Dagsbrún - 26.05.1917, Page 2
32
DAGSBRÚN
Hámarksverð á heilagfiski.
Síðan hámarksverðið kom á
heilagfiski, hefir það að jafnaði
verið selt í heildsölu, þannig, að
lúður hafa ekki verið bútaðar
sundur eins og áður, heldur
seldar í heilu lagi; og þar sem
þær kosta þetta frá 10 og upp
í 40 kr. stykkið, þá verða það
aðeins þeir, er peningaráðin hafa,
sem geta keypt, en almenningur
fer að mestu á mis við þessi
kaup, og þó margir vildu slá
sér saman og kaupa í félagi,
og skifta með sér sjálfir, þá er
það þeim vandkvæðum bundið,
að ókleyft má kalla.
Það þarf því að skifta heilag-
fiski að minsta kosti í 3 flokka
og setja verðlag á hvern fyrir
sig. Mætti flokkunin vera þannig:
að í 1. flokki væri heilagfiski í
heildsölu, t. d. lúður yfir 5 kg.,
í 2. fl. sundurskornar lúður
(miðstykki) og í 3. fl. smálúð-
ur undir 5 kg. og hausar, sporð-
ar og þunnildi af stærri lúðum.
Verðið þyrfti að vera svo mis-
munandi á þessum flokkum, að
það borgaði sig t. d. eins vel,
að selja lúðu sundurskorna, eins
og að selja hana í heilu lagi,
og þá mundu þessi matarkaup
geta komið almenningi að not-
um.
Vænti eg svo góðs af verð-
lagsnefndinni okkar, að hún
taki þetta til greina sem fyrst.
Verkamaður.
Af Dagsbrún
kemur i dag að eins hálft
blað, 2 síður. Á laugardaginn
kemur verður hún 4 siður og
kemur þá framhaldneðanmáls-
sögunnar.
Skipstrand.
f gær strandaði seglskip í
Grindavík. Var það á leið hing-
að með saltfarfn frá Spáni.
Fiskiskipum sökt.
Fregn hefir borist hingað um
það að 6 færeyskum fiskiskip-
um haíi verið sökt nýlega.
Frá Danmörku.
Fiskajli í Danmörku nam
árið 1915 samtals 267* milj.
króna, en árið áður (1914)
1774 milj. eða 97^ milj. kr.
munur. Tæp 18 þús. manns
stunda fiskiveiðar í Danmörku
á samtals 15,390 bátum og
skipum; þar af er 414 meira
en 15 smálesta, Floti þessi var
virtur 1915 á 13 milj. en veið-
arfærin 10 milj. kr. Það aílað-
ist viðlíka mikið 1914 eins og
1915 en verðið var þetta betra
seinna árið. Af kola aflaðist
1915 32 milj. Meðalverð fyrir
kolann óslægðan var 23 aurar
pundið. Af þorski fengust 277s
milj. meðal verð 1472 eyrir
pundið óslægt. Þetta er verð-
ið sem sjómennirnir fengu fyrir
heldur fyrst um sinn fundi í bæjarþingsstofunni
mánuðaga, miðviknðaga og jöstnðaga
kl. 6—7 síödegis.
Allir þeir, sem hafa mál að kæra um
lög-meeti uppsagna á húsnæöum
eða um upphæð húsaleigu
í Reykjavíkurbæ, geta borið það mál undir nefndina,
samkvæmt 2. og 4. gr. bráðabirgðalaga frá 14. þ. m.
Menn mega gera hvort sem þeir vilja: senda for-
manni nefndarinnar skrifleg erindi um ofannefnd mál
eða koma á fundi til hennar og tjá henni þar mál
sín munnlega. 1
Hú^aleiguneíndiii.
fiskinn. Neytendunum varð
hann rnikið dýrari þegar fisk-
salarnir voru búnir að okra
á honum.
Við áramótin 1915 voru í
Kaupmannahöfn 867 lögreglu-
þjónar, 31 »lírukassa«-menn,
1283 bifreiðarstjórar (skýrteinið
tekið af 10 á árinu) 74 sendi-
menn (bybud).
Um nýlendur á austurströnd
Grænlands hefur verið mikið
talað í Danmörku nú undan-
farið. Er ráðgert að flytja þang-
að Grænlendinga frá vestur-
strönd Grænlands, því þeim
hefur fjölgað mjög síðustu
mannsaldrana en selur og
önnur björg minkað. Er ráð-
gert að fyrsta nýlendan verði
stofnuð strax að stríðinu loknu
við Stuartsnes við hinn 40
mílna langa fjörð Scoresby-
sund.
í Kaupmannahöfn voru árið
1915 nær 600 hundar »teknir
fastir« á götum borgarinnar.
Nálægt helmingur þeirra var
drepinn af þvi enginn eigandi
gaf sig fram.
173,000 verkamenn og verka-
konur voru 1915 i verklýðsfé-
lögum í Danmörku.
Gröf frá því á tímum þjóð-
ílutninganna miklu fanst nýlega
á Jótlandi, var í henni sverð
og ýmisl. fl., meðal annars um
200 perlur.
í desember dó gömul og að
því er virtist fátæk kona, sem
bjó i Nörrevoldgade 42 í Kaup-
mannahöfn (í því húsi hafa
búið landar). Þegar skiítarétt-
urinn fór að skoða það sem
hún lét eftir sig, fundust 40
þús. krónur í peningum í
kommóðuskúffu hennar.
Nýr verkamannaháskóli heíir
verið reistur í Esbjerg. Heíir
kostað 66 þús. kr. Var vígður
um miðjan fyrra mánuð.
Meir en 1000,000,000 kr. veltu
höfðu samvinnufélögin dönsku
árið sem leið.
S mjö rskorturinn.
Engum smjörseðlum heíir
verið útbýtt síðustu þrjár vik-
urnar. Allur almenningur í
bænum er því gersamlega við-
bitslaus. Matvælanefnd bæjar-
ins mun þó hafa átt rSð á liðl.
2 smálestum af smjörlíki, en
í hálfsmánaðarskamt handa
bæjarbúum mun þurfa alls 8
smálestir (16 þús. pd.), vantaði
því um 6 smál. til að fá í einn
skamt handa bænum. Lands-
stjórnin kvað eiga hér smjör-
líkisbirgðir og hefir matvæla-
nefndin að sögn bæði skrifað
og símað(!) stjórnarráðinu
þessu viðvíkjandi, og hefir
stjórnarráðið (á fimtudaginn)
látið nefndinni í té 4 smálestir
af smjörlíki. En matvælanefnd-
in situr nú við með sveittan
skallann að »reikna út« hvort
og hvernig hún eigi að ráðstafa
þessu.
Á meðan stjórnir og nefndir,
sem flestar eru skipaðar mönn-
um, er hafa nóg að bita og
brenna, eru að skrifa og síma
og bollaleggja framkvæmdirnar,
verður fátæk alþýða að svelta
heilu og hálfu hungri vegna
fyrirhyggju- og framkvæmdar-
leysi valdhafanna.
Það er sagt að sumir efna-
menn bæjarins séu vel birgir
að ýmsum nauðsynjavörum,
einstaka jafnvel til margra ára.
Yæri nú ekki ráð að láta rann-
saka þær birgðir og taka eitt-
hvað til úthlutanar hjá þeim,
sem hafa óhóflega mikið, en
draga skamtana af hinum.
_ V.
Fúkyrða-heildsalinn.
Heildsali nokkur hér í Reykja-
vík hefir fundið hvöt hjá sér
til þess að koma fram sem
dálkafyllir í »ísafold«, og jafn-
framt hrúga þar saman óvirðu-
legum orðum um ýmsa menn
sem berjast fyrir samvinnufé-
lögum. Viðhefur hann þar sömu
aðferðina gagnvart samvinnu-
félagsmönnum og auðvalds-
sinnar í öllum löndum hafa
nótað móti þeim sem barist
hafa gegn auðvaldinu hvort
sem það nú hafa verið jafnað-
armenn, samvinnumenn eða
aðrir, að reyna að skaða mál-
stað þeirra, með þvi að reyna að
sverta þá sjálfa, persónulega.
En reynslan ætti að vera farin
að sýna hver árangur er af
þesskonar árásum, og er ein-
kennilegt að þó ekki heimskari
maður en nefndur heildsali er
sagður, skuli ekki hafa séð það,
og er sennilegra að svo hafi
verið, en að skynsemistýra
hans hafi ekkert mátt sin í því
níðamyrkri stórmenzku, hroka-
skapar og gikksháttar, sem ein-
kennir heimskingjann sem
græðist fé, og sem jafnauðveld-
lega má þekkja hann á, írá
öðrum efnamönnum, eins og
asnann á eyrunum.
þessi vaðall heildsalans sem
nú í tvigang hefir verið rekinn
ofan í hann aftur í blaðinu
»Tíminn«, mundi hafa verið
látinn afskiftalaus hér í blaðinu,
ef beildsalinn hefði ekki farið
að blanda »Dagsbrún« ogjafn-
aðarmönnum inn í fúkyrða-
moldviðri. það er hann rótar
upp, og það á mjög einkenni-
legan hátt. Hann brúkar sem
sé orðið »socialisti« (jafnaðar-
maður) sem skammaryrði og
þarf til þess meiri fáfræði en
ætla má honum, jafnvel þó
»ísafoldar«-greinarnar bendi á
að óþarfi sé að draga af hon-
um í því efni.
ólkurmálið
var útrætt á síðasta bæjarstjórn-
arfundi, en fékst þá ekki út-
kljáð af því klukkan var nokkr-
ar mínútur yfir tólf. Rétt fyrir
tólf voru greidd atkvæði um,
hvort halda skyldi áfram um-
ræðum eða ekki, og greiddu
fimm atkvæði með, en fjórir
móti; en samkvæmt fundar-
sköpunum þarf 2/3. Tveir full-
trúar sem beðið höfðu um orð-
ið féllu frá því, og hefði auð-
veldlega mátt afgreiða málið,
með því að halda fundinum
áfram nokkrum mínútum leng-
ur, en formaður (hr. Sighv. Bj.
bankastjóri) sagðiriL ekki láta
slík brot á fundasrköpunum(I)
viðgangast og sleit fundi. usjálf-
rátt varð manni á að hugsa.:
Hefði sama aðferðip verið við-
höfð ef það hefði verið dverg-
rafmagnsstöð fyrir bæinn, sem
hefði verið á dagskrá?
Nótur,
bæjari'ns stærsta úrval í
Hljóðfærahúsi Reykjavíkur
Pósthússtræti 14.
Bókabúöin á Laugavegi 4
hefir til sölu innlendar og er-
lendar brúkaðar bækur — mjög
ódýrar. Tekur til útsölu gamlar
og nýjar bækur, fyrir einstaka
menn og félög, eða kaupir, ef
um semur.
Gtuðm. Davíðsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.