljum veita einstaklingnum fult frelsi til hvers sem er, skaði það eigi aðra. Réttur einstaklings- ins takmarkast af rétti annara einstaklinga. Hið sanna frelsi er því takmörkun réttar hins sterka, til þess að troða niður þann, sem minni er máttar. Vér viljum gera fátasktina út- lasga og róa öllum árum að því, að hér á landi verði að eins cin stétt þ. e. starfandi mentaðir menn. Ekki að heimtað sé, að allir vinni iíkamsvinnu, þó flestum sé hún holl og heilsusamleg, heidur að hver og einn sé í raun og sann- ieika metinn eingöngu eftir því hve duglegur, nýtur og góður maður hann er, en ekki eins og oft er nú, eftir því hvar hann er settur í metorðastiga þjóðfélagsins, sem oft er þess valdandi, að ung- ir menn, af því einn starfi þykir „fínni“ en annar, leggja eigi það fyrir sig, er þeir samkvæmt hæfi- leikum sínum eru bezt til fallnir, til mikils tjóns fyrir þá sjálfa og þjóðfélagið. Vér viljum koma á svo almennri velmegun að hvert mannsbarn sem fæðist hér á landi hafi tækifœri til þess að þroska og fullkomna alla góða og fagra meðfœdda hœfileika. II. Vér erum jafnaðarmenn, af því vér viljum, svo sem þegar er tekið fram, að hvert mannsbarn hafi jafnt tækifæri til þess, að þroskast og verða að manni, hvert eftir sínum hæfileikum. Karl Marx hefir sýnt fram á, að ómögulegt er að afnema fátæktina meðan einstakir menn eiga framleiðslutœkin. Það er því ætlun vor, að láta þau af þeim, sem mikilvægust eru, vera opinbera eign, en svo nefnum vér Landsjóðs-, sýslu- og hrepps- eignir, ennfremur eignir sam- vinnufélaga, þ. e. félaga, þar sem arðurinn skiftist eftir þátttöku, en ekki eins og í hlutafélögum; þar skiftist arðurinn eingöngu eftir því hve mikið fé hver hluthafi á. Atvinnurekstur, sem samkvæmt eðli sínu, eða í reynd, er einokun, rekist af Landsjóði, sýslu- eða hreppafélögum. Vér viijum leggja verðhœkkunar- skatt á jörð, þannig, að hinu opin- bera sé trygður mestur hluti (eða allur, ef hægt er) upphæðar þeirrar er verð lands hækkar um, nema þeirrar verðliækkunar, sem stafar af aðgerðum þess, sem jörðina æ eða situr. Með þessu móti er komið í veg fyrir, að jörð stigi að mun í verði, en lágt jarðarverð er skilyrði þess, að þeir, sem landbúnað stunda fái fullan arð af vinnu sinni, því lágu jarðarverði fylgir lágt afgjald. Réttur þeirra sem jörðina yrkja (ábúenda) sé trygður sem mest má, án þess að gengið sé á rétt kom- andi kynslóðar. Jarðir, sem eru opinber eign, skal eigi selja, en ábúendum veitt lífstíðarábúð (eða mannsaldurs, ef líf þrýtur). III. Til þess að koma fram áformi voru, ætlum vér að neyta allra löglegra aðferða og þá fyrst efla þekkingu almennings i þjóðfélags- frœði, hafa áhrif á löggjafarvald og stjórn, og efla samvinnufélags- skap. Vér viljum að kaupfélög, stofnuð á heilbrigðum fjárhags- legum grundvelli, séu í hverri sveit, og að þau myndi samband innbyrðis. Það er álit vort, að þannig löguð kaupfélagsverzlun hljóti að vera betri en kaupmanna- verzlun; en þá kaupmenn, sem þrífast á sama stað og vel stofnuð og rekin kaupfélög, álítum vér mjög þarfa. IV. Konur og karlar séu jafn rétthá. Dómsvald og framkvæmdarvald sé aðskilið. Embœttismenn eru þjónar þjóð- arinnar. Sakamál fari fram opinberlega og munnlega. Hegningarlögunum sé breytt i mannúðlegri átt, og miði að því að gera þann sem brotlegur er að betri manni, en dragi hann ekki lengra niður. Þjóðin hafi málskotsrétt (refer- endum). Fátækrahjálp sé hjálp til sjálf- hjálpar. Hið opinbera sjái á sœmilegan hátt fyrir munaðarlausum börnum og örvasa gamalmennum, og öðr- um er líkt stendur á fyrir. Trúarbrögð eru einkamál og hinu opinbera óviðkomandi, komi þau eigi í bága við þjóðfélagslífið. Skattalöggjöfin sé sem fábrotn- ust. Beinir skattar eru réttlát- astir. Landsstjórnin hafl eigi rétt til þess að taka lán, nema með sér- stöku samþykki (atkvæði) þjóðar- innar. Þetta kemur þó eigi til greina þegar leyflð er veitt sér- staklega í lögum, sem fé þarf til þess að framkvæma. Þó vér séum eigi eindregið á móti því að lána fé hjá útlendum þjóðum, þegar það er til ákveðinna fyrirtækja, þá erum vér samt yfirleitt á móti þvi að gerast lánþegar erlendra þjóða meira en orðið er; vér viijum sem minsta bagga binda á bak komandi kyn-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.