Dagsbrún


Dagsbrún - 19.02.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 19.02.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN DT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNABAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 8. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 19. Febrúar. 1916. Yerkamannapólitík. Eitthvert af blöðum kaup- manna hefir látið í ljósi þá skoðun, að verkamannahreyf- ingin mundi bjaðna eins og kvenréttindahreyfingin. — En sennilega hefir sá, sem þessa gat til, athugað, að þegar kven- fólk hafði fengið fullnægt ýtr- ustu kröfum sínum, eins og nú er orðið, þá hvarf af eðlileg- um ástæðum þörf þeirra til að halda saman. A sama hátt er hugsanlegt, að þegar sá draum- ur jafnaðarmanna rætist, að enginn kúgari sé til, þá þurfi verkamenn ekki að halda sam- an, með sama hætti og nú. En þess mun, þvi miður, alllangt að bíða, og á meðan hefir alþýðufiokkurinn meiri tilverurétt en nokkur annar flokkur, því að verkamenn eiga við verst kjör að búa allra stétta, og þurfa því fiest mis- smíði að bæta. Það er athuga- vert að átta sig á framþróun verkmannahreyfingarinnar hér á landi. Hún byrjar alstaðar þannig, að verkamenn þjást af fátækt og hverskonar basli. Þeir berjast við sífeldan skort með stóra fjölskyldu og. vita oft ekki hvað þeir eiga að hafa til næsta máls. En þó að svona sé ástatt, þá verða þeir hvar- vetna varir við þann anda, sem kom fram hjá Duus í ráðn- ingarmálinu í fyrra, hjá Thor Jensen þegar hann ætlaði að kúga af einni skipshöfn 4000 kr. árlega kauplækkun í vetur, eða vinnuveitendum i Hafnar- firði i verkfallinu. Verkm. finna hlífðarlausan ágang hvar sem því verður við komið. Því meiri sem gróðinn er, þvi meira er kaupið skrúfað niður. í dauðans ofboði taka verkam. höndum saman móti vinnu- veitendum — og hungrinu. Þeir stofna félag, kaupvarnar- eða kauphækkunarfélag og þykjast góðu bættir um stund. En svo kemur næsta stigið. Verkamenn sjá að andstæðing- arnir mata krókinn í bæjar- sljórn, gefa löndin »dugnaðar- mönnunum«, láta bæinn gera bryggjur og vegi fyrir kaup- menn og útgerðarmenn, og jafna svo gjöldunum á alla, lika þá sem ekkert eiga nema börn og skuldir. Þá ris krafan um hlutdeild í stjórn bæjar- mála, um að láta bæina fram- leiða, lækka framfærslukostn- aðinn og bæta kjör almenn- ings. Með þessu eru félögin komin nærri því að vera póli- tísk, en þó er eitt spor eftir: að taka þátt i þingmálunum. Þetta spor munu islenzkir verkamenn stiga í sumar, við landkosningarnar og siðan í haust við kjördæmakosningar. Akureyri varð fyrst til að vakna í fyrra, þegar Erlingur Frið- jónsson var kosinn í bæjar- stjórnina, enda er hún það kjördæmi sem vissast er. Þar þurfa kaupmenn engrar náðar að vænta. í höfuðstaðnum ætti alþýðuflokknum að vera vanda- laust að vinna bæði sætin. Dá- lítil von er með Isafjörð. Þar er nýstofnað hásetatélag með nær því 200 félagsmönnum, og er ekki ósennilegt að höfðingj- arnir búí svo að þeim, að glögt sjáist hvert hugarfar þeir bera til alþýðunnar. Þar munu broddborgarar verða tvískiftir og þessvegna hægra fyrir há- setana að sigra en ella. Við landkosningarnar hlýtur al- þýðusambandið að koma fram með lista. Akureyringar hafa þar viðbúnað og í Rvík og Hafnarfirði er hluttaka talin alveg sjálfsögð. Með þessum hætti getur alþýðusambandið búist við að fá 4—5 þingmenn við kosningarnar næstu. Svo fáir menn geta auðvitað ekki gerbreytt stjórnmálum okkar undir eins. En þeir mundu vera á verði gegn þvi að lagðir yrðu nýir tollar á þjóðina. Þeir mundu ennfremur ráðast á tollana á nauðsynjavöru, sem nú koma harðast niður á fá- tæklingunum. Því fyr sem sú orusta er byrjuð, því fyr yrði sigrinum náð, nfl. að vörutoll- urinn, og kaffi- og sykurtoll- arnir yrðu afnumdir. í stað þess verður að leggja hækk- andi tekjuskatt á stórefnamenn. Ástandið sem nú er mun síðar- meir þykja til stór minkunnar 20. öldinni. Meðan vinnukaup- endur réðu einir kaupinu, héldu þeir því óhæfilega lágt niðri. Meðan kaupmenn og embætt- ismenn réðu í bæjarstjórnum, gáfu þeir lóðirnar og keyptu þær siðan fyrir of íjár undir nýjar götur. Og meðan sömu stéttir ráða í þinginu óskorað eins og nú er, leggja þær gjöld- in til landsþarfa á sem per- sónuskatt, án minstu tilrauna í þá átt, að gera þá réttláta. Við öllu þessu er eitt ráð: Al- þýðusamtök til kauphækkunar, við stjórn bæjarmála og lands- mála. Glúmur. Árshátíð verkamanuaíé I. D&g"sl>iriiii verður haldin Laugardaginn 36. og- Sunnudaginn ST'. n.k. í I*slriU>iíð. Félagsmenn vitji aðgöngumiða sinna í Bárubúð. Til Laugardagsins á Föstudaginn 25. kl. 1—8 sd. og til Sunnudags- ins á Laugardaginn 26. kl. 2—6 sd. Félagsskýrteini séu sýnd um leið og aðgöngumiðar (sem kosta 40 a.) eru keyptir. Fyrir hönd nefndarinnar Ottó N. Þorláksson. Allir vilja piltamir eiga mig! »ísafold« eignar sér og sín- um sálaða ílokk Ágúst, en »Lögrétta« þykist eiga Krist- ján, svo það er viðbúið að »Ægir«, »Dýraverndarinn«, »Landið« eða »Kvennablaðið« komi nú og þykist eiga Jörund. Frá sjónarmiði verkalýðsins er nákvæmlega sama hvaða flokk fulltrúar þeirra hafa áð- ur fyllt, ef þeir nú telja sig aðeins til verkalýðsflokksins, en það gera þessir þrír nýju fulltrúar. Þegar listinn var bú- inn út, var því ekkert tillit tekið til hvaða flokk þeir höfðu talist til áður, er á hann voru settir, og það var tilviljun ein, sem réði því að á listanum urðu einn fyrverandí heima- stjórnarm., einn fyrver. sjálf- stæðism, og einn fyrv. »þ\*ers«, og hefði tilviljunin alveg eins getað valdið þvi að á listanum hefðu orðið eintómir fyrv. heimastj.menn. eða eintómir sjálfstæðismenn. 1 1. í greinina með þessari fyrir- skrift í 6. tbl. »Dagsbrúnar« hafa slæðst inn ýmsar villur, og þá fyrst það að A. Flygen- ring sagði ekki á bæjarstj.fundi þau orð sem höfð eru eftir honum í blaðinu, heldur það, að atvinnurekendur mættu til með að borga verkafólki það kaup, sem það færi fram á, ef fólkið héldi saman í því að heimta hærra kaup, og jafnframt sagði hann (svo sem »Dags- brún« rétt hermdi) að kaupið væri sanngjarnt frá þeirri hlið að verkafólki veitti ekki af að fá þessa kauphækkun, vegna hækkandi lífsnauðsynja, en að hinu le\tinu kvað hann kaup- hækkunina varhugaverða þar sem hann áleit að vinna mundi minka svo mikið í bænum eða jafnvel leggjast niður, minsta kosti að vetrinum, utan ferming og afferming skipa. Þar af taldi hann óviturlega af stað farið með kauphækkun. Á þessa leið talaði hr. Flyg- enring á bæjarstjórnarfundinum, þegar þetta mál kom þar á dagskrá, en aldrei það, að hann eða atvinnurekendur, þyldu ekki að verkafólk réði kaupgjaldi. Þá er það næst, þar sem minst er á þá bæjarfulltrúana hr. Magnús Jóhannesson og hr. Sigurgeir Gíslason, þá er þar nokkuð langt farið þar sem sagt er að þeir hafi svikist undir fölsku yfirskyni inn í verk- mannafélagsskapinn. Eg man ekki til að þeir bæðust inntöku í fél., en hinu man eg eftir, að þeir voru beðnir að ganga í fél. af félagsmeðlimum sjálfum, og þess óskuðu víst flestir þá, og var eg einn af þeim, enda var það félaginu mikið happ að fá þá undir þeim kringumstæðum er þá voru í fél., því fáir held eg hafi leitt fleiri menn inn í fé- lagsskapinn en einmitt þessir menn. Þeir störfuðu báðir vel í þarfir félagsins framan af, þar til hr. Sigurgeir tekur fiskreit af hr. Thor Jensen í akkorði, er félaginu fanst ekki til um framkomu hans í því máli, og jafnframt barðist á móti kaup- hækkun verkafólks er dró til ósamþykkis milli hans og fé- lagsins, þar til hann sagði sig úr því, sem mér fanst eðlilegt, þar sem hann er einn aðal vinnuveitandi í bænum, fyrir karlmenn. Hann er þá búinn að kaupa áður nefndan fiskreit og meiri hluta af vinnu er unnin er við hafskipabryggj- una og hefir að nokkru leyti alla bæjarvinnu með höndum.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.