Dagsbrún - 11.12.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 11.12.1915, Blaðsíða 2
82 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas aikunnu sætsaft. Hásetarnir og dýrtíðin. Allmargir verkamenn hér í bæ, hafa fengið bætt launakjör sín upp á síðkastið og þar með ekki fáir fastir starfsmenn bæjarins hafa fengið launauppbót vegna dýrtíðarinnar nú, en ein fjölmenn stétt manna, sjómennirnir hafa samt ekki fengið meiri laun, en áður, en þeir hafa samt að lík- indum ekki farið á mis við dýr- tíðina fremur en aðrir. Nú fara skipin (togararnir) að leggja af stað til fiskiveiða og það má ganga að því vísu, að marg- ur heimilisfaðir fari af stað frá illa stöddu helmili og slæmum á- stæðum. Ekki virðast ástæður þeirra betri, sem bíða þar til þil- skipin leggja af stað, en ég hefl heyrt sagt nýverið, að mínsta einn útgerðarmaður, sé tekinn upp á því, að „gefa fyrir sálu sinni" þeim hásetum, sem hafa verið á hans skipum síðastl. ár og er sárt fyrir mennina, að þurfa að taka við slíkri náðargjöf frá kúgarans hendi, til að bæta úr sárustu neyð heimila sinna. Nú loks hafa hásetar fundið það alment, að gjöld þeirra hijóta að verða miklu meiri, en tekj- urnar og standa þeir þar í stórri þakklætisskuld við neyðina og útgerðarmennina í sameiningu, fyrir að hafa opnað augu þeirra fyrir hættunni, og væri ekki van- þörf á, að geta þokað þar til að einhverju leiti til batnaðar. Þess skal getið, að sannreynt er, að margir útgerðarmenn eru alls ekki kúgarar að eðlisfari, en að þeir hafa ekki bætt kjör háseta, sem hafa verið á skipum þeirra, er aðallega af því, að hásetarnir hafa sjálfir mjög lítið kvartað, og sýnir það sig bezt á því, hve fljótir sumir þeirra hafa verið að sam- þykkja kröfur hins nýstofnaða há- setafélags. Einn bæjarfuiltrúinn hefir ný- lega birt reikning yfir gjöld sín, sem hann reiknar fullar 1800 kr. og virðist hann þó lifa fremur sparlega; með því að bera þetta saman við tekjur háseta alment, geta allir sem vilja séð hve glæsilegar eru ástæður hásetanna óg hve mikilla lífsgæða fjölskyldur þeirra njóta. Það er ekkert skemtilegt að þurfa að vinna, oft þreyttur og svefnvana úti á sjó, hvernig sem viðrar, dag og nótt, svo þegar þar við bætist, að menn verða að hugsa til heimilis síns í landi þar sem eru konu og börn, máske köld og svöng í léiegum húsa- kynnum og bíða þess, að maður- inn komi heim, með einhverja bjðrg, ef hún er þá ekki fyrir- fram búin. Hversvegna hásetar eru svona illa staddir fjárhagslega vita flest- ir, sem vilja vita, enda verður minst á það siðar. G. H. Úr Akranes-ræðu Húnfjörðs. Um leið og ég heilsa áheyr- endum, vil ég bjóða þá hjartan- lega velkomna á þennan fund, sem hefir verið boðaður í því skyni, að vita um undirtektir Akurnes- inga viðvíkjandi því að stofna hér hásetafelag á líkum grundvelli og í Rvík. — Sögu þessa máls álít ég óþarft að skýra hér á fundin- um, því mönnum mun vera hún kunnug í öllum höfuðatriðum, í gegnum dagblöðin og önnur rit sem hingað hafa borist. En til- gangur þessarar félagsstofnunar er að vernda réttindi sjómanna, og styðja og efla hag og atvinnu þeirrar fjölmennu stéttar í land- inu. En til þess nú að framfylgja trúlega þessari stefnuskrá verðum vér að gera alt sem vér getum, vinna allir, en ekki hálfir; nota öll leyfileg vopn til þess að brjóta á bak aftur þá menn, sem vilja kúga oss og ræna oss réttindum vorum. Þegar vér athugum það að við sjómennirnir erum önnur fjölmennasta stétt landsins, þá er það sorglegt að vér skulum ekki eiga öflugan félagsskap, sem til heilla mætti verða fyrir stóttina. Verkahringur vor er viðtækari og háleitari en óg hefi nú fram tekið, vér hugsum oss að hafa stjórnar- farsieg afskifti, hafa áhrif á bæjar- stjórnar- og þingkosningar, koma mönnum úr okkar stétt að í þess- um stöðum, stofna kaupfélög og margt fleira. Nú munu margir spyrja: „Má þetta ske?“ Þar er því til að svara: alþýðan er frjáis- borin engu síður en embættis- mennirnir, hinir hálaunuðu gull- kálfar landsins, sníkjudýr ef ekki rándýr, sem lifa á pyngjum erfiðis- mannanna; alþýðan er fjölmennari en embættismannaklíkan, alþýðan er þróttmeiri en embættismenn- irnir, alþýðan er undirokuð og þess vegna finnur hún það hvar skórinn kreppir að, þess vegna a hún að finna hvöt hjá sér til þess að spreingja af sér hlekkina og krefjast sinna réttinda, með því að senda fulltrúa úr sínum stétt- um á löggjafarþingið, en fullkomn- um sigri getum vér ekki treyst fyr en hver stétt manna í landinu hefir stofnsett félag innan sinna vóbanda; ættu svo öll verkaiýðs- félög, iðnaðarmannafólög og sjó- mannafélög að mynda samband og semja sambandslög — þá fyrst er aiþýðan orðin valdið í landinu en embættismennirnir þjónarhenn- ar. Ætli það só ekki hver einasti alþýðumaður sem viðurkennir það, að launafúlgur embættismannanna séu svo háar að litt sé viðunandi (að maður nú ekki minnist á eftir- launin), getur alþýðan lengur risið undir slíkum ófögnuði. Hverjir hafa nú unnið mest og bezt að því að hækka laun embættisklík- unnar? Eru það ekki þeir sjálfir, sem skarað hafa þar eld að sinni köku? Þeir vorkenna ekki alþýð- unni að borga, oft og tíðum ifia unnin störf, konungafæði, skraut- girni, skemtanir og alls konar munað, óreglu og lystisemdir. Einn embættismaður í Reykjavík hefir t. d. 25—30 þúsund króna tekjur yfir árið. Hversu mörgum alþýðu-fjölskyidum gæti slík fjár- upphæð fullnægt yfir sama tíma? Svarið er! 30 fj'óhhyldum. Með öðrum orðum: því getur einn eytt sem 30 mega lifa við. Hvað er nauðsyn, ef nú er ekki nauðsyn að alþýðan fari að vakna og taki til sinna ráða áður en um koll keyrir. Við verðum að viðurkenna að sjómannastéttin er ein af stétt- um alþýðunnar, þess vegna er það okkur áhugamál að stofnaður verði háseta-félagsskapur í kringum land alt, með það fyrir augum (þá í samvinnu við aðrar stéttir alþýð- unnar) að vernda réttindi hennar, fyrst og fremst íyrir okur-valdi framleiðendanna, og þar næst fyrir ólögum og álögum þings og stjórn- ar. Þá fyrst er þjóðfélagsskipun landsins komin í rétt horf þegar allar félagsstofnanir alþýðustétt- anna geta sent sína fulltrúa í sveitastjórnir, bæjarstjórnir, lög- gjafarþingið og stjórnarráðið. Þá fyrst getum vér vænst þess, að mál þau, sem til alþýðuheilla mega teljast nái framgangi sínum., Alþýðan verður líka að hafa augun opin fyrir því, sem er að gerast í landinu nú á þessum síðustu árum — „auðvaldið" fer í næstu framtíð að myndast meðal hinna stærri framleiðenda, þeir á- samt embættismannavaldinu eru að vinna, alþýðan er að tapa, svo framarlega sem hún ekki tekur til sinna ráða, og heimtar jafn- rétti og heldur fram jafnaðar- stefnu hugsjónum sínum til stríðs og sigurs. Vér sjómennirnír erum þróttur- inn og kjarkurin úr alþýðunni, þessvegna ættum vér að gjörast brautryðjendur að því heilla-tak- marki, sem vér með þessari há- setafélagsstofnunar-hugsjón höfum fyrir augum. Nú er það ósk, von og jafnvel traust stéttarbræðra ykkar í Rvík að þið bregðist drengilega við þessa stofnunnarhugsjón okkar, vér, sem myndum Hásetafélagið í Rvík, höfum ákvarðað okkur með það að aðstoða þær Háseta- fél.-deildir, ssm kunna að stofnast í kringum landið, með ráðum og dáð, að svo miklu leiti, sem vér frekast sjáum okkur mögulegt, en við heimtum líka hluttekningar slíkra deilda, ef til stórræða kemur. Nú þegar vér tökum þetta til athugunar, að vér verðum að vernda réttindi okkar ekki ein- ungis fyrir framleiðendum, heldur þingræðinu og landsstjórninni, þá er það nauðsynlegt að vér stofn- um hór hásetafélag, helzt í kvöld. Nú vil ég heyra undirtektir manna, og bið alla velvirðingar á ófull- komleika mínum. Hásetafélagið. Þegar fyrsti fundurinn var hald- inn til þess að ræða um stofnun þessa fólags, þá heyrðust raddir um það, að ekki mætti búast við árangri af félagsskapnum strax. Væri gott ef sjáanlegur væri á- rangur eftir ein tvö eða þrjú ár. Ekki eru ennþá liðnir tveir mánuðir frá því fyrsti undirbún- ingsfundurinn var haldinn (það var 16. Okt.) og þó er félagið, —sem nú þegar er orðið fjölmennasta verklýðsfélagið á landinu — búið að vinna stórmikið gagn. Það hefir jafnað kaupið á togurunum, svo það er nú 75 kr. minst (í stað 70 kr.) og er það dálítið, þó alt of lítið sé. Annað dæmi upp á gagnsemi þess er það, að einn útgerðarmaður vildi ekki borga lifrina á t.ogurum nema 25 kr. tunnuna, en hlaut að lokum að ganga að því að borga hana hæsta verði (35 kr.), og vita allir fólagsmenn að sú hækkun — sem líklegast mun nema á þriðja hundrað krónum eða meiru á árinu, fyrir hvern háseta — er eingöngu félagsskapnum að þakka. Og félagið er búið að gera meira en þetta, því hefði það ekki verið stofnað, mundi hjá mörgum tog- 0 ara-útgerðarfélögum lifrin tekin af hásetunum að hálfu leyti (eða öllu leyti hjá þeim útgerðarm., sem óhagsýnni væru og heimskari) og hásetum að eins borguð ein- hver lítilfjörleg premía af lifrinni. Það mun fágætt, jafnvel er- lendis, að árangarinn af stofnun verklýðsfélags hefir orðið eins fljótur, mikill, og auðsýnilegur eins og hér, og er það stór heiður fyrir hina reykvíksku sjómanna- stétt, hve fljót hún var að fylkja sór, og mynda þá liðssveit hins íslenzka alþýðuhers, er nefnist „Hásetafélag Reykjavíkur“, enda er með þessu myndað það for- dæmi, er mikilvægt mun verða fyrir verklýðsfélög hér á landi. Striðið. Miðveldin eru nú búin að ná mestum hluta Serbíu á sitt vald, en serbiski herinn hefir komist undan i góðri reglu, inn í Albaníu og Montenegro. Nokkur hluti hans heflr hörfað inn í Grikkland og þar sameinast hersveitum Banda- manna, sem gera sig þar heima- komna. Elektron, blaðið símamannanna flytur i Desember-blaðinu þessar grein- ar: Þráðlaus friðritun, Sveiflur (mjög lesverð grein), Fjárlögin o. fl. Blaðið œttu sem flestir að kaupa og lesa.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.