Dagsbrún - 11.09.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 11.09.1915, Blaðsíða 4
40 DAGSBEÚN Brúkaðar sögubækur, erlendar og innlendar, lcensliil>»eliiu* fyrir barnaskóla og æðri skóla, og allskonar fraseOi- bækur, fást með niðursettu verði í I {ökabúðiiiui á Laugaveg 2ð. Jafnaðarmennl Fyrst ennþá er sá tími að þið verðið að skifta við kaupmenn að meiru eða minnu leiti. Þá athugið það, að láta þann kaup- mann eða þá verzlun, sitja fyrir viðskiftum yðar, sem selur yður bezta vöru fyrir sann- gjarnast verð. Munið að varan er oft mismunandi að gæðum þó verðið sé hið sama. En fást þá þessar góðu vörur fyrir sanngjarnt verð? Já! Það hefir reynslan sýnt og sannað að það er verzlunin »Llverpool«, sem selur einungis góðar vörur og það fyrir sama verð og jafnvel lægra, en margar aðrar verzlanir selja misjafna vöru. Matvara, sem er slæm, svikin eða sóða- lega meðfarin, er ógeðsleg, óholl eðajafnvel skaðleg og er ekki kaupandi fyrir neitt. Sá, sem minstu hefir úr að spila, heflr mesta þörf fyrir að varast slíka vöru. Lesendum »Dagsbrúnar« er því bent á, að sjálfs sín vegna ættu þeir að kaupa allar sínar matvörur í »L>iverpool«, því þá er full trygging fyrir að þær séu góðar. til þess að gá að hvað matnum liði. Þegar hún var farin blístraði Fraser íbygginn og sagði: „Svei mér þá ekki sem —“. „Hver er hún, veist þú það?“ spurði Emerson ákaft. „Heyrðir þú ekki hvað hún hét? Hún heitir ungfrú Malotte“. „Já, en hver er hún, og hvað er hún að gera hér á þessum eyðistað, alein síns liðs?“ „Ætli það sé ekki bezt að hún svari því sjálf“, svaraði Fraser. (Frh.). Fleiri dýr á Islandi. i. Margir halda að hið fáskrúðuga dýralíf hér á landi stafl af því, að hér sé svo kalt, að eigi geti fleiri dýrategundir lifað hér, en nú ger- ist. í landafræðinni sem ég lærði í æsku stóð að hér væri af ó- tömdum landdýrum: reflr, hrein- dýr, rottur og mýs, og hefir það ekki breyzt síðan. Rottur og mýs hafa, landsmönnum á óvart, fluzt með skipum til landsins (rotturnar víst á öldinni sem leið) og hrein- dýrin voru flutt til landsins fyrir eitthvað hálfri annari öld. Refirnir voru því eina landspendýrið hér á landi, þegar þeir Flóki og félagar hans í fyrsta sinh gerðu það, sem síðan hefir margoft gert verið hér á landi: drápu fé sitt úr hor.*) ísland var þá vafalaust fyrirheitna land refanna; óvini áttu þeir enga, og heldur enga keppendur (kon- kúrenta). Þeir héldu sig þá mest við sjávarsíöuna, og voru fjöl- *) Það er nokkuð útbreidd skoðun meðal alþýðu að hrafnarnir hér á landi séu komnir af hröfnum Flóka. Yel má vera að þeir eigi hér afkom- endur, en hitt má telja alveg víst, að hrafnar voru hér þegar Flóki kom. mennir (ef maður á að segja það um dýr). Nóg var ætið, því mikið var meira af allskonar fuglum þá en nú. Og selurinn var allsstaðar, en lítið munu refirnir þó hafa fengið aí selakjöti, þó kópur og kópur hafl auðvitað lent í kjaft þeirra. Samt áttu þeir selnum að þakka, að aldrei varð hungursneyð hjá þeim, því altaf rak eitthvað til lands af leifunum af borðum selanna, því þegar nóg er ætið étur selurinn ekki annað en lifr- ina (og hrognin?) úr fiskinum; og þó minna sé af ætinu, skilur hann þó eftir hausinn, því ekki þykja honum þoskhausar jafn góðir og okkur hinum íslendingunum, sem uppréttir göngum á tveim fótum. II. Að það er ekki loftslagið sem veldur hve dýralífið er fábreytt hér á landi, sést greinilegast á því, að dýralífið er margfalt fjöl- skrúðugra á Grænlandi, og er þó þar harðara loftslag en hér, svo míklum mun nemur. Eru þar þessar tegundir land-spendýra: refir, úlfar, hvítabirnir, hreysi- kettir (hermelin), póluxar, hrein- dýr, hérar og læmingjar. Mismun- urinn stafar af því, að ísland liggur langt fra öðrum löndum, en frá Norður-Grænlandi liggur klasi af stærri og minni eyjum og löndum alveg að meginlandi Norður-Ameríku. Eru að eins mjó sund á milli, og eru þau harð- frosin á vetrin. Að dýrin hafi komið þessa leið, má meðal ann- ars ráða af því, að hreindýr komu yfir frosið hafið til Kap York (norðvesturhorn Grænlands) á öld- inni sem leið, og ef ég man rétt, þá er giskað á að það hafi verið um 1830. Kap York skrælingj- arnir þektu á þeim tíma ekki hreindýr, því þau voru engin í þeim landshlutum er þeir fóru um á sumarflakki sínu (þó þau væru annarstaðar í Grænlandi) enda landshlutar þessir ekki hent- ugir hreindýrum. Drápu þeir hrein- dýr og notuðu skinnin, en kjötið gáfu þeir hundunum, því þeir voru hræddir um að það væri eitrað. Gekk þannig í marga áratugi, þá hittu þeir Skrælingja af öðrum kynþætti (vestlægari) sem sögðu þeim að hreindýrskjötið væri bezti matur og ekki vitund eitrað* **)). Um hreindýrin er það að segja, að þau þrifust allvel og juku kyn sitt, þó landið á þessum slóðum ætti ekki sem bezt við þau, því það voru mest grasi vaxin dalverpi sem snjónum mokaði niður í, en hvergi verulegt „útigangsland" með hreindýramosa. Fyrir Dokkrum ár- um kom það svo fyrir, að bleytu- hríð (sem er sjaldgæf þar nyrðra) kom ofan á fannkyngi, er fyrir var, og fraus svo alt saman. Varð af þessu svo mikið jarðbann, að nær algerður fellir varð meðal hrein- dýranna. Féllu svo mörg dýr, að Skrælingjarnir veiddu enga refi í gildrur sínar í tvö ár; refirnir höfðu nóg æti í hreindýrshræun- um og litu ekki við því sem egnt var með. Að eins örfá hreindýr lifðu veturinn, og þau friðuðu Skrælingjarnir . fyrir milligöngu dönsku landkönnunarmannanna Freuchen og Knud Rasmussen, er hafa tekið sér bólfestu á meðal þeirra”). Hafði hinn fyrnefndi orð á því (í Geografisk Tidskrift) að þeir félagar mundu reyna að flytja til Kap York lifandi hreindýr úr öðrum löndum, til þess að auka með kyn Kap York hreindýranna. En ekki er mér kunnugt um, að neitt hafi orðið úr þessu enn þá. (Frh.) Himinn og jörð. Laxinn. Hann gengur á vorin upp í ár, gýtur þar á haustin í hæfilega djúpum hyljum, og grefur hrognin ofan í mölina. Hrognin klekjast út yfir veturinn og koma smálaxar úr þeim á vorin, og hafast við þar, sem grýttur er botn og eitthvað er hægt að hafa ofan í sig (helst flugnalirfur). Þegar þessir litlu laxar eru um það 14 sentimetra langir (5 þuml., það fara 8—10 í pundið) halda þeir til sjávar, eru þeir þá (hér við land) 3 til 4 ára gamlir. Einstaka lax heldur þó til sjávar tveggja ára, og örfáir ekki fyr en þeir eru 5 ára. Flestir af þessum smálöxum eru að eins 1—2 ár í sjónum (einstaka 3—4) en á þeim tíma vaxa þeir mjög hratt, jafnvel svo mikið, að þeir stækka árlega eins mikið og öll áriu sem þeir voru í ánni. Katla er það af eldfjöllunum hér á landi er mest hefir látið tii sín taka, siðan land bygðist, að Heklu undanteknri. Hún er í Mýrdalsjökli og hefir komið af stað ógurlegum jökulhlaupum. f forn- öld voru á Mýrdalssandi stórar sveitir og breiðar bygðir, en Katla hefir eitt þeim öllum með jökulhlaupum, nema Álftaveri, en því hlífa hraunhólar nokkurir, en oft haía samt jökulhaup fossað yfir bygð þessa. Gróðrarborgir, eða réttara garðborgir (garden cities) nefnast borgir, sem bygð- ar eru með sérstöku lagi. Eru húsa- kynni þar bæði betri og hollari en í öðrum borgum, en þó ódýrari, og gföld til bœjarins pekkjast par ekki. Ritstjóri Dagsbrúnar hefir ekki haft öll gögn í þessu máli við hendina, svo hann gæti skrifað ýtarlega um það, en var svo heppinn að finna hjá sér rit- gerð um málið á dönsku, er hann reit fyrir nokkrum árum. Málið var þá lítið þekt í Danmörku. Ritgerð þessi mun fljótlega fara að koma í blaðinu. Málið hefir mikla þýðingu hér á landi. Ritstjórl þessa blaðs er ef til vill húsnæðislaus frá 1. Okt. Þeir, sem vita hvar hægt er að fá íbúð (helzt ekki nema þriggja herbergja) eru beðnir að gera honum þann greiða að láta hann vita það. Vökurnar á togurunnm. Þingið ætlar að líða svo að ekkerl verði gert til þess að afstýra því, að sú heimskulega misbrúkun, sem á sér stað á hásetum á togurunum, haldi áíram. Þá verða hásetarnir að taka til sinna ráða. *) Skyldi nýr hákarl vera eins eitr- aður og menn halda? **) Kap York Skrælingarnir (ásamt þeim tveim Dönsku er nefndir voru) mynda einskonar áháð ríki, þvi þeir heyra ekki undir Dani (dönsku ný- lenduna á Grænlandi), né undir neitt ríki annað. Freuchen er í hamingu- sömu hjóna-bandi við skrælingakonu. Hún er heiðin svo sem hrnnar fólk alt, og heitir Litla Fjöður. Auglýsingar birtast nú í fyrsta sinn hér í blaðinu. Verður áskrifendum bætt það upp með aukablöðum, þegar svo margar auglýsingar hafa komið, að þær nema blaði, og blaðið á hægt með. 199 áskrifendur var útsölumaðurinn á Akureyri, Finmír Jónsson búinn að útvega „Dagsbrún“ þegar síðast fréttist, og höfðu 171 borgað hálfan árgáng fyrir- fram. Viðvörun. Þeir fjölskyldumenn, sem höfðu ætlað sér að flytja hingað til Reykjavíkur á þessu hausti, eru hér með alvarlega varaðir við því að gera það, nema þeir hafi vissa atvinnu — meðal annars af hinni afskaplegu húsnæðiseklu, sem er hér í borginni. Dagshrún fæst í Bókabiíðinni, Laugaveg 22. Ritstjórinn býr á Hverfls- götu 93. Vill tala við þá sem hafa áhuga á jafnaðarstefnunni. Prentsmiðjan Gutenberg. T*

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.