Dagsbrún


Dagsbrún - 19.02.1916, Qupperneq 3

Dagsbrún - 19.02.1916, Qupperneq 3
DAGSBRÚN 25 skarð, sem kæmi í landsjóðs- tekjurnar, við afnám farmgjalds- ins og útflutningsgjaldsins. Hvað segja nú leiðandi stjórn- málamennirnir, sem fara að bugsa um skattmálin og láta þau skifta flokkunum? Það dugar að minsta kosti ekki lengi, að framlengja skatta á skalta ofan til næsta og næsta þings. Það má ekki líðast stjórn og þingi ár eftir ár, að humma fram af sér að hugsa um skaltmálin, en framlengja stöðtigt skattaá- lögur, sem flestir eru óánægðir með (nema einstakir menn, sem þó llestir hafa fyrir fáum að sjá, og fá því litið af ranglætinu að segja). En það hafa þó síðustu þing- in gert. Um skattmálin þyrftu því að myndast ákveðnar stefnur sem fyrst, svo menn gætu sem bezt hugsað þau fyrir næstu kosn- ingar. Aths. Þess skal gelið að rit- stjórn Dagsbrúnar er ekki að öllu leyti samþykk því er stend- ur í pistlum þessum. Togarakaup. A bæjarstjórnarfundi nú í vikunni bar Þorv. Þorvarðsson fram tillögu um að nefnd yrði skipuð til þess að athuga, hvort tiltækilegt væri að bærinn keypti og starfrækti togara, Nefndin var kosin, og hlutu sæti í henni: Þorv. Þorv., Kristján V. Guðmundss., Hann- es Haíliðason, Thor Jensen og borgarstjóri. Gjafir og fátækt. Ekki kann eg við skoðun þá sem kemur fram í »Morgunbl.« að alþýðumenn séu ekki frjálsir að nota atkvæðisrétt sinn svo sem þeir vilja. Eftir skoðun »Morgunbl.« er það, að fara eftir sinum eigin vilja, að stuðla til stéltarígs. Einungis »fagfróðir« menn og »lærðir« — álítur það — eiga að sitja við stýrið, alt á að vera við það sama — alþýðan eymdar- Qiynd, gjöfum hreytt til hennar frá þeim vel settu. Með þessa skoðun sína má ^il-helm Fin-sen fara miljón kilómetra niður fyrir Hetvíti. (Landveg, sjóveg, í loftinu eða ^eðanjarðar — never mind: ^ilhelm vanur að ferðast). Eg ætla ekki að rengja það, að af góðum liug sé gert, að §efa alþýðu. En ekki munu allir a*Þýðumenn rifna af þakklæti Þegar þeir sjá að stétt þeirra er Þurfandi ölmusumaður. Sjálfs-tilfinningin má sin meira. Elestir munu vilja knýja það fratn, að alþýðustéttin eflist, verði ekki aumlegri en aðrar stéttir, minsta kosti að hún sé ekki ölmusugrey. Það er lofsvert að menn vinni að sjálfstœði alþýð- unnar, hvort alþýðumenn eru eða ekki, en öruggast mun það vera að þeir bjargi sér sem mest sjálíir — beiti sínum mönnum fyrir málefnum sínum. Þessa skoðun má »Morgunbl.« kalla »stéttaríg«. Haldi það bara áfram að rita um »Samverja« o. s. frv. Kær kveðja til allra vina verkamanna, einnig til Jakobs Möllers fyrir upplýsingarnar um að vinnuveitendur í Hafnarfirði haíi borgað vinnulaun! Pórður Magnússon. Góðgerðasemi og hreppapólitík. Pað er haldin höfuðdygö liimneskum á stofni bygð: Hugga’ eg gleðja hreldan mann hressa’ og seðja fátækan, hylja sekt, neyð og nekt, nafnið pekt er göfuglegt, ef ekki stjórnar ráðarík hin ræmda hreppapólitík. Líknarfélög lifa pörf lofa göfug peirra störf allir sem á einhvern hátt unnið hafa peirra mátt. Nokkrum pó var um og ó peir áttu ilóg og lifðu’ í ró. Ágirnd blygðun yfir sté pá að sér drógu gjafafé. Hjálpar-takmark muna má ' — mannkærleikans stefnuskrá — ef pú hefir unniö sveit að pér streymir náðin heit. Ella má mola smá, maður sá er raunir pjá, ekki fá sem fórna má fáir sjá pá aumir á. Svo hann verði’ ei sveitfastur — segir fjöldinn heitastur — cnginn rétti hjálparhönd hreppurinn sér um málin vönd.. Kærleiksglóð, kólnar góð hjá kjarna pjóð í guðamóð að ekki létti’ á öðrum hrepp] aumkva_ber ei pennan grepp. ““ Aumkva ber ei aðra’ en pá sem okkur væri skylt að sjá ^ fyrir hjálp í hverri nauð hjúkra’ og gefa daglegt brauð. Iiinir pá horfa á hjálparskrá, en ekkert fá,j ef peir bjarga’ ei sjálfum sér sveitin peirra réttur er. Og pó er nefndin eflaust ein undanskyld í peirri grein að gleynii hún pessum göfuglynd grátleg — að segja væri synd. Hefir ráð uin lög og láð líta’ í náð á fóikið hrjáð og binda’ ei pyngri bagga neinn en borið getur hver og einn. Hörkutól við hæstu völd hreppapólitíkin köld, eyðir mannúð, ást og dygð eykur sanna viðurstygð. Eltir pann auma mann ógæfan sem lama vann, fellir hann í síðsta sinn, sjálfsvörn bannar harðleikinn. Ilrafn. »Kvittun«« grein frá hr. G. Sv., verður því miður að bíða næsta blaðs, ásamt ýmsum öðrum greinum. Blöðin og verkfallið. Einkennilega lítið minnast blöðin á verkfallið i Hafnar- firði; vanalega flytja þau um það jafnmargar línur, og um, hvað það hafi nú komið af heldri mönnum til bæjarins með þvi og því skipinu — eða verið með þvi á ferð til út- tanda. í blaðinu »Landið«, sem þingmaður Hafnfirðinga, hr. bankastjóri Björn Kristjánsson, ekki á einn eyrír í, er minst á verkfallið (í 5. tbl.) með 10 línum. Stendur meðal annars þetta: — — Reynslan frá útlönd- um ætti að sýna, að vinnu- veitendur reisa sér hurðarás um öxl, er þeir vilja banna verkamannafélög, enda virðist það litil sanngirni. Hitt er annað, hvaða kaup þeir tre}rst- ast til að borga. I fljótu bragði virðist máske einhverjum að hér sé frekar tekinn taumur verkamanna, en það er þvert á móti, þó viðurkendur sé sá sannleikur, sem þýðingarlaust er að vera að bera á móti. En engum, sem óvilhalt litur á þetta verk- fallsmál, getur dulist, að at- vinnurekendum í Hafnarf., get- ur eski verið erfiðara, að borga kaup það, sem verkamanna- félagið fer fram á, en atvinnu- rekendur hér í Rvík, sem hafa orðið að sælta sig við að borga þetta kaup. Þau blöð, sem vegna auglýs. eða af öðrum ástæðum, vilja smjaðra fyriratvinnurekendum, ættu því að athuga, að þegar þau gefa í skyn, að atvinnu- rekendur í Hafnarfirði muni ekki »treysta« sér til þess að borga sömu launin og borguð eru í Reykjavík, þá eru þau í einfeldni sinni að bera örg- ustu peningagræðgi á þessa hálfguði sina. Fréttir úr Hafnarfirði. Það má heita að verkfallinu sé lokið í firðinum, hvað karl- mönnum viðvíkur, þar eð at- vinnurekendur borga 40 aura timakaup við alla vinnu, sem unnin er. Kvenfólki eru atvinnurek- endur aftur á móti ekki farnir að gjalda það kaup, sem verk- m.fél. fer fram á, svo verkfall- ið er ekki búið ennþá. En alt bendir á, að kvenfólkið muni fá það kaup, sem það fer fram á (enda er það sanngjarnt). Eftirspurnin eftir vinnukrafti er að verða afar mikil, og sjálf- sagt verður mjög mikla atvinnu að fá á þessu ári, bæði fyrir karla og konur. Þetta verkfall í Hafnarfirði ætli að verða til þess, að i fé- lagið gangi það verkafólk, sem enn kann að vera utanfélags því nú nýtur það einnig góðs af kauphækkun félagsins. Úr félaginu má ekki nokkur mann- eskja ganga. Konráð og Kláus. Eftir Jón Söng. Konráð ráðagóði: Déskoti er það hátt, húsið þarna í Banka- stræti, bara að það hrynji nú ekki. Kláus ríki: Já, eins og brúin þarna norður á Sléttu-------- Konráð: Já, eg ætlaði nú að segja eins og stýflan í Glerá við Akureyri. Kláus: Nú, hrundi hún? Konráð: Já, áin fór með hana. En húsið þa’ ’arna, það hrynur ekki, það veit eg. Kláus: Nei, auðvitað hrynur það ekki, því hann á húsið sjálfur, en hitt var upp á landssjóðinn! Konráð: Já, þú ert beiskur út i hann, af því að þú vilt að við tökum Sveinbjörnsson á arma okkar. En eg á bátt með að trúa því, að framfara- flokkurinn »Aftur« fari, hans vegna, að hafna slíkum manni og Þorlákur er. Kláus: Ha, slikum manni! Konráð: Já, eg segi slikum manni. Því hann ber höfuðið yfir flesta, sem við pólitík hafa verið riðnir hér á landi — ber höfuðið yfir fjöldann-------- Kláus: Ha, ha, ha, já, nú er eg alveg á sama máli og þú. Hann ber höfuðið yfir flesta, það er að segja þegar hann stendur upp á koforti, ekki sizt ef það væri fult af járnbrautar-útreikningum svo rammskökkum, að hver vel gefinn maður, sem er, sem tæki sig til þess, gæti rekið þá öfuga í hann aftur! Úr eigin herbúðum. Terkmannafélag EsbiQarðar. Eftir því sem Jón Kr. Jóns- son (frá Garðshúsi), sem hér var á ferð með »Flóru«, skýrði ritstjóranum frá, munu nú vera milli 90 og 100 manns, í verka- mannafélaginu á Eskilirði. Hásetafélag Ilafnarfjarðar. Meðlimir þar nú 93. Hásetafélag ísaQarðar er nú stofnað. Meðlimir hátt á annað hundrað. Formaður er Eirikur Einarsson. Verkm fél. Hlíf Hafnarfirði. Meðlimir þar um 500. Verkraannafélag Fáskrúðsfj. er nú stofnað. Um stjórní eða meðlimafjölda hefir ekki heyrst ennþá. Sambandslaganefndin heíir nú lokið við lagafrum- varp sitt, og mun ekki halda

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.