Dagsbrún - 04.08.1917, Page 2
56
DAGSBRÚN
Olíkar aðfarir.
Bakararnir hafa sett brauðin
upp óhæfilega mikið. Stjórn Ál-
pýðusambandsins hefir kært brauð-
verðið fyrir verðlagsnefnd og það
hefir sannírétst, að sú nefnd hafi
fyrir löngu kveðið upp um að
brauðin væru seld dýrara verði en
sanngjarnt er, en að hún hafi
ekki séð sér fært að setja há-
marksverð á brauðin, fyr en trygg-
jng væri fengin fyrir því, að bak-
ararnir gætu ekki gert bæinn
brauðlausan. Loksins eftir langa
mæðu, kom bjargráðanefndin með
frumvarpið, sem heimilar að taka
brauðgerðarhús eignarnámi, og
getið hefir verið hér í blaðinu. Nú
skyldi maður ætla, að þingið hefði
hraðað málinu, svo hægt yrði sem
allra fyrst að létta af þeim órétt-
láta og óhæfa skatti, sem gróða-
fíkn bakaranna hefir lagt á al-
menning. En hvað gerir þingið —
sama þingið sem rak dýrtíðarupp-
bót embættismanna gegnum allar
umræður á einum degi ? Það dreg-
ur lögin dag eftir dag, og einstaka
þingmenn sem þjást af ólæknandi
kjaftæði, nota tækifærið til þess að
svala málæðisfýsn sinni, og halda
hrókaræður um rétt einstakling-
anna, í þetta sinn helgan rétt bak-
arameistaranna (til þess að okra
á helztu lífsnauðsyn almennings,
brauðinu).
Viðstadclur.
Við likbörur
læknakosningafrumvarpsins.
Frv. um að kjósa skuli lækna
var strádrepið við fyrstu umræðu
í þinginu. Sá sem þetta ritar, hafði
áður enga. skoðun myndað sér
um málið, en sanníærðist við um-
ræðurnar um það, að rétta að-
jerðin er að_ kjósa lœknana.
Það er því eins gott að fara hér
nokkrum orðum um umræðurnar,
sem um málið urðu.
Móti frv. töluðu Magnús Péturs-
son, Benedikt Sveinsson og Þor-
leifur Jónsson. M. P. var mjög
gamansamur og fór mörgum
skemtilegum orðum umþaðað lækn-
arnir, sem ætluðu sér að ná kosn-
ingu, yrðu að ferðast um héraðið
með meðalakassann og lækna lýð-
inn, til þess að menn gætu dæmt
um hver bestur væri læknirinn
o. s. frv.
Hér kemur fram tvöföld villa.
í fyrsta lagi: Við læknakosningu
þýddi ekkert fyrir frambjóðendur
að „sýna“ sig eins og við alþing-
iskosningar, nema því aðeins að
frambjóðendurnir væru aliir óþektir,
því menn kysu þann frambjóend-
ann sem mest orð færi af sem
lækni, og menn því helst vildu
hafa. Og þetta er aðalatriðið í
málinu, en ekki hitt (sem er seinni
hluti villunnar hjá M. P.) hvort
almenningur sé fær, eðá ekki fær,
að dæma um hver sé bezti lækn-
irinn. Það verður ekki skilið, hvern-
ig þeir, sem eru með prestkosn-
ingalögunum, geta verið á móti
læknakosningu, því enginn vafi er
á því að almenningi er það miklu
viðkvæmara mál, hvernig læknir-
ínn er, heldur en hvernig prest-
urinn er. Flestum er sama um
hvort presturinn sem hjálpar þeim
inn í heilagt hjónaband, skírir
börnin þeirra o. s. frv. er lúthers-
trúar eða andatrúar, hvort haun
■ er „góður“ prestur, eða poki. En
það er bókstaftega engum, sem
er sama um það hvort læknirinn
sem hann þarf að leita til, er
maður sem hann hefir álit á, eða
maður sem hann enga tiú hefir á.
En það er sjaldnast að sá læknir
sem sjúklingurinn hefir ekkert álit
á, geri gagn. Því þó læknar, þegar
um beinbrot, liðhlaup, skurð og
þessháttar er að ræða, geri altaf
gagn, þá mun mönnum oftast,
segjum 5 skifti af 6, batna af því
líkaminn vinnur sjálfur bug á
veikinni, en ekki af meðalasullinu,
eins og líka langflestir af þeim
sem deyja undir læknishendi,
deyja eðlilegum dauða, en ekki af
því læknarnir drepi þá á vitlausri
meðferð.
Hlutverk læknisins er því tvent,
eða réttara sagt, það er á tvennan
hátt að læknirinn gerir gagn, s. s.
með því að lækna, og með því að
veita þá ró og þann frið, sem það
gefur sjúkum manni, að vera undir
hendi læknis, sem hann hefir trú
á. Og það er enginn vafi á því,
að það er engu minna á hinn
síðari hátt en hinn fyrri, að lækn-
arnir vinna að almennri vellíðan
þjóðarinnar, enda er algengt að
heyra menn sem dvalið hafa í
öðrum héruðum, telja góðan lækni
meðal helztu kostanna, er héraðið
hafi að bjóða.
Enginn vafi er á því, að allir
góðir læknar verða með lækna-
kosningalögunum, þegar þeir hafa
athugað þau, þar með talinn hr.
Mag iús Pétursson. Að skussarnir
meðal iæknanna séu á móti þeim
er aftur skiljanlegt, því vitanlega
er vonlítið fyrir þá að ná kosningu,
er náð hafa prófi fyrir graut.ar-
vorkunnsemi háskólans, eða eru
þektir að því að vera óreglumenn
— ekki að nefna þá sem hafa það
til að detta ofan í rúmið til þeirra
sem þeir eru sóttir til, og sofna
þar út úr fullir, eða gefa þeim sem
koma að vitja þeirra á kjaftinn,
og henda þeim út um gluggann
eða niður dyraþrepin.
Framtíðarstefnan hlýtur, hvað
læknunum viðvíkur, aðveraþetta:
1) Að héruðin fái sjálf að ráða
hvaða lækni þau íái (ef kosning
sýnir, að þau viiji einn fremur en
annan).
2) Að iæknahéruðum sé fjölgað,
alt að því um helming.
3) Að laun læknanna fari smátt
og smátt hækkandi, en þóknun
fyrir læknisbjáip iækkandi, þar til
læknarnir hafa góð föst laun, en
læknishjálp er orðin ókeypis.
Þeim mönnum, sem eru sjálfir
svo langt niðri í jörðinni, að þeim
finst þriðji iiðurinn í tillögunni
vera skýjaborgir, skal bent á, að
það er margt sem við höfum ekki
ráð á núna, sem við höfum
ráð á, þegar þjóðin vitkast
svo, að menn hætta að brenna
taði í héruðum, þar sem hægt er
að taka nógan mó, að menn fara
að nota votheysgerð í stað þess
að láta töðuna ár eftir ár skemm-
ast á túnunum, og yfirleitt hætta
að fleygja þúsundum króna í sjó-
inn fyrir skilningsleysi og þekking-
arleysi eins og nú á sér stað á
ótal sviðum atvinnulífsins.
Ráðning yerkamanna,
Sá siður er farinn að tlðkast
hér allmikið, bæði síðastliðið ár
og farið vaxandi í ár, að þeir sem
verkamenn þurfa að fá til fjar-
lægari staða, auglýsa eftir þeim
með engum fyrirvara, og hafa yfir-
völdin gengið hér á undan með
sínu eftirdæmi — eins og tveggja
daga fyrirvari á að nægja þeim
til undirbúnings, þó þeir eigi að
fara norður á Tjörnes eða annað
og vera í burtu í vikur og mánuði.
Halda þessir góðu herrar að verka-
menn hafi svo mikið undir hönd-
um, að þeir áður en þeir fara til
langdvalar burtu frá heimili sínu
ekki þurfi að hafa neinn undir-
búning hvað fatnað snertir o. fl.;
og frá heimilum sínum, án þess
að skilja eftir einhverja björg
handa konu og börnum, er varla
að búast við að menn fari. —
Það lítur helzt út íyrir að þessir
góðu vinnu-herrar álítí jafnt að
kalla verkamenn til vinnu eins og
að senda dreng eítir hestum í haga
— og svo þegar þeir ekki fá nægi-
legt fólk undir eins, þá segja þeir
að fólk ekki vilji vinnuna — en
það er víst að margur situr heima
sem gjarnan mundi hafa til vinnu
farið, ef lengri tími hefði verið
gefinn til undirbúnings.
Nói.
M at v æl anef ndin.
Enginn vafi er á því aö Mat-
vœlanefndin gæti verið mjög
þörf, ef í henni væru menn, sem
hefðu opin augu fyrir þörfum al-
mennings, og vakandi áhuga á því,
að bæta úr þeim. Um hina starf-
andi(!) Matvælanefnd verður hvor-
ugt sagt, og afskiftaleysi hennar
af íslenzka smérinu benda á, að
hana vanti vilja til þess að gera
annað eða meira en hið minsta,
sem hægt er að búast við af henni.
Því hinu trúir enginn, að hana
vanti svo algerlega heilbrigða skyn-
semi, að hún hafi haldið að hún
mœtti ekki hugsa um íslenzkt
smjör, af því að í erindisbréfi
hennar sé ekki nefnt annað en
smjörliki!!
Garðeigendur!
Þið sem ekki eruð enn þá búnir
að reyta illgresið í rófu- og kartöflu-
görðum ykkar, látið ekki lengur
dragast að gera það!
1. maí 1917.
1. mai er dagur verkamann-
anna. Þá er öllum verksmiðjum
lokað. Verkamanna- og verka-
kvennafélögin ganga í skrúð-
göngu um borgirnar. Hvert fé-
lag hefir sinn fána — og svo
marga aðra með ýmsum áletr-
unum, eggjunarorðum um, að
vinna í þaríir jafnaðarstefnunn-
ar, í þarfir réttlætis og mann-
úðar. Dagurinn er fremur öllu
öðru helgaður átta tíma vinnu-
deginum.
í Kristianíu höfðu menn bú-
ist við óspektum. Menn héldu,
að hungurs-uppþotin í Svíþjóð
mundu hafa kveikt í hugum
verkamanna hér. En svo fór
sem fáa varði, að alt fór fram
með kyrð og spekt. Einnig í
Svíþjóð. Snemma dags gengu
börnin í skrúðgöngu um bæinn.
Fór hún vel fram. Mörg þeirra
höfðu norsk smáflögg, en meira
ber þó á rauðu flöggunum.
Blakti það og á nokkurum hús-
um í borginni.
Seinna um daginn gengu
verkamannafélögin í skrúð-
göngu. Söfnuðust þau saman á
ýmsum stöðum i bænum, á
Holbergsplads, Stórtorginu o. v.
Þaðan var svo haldið upp
Karl Jóhannsgötuna og til
Tullinlökken og voru ræðurnar
haldnar þar. Alls staðar var
svart af fólki. Lögregluþjónar
stóðu með fárra metra miIlibihV
en þurftu lítið að hreyfa sig.
Ríðandi lögregluþjónar riðu
fram með mannþrönginni ann-
að veifið. En alt er svo rólegt.
Og lögregluþjónarnir brosa.
Þeir hafa séð það fyrir, að það
verður rólegt í dag. Einn
flokkurinn kemur á fætur öðr-
um. Fölir og grannholda eru
þeir margir þessir verkamenn.
Auðséð, að það er sjaldan sem
þeir fá að lyfta sér upp meðan
sól er hátt á lofti. Auðséð, að
það er sjaldan, sem þeir fá að
anda að sér heilnæma loftinu,
láta sólina skína á sig. En þeir
bera höfuðið hátt. Það er eins
og hver dráttur í andlitum
þeirra sé höggvinn í marmara.
Það skín vilji úr hverjum and-
litsdrætti. Þessir menn hafa
sett sér mark, sem þeir, ef því
væri að skifta, létu lif sitt til
þess að ná. Það er framtíð
barnanna þeirra, sem þeir
hugsa um. »Enn er dimt í hí-
býlum okkar«, má lesa úr
augum þeirra. »En niðjar
okkar, börnin okkar — þau
eiga ekki að búa við sömu
kjör og við. í sólskini eiga þau
að vinna, frjáls, hlekkjalaus.
Og sól menningarinnar á að
skína inn í huga þeirra«. —
Einstöku drykkjumannsandlit
lít ég. En þau eru fá — í skrúð-
göngunni. En margur maður-
inn er orðinn slitinn. — Nú
koma konurnar. Saumakonu-
félagið. En sá aragrúi. Fölar,
kinnfiskasognar, niðurbeygðar.
Þokkalega, en fátæklega klædd-
ar.-----