Dagsbrún - 04.08.1917, Qupperneq 3
DAGSBRÚN
57
Ég stend á Karl Jóhanns-
götunni. Við hlið mér stendur
sælkei'alegur maður, ístrubelgur.
Gullkeðjan dinglar á maganum.
Hendur hans, luralegar og ljót-
ar, eru alsettar hringum. Auð-
sjáanlega einn, sem grætt hefir
á stríðinu. Hann hefir gull-
spangagleraugu. Ekki á nefinu.
Hann heldur á þeim í hend-
inni. Hann ber þau upp að
augunum annað veifið, þegar
fánarnir eru bornir fram hjá.
Hann gerir það auðsjáanlega til
þess að sýná gleraugun. Augun
eru hvöss og bera engin merki
sjóndepru. En á spönginni, sem
festir saman »augun«, eru 5
smáir, skínandi steinar.
Ég fer að líta kringum mig.
Þeir eru inargir, sem líkjast
þessum náunga með gullspanga-
gleraugun. Þeir hafa tekið kon-
urnar með. Þær eru klæddar i
dýrindis skinnfeldi. Það er kalt
enn þá. Annað veifið heyri ég
þær tala um hvernig þær ldæði
sig, verkamannakonurnar. Við
og við leikur hæðnisbros um
varir þeirra. Sumar sauma-
stúlkurnar líta til þeirra dálítið
starandi. Þær horfa beint fram
aftur á fánann sinn. Ég lít
einketmilega drætti kringum
munnvikin. — Annað veifið
hlæja þeir — ístrubelgirnir. Þá
kreppa þeir hnefana — þeir
með marmara andlitin. En alt
er rólegt. En vara þig, vara
þig, auðmaður. Hyldýpi gín við
fætur þér. Hinumegin kreptir
hnefar. Dagur réttlætisins er
ekki fjarri.
— Eg geng þangað, sem
fylkingin sveigir inn á Tullin-
lökken. — Ég heyri hláturfyrir
attan mig og lít við. Það eru
tvær konur, fátæklega klæddar.
»Hví skyldi ekki liggja vel á
okkur?«, segir önnur. »Þetta
er dagur verkamanna. ög við
eigum að vera kátar á okkar
degi.«
Eg tek ofan fyrir konunni
og óska henni til hamingju
með daginn. Hún verður hissa.
»>Hélt ekki að þér væruð af
okkar flokki.« — Eg ætlaði að
svara henni, en þá er kallað
með hárri raust: »Bravo, bravo!«
Það er hrópað aftur og aftur.
Það er hávaxinn, ungur stúdent.
Eg lít fána i fylkingunni. Á
honuin stendur: Niður með
Oddmund Vik! Það er letrað
með rauðum stöfum. Enginn
tekur undir. Það er ekki af því,
að þeim sé hlýtt til Oddmund-
ar. Öðru nær. En stúdentinn
er ekki af þeirra sauðahúsi,
sem þarna standa. — Aftur á
óióti þegar inn á Tullinlökken
er komið þá húrra þeir fyrir
Þessum sama fána.
Annar »fáni« vekur eftirtekt.
^ann er borinn af fjórum
^önnum. Öðrumegin er máluð
öiynd af ungnm manni í fanga-
^lefa. Hann byrgir andlitið í
þöndum sér. Hinumeginn vel
^æddur maður, í »pels« með
Þtpuhatt á hötði. Hann situr í
hokks járnbrautarvagni og
reykir góðan vindil. Þessi mað-
ur brosir.
Sá í fangaklefanum er ungur
norðmaður, sem hefir neitað
að gegna herþjónustuskyldu
sinni. Hinn .er njósnarinn bar-
on von Rosen. Undir mynd-
inni stendur: Réttlætistilfinning
norskra stjórnarvalda á því
herrans ári 1917 — eða í þá
átt. — Þegar þessi fáni er
borinn fram hjá er eins og fari
segulstraumur um mannþröng-
ina. Þúsund augu stara á fán-
ann. Eg lít allra varir bærast,
en orðaskil heyri eg engin. Það
er eins og allir bæli niður eitt-
hvað, sem vilji brjótast út. —
En—verumþolinmóðir.Seinna!
Seinna! —
Eg lcemst ekki þangað inn,
sem ræðurnar eru haldnar;
þröngin er svo mikil. Svo eg
sný við. Hár, þrekinn maður
með dálitið bréfspjald reynir
að troða sér gegnum þröngina.
Hann er auðsjáanlega hýrgað-
ur af víni. Þegar það mishepn-
ast að troðast gegnum þyrp-
inguna, þá bölvar hann. Hann
er blaðamaður. — Þann mann
einan leit eg drukkinn þenna
dag- Engan verkamann leit eg
drukkinn. Vínsala að vísu bönn-
uð. En þar eð drykkjuskapur
er mikill í bænum, hefði það
sjálfsagt verið auðgert að byrgja
sig upp fyrir þá sem vildu. En
dagurinn var bersýnilega of
helgur í augum verkamanna til
þess að vanhelga hann með
drykkjuskap. Þess vegna fór
alt fram með friði og spekt. —
Sólin er hnigin til viðar. Þús-
undir verkamanna og kvenna
ganga heim. 1 þúsundum huga
rikir þrá eftir réttlæti i hugum
þeirra manna og kvenna, sem
þrá frið á jörðu, þrá hann og
vinna að því, að friðarhugsjónir
mannanna verði að virkileika.
7. maí 1917.
Axel Thorsieinsson.
Aíhs.
Oddmund Vik matvælaráð-
herra Norðmanna. Árásirnar á
hann hafa verið mjög hvassar.
Hvað lengi?
Hvað leugi á að draga það að
koma brauðverðinu í viðunandi
horf? Það er nú komið á annan
mánuð sem Reykvíkingar hafa
orðið að gjalda ósæmilega hátt
verð fyrir brauð sín. Hvernig stend-
ur á þvi að þessu er ekki kipt í
lag? Á þetta að dragast þangað
til bakararnir eru íarnir að brúka
dýru kolin, sem að einhverju leyti
réttlæta verðið?
Jafnaðarmaður.
Steingrímur Matthíasson
læknir og rithöfundur, kom í
vikunni landveg norðan af Akur-
eyri. Kom Kjalveg, ætlar heim yfir
Sprengisand.
ísafold og áskorun andbanninga.
Sýnt hefir það sig í seinni tíð,
að ísafold er nú orðið ekki annað
en skuggi einn hjá því sem hún
áður var. — Lengi vel var hún
talin með nýtustu vikublöðunum;
og ekki síst vegna þess hvað hún,
meðal annars, barðist einarðlega
og sleitulaust fyrir því að koma á
bannlögunum. Um daginn flytur
ísafold athugasemdalaust áskorun
frá andbanningum, gleiðletraða yfir
alla fremstu síðu blaðsins, um
það, að afnema bannlögin. Verður
ekki annað séð en að áskorun
þessi hafi átt að vera leiðandi
grein í blaðinu og töluð út úr
hug og hjarta ritstjórans. — „Gamli
maðurinn" hefði sett hana með
smáu letri einhvers staðar í horn-
ið, en mergjaða athugasemd um
hana á fremstu síðuna.
Undirskriftarmennirnir eru yfir
höfuð allir af sama sauðahúsi:
kaupmenn, háembættismenn, fjár-
málamenn og stóreignamenn. Sá
flokkurinn er jafnan andstæðastur
alþýðunni og kröfum hennar.
Síðan bannlögin komust á, og
hætt var að halda vínnautninni
að alþýðustéttinni, hefir það komið
í ljós að valdhafarnir hafa ekki
náð sér eins niðri á því að dreifa
ábyrgðartilfinningu alþýðumanns-
ins gagnvart sjálfum honum og
meðbræðrum hans, með því að
ota að honum víninu. Jafnvel með
einu staupi tókst stundum þeim
háu herrum að kaupa eitt atkvæði
sjálfum sér í hag. Vissu sem var,
að drukkinn maður er ósiálfstæð-
ari en þegar hann er alls gáður.
Víst er um það, að heilladrjúg
samtök verkalýðsins, sem orðin
eru, væru ekki komin eins langt,
ef vínnautnin í landinu hefði haldið
áfram og aldrei þorrið. Alþýðu-
menn ættu að muna nöfn þeirra
manna, sem undir áskoruninni
standa. Og ástæða væri til síðar
að minnast á nokkur þeirra í
sambandi við bannlögin o. fl.
Óvart mun flestum hafa komið að
sjá nafn fræðslumálastjórans undir
slíkri áskorun.
O-jæja, höfði kennarastéttarinn-
ar, og leiðtoga uppvaxandi kyn-
slóðar í landinu, hefir þótt stöðu
sinni sæma, að stuðla til þess,
ásamt sínum elskulegum embætt-
isbræðrum, að æskulýður landsins
verði í framtíðinni ofurseldur eitri
áfengisins og allri þéirri bölvun,
sem af því leiðir.
Ástæður andbanninga fyrir því
að afnema bannlögin eru mjög
broslegar og skringilegar. Auðséð
er að þær eru bornar fram af
þeim, sem að eins hugsa um sinn
eigin munn og maga. Enginn mað-
ur með óbrjálaðri skynsemi gæti
tekið þær til greina. Meðal annars
færa þeir bannlögunum það til for-
áttu, að heiðarlegustu menn hafi
leiðst, þeirra vegna, út í lagabrot.
Víst hefir margan góðan mann
hent að brjóta boðorðin, og hefir
þó enginn enn þá farið fram á, að
nema þau úr gildi, nema ef það
skyldi nú verða hér eftir að and-
banningar réðust í það næst á
eftir bannlögunum. Að nema ein-
hver lög úr gildi fyrir þá sök, að
þau eru brotin, er hið sama og
rífa niður alla vita á landinu, ef
skip yrði svo ólánssamt að stranda
í grend við einhvern þeirra.
Þá er það gamla sagan hjá and-
banningum, að bannlögin séu
skerðing á persónulegu frelsi ein-
staklingsins, og að þau „komi í
bága við réttmæta hagsmuni ann-
ara og alment velsæmi.
Víst er um það, að bannlögin
koma í bága við hagsmuni kaup-
manna. Vita þeir það að minsta
kosti sjálfir, því einir 30 hafa
skrifað undir áskorunina. Að bann-
lög, sem þessi, komi í bága við
alment velsæmi, er víst alveg ný
kenning í heiminum. Vínnautn
hefir víst aldrei, í augum þessara
manna, komið í bága við alment
velsæmi hér á landi. Ekki er nú
siðferðisþroskinn á hærra stigi.
Að bannlögin séu brot á per-
sónulegu frelsi manna, um það
þarf ekki að eyða orðum. Slíkt
má segja um hver einustu lagaboð.
Lög eru sett vegna ástríðu
manna og tilhneigingar að gera
eitthvað það sem rangt er, en
ástríðurnar skapast ekki vegna
laganna. Skynlausar skepnur neyta
aldrei neins í óhófi, því þarf aldrei
að setja þeim lög fyrir þá sök.
Ef menn takmarka ekki nautna-
fýsnir sínar með lögum, verða
þeir verri en skynlausar skepnur.
Hörður.
Smjör á 2 kr. pundið.
I einni verzlun hér í Rvík er
selt íslenzkt smjör á 2 kr. pundið.
Að sögn á smjörið einn löggjaf-
inn sem nú situr á þingi, séra
Eggert Pálsson.
Hinn 31. maí síðastl. hélt G.
Holt Thomas fyrirlestur í flug-
mannafélaginu í Lundúnum. Dags-
brún er ekki kunnugt um hver
hann er þessi Thomas, en víst er,
að hann er ekki trúlaus á fram-
tíð flugvélanna, og að eitthvert til-
lit megi taka til orða hans, má
ráða af því, að aðalinnihald fyrir-
lesturs hans var þegar símað um
alt, og gaf að lesa það næsta dag
í dönskum og sænskum blöðum.
Aðalinnihald fyrirlestursins var
þetta: Flugvélar mundu ekki koma
í stað járnbrauta eða gufuskipa til
þungavöruflutninga, en gætu orðið
mikilvægt hjálparflutningstæki fyrir
farþega og póst. Flugvélarnar gætu
nú flogið yfir 100 enskar mílur á
klukkustund, og kaupsýslumaður
gæti farið frá Lundúnum að
morgni til Barísar, þingað þar við
viðskiftavini sína, og komið heim
í miðdegismatinn! Til Bagdad
mætti fara á hálfum öðrum sólar-
hring, en til New York á tveimur.
Ennfremur sagði hann, að ef
föstum flugferðum ýrði komið á
milli Lundúna og Parísar, þá mundu
þær verða arðsamar, þó fargjaldið
yrði ekki sett nenia 90 kr. fyrir