Dagsbrún


Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 05.03.1916, Blaðsíða 1
 FREMJIÐ EKKI RANOINDI ]DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN OT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 10. tbi. Reykjavik, Sunnudaginn 5. Marz. 1916. Bágborinn búskapur. Meðalaldur allra þeírra er fæðast hér á landi er yfir 60 ár. Það er þvi lágt reiknað, ef gert er ráð fyrir því, að hver tvítugur maður eigi að meðal- tali eftir ólifuð 40 vinnuár. Ef nú er gert ráð fyrir því að meðal árskaup íslenzkra sjómanna sé 1000 kr., þá mun mega ætla að hver þeirra vinni islenzka þjóðfélaginu inn að meðaltali 2000 krónur á ari*). En 2000 kr. á ári í 40 ár eru 80 þús. krónur, sem þá er sú upphæð sem tvítugur islenzkur sjómað- ur er virði íslenzka þjóðfélag- inu, að frádregnu því, er fer til lífsviðurværis hans sjálfs. Ef nú er gert ráð fyrir því, að sjómenn eyði helmingnum af kaupi sínu sjalfir, en hinum helmingnum til þess að fram- fleyta með fjölskyldu (og vafa- laust er það að meðaltali meira en helmingur af kaupinu sem fer til fjölskyldunnar), þá er sama sem 20 þúsundir (500 kr. i 40 ár) af þessum 80 þúsund- um fari til mannsins sjálfs, og verða þá eftir 60 þúsund krón- ur. Hver tvítugur sjómaður er því eftir þessum reikningi, sem I vafalaust er of lágur, 60 þús- und króna virði fyrir íslenzka þjóðfélagið. Þegar tvítugur maður drukknar, er það þvi (auk táranna og tregans, er ekki verður metinn í pening- um) 60 þúsund króna tap fyrir ísland. En hvernig förum við ís- lendingar nú með vinnukraft- inn — það verðmætasta sem landið á — og það, sem öll vel- ferð þess í nútíð og framtíð byggist á? Hvað marga verkamenn er búið að drepa á óþarfri næt- urvinnu hér í Reykjavík? Og hvað er búið að eyðileggja heilsu, og stytta líf margra sjó- manna með óhœfilegum, ósvífn- um og óþörfum vökum á ís- lenzku togurunum? Dagsbrún flutti í sumar grein- ar um vökurnar á togurunum, og skoraði á þingmenn að flytja frumvarp um lögboðinn minst- an svefntíma á togurum, en enginn af þeim fjörutíu háu herrum, sem á þingi sátu, hafði rænu, vilja eða tíma til þess „ *) Erlendis, bæði hér'í álfu og í Vesturheimi, gera hagfræöingar ráö fyrir að tæpur helmingur af gróða allskonar atvinnufyrirtækja renni til verkamanna, hitt til at- ^innurekenda, og mun mega gera i"4ð fyrir þvi sama hér á landi. að sinna svo »ómerkilegu« máli. Margar eru þær lendingar hér á landi, sem að meðaltali ferst i einn maður á ári (land- inu 60 þús. kr. virði), sem ör- uggar mætti gera, með því, að verja til þess 10 eða 20 þús- undum króna. Það mundi þykjafrámunalega bágborinn búskapur hjá þeim bónda, sem gæti umgirt dýki fyrir 3—6 kr., sem árlega dræpi fyrir honum eina sauðkind, en gerði það ekki. En hvað á mað- ur að kalla þetta búskaparlag isl. þjóðfélagsins, að fara svona gáleysislega með mannslííið — dýrmætt þjóðfélaginu, og í tvö- földum skilningi dýrmætt þeim, sem eftir lifa? Hver stjórnar þessu? Eða réttara sagt: hver ætti að stjórna því? Svarið er: Alþingi. Hverj- ir ráða þar? Það gera »heldri« mennirnir. Þjóðin hefir trúað á þá eins og guði (eða frek- lega það) en þeir hafa ekkert gert landinu til verulegra fram- fara, ekkert hjá því sem hefði getað verið, því þó framfarir hafl orðið hér á landi síðustu áratugina, þá eru þær ekkert hjá því, sem þær hefðu getað verið, því Island er gott land fyrir þjóð, sem kann að búa hér. En það kunnum við ekki ennþá, því allur þjóðarbúskap- ur okkar er eins og sú sóun á mannslifum, sem á sér hér stað. Síðan alþýðuflokkurinn fór að láta til sín taka, eru farnar að heyrast raddir úr herbúð- um gömlu flokkanna, um að nú eigi að fara að koma á heilmiklum framförum. En loforð, sem ekki voru haldin, eru ekkert nýtt í íslenzkri pólitik, og alþýðan mun svara: í fjörutíu ár höfum við trúað á ykkur, í fjörutiu ár hafið þið rifist um ekki neitt, i fjörutíu ár hafið þið hrúgað upp handónýtum pappírslög- um og i fjörutíu ár hafið þið skarað eld að kökum ykkar. Nú þekkjum við ykkur. Burt með ykkur! Stríðið. Þjóðverjar hafa gert ákafa sókn á vesturvigstöðvunum, en lítið orðið ágengt. Yfirleitt ger- ist lítið í ófriðnum, er geti orðið til þess að ófriðurinn verði til lykta leiddur. Fisksalan í Reykjayík. Reykjavík er fiskibær, hinn mesti á landinu. Mörg þúsund af bæjarbúum lifa beinlínis og óbeinlinis af fiskframleiðslu. En þó vill svo undarlega til, að í þessum bæ má fá keyptar af- urðir margra fjarlægra landa, en tímunum saman fæst þar ekki til kaups sú vara, sem í raun og veru er mest til af i bænum — og það er fiskur. Aldrei hefir verið stígið neitt alvarlegt spor í þá átt að tryggja bænum fisk með skaplegu verði, fyr en þetta ár, eftir að alþýðu- hreyfingin í Iandinu tók að magnast. Nú er togaramálið komið í nefnd í bæjarstjórn- inni, þrátt fyrir aðvaranir þess manns, sem afturhaldsliðið mælti mest með, vegna togarakaupanna. En það er önnur hlið á þessu máli sem bæjarmenn þurfa að athuga. Það er fisksölu fyrir- komulagið. Það er algerlega ó- hafandi eins og það er nú. Einstakir menn sem flytja fisk hingað til sölu i bæinn vita, að þeir eru fáum skilyrðum bundnir, og þeir hegða sér samkvæmt því. Fólk flykkist í hópum að hinni lélegu girðingu, sem er utan um fisktrogin. Sumir fara inn fyrir staurana og eru oftast fyrst afgreiddir. Fisksölumennirnir virðast engri reglu fylgja í afgreiðslunni. Sumir fiskkaupendur bíða klukkutímum saman við girð- inguna, án þess að þeim sé sint, einkum ef þeir eiga engan kunnugan innan við. En til annara, sem að koma, er fisk- urinn réttur út yfir margfaldan mannhringinn. Stundum sér maður börn og kvenfólk hampa nokkrum aurum og biðja um fisk. En þeim er ekki sint, þó að aðrir fái um leið margra króna virði, umtölulaust. Þetta er ekki af því að fisksðlumenn- irnir séu verri menn en gerist, heldur hitt, að staðurinn er illa útbúinn og eftirlitið lítilfjörlegt. Fisksölustaðir ættu að vera tveir í bænum. Annar í mið- bænum, hinn i austurbænum. Bærinn verður á báðum stöð- unum að láta reisa tigullagað hús úr steini, eina hæð, með flötu þaki. Á hverju horni húss- ins ættu að vera tveir inngang- ar. Frá hvorum þeirra væru gangar inn með hliðveggnum, eigi breiðari en svo að einum manni væri vel gengt. Að utan- verðu við ganginn væri útvegg- urinn, en að innan grind sem næði upp að rjáfri. Innan við þær grindur væru fisktrogin. Þegar fiskur væri til sölu í húsinu mundi mannsöfnuðurinn streyma inn um þessar átta dyr, óg hver standa í röðunum þar sem honum bæri; þeir fremstir sem fyrstir komu, og svo koll af kolli. Á hverjum hliðvegg miðjum væru tvennar útgöngu- dyr. Innanvert við þær væri afgreiðslumaður (þeir alls fjórir). Þeir skyldu vega handa öllum, meðan fiskur entist, og fá kaup- endum við útgöngudyrnar. Einn lögregluþjónn gæti verið innan við grindurnar meðan á sölunni stæði, og séð um að salan færi skipulega fram. Þegar lítið væri um fisk, mætti ákveða að eng- inn skyldi fá meira en ákveðið hámark. Slíka sölustaði þyrfti að byggja sem fyrst, og leigja þá fisksölumönnum, með á- kveðnum skilyrðum. Bœjarbúi. Túnrækt. Loksins er nu svo komið, að túnræktarmálið er sett á dag- skrá, og er það eingöngu Dags- brún að þakka. Steína alþýðu- sambandsins í því máli er ljós og skýr. Reykjavík á mikið af 'góðu landi, líklega nægilega mikið til að hafa 1000 kýr. Þó að ræktað Iand verði haft til beitar á sumrum, sem sjálfsagt mun vera. Sumt af þessu landi t. d. Fossvogur, er fyrirtaks land, léttt að þurka, jarðvegur- inn djúpur og frjór og skjól fyrir norðan og austanátt. Þar mun mega rækta nóg fóður handa 100—150 kúm. Ennfrem- ur á bærinn meiri áburð, en nokkur túneigandi hér á landi og getur búist við að svo verði og á komandi árum. Og þegar þar við bætist, að markaðurinn er viss, árið um í kring, þá virðist órðugt að skilja hvers vegna bæjarmenn eru svo hik- andi í túnræktarmálinu. Ennþá hafa afturhaldsmenn meiri hluta í bæjarstjórn og geta farið sínu fram. Þeir geta gert sér það til sóma og lífs, að byrja nú á að láta bæinn framleiða mjólk. En ef þeir láta tækifærið ganga sér úr greipum, þá mun svo fara að verkamenn hrinda því i framkvæmd, þegar þeir hafa fengið öruggan meiri hluta í bæjarstjórn. Verður þess von- andi ekki mjög langt að bíða. Hreiðar.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.