Dagsbrún - 28.08.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 28.08.1915, Blaðsíða 3
30 DAGSBRÚN menn gefa fyrir þessari skyndi- legu breytingu. Sjálfsagt er í rauninni óþarft, að færa miklar sannanir fyrir því, að verðhækkun hafi átt sér stað, því að engin sveit eða kauptún á landinu munu hafa orðið þar út- undan. En til frekari stuðnings máli mínu, vil ég þó nefna nokk- ur dæmi frá helztu kaupstöðun- um alt í kring um land. Nöfn verða ekki nefnd, af því ekki er verið að ráðast á neinn einstakan mann, heldur reynt að skýra yfir- gripsmikla hreyfingu. Það skiftir litlu máli, hvort kaupmaðurinn, sem færði nauðsynjavörur upp um 100 °/e, heitir Pétur eða Páll. Yerk hans: verðhækkunin, er aðalat- riðið. Þó skal þess getið, að öll dæmin, sem hér verða tilfærð, eru eftir heimildum sjónarvotta, er aftur hafa sagt mér frá. Sumir sögumenn mínir hafa jafnvel verið starfsmenn í þjónustu þeirra kaup- manna, sem hér er lýst. OOOOOOOiOiCOO OCiO^OOOO^(M(MxOO rH r—I H r—i Ö Ö 1 I I I II II I I I JS OOOOOOOOiOOOO oooooococqooo OO^COÖÖOtHIOOO COOOt^íO^xO fO CO (O I I 00 s ö o o o o o o o o o o o o o ö (M (M ö Ö xo ö <M CO CO (N <M (M xo Ö æ o o o o o O vo O ö oo Ö (M CM h CO c3 P fl Ö o 1 F “I 'Zj cð « a a xo cs m o, Ö n s 60 bh ® ^ s s bfi ‘Ö XO ö c3 O ÖJD O 'O -14 (MCO^XOÖI^CO lOO Hér eru taldar fáeinar þær vöru- tegundir, sem ætla má að fólk neyðist til að kaupa, hvað sem þær kosta. Að færa þær upp, fram úr hófi, er því bersýnilega að nota sér neyð þjóðarinnar, til að safna sem mestu í eigin vasa. Ekki er kunnugt um að neitt pöntunarfélag hafi tekið þennan leik upp eftir káupmönnum, sem varla er heldur von til, eftir eðli málsins. Og þó að eitthvert kaup- félag hafi hækkað verðið eitthvað, til að forðast of mikla aðsókn í bili, þá hefir sú fjárhæð komið í vasa félagsmanna, nú um ára- mótin, þegar skift var ársarðinum. Sumstaðar sáust bein áhrif kaupfélaganna í því, að kaupmenn urðu að hætta við verðhækkun, þeirra vegna. Kaupfélagsstjórnin í N. hefir sagt þessa sögu: Fyrstu dagana í Ágúst kemur helzti kaupmaður þorpsins í kaupfélags- búðina og vill fá verð á kolum hækkað úr 5 kr. (skippundið) upp í 12 kr. (140 °/o). En þegar ekki var við það komandi, að eiga slíka samvinnu við félagið, þá reyndi kaupmaðurinn að afla sér vina með því að selja sín kol öll á 4 kr. skipp. og þóttist með því sýna göfuglyndi sitt. * * « Það er auðvitað erfitt að gera sér grein fyrir því, nema af lík- um, hve miklar vörur hafa verið til í landinu, þegar stríðið byrjaði. Enn fremur var hækkunin mjög mismunandi, t. d. í Reykjavík fremur lítil, að fólki virtist. Þó hækkuðu sumir sanngjörnustu kaupmennirnir mjöipundið um 2 aura og nemur það að minsta kosti 20 °/o. En mönnum hættir til að líta eingöngu á pundsverðið en ekki á hundraðshlutann. Það er vafasamt, hvort til væri nokk- ur kaupmaður í landinu, ef allir kaupendur gerðu sér grein fyrir þeim gífurlegu okurrentum, sem þeir borga kaupmönnum af veltu- fé þeirra. Hugsum okkur kaup- mann í Reykjavík, sem selur fyrir peninga eingöngu, og að hann geti notað sama peninginn 12 sinnum á ári, sem er enginn vandi, og lagt þó ekki sé nema 20 °/o á, í hvert sinn, fram yfir nauðsynlegan kostnað, þá hefir sú króna gefið eigandanum 240 °/o í auka-ársarð. Ég vil gera að yfirleitt hafi verið til í landinu mánaðarforði af erlendri matvöru og eldsneyti í byrjun ófriðarins. Þetta er mjög lág áætlun, þvi þó að sumir verzl- unarstaðir, sem hafa greiðar sam- göngur við útlönd, eins og t. d. Reykjavík og Akureyri, séu að jafnaði ekki mjög birgir á þeim tíma árs, þegar vorkauptíð er liðin, þá er þess að gæta, að á mjög mörgum stöðum eiga kaupmenn mjög miklar byrgðir frá vorinu, fram á haust, og jafnvel fram á næsta vor. Svo var t. d. um eina stórverzlun, sem hefir í höndum sér mestöll viðskifti í heilli sýslu. Af líkum, og eftir afurðum, sem eru fluttar út frá því kauptúni, má gera ráð fyrir, að þessi eina stórverzlun hafi haft fyrirliggjandi 200.000 kr. virði í matvörum, kolum og salti, og að hún hafi lagt á til jafnaðar 50 °/o fram yfir venjulegan kostnað, þá hefir lands- mönnum, í þeirri einu sýslu, verið íþyngt með að mista kosti 100 þús. kr. herskatti í tilefni af fyrir- sjáanlegri neyð þjóðarinnar. Þegar menn athuga að ýms dæmi eru til alveg samskonar, þá ætti það fuilkomlega að vega á móti þeim halla, sem kemur af því, að sumir verzlunarstaðir voru ekki birgir til mánaðar, og að kaupíélögin og einstaka, en þó sárfáir, kaupmenn settu ekki upp varning, sem kom- inn var til landsins fyrir Ágúst 1914. Með þessu móti er alt gert til þess að halla ekki máli gagn- vart kaupmönnum, svo að áætl- unin verði fremur of lág en of há. (Frh.) Leiðrétting. í kvœðinu eftir Trausta Reykdal í 2. tbl. hefir misprentast í síðustu vísunni, síðasta orðið í fyrstu hendingunni, það stendur „ættland vort“ á að vera „ættland ort“. Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. Ég var á ferð um dagsetur. Tunglið óð í skýjum og jörð al- hvít. Áhrif mánans voru mér svo köld í þetta skifti að mér fanst hann ekki veita mér neina ánægja eða ijós. Enda var mér birtan skammvinn, því eftir litla stund var komið él og myrkur. Nú var ekkert er mér gæti glapið hugarsjónir. Myrkrið og þögnin svæfði veruleikann. Rökkurdraumarnir fóru nú að svífa fyrir sálarsjónir mínar, en sökum efnishyggju og andríkis- vöntunar voru draumar þessir svo sundurslitnir og ógeðfeldir og þess vegna set ég ekki nema nokkra þeirra hér. Fyrsti draumurinn, er fyrir mig bar, var af akri. Yið akurinn stóð merkisspjald sem á var letrað með hönd rétt- lætisins: Hér eru ávextir náttúrunnar, þeir eru eign al-lífsins, og eiga að berast á borð þess sameinaða lífs en ekki einstaklingsins. * Af því mér þótti yfirskriftin há og fögur, þá fór ég að skoða mig um á akrinum, en þá varð ég fyrir vonbrigðum. Á miðjum akrinum stóð valds- maður mikill með leðursprota í hendi, segjandi: Þið þrælar, mín er uppskeran. É’r andliti þessa manns mátti lesa drottnunargirni, sjálfselsku, hroka, eigingirni og ískalda heimselsku. Við nánari eftirtekt komst eg að því að fjöldinn lifði við skort og þrældóm, ofþjakaðir af byrði lífsins, með sljófgaða sál og glat- aðar sjálfstæðishugsjónir. Ég fór að spyrja sjálfan mig: Hvað verður af afurðum akursins, geta þær ekki framfleitt öllum sem á akrinum standa? Jú, það hefðu þær vel getað gert, en orsökin var sú að þær voru fluttar í forðabúr einstaklingsins. Og önnur orsökin var, að þar unnu flestir augna- þjónustu, sjálfstæðisbaráttan var horfin úr hugskotum þeirra, en í staðinn var komin þessi sorgiega og illa hugsun, sem alt lamar: Ég ber það sama úr bítum hvort ég vinn vel eða illa. Ég er þræll. — Og þess vegna engin ástæða til unna þeim auðsins sem enga hafa þrældómsfjötrana. Hvort er réttara, letrið á spjald- inu eða starfrækslan á akrinum? Annar draumurinn er fyrir mig bar, var af manni, sem átti fjölda barna. Hann var að upplagi bjart- sýnn og léttlyndur, en áhrif lífs- ins voru búin að draga kulda- blæju fátæktar og kærleiksleysis fyrir sál trúar og vonar, svo að hálfrökkið var orðið. Eftir að hafa ekki getað veitt konu og börnum mat eða drykk í hálfan annan sólarhring, tekur hann sér byssu í hönd, og gengur út með sjó. Það var þungt yfir huga hans. — Hann spyr sjálfan? sig: Hvað er lífið? Hvers virði er það? — Hann stansar ósjálfrátt„ og horfir í gaupnir sér. Hann vaknar við þyt af fugli, sem kom fljúgandi austan úr fjöllum, er þar út ungaður og uppvaxinn; hann sest á stein skamt frá manninum til þess að hvíla sig eftir flugið^ Maðurinn, sem var á takmörk- um Iífs og dauða, hugsar nú tií máltækisins: Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. — Hér er guð að rétta mér hjálparhönd. — Setur hann nú byssuna við kinn sér og miðar á fuglinn. „Hœgan!" er hrópað í fjarska_ „Það er öllum bannað að skjóta i minni landareign; ég á fuglinn". Sá er bannaði var jarðareig- andinn. Fuglinn flaug burtu við hávaðann, og hefir ekki sést þar, hvorki fyr né síðar. Ea maðurinn, sem enn varð fyrir vonbrigðum, studdist fram á byssuhlaupið og spurði: Hvað er lífið? En inn í kauptúninu heyrðit menn skot. Hver var afteiðing skoisins? Hver átti fuglinn? (Frh.). D. K. ----—M ---- Hér og erlendis. Að gera framleiðslutækin (eða þaw af þeim, sem mikilvægust eru) að opin- berri eign, er í öllum löndum og álf- um það markmið, sem jafnaðarmenn hafa sett sér, af því það er eina ráðið> til þess að útrýma fátæktinni og koma á svo almennri velmegun, að hvert mannsbarn, sem fœðisl, hafi tœkifœri til pess að proska og fullkomna alla góða og fagra meðfœdda hœftleika, og iýsa þessar síðustu setningar þeim jöfnuði, sem stefnt er að. En opinbera eign nefnum við eigi að ein9 landssjóðs-, sýslu- og hrepps- eignir, heldur einnig eignir samvinnu- félaga. Á þingi sem alþjóðasamband jafnað- armanna hélt í Khöfn haustið 1910 var samþykt að koma á samvinnu- félagsskap (cooperation) sem þriðja aðalvopninu í jafnaðarbaráttunni. Hin tvö vopnin, sem aðallega hafði áður verið beitt, eru verkmannafélög og, kosningarrétlurinn. Hinar ýmsu þjóðir eiga við mjög ó- lík innri kjör og staðhætti að búa, ogr eru því stefnuskrár jafnaðarmanna í hinum ýmsu löndum elcki eins, þó al- staðar sé stefnt að sama takmarkinu, alveg eins, að sínu leyti, eins og ef allir íslendingar hefðu mælt sér mót á Hveravöllum, og því allir stefndu þangað, þá yrði slefnan ekki sú sama lijá öllum, því sumir yrðu að fara í norður, til þess að ná takmarkinu, aðrir í suður, austur eða vestur, eftir því hvar þeir væru á landinu. Þess vegna er stefnuskrá íslenzkra jafnaðarmanna önnur en t. d. stefnuskrá skoðana- bræðra þeirra á Englandi, þó hvorir- tveggja stefni að því sama. Á Eng- landi er baráttan aðallega háð gegn auðvaldinu, en þrátt fyrir viðleitni bankanna hér á landi við að gera muninn á ríkum og fátækum sem mestan, með því einknm að lána fé til stórra fyrirtækja, þá má auðvaldið sín einskis hér á landi ef verkamenn og aðrir alpýðumenn halda saman, og berjast sameinaðir fyrir rélti sínum. Starf íslenzkra jafnaðarmanna verður því, er fram líða stundir, einkum bar- átta við stundum erfiða náttúru lands- ins, því við viljum nú þegar reisa rönd DAGSBRÚN 31 ^ð því að auðvaldið nái að vaða uppi G á landi, eins og það gerir erlendis. að má aldrei verða magnaðra en það þegar er orðið! Hvað kom honum til? I ’Visi 25. þ. m. er grein um ritstjóra „Dagsbrúnar", og hvað honum hafi komið til, að vera á móti þvi, að tekið væri af einni alþýðustétt landsins — bændun- Um 411 Þess að embættismenn og kaupmenn gætu í haust feI)gið ódýrara kjöt en ella (því með því Veisem nií er á öðrum nauð- synjum, getur almenningur í kaup- s ö um ekki haft nema sáralitið gan^s til kjötkaupa, jafnvel þó a ^ostaði ekki nema 35 aura). a’ hyað skyldi ritstjóranum aía komið til, að hann skyldi 1 viiJa breyta einkunnarorðum jafnaðarstefnunnar „alþýðumeun a ra landa, eflið bræðralag" í „al- týðumenn í kaupstöðum, berjist á móti alþýðumönnum í sveitum, 0 ^anprnenn og efnaðri em- ættismenn geti fengið eina aðal- æðu sina ódýrar en ella“? Eða hvað skyldi ritstjóranum hafa °m’ð ti]) að vilja afnema tollana, sein þyngst hvíla á alþýðunni, og 1 stað þess koma á ófriðarskatti, eni nokkru á stór-bænd- nXn’ ,en einkum á stór-útgerð- ^ní)nnum ? Hvað kom ritsjóran- nm til? Hvað? Skyldi þetta ekki vera annað- ,lr«rt ’’hlnn ottarlegi leyndardóm- eöa „leyndarmálið sem allir V1SSU ’ allir nema greinarhöfund- urmn í Visi? Greinarhöf. undirskrifar sig gamall verkamaður; hvort hann 61 verkamaður skal látið ósagt, en að hann sé gamall, efast víst enginn um, því auðsjáanlega er ann genginn í barndóm. Máilverkasýning t'nai Jóiisdóttnr og Guðmniidnr Thorsteinsson. 0o,S^nmgin er vel úr garði gerð Eftir 6'rn ha^um mikils sóma. verk ^11Stmu eru einkum mál- finst °g mörg) að því er mór j afbragðsgóð, þau, er sérstak- Sa skara fram úr, eru sumar Vvatnsmyndirnar og sólarlags- fa„ri í-yjafirði. Litirnir eru íagnr og aflmiklir. bæði ð™TUl illorstemsson hefir Tr ,«« teikn- ‘) t- fl- af Sankti Pétri 0g mynd’ °S ál£k°nUUnÍ (í Þeirri o. fl ^ ,regluleg ^stemning) skrúðuga" '1' hanS 6rU mjög fjö1’ Biöðm ætStuagfar margar- menn að f«i , að reyna að hæna en Þau gem u 1ÍStasýningunum, Þess. Yísir(i ÞV1 miður lítið tn haídi nú sýninlT ^ RíkarÖUr þessum ™ , g’ og bætir við mJbg hátíðiegu orðum * c,»:oik,lB6t a8 hZ höiu5 4'»«„,ngor h;ðu;a !• sé ekki neitt fyrir sig, að eins þeir hafi unun af að sækja sýn- ingarnar, sem hafi einhverja sér- staka þekkingu á list, og kemur þess vegna ekki. Á. Á. Fyrir ærna peninga eru þýzk, ensk, dönsk og mörg önnur þjóðlistasöfn nú að kaupa málverk, og önnur listaverk, sem seld voru, af þeim, sem þau hafði gert, fyrir lítið verð 20—40 árum áður. Nú virðist sem flestir hér á landi séu samdóma um, að ís- lenzkir listamenn eigi heimting á nokkrum stuðningi af hálfu hins opinbera, af því að hér á landi vantar miljónarana, sem sakir fordildar halda uppi listunum er- lendis, með fé sínu. Væri þá ekki bezta ráðið til þess að stiðja list- ina, að verja dálitlu landsjóðsfé árlega til listaverkakaupa? Er ekki jafn gott að kaupa fyrir 1—2 hundruð króna málverk núna, sem Hið ístenzka málverkasafn yrði að kaupa árið 1950 á nokkur þúsund kr., en fengi þó færri af þeim, en vildi? Jón Skýri. Reykjavík. Ingólfsstræti. Gróðrarmoldin liggur þar enn, og líkist austurhluti þess meir sáðgarði en nokkru öðru, og sízt af öllu borgarstræti. Listasýningarnar. Sýning Ríkarðar var lokuð með Sunnudeginum er var, en fyrir beiðni nokkurra blaðamanna verð- ur hún opnuð aftur Sunnud. 29. þessa mán., en verður að eins opin þann eina dag. Sýning ung- frú Kristínar og Guðm. Thor- steinsson er líka opin. Inngangs- eyrir er á báðum stöðum sá sami, ekki nema 50 aurar. Verbfall gera íslenzkir símamenn fái þeir ekki 30 °/o launahækkun. Silfurhjörðin. ---- (Frh.) „Ekki get ég lesið hugsanir manna; ef til vill heflr hann brugðið sér til Seattle (eru það nema 1000 mílur?) til þess að sækja lögregluna og fógetaúrskurð, eða kannske hann hafi] fariðifctil þess að sækja hóp af löndum sín- um, það er einmitt messutími hjá Svíum núna“. Emerson svaraði engu, en gekk að hurðinni að innra herberginu, opnaði hana og kallaði til Indí- ánakonunnar: „Gefið okkur kaffi". „Kaffi", tók Fraser fram í íyrir honum, „því ekki fá okkur hér almennilega máltíð? Ég er svo svangur að ég gæti étið hvað sem er, nema ósýrt brauð og gráða- ost“. „Nei“, svaraði hinn, „ég vil ekki að við gerum meira ónæði en nauðsynlegt er“. „Jæja þá, en við skulum þá láta á sleðann það sem við kom- um á hann; hér er nógur forði". „Ég er enginn þjófur". „Nú — nei — —“. Fraser þagnaði, það hljóp sem snöggvast ■ hundur í hann. Konan fór að hita kaffið við eldstóna. Nokkru seinna sagði Emerson: „Hamingjan má vita hvernig stóð á því að maðurinn skyldi láta eins og hann lét.“ „Hann þurfti að fara eftir því, sem honum var fyrirskipað, sagði hann. En ætti ég hlýan kofa, nægan vistarforða og indíánakonu, þá hefði ég gaman af að sjá framan í þann mann, sem ég léti skipa mér“, svaraði Fraser. Fötin þeirra voru nú orðin þur, og þeir fóru að fara í þau aftur. Þegar Emerson tók að reyra sam- an svefnpokana, sagði Fraser: „Hvað er þetta, við förum þó varla að halda lengra í dag!“ „Jú, við skulum reyna að ná háttum á annari niðursuðuverk- smiðju“, svaraði Emerson án þess að líta upp. „Já, en ég er sárfættur! “ „Hvað — nú aftur?" Emerson brosti vantrúarbrosi. „Þú verður þá að ganga ofurlítið á höndun- um! “ „Og það er farið að dimma!" „Það er sama — það er ekki svo langt". Þeir drukku nú kaffið. Emerson reyndi að spyrja konuna til vegar, en hún svaraði ekki einu orði. Emerson lét 2 dollara á borðið, sem borgun fyrir greiðann, og fóru þeir síðan úr húsinu án þess að kveðja neinn. Það var farið að dimma þegar þeir komu að verksmiðjunni sem næst var. Ljós skein út um glugga úr híbýli varðarins. Þeir börðu að dyrum. „Við erum langferðamenn og dauðþreyttir", sagði Emerson, „og við viljum borga ríflega nætur- greiða". „Þið getið ekki verið hér“, svar- aði maðurinn, sem til dyranna kom, hranalega. „Því ekki?“ „Ég hefi ekkert húsrúm“. „Er engin greiðasala hér í nándinni?" „Það veit ég ekki; reynið í næsta húsi!“ svaraði maðurinn og skelti hurðinni í lás ng tvílok- aði; en er hann hafði gert það kallaði hann út til þeirra: „Ef fólkið þar, lieldur ekki vill lofa ykkur að vera, þá reynið hjá prestinum, hann er vís með að hýsa ykkur“. „Það er ekki svo að sjá, sem' þessi góða borg, Kalvík, sé sér- lega fegin komu okkar; hvað finst þér?“ En hinn svaraði honum engu, og af þögn hans réði hann, hve afskaplega reiður hann var. Þeim var einnig úthýst við næsta hús, og vísað á prestinn. Nú tala þeir um þaö e ð a skrafið í búðinni. Sjónleikur. Ritað hefir Jón Söngur. Kaupmaður: Hvernig þótti þér svarið hans Sv. Bj. í ísafold. Verkamaður: O, svona svipað á bragðið og vatnsblandan, sem við Reykvíkingar höfum uppnefnt, og köllum mjólk. Kaupmaður: Sveinn kláraði sig skú gott! Verkamaður: Kláraði sig? O, nú skil ég! Þú átt við að nú fyrst • hafi hann alveg drepið það! Sjómaður: Það hefði átt að prenta svarið frá honum í heilu lagi í blaðinu okkar, svo menn sæju með eigin augum hve veiga- mikið það var. Verkamaður: Nei, blessaður, það þarf ekki til, ritstjóranum er víst líka illa við að slíkt léttmeti komi í blaðið! Kaupmaður: Léttmeti! Hvern fjandann billið þið ykkur inn. Haldið þið að þið, alveg óment- aðir menn, getið dæmt um gerðir Sv. Bj. Ég get fullvissað ykkur um, að greinin hans í ísafold er ekki verri en margt annað, sem hann hefir skrifað. Verkamaður: Ég er alveg á sama máli, greinin var svo sem ekki verri en svo margt, t. d. dýrtíðarfrumvarpið góða! Kaupmaður: Það getur verið stór-hættulegt að tala svona, það getur orðið til þess að spilla sam- komulaginu um þetta mál, meðal þingmanna. Verkamaður: Spilla samkomu- laginu! Ja — það segir þú satt. Létu allir, sem eru óánægðir, álit sitt eins berlega í Ijósi og ég, þá er hætt við að það færi að spill- ast samkomulagið meðal þing- mannanna um að gera ekki neitt við dýrtíðinni, humma bara alt fram af sér. Sjómaðux: Heyr! Það getur verið að þú trúir því, kaupmaður góður, að það geti skaðað málið, að það sé talað um það með fullri einurð, ,en við alþýðumenn látum aðra eins vitleysu og þetta eins og vind um eyrun þjóta. Sumarauki. (Frh.) --- 7. Ágræðsla. Svo nefnist aðferð til þess, að bæta tegundir ræktjurta, og er í því fólgin, að sproti eða blað- hnappur (óbrostinn) er gróðursett- ur á stofni annarar tegundar, vanalega þannig, að rótin er einnar tegundar, en það sem upp vex, annarar. Aðferð þessi er ná- lega eingöngu notuð við trjá- kendar plöntur, og hepnast eigi nema á skyldum tegundum, og verður sú planta, sem á annar- legri rót vex, varla jafn gömul og ella. Viðkvæmar tegundir má láta vaxa í lélegri jarðvegi, og kaldara loftslagi, en þær eiga að venjast,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.