Dagsbrún - 11.09.1915, Síða 3

Dagsbrún - 11.09.1915, Síða 3
DAGSBRÚN 39 Mannslííið. Ritstjóri þessa blaðs hefir verið að lesa mánaðarrit Fiskifélags íslands, «Ægir“. Er alt efni greinar þeirrar, er ^ér fer á eftir, tekið þaðan. Mánudaginn 1. Marz á þessu hvarf vélabáturinn Haffari frá Sandgerði. Hafði hann verið við veiðar, og hafði sést til hans af öðrum bátum. Gufuskip voru feng- in til þess að leita að honum, og í'imtudaginn 4. marz fann björg- hnarskipið „Geir“ hann 50 sjó- ttílur undan Reykjanesi. Yélin hafði bilað og seglin rifnuðu svo iyrstu nóttina, að þau urðu óbrúk- ieg. Á bátnum voru 4 menn. Lauslega eftir „Ægir“ nr. 3 1916. Hinn 11. Júní s. 1. fór vélar- báturinn „Báran", af Norðfirði, í róður, og hefir ekki komið fram síðan. Fjórir menn voru á bátn- Um, og voru þrír þeirra fjölskildu- menn. Hvernig slysið hefir viljað «1, vita menn ekki, en sennilegt er, að skipverjar hafi verið að draga lóðina, hafi aflað, lúkur opnar, og sjór gengið yfir bátinn. ketta er að eins tilgáta, en van- íaeksla sú, sem alkunnug er, um frágang á lestaropinu á mótor- bátum og þilskipum, kemur mörg- Um til þess að halda þetta. Lauslega eftir „Ægir“ nr. 6—7 1915. Fimtudaginn 8. Apríl fórst bátur í Grindavík með 10 mönnum. Brukknuðu þeir allir. Formaður- inn var nýkvæmtur. Eftir „Ægir“ nr. 4 1915. Hér kemur sögusögn tveggja trú- verðugra manna. Úr skýrslu ráðunaut Fiskifélags íslands (hr. Matthíasar Ólafssonar ulþm.) fyrir árið 1914: „En auk þess sem bátarnir eru °f smáir, eru þeir einnig allvíðast í lélegu standi. Ýmislegt af því, sem nauðsynlegt er að hafa með frverjum bát, vantar algerlega, svo Sem bjarghringi, árar, iýsisílát, tekakkeri o. fl. Seglin á mörgum ðátum eru í versta ástandi, lítil og fúin. Á mörgum bátum eru áttavitar mjög ófullkomnir, eða þá vantar með öllu." „Þá er og það all-títt, að bát- arnir fari á sjó án þess að hafa með sér grunnfæri, og fjöldi* báta fer kjölfestulaus á sjóinn. Hvort- tveggja er þetta óverjandi. Á mörgum bátum er svo illa búið úm vélina, að hún getur á hvérri ®tundu orðið að grandi." Eftir Ægir nr. 1 1915. Úr ársskýrslu vélfræðings Fiski- félags íslands (hr. Ólafs Sveins- ®onar) fyrir árið 1914: „Útbúnaður á mótorbátum er l>ví miður í töluverðu ólagi. Séð hef ég þá báta, sem alls engar áfar hafa haft; á öðrum léleg eða ó°ýt segl (fúin), sumir lekir, svo l*eir að mínu áliti voru alls eigi sjófærir, slæm eða máske engin Ijósker, lítil eða engin áhöld til að gera við það nauðsynlegasta, ef eitthvað fer aflaga við vélina.“ Eftir „Ægir“ nr. 1 1915. „Hér vantar almenna skoðun á bátum, og mann, sem hefir aðal- umsjón með eftirlitinu, ekki mann til að gefa skýrslur um ástandið eingöngu, því þær stöðva ekki leka á bát í snatri, heldur mann sem ferðast um og sér um, að það sé gert, sem gera þarf í þá átt, að bátar séu það í lagi, að bæði þeim og lífi manna, sem á þeim eru, sé borgið, þótt eitthvað sé að veðri. — Þessi maður ætti að fara og koma þegar honum svo sýndist, koma öllum að óvör- um og líta eftir fleytum; hafa vald til að útnefna skoðunarmenn á staðnum, og vald til þess að skipa, að gert sé að þeim bátum, sem aðgerðar þyrftu. Að öllum líkindum yrði slíkur maður að vera skipaður af landstjórninni, en ábyrgðarfélögin ættu að greiða sinn skerf til þess að launa hann, því þau mundu græða mest á þessu, en væri hann landstjórnar- innar maður, tel ég víst að hon- um yrði meira ágengt. Þessi maður yrði að vera vel launaður, svo hann væri og yrði öllum ó- háður; hann kemur á staðinn til að framkvæma eitt hið þarfasta verk, til að sjá um að fyrirskip- unum sé hlýtt, en ekki til að Þyggja góðgerðir; — ein bót, sett í tíma á bát, getur orðið skips- höfn til lífs — og hvert mannslíf er dýrt pegar á alt er litið. — Alþingi kemur nú saman í sumar, og væri æskilegt, ef ein- hver vildi hreyfa þessu máli þar, ef það á þar heima.“ Ritstjórinn, hr. Sveinbjörn Egilsson, í „Ægir“ nr. 6 1916. Verkfallsbannlög. Þingið er að búa til lög, sem banna opinberum starfsmönnum að gera verkfall, er leggur alt að því fimni þíisund kr. sektir við (því ekki hálshögg?). Eins og frv. er nú, eftir að haía verið rætt í báðum deildum, er það blátt áfram hlægilegt, ekki sízt af því að þau geta ekki, þrátt fyrir hin ströngu sektarákvæði, hindrað að t. d. símamenn leggi niður vinnuna einn góðan veðurdag og segi (ef félagsskapurinn er nógu góður): „Við segjum hér með allir af okkur starflnu og hættum vinnunni nú þegar, en við erum til með að taka við starfinu aftur, ef þetta og þetta verður gert að ósk okkar". Hvað gæti sú stjórn, er þá sæti að völdum, gert ? Ekki neitt, bók- stáflega ekkert, þrátt fyrir háu sektarákvæðin. Hitt var aftur vit, sem sumir þingmenn vildu, að skylda opinbera starfsmenn til þess að hiýta gerðardómi. Væri hann til, mundu starfsmenn lands- ins aldrei gera verkfall. --- '■ ■ » I Þetta og hitt. Ósinn hans Faxa. Faxi var suðureyskur og var á skipi með Flóka Vilgerðarsyni, sem fann ísland á eftir Naddað, og Garðari hin- um sænska. Flóki gaf íslandi það kalda nafn, er það síðan hefir borið. Hann kom að suðaustur landinu og sigldi vestur með því. Þegar þeir komu svo langt vestur um Roykjanes, að þeir sáu Snæfellsnes, þá sagði Faxi: „Þetta mun vera mikit land er vér höfum fundit; hér eru vatnföll stór“. Hann hélt að bilið milli Snæfells- og Reykja- ness væri einn afarmikill árós. Er trú- legt að gríðarmikill hlátur hafi orðið um skipið, er þeir sáu inn í flóann, þvi þeir nefndu hann Faxa-ós; en sízt mun skipverjum hafa dottið í hug að þetta gaman þeirra yrði til þess sem það varð: að halda á lofti nafni Faxa meðan Iandið er bygt. Símfregn. Verkamannafélagið á Akureyri hefir pantað kolafarm frá útlönd- um, og verða kolin seld á 40 kr. smálestin (skippundið á 6 kr. 40 aura) á bryggju. Kolakaupmenn á Akureyri selja kolin á 55 kr. smálestina. Formaður verkamannafélagsins er Jón Bergsveinsson síldarmats- maður. Silfurhjörðin. (Frh.) ---- Hún sagði eitthvað á aleutsku máli til stúlkunnar, og gaf Kon- stantín merki um að draga sig í hlé, og hurfu þau bæði út úr herberginu. „Okkur þykir vænt um að geta þakkað yður fyrir hjálpina á isn- um í dag“, sagði Emerson, „hefð- um við vitað að þér áttuð hér heima, hefðum við farið okkur hægar — — —“, hann var í vandræðum með hvað hann ætti að segja. „Kærið yður aldrei um það. Ég hef átt von á ykkur nú í fleiri klukkustundir. Svoleiðis var, að lítill drengur, bróðir Konstantins, hefir mislinga, og ég þurfti að flýta mér þangað, sem hann er, því ég vissi að annars yrði hann látinn í gufubað, og á eftir út í snjó. — Þeir nota þá lækningu hér við öllum sjúkdómum. — Þess vegna var mér ómögulegt að stanza lengur á ísnum hjá ykkur". „Ef faðir yðar----“. Konan hristi höfuðið. „Ef maðurinn yðar er viðlátinn, þætti mér vænt um að geta talað við hann nú, um að við fengjum að dvelja hér nokkra daga. Viðvíkjandi borgun _u • „Ég er maðurinn í húsinu hérna, ég er húsbóndinn", sagði hún, „og ykkur er velkomið að vera hér eins lengi og þið viljið. Konstantín er illa við að ég sýni gestrisni, því hann er hræddur um að þið séuð á vegum niðursuðufélagsins. Úr því þið ekki voruð komnir þegar fór að rökkva, þá hélt ég að einhver varðmannanna hefði hýst ykkur*. „Við tókum í hnakkadrambið á einum Svía og fleygðum honum á dyr“, sagði Fraser og gerði sig borginmannlegan, „hann hélt víst að hann gæti boðið okkur alt“. „Þeim hefir verið stranglega bannað að hýsa nokkurn aðkomu- mann, og hver sá þeirra, sem hefði lofað ykkur að vera, hefði mist atvinnuna við verksmiðj- urnar. En gerið þið nú svo vel og gerið ykkur heimakomna, Kon- stantín skal sjá fyrir hundunum. Maturinn verður bráðum til, og þið gerið svo vel og borðið með mér“. Hún brosti á ný vingjarn- lega til þeirra. „Þakka yður“, sagði Emerson; það lá við að hann félli í stafi yfir því sem fyrir hann bar: þessi vel búna stúlka á þessum eyði- stað. Hún var óvenju fríð, og bar sig að sama skapi vel. Hver var hún, og hvað hafði hún fyrir stafni á þessum stað? „Þetta er hr. Emerson", sagði nú „ fingurvana “ -Fraser, „og ég heiti French — ég er einn af French-unum frá Virginiu. Þér hafið máske heyrt þeirra getið? Nei, ekki það — það er annars fín ætt —“. Hér tók Emerson fram í fyrir honum, og sneri sér að stúlk- unni: „Hann heitir ekki French, hann heitir Fraser — fingurvana- Fraser. Hann er mesti prakkari. Ég lofaði honum að slást í för með mér í Norðursundi, lögreglan var á hælunum á honum þar“. „Fógetinn var alls ekki að elta mig“, sagði Fraser, „við erum þvert á móti mestu mátar. Hann ætlaði bara að sýna mér skjal — það var alt og sumt“. „Skjal? Já, handsömunarskipun frá lögreglustjóranum!“ „Nei, nei, hvaða vitleysa!" hróp- aði Fraser. „Jæja þá, hvort þér nú heitið French eða Fraser, þér skuluð vera velkominn; en af tvennu til, vildi ég heldur að þér væruð stroku- maður, en vinur fógetans í Nome, það stendur svoleiðis á því að ég þekki þann mann*, sagði stúikan. „Ja, við erum nú ekki beint neinir perluvinir*, sagði Fraser, „en við svona heilsumst, þegar við mætumst“. „Ég hefði átt að segja ykkur nafn mitt fyr, ég er ungfrú Cherry Malotte". „Eruð þér —“, byrjaði Fraser, en þagnaði skyndilega. — Stúlkan sneri sér að Emerson og mælti: „Þið munuð vera á leið til Bandaríkjanna?" „ Já, við ætlum að ná í póstskipið í Katmai. Ég tek Fraser með mér, til samlætis. Það er oft leiðinlegt að vera einn. Hann er nokkuð þreytandi, en stundum getur hann verið nógu skemtilegur*. „Já, það er víst og satt“, sagði Fraser, „en ég er minnislaus á nöfn. En ég get verið ákaflega skemtilegur — ákeflega —“. „Ónei, ekki ákaflega“, sagði Emerson. Þau fóru nú að spjalla um veðrið, um hvort hægt mundi að fá fylgdarmann yfir fjallið og fi- Ungfrúin sagðist nú þurfa að fara

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.