Dagsbrún - 14.08.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 14.08.1915, Blaðsíða 2
22 DAGSBRÚN Orðsending. Hr. Gnðmnndnr Haunessou alþm.! Þegar frumvarpið til laga um frestun á sölu þjóð- og kirkju- jarða var til umræðu í neðri deild Alþingis, féllu orð yðar, eitt sinn, eitthvað á þá leið, að jafnaðar- stefnan hefði bæði góðar og vondar hliðar. Nú er mér, sem í mörg ár hef haft það fyrir aðal- starf, að kynnast sem bezt jafn- aðarstefnunni, alveg ókunnugt um, að það séu á henni vondar hliðar; mér þætti þvi mjög vænt um, ef þér, hér í blaðinu, eða í öðru blaði, vilduð benda nánar á þær vondar hliðar jafnaðarstefnunnar, er þér haflð orðið var við. Ég vil ekki draga dul á, að ég held að þessar vondu hliðar séu ekki til, en að yður sýnist þær að eins, af því þér hafið ekki næga þekkingu á málinu. Mér er sagt að þér séuð kunnur að því, að vilja jafnan fara með rétt mál; efast ég því eigi um að þér viljið svara þessu. Virðingarfyllst ólafur Friðriksson. Úr herbúðum alþýðu- manna. (Frh.) ---- Að verzlunin væri, sem allra þjóðlegust, og helst félagsverzlun. Að hafa sem mest áhrif á lög- gjöf ríkisins, gjöra lögin réttlátari og mannúðarríkari, Af þessum rótum, meðal ann- ars er hin svo kallaða jafnaðar- stefna sprottin. Og þeir sem þann flokk fylla erlendis, eru aðallega verkamenn. Valda þvi atvinnu- vegir landanna og staðhættir. Ég drap á það að verkamenn erlendis hafl víða átt við þröngan kost að búa, og þó kjör þeirra, sumstaðar, geti engan vegin talist góð, en hafa þau þó batnað svo stórkostlega, miðað við það sem áður var, að undrun sætir. Þeir hafa að vísu verið svo lánsamir að eiga góða íoringa, en verkamenn hafa líka sjálfir kunnað að halda saman í hóp og styðja foringa sína til að ná réttmætum kröfum sínum. Dæmi þeirra eigum við að taka okkur til fyrirmyndar. Þegar athugað er hvernig hagar til hér á landi, sýnist mér að verkamenn og sjómenn séu of fá- mennir til þess að þeir einir út af fyrir sig geti ráðið miklu um löggjöf þessa lands, eins og nú standa sakir, án þess að sem mest samvinna verði milli þeirra og sveitamanna, bænda sem ann- ara. Enda sé ég ekki betur, en þeir eigi í mörgum greinum sam- eiginlegum hagsmunum að gæta, og liggur þá næst að vinna að þeim í sameiningu. Verkamenn eru all-:fjölmennir í nokkrum kauptúnum, en þogar á heildina er litið eru þeir í miklum minni hluta. En þrátt fyrir það, tel ég sjálfsagt að þeir reyni eftir megni að hafa áhrif á löggjöf land- sins og önnur mál, eftir því sem þeir hafa orku til. Og svo skil ég blaðið „Dagsbrún" sem það ætli sér að beitast fyrir því. Eitt af þeim málum, sem mér sýnist að verkamenn ættu að vinna sem allra fyrst að, er að gera tilraun til að bæta verzlun- ina. Þeir þurfa að koma á hjá sér kaupfélagsskap. Það er enginn efi á því, að á þann hátt gætu þeir fengið mikið ódýrari lífsnauðsynjar sínar en hjá kaupmönnum. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær, að ef þeir eru margir í félagsskapnum verða viðskiftin mikil og innkaup á vörum betri, auk þess sem tilkostnaður kaup- félaga þarf ekki að vera eins mikill og hjá kaupmönnum. Þá gætu verkamenn látið sveita- bændur fá nauðsynjar sínar með góðu verði og fengið afurðir þeirra beint frá þeim, en ekki í gegnum milliliði, eins og nú á sér stað. Eða mundi ekki verkamönnum betra að fá t. d. kílógramið af smjörinu 20—30 aurum ódýrara en þeir verða að kaupa það í búðum. Og sveitabændum ætti einnig að vera ant um að láta kaupfélag verkamanna sitja fyrir kaupum á vörum sínum, með sama verði og Þeir gætu fengið fyrir þær annarstaðar, sérstaklega þar sem þeir fengju þá nauðsynjar sínar ódýrari að mun. Ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að sjómenn verði með verka- mönnum í þessum félagsskap, og er þá auðsætt að sveitabændur gætu fengið sjófang ódýrara á þann hátt en ella. Á þennan hátt gætu orðið skynsamleg vöruskifti, báðum aðiljum til hagsmuna og búbóta. Þannig mundi myndast sam- band milli alþýðumanna í kaup- túnum og sveitum og nánari kynni en nú eiga sér stað, og eg tel víst, að sá kurr, sem verður stundum vart milli sveitamanna og kaupstaðabúa, mundi brátt hverfa, og teldi ég það vel farið. Af framangreindum ástæðum hefði ég kosið að blaðið héti „Blað alþýðumanna", því ég vil að það tali máli allrar alþýðu. Ekki svo að skilja að eg telji nokkur tormerki á að blaðið geti ekki, þrátt fyrir nafnið, jafnt unnið að þessu, en mér finst að stefna blaðsins og markmið hefði betur falist í alþýðuheitinu. Enginn má skilja orð mín svo, að ég með þessu vilji vekja óánægju með nafnið á blaðinu. Því fer fjarri. Enda sjá allir heilvita menn, að í raun og veru gerir minst til hvað blaðið heitir, það varðar mestu hvernig það vinnur. Þá eru það atvinnumál lands- ins, sém blað þetta að sjálfsögðu lætur sig miklu skifta. Fyrst og fremst það, að stuðla sem mest að því að byrjað verði á arðvœn- legum fyrirtœkjum og að pjóðin leggi fé til þeirra sjálf, en ekki einstakir menn. í þeim efnum ættum við að fara eftir reynslu aDnara þjóða. Ég hefi ástæðu til að ætla, að ef lánaðist að koma atvinnuveg- um okkar í betra horf, og meiri samvizkusemi og skyldurækni yrði gætt hér eftir en hingað til á ýmsum sviðum, að afkoma alþýðu- manna yrði betri. Og ég fyrir mitt leyti skoða ekkert aðalatriði í þessu máli hvort verkamenn fá 3—5 au. hærra kaup um kl.st., heldur hitt, að vinnan verði sem stöðugust og jöfnust, og að sem mest af lífsnauðsynjum fáist fyrir sem minsta peninga. Það er aðal- atriðið. Ég hefi litið svo á, að tilgangur þessa blaðs væri fyrst og fremst sá að vinna að þessu. Sjálfsagt er að krefjast sanngjarns kaupgjalds, því dettur mér ekki til hugar að hafa á móti, en menn verða að hafa það hugfast, að margt má gera sem getur verið arðvænlegra og heillaríkara fyrir verkamenn sjálfa en 5 au. kaup- hækkun á kl.st., eða hvað það nú er, en sem getur gefið þeim bein- línis mikið meiri arð. Ég hefi hér að framan laus- lega drepið á nokkur atriði, sem mér finst þess verð að séu vel athuguð og rædd. Þegar drepið er á margt, er elcki hægt að ræða neitt atriði ítarlega í einnri stuttri blaðagrein. En tækifæri verður sjalfsagt að athuga þessi áminstu atriði síðar. Að endingu vil ég benda al- þýðumönnum á það, að þeir ættu að kaupa þetta blað og styrkja það, því það sem blaðið ætlar sér að vinna, er gott og gagnlegt, en bregðist það að eínhverju leyti þeirri stefnu, sem það hefir sett sér, bið ég engan að kaupa það lengur. Áður en ég lýk máli mín» get ég ekki látið vera að minnast ofurlítið á grein hr. alþingismanns Sig. Sigurðssonar, formanns verk- mannafélagsins „Dagsbrún", sem birtist í 3. tbl. Dagsbrúnar, með /yrirsögninni „Alt með gát“. Þar segir hann meðal annars: „Jafnaðarstefnan er ekki í því einu fólgin, að hœkka kaup vinnu- seljenda, hvar sem er og hvernig sem á stendur. Síður en svo. Það, að hækka kaupið, getur jafnvel stuDdum gert skaða. Og þó að krafan um hærra kaup, meiia' kaup, sé oft á fylstu rökum bygð, og hafi við sanngirni að styðjast, þá hefir þetta kauphækkunarheróp stundum blindað menn svo, að þeir hafa ekki gáð neins annars en að hrópa um hærra kaup með hendur í v'ósum. — Það verður að segja svo hverja sögu sem hún gengur. “ Ég verð að skilja þessi orð svo, að þau séu töluð til verkamanna hér, og þá ef til vill frekast til þeirra af verkamönnum, sem að- hyilast jafnaðarmannastefnuna. Ég er því fyllilega samdóma, að jafnaðarstefnan sé ekki í því einu fólgin, að hækka kaupið, það vita líka flestir, en því að verkamenn hér hafi hrópað á hærra kaup, eða að kröfur þeirra, þá sjaldan þeir hafa farið fram á kauphækkuD, hafi ekki haft við sanngirni að styðjast, er ég algerlega ósam- þykkur, enda er það beinlínis rangt hjá greinarhöf., og því síður er það rétt að menn hér leitist ekki við, eftir megni, að bjarg® sér. Þessi orð í grein S. S. eru því óþörf og ómakleg, og ættu síst að koma úr þeirri átt, En ritstj- „Dagsbr." óska ég til hamingju með jafnaðarmanninn. Jörundur Brynjólfsson• Hvalirnir. Alþingi 1913 friðaði þessar j skepnur í 10 ár, frá Okt. 1915» en þegar árið eftir var reynt að ónýta lögin með því að reyna að fá lögleitt að þær hvalveiðastöðvar, sem þá voru á landinu, mættu halda áfram að drepa hvali, hver með þeirri veiðiskipatölu er þ®r þá höfðu. Sem betur fór urðu þessar málaleitanir að engu, og héldu menn, að nú mundi hvöl' unum borgið. En þeir góðu Jökul' firðingar hugðu annað. Hvalveiða- stöðin á Hesteyri í Jökulfirði er eina stöðin, sem enn rekur veiðar, og hafa Jökulfirðingar nú seöt Alþingi bréf, og beðið að stöðin a Hesteyri megi vera undanþegiD ákvæðum hvalfriðunarlaganna. Segjast þeir eigi geta lifað, nema þeir hafi hvalakjöt að éta, og við og við súrt rengi, og hóta að taka hallœrislán ef Alþing' ekki vilji leyfa hvalveiðar fr* Hesteyri. Vonandi finnur Alþingi eitthvert ráð til að halda lífinu í þeim góð° Jökulfirðingum, annað en það, gefa þeim hvalakjöt sð borða. Þess er vert að geta hér, að það eru ekki hvalveiðamennirrúr sem sækja um að fá að halda fram að veiða. Sussu nei, ekki eru það þeir. Þeir hafa másko , ekki einu sinni vitað um að sveit' ungar þeirra sóttu um leyfið, eða : undanþáguna, eða hvað nú á að kalla það, en eftir því, sem kunn- ugir segja, þá munu þeir fáan- legir til þess að halda áfram veiðunum, ef Jökulfirðingar útvega handa þeim leyfið hjá Alþingi. * * * Norðmenn friðuðu hvalina árið 1904 til 10 ára, og 1914 á ný til annara 10 ára. Virðist sjálf- sagt að hafa hvalina, einnig hér, friðaða í að minsta kosti 10—20 ár, eða svo lengi sem þörf er á, til þess að þeim geti fjölgað að mun. En þegar það er orðið, og álita má, að óhætt sé að fara að veiða þá aftur, án þess að hætta sé á útrýming þeirra, þá á veiðin að vera landsjóðseign, en eigi ein- stakra manna, og er enginn vafi á því, að það getur orðið land- sjóði feikilega arðvænlegur tekju- stofn. Með því fyrirkomulagi verð- ur einnig bezt komið í veg fyrir að of mikið sé drepið af þeim, og þá á að nota allan hvalinn, sem drepinn er, (en hvalveiðameno 'hafa drepið svo hundruðum skifth af hvölum, og hirt að eins spikið)*

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.