Dagsbrún - 17.07.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 17.07.1915, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANGINDI ] DAGSBRÚ N [HD ÚTGEFANDI: N0KKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFELOG BLAÐ JAFNAÐARMANNA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 2. tbl. Reykjavík, laugardaginn 17. Júli 1915. I. árg. fiáðhúsið ( Kaupmannahöfn og hafnargerðin í Reykjavík. Þegar ráðhúsið nýja var bygt í Kaupmannahöfn, fyrir nokkrum árum, þá stigu lóðirnar við torgið sem það stendur við, svo gífur- lega í verði, að gróði lóðareigend- anna varð eins mikill og kostnað- urinn var við að byggja ráðhúsið, en það var á annan tug miljóna króna. Hefði nú ekki verið eðli- legast að bærinn, sem bygði húsið, hefði haft gróðann af því sem lóðirnar stigu? Það er verið að byggja höfn við Reykjavík. Það er bærinn og landið sem kosta hana, leggja fram þá liðlega 1^/a miljón, sem það kostar. Hafnargerðin mun hafa þau áhrif á þær lóðir, sem næst eru höfninni, að þær munu stíga afar mikið í verði; með tímanum -eins mikið og öll hafnargerðin hefir kostað. Hver er nú bezt að þessum gróða kominn, þeir sem kosta höfnina (landsjóður og bæj- arsjóður) eða þeir sem (fyrir til- viljun má segja) eiga lóðirnar við höfnina? Og hvort er heppilegra fyrir almenning? Verði ekkert aðgevt (og að- gerðarleysið hefir undanfarin ár verið einkenni okkar íslenzku lög- gjafar) lendir allur þessi feykna- gróði í vösum fárra manna. Hér vantar verðliœkkanarskatt, okkur gagnvart Dönum. Nú veit ekki nokkur maður um hvað flokkarnir skiftast, það er að segja, um hvaða málefni. Á þessu hlýt- ur að verða breyting nú. Við jafnaðarmenn hefjum orustu nú þegar (vopnin eru þau, sem getið var um í síðasta blaði) og þeir, sem á móti eru, munu fyr eða síðar gera vart við sig. Okkar megin. Með jafnaðarstefnunni verða verkamenn og verkakonur í kaup- stöðum og sjávarþorpum, vinnu- fólk í sveitunum, sjómenn, iðnað- armenn; sem vinna fyrir kaupi, og þeir bændur, sem eru svo sann- gjarnir, að þeir vilja unna vinnu- fólkinu fulls arðs af starfi þess. Alþingi. Þaðan er lítið að frétta ennþá. Hefur mest gengið á nefndarkosn- ingum og öðru viðlíka spennandi. Eru sum málin, sem fyrir liggja all-mikilvæg. Fleiri þeirra þó lítil- væg og sum þaðan af minna. All- margar styrkbeiðnir hafa verið sendar þinginu. Enginn hfir þó í ár beöið um styrk til þess að vinna á útilegumönnum. Pylkjum liöi. Svo sem getið var í siðasta blaði, þá mun öll alþýða kjósa að fylkja sér undir jafnaðarmerkið í þeirri orrustu er nú skal hafin á íslandi. Jafnaðarflokkinn má því eins vel kalla Alþýðuflokk. Flokkar erlendis. Erlendis skiftast menn í flokka •nær ei- „öngu eftir því • hvar hags- munir þeirrar stéttar, er þeir telj- ast til, eru. Þeir, sem hafa hag af því að ástandið sé óbreytt, eru afturhaldsmenn, hinir vilja breyt- ingar. Þetta er eðlileg flokkaskift- ing, því það er eðlilegt að þeir, sem eiga sameiginlega hagsmuni, gæti þeirra í sameiningu, þó stund- um sé óskiljanlegt að kaupmenn og vinnukaupendur (eða þeir, sem erlendis eru kallaðir einu nafni kapitalistar) geti fengið af sér að gera samtök til þess að gera þá fátæku fátækari, svo þeir ríku geti orðið ríkari. Flokkar hér. Fyr skiftust flokkar hér á landi um það, hvernig við skyldum haga Til athugimnr. Hvergi hefir auðvaldið náð að magn- ast sem í Bandaríkjunum. Ein af afleið- ingunum: 30 þúsund verkamenn láta þar árlega lífið fyrir vinnuslys, það er að tiltölu helmingi fleiri en hér í álfu, miðað við fólksfjölda. Á jafnaðarstefnan við á íslandi? Þessi spurning var lögð fyrir þann, sem þetta ritar, af manni sem orðinn er siður að kalla „gáfaðann" (og er það ef til vill líka, þrátt fyrir spurninguna). Við skulum athuga lítillega hvað jaínaðarstefnan er. Hún er aðferð til þess að koma svo góðu lagi á framleiðsluna að allir, sem vilja vinna, geti haft fyllilega nóg fyrir sig að leggja; svo ekki standi það í vegi fyrir að menn geti verið hamingjusamir. Spurningin var því, að réttu lagi, þessi: A það við á íslandi, að allir hafi nóg fyrir sig að leggja, svo þeir geti búið í heilnæmum og fögrum híbýlum, klæðst vel og smekklega, hafi nóg á borð að bera, og geti veitt sér og börnum sínum þá þekkingu og listanautn sem bezt á við hvem einstakan? Skyldi þetta eiga síður við á íslandi en annarstaðar? Jón Skýri. Gráðaosturinn. í fyrsta blaði jafnaðarmanna getur ritstjórinn þess, að ég hafi lofað að sýna fram á með tölum, að 15 krónu arðs mætti vænta af hverri á, fram yfir það sem nú er ef gerður er gráðaostur úr mjólk- inni. Ég mun hafa sagt: að hægt væri að færa sönnur á, að 15 króna arðs mætti vænta fyrir ærnytina að frádregnum kostnaði við ostagerðina og mjaltir, ef gerður væri góður gráðaostur úr mjólkinni. Það er ekki unt að segja með vissu hvað sé meðalærnyt hér á landi, fyr en safnað hefir verið skýrslum um það víðsvegar af landinu. Mjólkurmagnið! og gæðin fara eftir landkostum, og eftir því hvort ærnar eru valdar mjólkur- ær, þ. e. a. s. settar á með það fyrir augum að mjólkin verði aðal afurðin. Allvíða á Vesturlandi mun meðal ærnyt vera alt að þvi 60 litrar, en hér syðra er hún talsvert minni. Ef bændur gerðu sór far um að koma sér upp góð- um mjólkurám má gera ráð fyrir að meðal ærnyt yrði um 50 lítr- ar og úr 50 lítrum af meðalkost- góðri sauðamjólk má gera 9 kg. af gráðaosti. Sé nú gráðaosturinn jafngóður og Roqefort osturinn frakkneski mundi hvert kg. seljast á 2 kr. í heildsölu. Tilkostnaður við ostagerðina og mjaltirnar verður tæplega meira en 3—4 kr. á hverja 50 lítra og eru því allar líkur fyrir því að meðal ærnyt gefi af sér 14—15 kr. að frádregnum kostnaði við mjaltir og ostagerðina. Ég mun taka þetta til nánari íhugunar áður en langt um líður og skal þá sýna nákvæmlega fram á hvað mikill tilkostnaðurinn verður. Ö. O. Meir unr*þetta afarmerka mál síðar. Ritetj. Vetrarvinna. ii. Þegar ég fyrir 4 árum skrifaði um þetta mál, áleit ég heppilegra að framleiðendur stofuðu sam- vinnufélag til útflutnings heldur en að lögbjóða mat á prjónlesi. En reynslan er búin að sýna, að enn þá sem komið er, vantar al- menning mjög skilning á sam- vinnufélagsskapnum; það er því ekki liklegt, að fyrst um sinn verði hægt að stofna félag til út- flutnings á prjónlesi. Þess vegna verður hin leiðin, að lögbjóða mat, að svo komnu, að álítast bezt til þess að hrinda máli þessu í fram- kvæmd. Fyrst um sinn væri alveg nóg að hafa einn matsmann fyrir landið, og væri ekki illa til þess fallið að hann hefði aðsetur á Akureyri, sem er miðstöð þeirra héraða, er nú flytja mest út af þessum varningi. Þó framleiðslan marg-margfaldist fljótlega (og á því á ég von, er þetta væri komið á) væri nóg að hafa t. d. einn matsmann fyrir Norðurland, því verð prjónlessins er svo mikið, miðað við hvað Það vegur, að flutningskostnaður (með strand- ferðaskipi) til þeirrar hafnar, er matsmaður ætti heima á, mundi að eins tiltölulega mjög lftill hundraðshluti (°/o). Matsmaður ynni verk sitt eftir sérstökum ákveðnum reglum, og léti festa merki á hvert par sokka, eða vetlinga, sem tákn þess, að varar væri eins og hún ætti að vera. Ff til vill væri heppilegt að flokka í fyrsta og annars flokks prjónlés, en þó er óvíst hvort það væri betra en að hafa að eins einn flokk (en banna útfiutning á því lakara). Vigt og stærð á prjón- lesinu þarf að vera ákveðin í reglugerð matsmannsins, og á hverju sokkapari ættu að standa tvær tölur, sýndi önnur hæð sokksins, hin lengd framleistsins. Gætu tölur þessar, svo og merki það, er táknaði að varan værl löglega metin, verið tilbúin á sama hátt og bókstafir þeir, sem ofnir eru í léreftsræmur, og hafðir eru til þess að merkja með nærfatnað (kostar 5 aura tylftin í útsölu). Mat og merking mundi varla kosta moira en 2—3 aura fyrir hvert sokkapar, og væri það ódýrt, þótt verðhækkunin af því yrði ekki nema 25 aura á hvert par. En liklegt þykir mér, að matið mundi fljótlega valda 50 aura hækkun. Heppilegast mundi að senda vöru þessa út í bögglum, er í væri viss tala (t. d. 50 eða 100) af prjónlesi, af mismunandi stærð. Um leið og lög kæmi um mat, þyrfti að banna með lögum að kemba og spinna þráð úr tuskum, nema ofið sé úr honum í sömu verksmiðju (til þess að koma í veg fyrir nýjustu svikin, en prjón- lesi viðvíkur) og má eins banna þetta með lögum eins og t. d. það, að lita smjörlíki. :!: :!: Eg hef heyrt norska sjómenn, sem keypt höfðu ull á íslandi, og látið vinna úr henni sokkaplögg heima í Noregi, hafa orð á þvi hve sterkir og hlýir sokkar úr ís- lenzkri ull væru. Svipað hef ég

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.