Dagsbrún


Dagsbrún - 23.07.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 23.07.1916, Blaðsíða 2
92 DAGSBRUN 500 kr. laun, átti að greiða kr. 2,50; sá er hafði 1000 kr. laun 5 kr. o. s. frv. Tekjuskatturinn átti líka að hækka ofurlítið á þeim er áð- ur höfðu greitt tekjuskatt, en hækkuninn var sumpart á þeim sem lægst voru launaðir eins og hér má sjá: Tekjuupphæð. Skattupphæð. Nú. Frv. 500 kr. Okr. 2,50 kr. 1000 — 0 — 5,00 - 1500 — 5 — 10,00 - 2000 — 10 — 15,00 - 3000 — 25 — 30,00 - 4000 — 45 — 50,00 - 5000 — 70 — 75,00 - 6000 — 100 — 105,00 - 7000 — 135 — 140,00 - 8000 — 175 — 180,00 - 9000 — 215 — 225,00 - Á launalægstu mönnunum skiftir hækkunin hundruðum prós. en á hinum eru það að eins örfá prós. T. d. Sá sem haíði 1500 kr. laun, nam hækkunin 100 prós., en sem hafði 8000 kr. laun, nam hækkunin að eins 26/'0/0- Hækkunin auðvitað enn meiri á þeim, er áður höfðu verið skattfrjálsir (talin í prós.). Það er lika hálf-kindugt að sjá, þegar um hækkun skatta er að ræða, að hækkunin sé jöfn (talin í krónum) á dag- launamanninum með 1 þúsund kr. laun, og manni með 8 þús. kr. laun; báðir áttu að greiða 5 kr. meira gjald til landssjóðs heldur en þeir höfðu gjört áður. Hvor ætla menn nú að þoli gjaldahækkunina betur. Þetta frumvarp kom H. H. með. Fyrir hvorum ætli þeir hafl nú borið meiri umhyggju sem sömdu þetta frumvar, daglauna- manninum, sem streitist við að hafa eitthvað ofan í sig og sína, eða hálaunaða embættis- manninum, sem baðar í rós- um og hefir allsnægtir. Það ætti hverjum manni með heilbrigðri skynsemi að vera auðvelt að sjá. Vilji einhver kynna sérþetta frumvarp, er það að sjá í þing- tíðindunum frá árinn 1913, A- deild, I. hefti, bls. 209-220. Hér hefir að framan verið lauslega drepið á nokkur mál er alþýðu manna varðaði mjög miklu hvaða tillögur voru g jörð- ar um og hvernig var til lykta ráðið. Geta menn nú séð tíl— lögur H. H. og afstöðu hans og heimastjórnarfiokksins til þessara mála. Mætti margt fleira um þessi mál segja og auk þess minnast á fleiri mál. Vona eg að Lög- rétta hafi það ekki aftur á orði, að nokkrum almúgamanni, sem er sjálfum sér trúr og veit hvað hann gjörir, sé ætlandi að styðja Heimastjórnarfiokkinn við kosningarnar, sem í hönd fara. Og gildir hið sama um land- og kjördæmakosningar. Stjórnarferill H. H., eða hans fiokks, hefir sérstaklega á seinni árum, hneigst að þvi, að hlúa að og styðja þá menn, er mest peningaráðin höfðu, en jafn- framt að velta sem mest gjalda- byrðinni yfir á herðar almenn- ings. Heimastjórnarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn (sem nú kallast »þversum« og »langs- um« og alt af eru að rífast um flokksnafnið) hafa heitið á kjós- endur að fylgja sér. Mun sá flokkur nú þykjast eiga þeirra launa skilið íyrir dygga þjón- ustu í þarfir lýðs og lands. Má það mikið kalla, að sá fiokkur skuli nú fara í liðsbón eftir öll ósköpin sem gengið hafa á fyrir honum, hringlanda- skap hans og festuleysi, þó ekkert annað mæli á móti hon- um; en þegar þar við bætist að sá flokkur hefir líka verið þröngsýnn og óheppinn í vinnu- brögðum fyrir almenning, er enn meiri ástæða til að undr- ast yfir að hann skuli ætla að menn fylgi sér. Skal nú lauslega drepið á nokkur mál er mikið skifta al- þýðu manna, og framkomu Sjálfstæðisflokksins í þeim. Byrja eg þá á þinginu 1909. Þá urðu sóknargjaldalögin til. Þau lög eru gott sýnishorn af því hve gjarnt þingmönnum hefir verið til að velta sem mestallri gjaldabyrðinni yflr á herðar alþýðumanna. Flutningsmenn þessa frum- varps voru: Jósef Björnsson, Steingr. Jónsson og August Flygenring. Jósef var sjálfstæð- ismaður en hinir, Aug. og Stgr. heimastjórnarmenn. Lög þessi mæla svo fyrir, að hver maður 15 ára eða eldri, hvort heldur karl eða kona, og í hvaða stöðu sem er, skuli greiða gjald í prestlaunasjóð, 1 kr. og 50 au. á ári, og auk þess til kirkju 75 au. Undan- þegnir þessu gjaldi eru allir, sem eru i öðru kirkjutélagi (sem ekki eru í þjóðkirkjunni) en gjalda verða þeir samt minst 2 kr. 25 au. fyrir hvern safn- aðarlim sem er 15 ára eða eldri. Auk þess er öllum gjört að skyldu að greiða þetta gjald ef hann er 15 ára gamall, hvort sem hann getur notið guðs- þjónustu eða ekki. Það er sama hvort maðurinn er með fullu viti eða ekki, sjálfbjarga eða ósjálfbjarga. Geti einhver ekki greitt gjaldið, verða þeir er ala önn fyrir honum að greiða það. Maður sem á 500 þús. kr. greiðir jafnt og öreigínn. Hví- lík réttsýni! En um þessa ráðstöfun kom þingmönnum einkar vel ásamt, hvaða flokki sem þeir töldu sig til. Ekki bar neitt á því að Sjálf- stæðisflokkurinn væri andvigur þessum ranglátu lögum. Hefir honum sjálfsagt fundist að þessi lög ættu svona að vera. Fyrir þingið 1912 lagði stjórn- in framvarp um einkasölu á kolum. Það frumvarp fór í rétta átt og með nokkrum breyt- ingum hefði það getað orðið landsmönnum til góðs og gagns. En hvernig var því tekið? — Þingmenn ætluðu alveg að rifna (bæði Sjálfst. og Heimastj.). Töldu þeir frumvarpið óal- andi og óferjandi. Það var að vísu míkill ó- kostur við frumvarp stjórnar- innar, að kolakaup landssjóðs áttu að vera samningum bund- in við einn kolakaupmann (eða félag) i Edinborg, en það hefði verið hægt að laga það og hafa kolakaup landssjóðs frjáls, þannig, að landssjóður keypti kolin í það og það skiftið þar sem best byðist. H. H. vildi að þingið sam- þykti stjórnarfrumvarpið eða líkt frumvarp. En hvað gjöra flokksmenn hans þá? Þeir ham- ast gegn frumvarpinu og koma því fyrir kattarnef. Þetta sýnir það, að jafnvel þó foringi Heimastjórnarmanna, H. H., vildi gjöra eitthvað sem almenningi mætti til góðs verða, þá er þess ekki nokkur kost- ur, vegna þess, að það kemur í bága við hagsmuni fjölda af helstu flokksmanna hans. Menn muna vist eftir úlfaþytinum sem varð þegar þetta kola- frumvarp kom í dagsljósið. Og vel er það þess vert, að menn kynni sjer það, hverjir þeir voru, sem hömuðust mest á móti því. Sjálfstæðismenn voru engir eftirbátar i því að drepa þetta frumvarp og hafa þeir þar þvi engu betra mál að verja. Annars er ósköp að sjá hvernig foringjar Sjálfstæðis- manna hafa hagað sér. Undir eins og þeir hafa verið komnir í meirihluta hafa þeir aftur og aftur brugðist þeim málum er þeir létust hafa áhuga fyrir áður en þeir voru kosnir. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í »þversum« og »langs- um«, hefir aðstaða hans ekki batnað. Hvorugir hafa sett á sína lista verkamenn og verður það alls ekki lastað. Það var mikið hreinna heldur en að setja verkamenn i 7. sæti, eins og Heimastjórnarmenn gerðu. Bétt er að geta þess, að þeir menn, sem að þessum lands- listum standa, hafa að miklu eða öllu leyti látið afskiftalaus samtök alþýðumanna við sjó- inn, nema »langsum«-menn. Málgögn þeirra hafa farið með allskonar aðdróttanir og dylgjur um þá menn er þeir ætluðu að væru við samtök alþyðumanna riðnir. Og til þess að krydda enn betur þetta góðgæti, hafa þeir logið upp frá rótum heil- um sögum um einstaka menn, sem þeir hafa svo sett í blöð sin. Báðist þannig á menn með persónulegum árásum og skap- að sér ástæður til árásanna. Eru það einkenni auðvirði- legustu litilmenna, og má vera að þeim komi sjálfum í koll sú bardagaaðferð; enda vístað þeirra lista kýs enginn alþýðu- maður. En það verða alþýðq- menn að muna, að þeir mega engan annan lista kjósa við> landskosningarnar en sinn lista, C-listann, hvað mikið sem gert verður til þess að gylla aðra lista. Ættu alþýðumenn að muna það, að fulltrúum þeirra er best trúandi til að gæta hagsmuna almennings, og vinna að áhuga- málum sjómanna og verka- manna. Listi Alþýðuflokksins ber bókstafinn LandssjóðsYerzlunin. i. Síðasta alþingi fór að dæmi þingsins 1913 og kaus »vel- ferðarnefnd« til að vera stjórn- inni til aðstoðar á þessum erfiðu ófriðartímum. Ætlun þingsins með þessu var sú að firra lands- menn bjargarskorti. Einnig kom fram í umræðunum að nefndin væri »dýrtíðarnefnd, og hefir hún að líkindum átt að starfa að því að gera alþýðunni dýrtíðina létt- ari, en ekki þungbærari, einsog raun hefir á orðið, þar eð allar ráðstafanir stjórnarinnar og vel- ferðarnefndarinnar hafa verið harðinda- en ekkidýrtíðar-ráðstaf- onir. II. Landssjóður fékk vörur með tveirour skipum s.l. vetur, vör- unum var að nokkru skipað upp í Reykjavík og nokkuð sent út um land og geymt þar. í stað þess að útbýta vörunum til neyt- endanna, eins og gert var við Hermóðs- vörurnar, voru þær fyrst og fremst boðnar kaupfélögum og kaupmönnum, en sveitarfé- lögum ekki boðið neitt, og sagt jafnvel að þeim hafi í fyrstu verið neitað um vörur. Pó undarlegt megi virðast, voru Ameríku-vörur, sem komu befna leið frá Ameríku, dýrari en samskonar vörur sem hægt var að fá í Englandi og Dan- mörku um sama leyti, svo eng- inn vildi líta við tilboði Iands- sjóðs fyr en i aprílmánaðarlok. Þetta mun að miklu leyti stafa af því, að stjórnin hefir tekið óhæfilega há umboðslaun, og skal hér sýnt fram á það með tölum. Hinn 14. sept. f. á. sendu þeir O. Johnson & Kaaher út tiiboð um eftirfarandi Ameríkuvörur, sem koma áttu til Rvíkur siðari hluta októbermánaðar:

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.