Dagsbrún


Dagsbrún - 29.06.1918, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 29.06.1918, Blaðsíða 1
FRBMJI0 BKKI RANOINDI ] DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF ALPÝÐUFLOKKNUM RITSTJÓRI OÖ ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 28. tbl., 4. Reykjavlk, laugardaginn 29. júnl. 1918. IillilandanefQdin. Þegar þetta er ritað eru sendi- mennirnir dönsku er eiga að semja við okkur íslendinga um sameig- inleg mál vor og Dana rétt ókomn- ir. Sendimennirnir eru fjórir, og skulu þeir hér taldir. F. J. Borgljerg ritstjóri aðalmál- gagns danskrajafnaðarmanna „Soci- al-Demokraten“, sem kemur út í Khöfn. Hann hefir verið einn af þingmönnum Khafnarbæjar í tutt- ugu ár, eða síðan hann var liðlega þrítugur, en nú er hann um fimt- <ugt (fæddur 10. apríl 1866). Faðir hans var dýralæknir í Skelskör á Sjálandi. Borgbjerg tók stúdents- próf, og heimspekispróf, og las um tíma guðfræði, en jafnaðarstefnan hertók hann, og hann hætti námi og gerðist blaðamaður í þágu hennar. í bæjarstjórn Khafn- ar var hann frá 1898 til 1913. Dagblaðið „Fréttir" sagði um Borg- bjerg, um daginn: „Hann ermælsk- ur mjög, talinn viðsýnn stjórn- málamaður og lærður vel, mikill á velli, og skeggjaður manna mest.“ I. C. Cliristensen fólksþings- maður, er foringi vinstrimanna- flokksins. Hann er maður liðlega sextugur, hvítur fyrir hærum eins og Bjarni frá Vogi, og skegglaus eins og hann og Njáll. Hann hefir verið þingmaður síðan 1890, oft verið ráðherra, og forsætisráðherra langa hríð. C. Hage verzlunarráðherra þekkja ílestir íslenzkir verzlunarmenn af verzlunarfræða handbók hans. Hann er nú maður um sjötugt. Þingmaður hefir hann verið en er ;það ekki nú, þótt hann sé ráðherra. Erik Arup prófessor í sögu við Hafnarháskóla er maður um fert- ugt. Hann er minst þektur sendi- mannanna enda yngstur, en allir eru þeir skörulegir menn. Alþingi hefir kosið fjögra manna nefnþ til þess að semja við dönsku sendimennina, en það eru Bjarni írá Vogi, Einar Arnórsson, Þor- steinn M. Jónsson og Jóh. Jóhann- esson. Svinarækt Kaupmanna- hafnarbæjar. Kaupmannahafnarbær er nú að ráðast í svínarækt, og það svo um munar, því ætlunin er, eftir því sem »Politiken« segir frá, að framleiða 4000 svín ár- lega. Byrjunin var gerð með 310 göltum og gyltum. F. J. Borgbjerg. Hér sjá lesendurnir mynd af Borgbjerg, en ekki skulu menn halda, að menn hafi séð hann, nema menn hafi þeyrt hann. Eitt sinn var ég staddur á pólitiskum fundi i Khöfn ásamt frænda minum, sem var hægrimaður. Borgbjerg talaði, og efnið var viðvíkjandi jafnaðarstefnunni, og þannig varið, að hann gat beitt allri sinni feikimiklu en þó viðkvæmu rödd. Alt húsið stóð á öndinni, og þegar hann lauk ræðunni, lék alt á reiðiskjálfi, svo ákaft börðu menn saman höndunum. En það sem mér þótti merkilegast, var að hægrimaðurinn klappaði af engu minni fjálgleik en við hinir — og var þó í hjarta sínu alls ekki sam- þykkur. Sem ræðumaður er Borgbjerg jafnvígur á alt, jafnvígur á kosningaræður og þingræður, jafnvígur á ræður sem fá áheyr- -endurna til þess að standa á öndinni og svara tafarlaust mót- stöðumanninum, þannig að hann fái hlátur áheyrendanna á móti sér; en mjög er það sjaldgæft að ræðumenn séu þannig jafn- færir á alt. Ó. ynmenningselðhúsin í Kaupmannahöfn. í febrúarmánuði 1917 ákvað velferðarnefnd er bæjarstjórn Khafn- ar hafði sett, að koma upp eld- húsi sem almenningur gæti fengið keyptan í heitan mat. Það var dýrtíðin, og þó einkum hið háa verð á gasi og eldivið, sem kom málinu af stað, en það var soc- ialistirin Viggo Christensen borgar- stjóri1) sem átti uppástunguna, og ötulast vann að því að koma mál- inu í framkvæmd. 1) Hann var upprunalega prentari og lengi fyrir þeirra félagBskap. Eldhúsinu var komið fyrir á til- tölulega stuttum tíma í gömlu húsi sem áður hafði verið brenni- víns- eða spritt-verksmiðja í Heim- dallsgötu, og ráðgert að það gæti framleitt alt að 5000 máltíðir (2 rétti) á dag. Aðsóknin jókst fljót- lega svo að seldar voru þessar 5000 máltíðir daglega, en ekki leið á löngu áður en aðsóknin fór að minka aftur, og hélt hún því áfram þar til ekki seldust nema um 2000 máltíðir á dag, og gekk svo um hríð. Var álitið að orsökin væri hve lítil tilbreytni var höfð, þar sömu réttirnir voru að mestu eldaðir dag eftir dag. Var þá tekið til þess að hafa meiri tilbreytni og varð það til þess að aðsóknin jókst á ný. En það fór mjög hægt þar til það ráð var tekið að aug- lýsa í dagblöðunum fyrirfram fyrir hverja viku hvaða mat eldhúsið hafði á boðstólum þann og þann daginn. Eftir því sem aðsóknin óx varð að elda mikið meira en í upphafi var gert ráð fyrir (5000 mált.) Var því bætt við áhöldum og eru nú eldaðar daglega þarna um 10000 máltíðir. Starfa að því samtals 23 karlar og konur, og eru af því 11 útlærðir matsveinar. Af stærri áhöldnm eru þar 9 suðupottar sem rúma 1000 lítra hver, og 3 sem rúma 5000 lítra hver. Ennfremur 2 kartöflusuðuvélar, vél til þess að þvo í kartöflur og vél til þess að hýða þær í (áður en þær eru soðnar) 3 hraðskurðarvélar, 3 stórar kjötskurðarvélar o. fl. Brátt kom í ijós að þetta eina eldhús mundi ekki nægja, og var þá annað eldhús reist algerlega að nýju. Pað er í Myllugötu á Norð- urbrú. Það varð fullgert í byrjun desember í fyrra og var ráðgert að það gæti framleitt 15 þús. máltíðir á dag (í því eru nú framl. 18 þús. máltíðir). í því eru 14 pottar sem rúma 1000 lítra hver og 6 pottar 500 lítra. 3 kartöflusuðuvélar (soðið í þeim með gufu án þess vatn sé látið á kartöfiurnar), 2 vélar til þess að hýða í kartöflurnar og 1 kartöfluþvottavél, 4 hrað- skurðarvélar og 2 kjötskurðarvélar. Ennfremur eru þar nú öll áhöld til pylsugerðar og eru þar búnar til allar þær pylsur sem eldhúsin matreiða, en það er stundum 9000 pd. á dag. Hr. Sarroe, yfirmaður eldhúsanna, sagði þeim, sem þetta ritar að við það sparaðist 20 aur- ar á hverju pundi á móts við það að kaupa það af pylsugerðarverk- smiðjum. Yinnutíminn í báðum eldhúsun- um er frá 6 að morgni til 9 að kvöldi, og er unnið á hvorum stað, í tveimur flokkum, sem skift-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.