Dagsbrún - 06.11.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 06.11.1915, Blaðsíða 2
68 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas aikunnu sætsaft. En gerir hún það þá? Ja, bezta svarið við þeirri spurningu eru stúdentarnir, sem með sárfáum undantekn- ingum halda háskólaveginn. Af hverju halda þeir allir á- fram náminu? Af þeirri mjög einföldu ástæðu, að 6 ára nám þeirra undir stúdents-próf er þeim tiltölulega lítils virði, þegar frá er dreginn rétturinn sem það gefur til þess að halda áfram námi og taka embœttis- próf. Þeir eru því svo að segja neyddir til þess að halda há- skólaveginn, eigi þeir að hafa þann hagnað af náminu, er svarar til tímans, er í það hefir verið eytt. III. Þá komum við nú að kjarna málsins, sem er þessi spurn- ing: Hvers virði í daglega líf- inu mun sú almenna mentun vera fyrir presta, lækna og lögfræðinga, sem — miðað við að til hennar er varið 6 af beztu árum æfinnar — er einskis virði fyrir þá, sem ætla að verða bændur, sjómenn eða verzlun- armenn? Allir heilvita menn hljóta að sjá, að sú mentun, sem hefir notagildi í lífinu fyrir menn, er lagt hafa stund á svo ólíkar fræðigreinar sem guð- fræði, læknisfræði og lögfræði, hlýtur að hafa sama nota- gildi fyrir hvern sem er. En nú hefir einmitt þessi mentun, sem heimtuð er af þeim, er vilja fara að lesa undir guð- fræðis-, læknisfræðis- eða lög- fræðis-embættispróf, mjög lítið notagildi fyrir aðra, miðað við tímann og kostaðinn, þvi eng- inn maður með öllum mjalla, sem hugsar sér í upphafi að verða verzlunarmaður, bóndi, útgerðarmaður eða skósmiður, byrjar á því að taka stúdents- próf. Lesarinn haldi sjálfur i huganum áfram röksemdafærslunni um gagn- semi stúdentsprófsins. Lestu ,Dagsbrún‘ með blýant! Herra ritstjóri! Eg hefi hvað eftir annað rekið mig á það, að menn, sem halda að þeir séu búnir að lesa »Dagsbrún« eiga eftir kann- ske tvær eða þrjár greinar. Þetta er mjög skiljanlegt af því blaðið er svo fjölbreytt og smá- greinarnar í því svo margar, og hefir komið fyrir mig líka, þar til eg tók upp það ráð, að sitja með blýant í hendinni meðan eg les blaðið, og setja svo kross við greinarnar jafn- ótt og eg Ies þær. Eg les æfin- lega »Himinn og jörð« grein- arnar fyrst. Yirðingarfylst. P. G. Yeltandi YÍnkrár. Herra ritstjóri! Gerið svo vel að ljá línum þessum rúm í yðar heiðraða blaði. Það virðist svo sem bifreið- arnar okkar ætli að fara að verða veltandi vínkrár, og finst mér það ekki litlar framfarir, þegar eg lit aftur í tímann, því fyrst áttum vér lengi vel að eins standandi áfengiskrár, en svo óx oss fiskur um hrygg og vér fengum fljótandi vínkrár; en nú, árið 1915, erum vér búnir að fá þær veltandi, og nú vantar oss að fá þær fljúg- andi, og þá verðum vér mestu framfaramenn heimsins í þeirri grein, því alstaðar erlendis er lögð hegning við, ef bifreiðar- stjóri neytir áfengra drykkja og sömuleiðis er þeim hegnt, er veita þeim áfengi. En hér á landi, þar sem áfengisbann er, gefur að líta bifreiðarstjóra svo drukna, að þeir jafnvel vita ekki, hvaðan þeir koma eða hvert þeir ætla, og því síður að þeir geti borið ábyrgð á verkum sinum. Eða hvernig getur drukkinn maður gert það? Það virðist annars vera merki- legt, að í lögum um notkun bifreiða, 2. nóv. 1914, er ekk- ert ákvæði, er ræðir um áfeng- isnautn bifreiðarstjóra, og virð- ist það vera gleymska, þó ó- trúlegt sé, og má það mál ekki liggja óhreyft lengur. Orsökin til þess, að eg skrifa þessar línur, er sú, að á sunnu- daginn kom eg gangandi sunn- an úr Hafnarfirði, ásamt móður minni, og hafði eg með mér hvolp einn, tveggja mánaða gamlan. Þegar við komum inn á svo kallaðan Arnarnessháls. sáum við hvar bifreið kom með svo miklum hraða, að eg hafði orð á því við móður mína, að hún færi harðara en lög ákveða. Hundurinn stökk á undan okkur, svo sem á að gizka 50—100 metra; en er hann kom nær bifreiðinni, tók hann til fótanna og hljóp alt hvað hann orkaði undan henni, en hún dró hann samt uppi, og er hann kom á móts við okkur, ætlaði hann að hlaupa út af veginum, en í sömu svip- an rann bifreiðin yfir hann og beið hann auðvitað bana af. Bifreiðarstjóri stöðvaði vagqinn á að gizka 40—50 metrum frá þeim stað, er slysið vildi til, og steig út úr honum. Bað eg hann að aflífa hundinn, sem enn lá og kvaldist. Hann kvað nei við. Eg spurði hann þá, hvort hann væri nr. 13 og kvað hann svo vera. Eg gaf mér ekki tíma til að tala meira við hann, því fyrst og fremst lagði af honum sterka áfengis- pest og svo sá eg að hann átti mjög bágt með að standa kyr í sömu sporum. Eg sneri því til baka til hundsins og stytti kvalir hans með steini, er eg rotaði hann með. En er eg leit við aftur, var bifreiðin öll á bak og burt. í 9. gr. laganna er það tekið fram, að ef slys vill til, sem stafar af, eða stendur í sam- bandi við notkun bifreiða, skal ökumaður þegar nema staðar, skýra frá nafni sinu og heim- ilisfangi, og hjálpa þeim, er slasast hefir, ef þörf gerist. — Eg legg það undir dóm alþýð- unnar, hvort hún álíti, að bif- reiðarstj. hafi uppfylt skyldur sínar gagnvart mér og móður minni, sem er heilsulitil og þoldi elcki að sjá slíkt; hún liggur nú veik og ber þess máske menjar til dauðans, er hún var sjónarvottur að. Mánudaginn 2. nóv. kærði eg bifreiðarstjórann fyrir lög- reglunni og hún leitaði hans þann dag, en árangurslaust. En sama dag fær hann Morg- unblaðið til að birta lygaþvætt- ing, sem auðvitað var sjálfum honum til skammar, en ekki mér, og lýsir sú aðferð bezt hugsunarhætti hans. — Greinin hljóðar þannig: »Hundur varð fyrir bifreið á veginum til Hafnarfjarðar í fyrradag og beið bana af. Eig- andi hundsins kærði bifreiðar- stjórann fyrir lögreglunni, en svo lauk því máli, að kærandi var dæmdur í sekt. Kom það upp úr kafinu, að hann hafði ekki talið hundinn fram og var elckert merki, er sýndi hver löglegur eigandi væri«. Þegar hann lét setja grein þessa í blaðið, var ekki búið að birta honum neina stefnu frá minni hálfu, og býst eg helzt við, að hann hafi verið ölvaður eins og fyrri daginn. Margar sögur ganga hér um bæinn um hinn sama bifreið- arstjóra og eru þær ekki allar sem fallegastar, en eg ælla að sleppa þeim að þessu sinni. Nú er eftir að vita, hvað lög- reglan gerir í þessu máli, en margir eru hræddir um að hún vilji stinga því undir stól, vegna þess að bifreiðarstjórinn er kaupmannssonur og það af ríkara tæginu, en eg fyrir mitt leyti trúi því ekki að svo stöddu. Reykjavík 3. nóv. 1915. Markús Jónsson. Hásetar á Akranesi sem hafa áhuga á því að stofn- að verði þar hásetafélag eru beðnir að skrifa strax einhverj- um af þessum mönnum: Jóni Brynjólfssyni Pósthússtræti 14, Reykjavik. Birni J. Blöndal Skólavörðustíg 41, Rvík. Jósef Húnfjörð Laugaveg 121, Rvik. íslenzkt og útlent skyr. Eftir Gísla Gaðmundsson gerlafræðing. Tekið með leyfi höf. úr Búnaðarritinu. Frh.---------- Eg geri ráð fyrir að hinir heil- næmu súrgerlar Búlgara sé af góðu kyni. Þá gerla mætti nota við hér- lenda skyrgerð, með því að auð- velt er að ná þeim úr búlgarska skyrinu. En þurfnrn vér að vera upp á aðra komnir með kyngóða gerla? Eg hefl fengist þó nokkuð við rannsókn á íslenzku skyri, tíl þess að geta leyst úr þessari spurningu. í skyrinu okkar er fjðlbreyttur gróður. Fyrst í stað gerði eg mér ein- göngu far um að hreinrækta úr því mjólkursúrgerla, er líktust sem mest þeim búlgörsku í sjón og reynd; hafði eg þá jafnframt búl- görsku gerlana til samanburðar. í íslenzku skyri hefi eg fnndið þrjár höfuðtegundir súrgerla, en alls hefi eg fnndið 7 teg- undir; þar á meðal eru hinir al- gengu ristilgerlar, sem einnigfram- leiða súr. Eins og áður er tekið fram, eru aðallega 2 tegundir mjólkursúrgerla í búlgörsku skyri, og heflr önnur perlubandslögun en hin striklögun. — Eftir skamman tíma tókst mér að ná úr skyrinu okkar súrgerlum, sem líktust hinum búlgörsku að útliti, en voru þó annars eðlis; varð eg því að byrja á ný og ein- angra aðra súrgerla úr skyrinu. Loks heppnaðist mér að hrein- rcekta i'ir skgri mjölkursúrgerla, sem virðast vera náskyldir þeim búlgörsku. Eg get t. d. látið is- lenzkan perlubandssúrgeril úr skyri vinna með búlgörskum striklög- uðum súrgerli, og fengið með þeim súrmjólk, sem hefir sama bragð og útlit eins og súrmjólk sú, er eg hefl gert með báðum sambýlis- súrgerlum Búlgara. Ennfremur get eg látið íslenzka striklögunar-súr- gerla og búlgarska perlubandsgerla vinna saman með góðum árangri. Daglega sýri eg nú mjólk með sambýlisgerlum úr isleuzku skyri, og finst mér sama bragð að þeirri súrmjólk og hinni, sem eg fœ með búlgörskum súrgerlum. Súrmjólk hefl eg sent til ýmsra merkra manna til reynslu, og segjast þeir ekki geta gert upp á milli íslenzku og búlgörsku súr- mjólkurinnar. Þó hafa sumir tekið þá íslenzku fram yfir þá búlgörsku. íslenzku súrmjólkurgerlarnir gefa af sér 2,86°A> af mjólkursýru, en þeir búlgörsku minna; þess vegna er oft heldur meira sútbragð af íslenzku súrmjólkinni. Út af skyrrannsóknunum kom mér til hugar, að gera mætti svo vandað skyr, að hægt væri að senda það á útlendan markað. Eg gerði því nokkrar tilrannir með hreinrœktuðum gerlum, en þá kom í Ijós, að það skyr var ekki eins Ijúffengt og venjulegt gott ís- lenzkt skyr. Meðan þetta skyr er ósíað, virðist bragðið mjög líkt, en eftir síunina finst greinilegur munur til hins lakara. Petta hygg eg stafi af þvi, að i atgengu skyri

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.