Dagsbrún


Dagsbrún - 29.06.1918, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 29.06.1918, Blaðsíða 4
68 DAGSBRÚN 30 kaupakonur vantar. Atvinnuskrifstofan Kirkjustræti 12. IVýkomiÖ: Melodier fra alle Lande — Dan- marks Mslodier — Norges Melod- ier — Ungdommens Melodialbum — Hver Mands Eje — Schubert Impromtu — Mozart Sonater — Chopins Valze — Kjerulfs Sang- Album — Cornelius Album — Friedmann — Grieg .— Sinding — Torsten Petre — Rachmanninow o. m. fleira. NB. Enn eru nokkur orgel Har- monium óseld. HljóðfæraMs Rejkjavíkr (gegnt Dómkirkjunni) opiö frá 10—7. Ekki vita menn enn þá hver á að hafa heiðurinn af því að hafa orð- ið fyrstur til þess að líta jarðnesk- um augum þessa nýju stjörnu, vitandi að hún var það; en hald- ið er að þann heiður muni Elías Bresson kennari í Helsingjaeyri, sem leggur stund á stjörnufræði í frístundum sínum. Þessi nýja stjarna er í Arnarmerki og mundi því standa mjög lágt á lofti nú um sumartíma sóð héðan af ís- landi, ef við ættum kost á að sjá hana fyrir björtu nóttunum. Það er ekki mjög sjaldgæft að nýjar stjörnur komi í ljós, en það er fremur sjaldgæft að slíkar stjörn- ur séu jafnskærar og þessi. Einna fræg'astar af þessum stjörnum er nýja stjarnan, sem Tycho Brahe1) fann árið 1672, og nýja stjarnan í Perseus; hana fann í febrúar 1901, skozkur prestur að nafni Anderson, sem lagði stund á stjörnufræði í hjáverkum, sér til skemtunar. Þessar nýju stjörnur dofna vana- lega fljótt aftur, og það svo, að þær J) Höf. þessarar greinar minníst nú hinnar ágætu þýðingar síra Matthiasar á kvæðinu „Tycho Brahe kveður land“. eru stundum alhorfnar áður en árið er liðið. Það má þvi búast við að þessi nýja stjarna verði ekki sýnileg berum augum, þegar nótt er orðin dimm, svo hún sjá- ist aldrei af íslandi. Ekki vita stjörnufræðingarnir ennþá með vissu hver er orsökin til þess, að hnettir langt, langt úti í himingeimnum blossa þannig upp snögglega. Áður héldu menn að orsökin mundi vera, að tveir dimmir eða lítt lýsandi hnettir rækjust á, og yrðu við það gló- andi; en nú eru flestir á því, að orsökin muni vera, áð dimmir eða hálfdimmir hnettir á sveimi sínu um geiminn, rekist inn í stjörnu- þoku og verði glóandi við nún- ingsmótstöðuna er hún veitir, á sama hátt og stjörnuhröp verða glóandi á núningsmótstöðu lofts- ins. / f íjarveru minni annast Guðgeir Jónsson bókbindari, Lækjargötu 6 sími 263, atgreiðslu „Dagsl>r<ínar“. Menn eru beðnir að snúa sér til hans með borgun fyrir blaðið. Guðm. Oaviðsson. Auglýsingum í Dagsbrún veitt móttaka í Lækjargötu 6, og í Gutenberg (uppi). Skrá yfir nótur frá Hljóðfærahúsi Beykjavíkur (framh. í næsta blaði). Nóturnar eru sendar gegn póst- kröfu um alt land. Vilji menn fá nótur, sem ekki eru hér á skránni, þá útvegum vór þær fljótt. Piano og harmonium fyrirliggjandí, bæði ný og gömul. Mikkelsen Saxtorph: Pæ,Sivensak‘ Sang. 0,75. — — „Forspil*. Sang. 0,75. — — „Tre Skæmt- eviser" 1,00. — — „Kornmod". 0,75. — — „Ved Rug- skellet" 1,00. — — „Klokken“. 0,75. Möller Betty: „Og jeg har otte Kærester1'. 0,60. Mendelssohn-Bartholdy: „Lieder und Gesánge". 0,60. Mozart: Symphoni (7-moll, 4hænd. 1,25. — Arie af Figaro. 0,85. — Don Juan. 4hænd. 0,30. Malling Jörgen: Bjarkemaal. 0,20. Magnússon Guðmundur: Syngið, syngið svanir mínir. 0,50. „Musik for Alle“. 5,00. Melodi-Album for Zither. 0,90. Melodi-Album. Hefte 29 og 30. 0,90. Meyerbeer G. Fakkeldans B-dur 0,40 — —Hugenotterne. 4hænd. 0,50. Mortensen Carl: Harmonium-Skole. 2,00. Mertz I. K: Udvalgte Kompositi- oner f. Guitar. 1,25. Mendelssohn: Duetter. 2,00. -----Album. 0,90. ----Bartholdy: „Lieder ohne Worte“. 1,65. ----nAuf Fliigeln des Ge- sanges“. 0,40. Nielsen Ludolf: Min Sol. Sang. 1,25. — — Kukkenvise. 1,50. — — Symfoni Nr. 2 4- hænd. 2,50. Neupert E: Nye daglige Övelser. 1,75. — — 33 Etuder. 4,00. Norden. Album f. 3 Violiner 2,35. Z&mar steinðlintnnnnr kaupir Alþýðubrauðgerðin Laugavegl 61. Kaupendur blaðsins, sem ekki hafa enn greitt andvirði yfir- standandi árg., svo og þeir er skulda fyrir eldri árg., eru vin- saiplegast beðnir að greiða það hið fyrsta. DAGSBRÚN kemur út á laugardögum, og er að jafnaði 4 sfður aðra vikuna en 2 hina. Árg. kostar 3,00. kr. ogborgist fyrir- fram. Afgreiðsla og innheimta í Lækjar- götu 6. (Sími 263.) Prentsmiðian (iutenberg. 159 Hún leit svo yndislega til hans að hjarta hans barðist af fögnuði. »Elísa«, hvislaði hann, »þú hlýtur að hafa séð* hversu heitt ég elska þig, og að ég hefi tilbeðið þig frá því ég sá þig í fyrsta sinn. Þykir þér ekki dálítið vænt um mig — eitthvað ofboð lítið?« Hún hallaði sér upp að honum, og hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. »Ég var svo hrædd um að missa þigor, hvíslaði hún. »Á því er nú engin hætta framar — nú er ég þinn um aldur og æfi!« »Hvað hafðir þú saman að sælda við stúlkuna þarna áðan?« spurði hún alt í einu forvitnislega. »Þegar við komum til gistihússins, skal ég segja þér frá þvi öllu«, svaraði hann og hló við. »Það er nú búið, þvi þú ert min, og enginn skal hér eftir kom- ast upp á milli okkar.« Varir þeirra mættust og þeim lá við að gleyma öllu í kring um sig. »Við megum ekki dvelja hér stund- inni lengur«, mælti Borgar að lokum. »Getur þú nú gengið lengra?« »Já, já«, hvíslaði hún. 160 »En nú hefi ég ekki lengur hringinn þinn«, sagði hann alt í einu. »Hvað hirði ég um hann, úr þvi ég hefi fundið þig!« ■k ★ -¥• Um 9-leitið morguninn eftir kom frú Ragsdale inn í borðsal gistihússins hress og blómleg af fertugri konu að vera. Hið fyrsta, sem hún rak augun í, voru Elísa og Borgar, sem sátu við borð út við gluggann, og með fagnaðarópi flýtti hún sér til þeirra. »Jæja«, sagði hún; »ég var nærri því hrædd um að þið mynduð sofa yfir ykk- ur, því við förum aftur til Gibraltar seinni hluta dagsins. »Kæra frú--------«, byrjaði Borgar, en ekkjan greip fram í fyrir lionum. »Ég vona að þið séuð mér ekki reið fyrir það að ég hljóp frá ykkur í gær og skildi ykkur eftir. Én þegar við kom- um frá göngunni, fór Turnbulls með okkur til miðdegisverðar hjá nokkrum kunningjum, sem búa í nánd við Tanger. Við vildum gjarnan hafa ykkur með, en þið voruð ekki komin aftur. Hvar í ósköp- unum voruð þið! Nú, þið hafið líklega gengið ykkur til skemtunar í tunglsskin- 161 inu. Sagði dyravörðurinn ekki hvert við íórum? En ég vona nú, að þið séuð mér ekki reið og hafið skemt ykkur vel. Nótt- in var svo dásamlega fögur, að við dvöldum lengur en við ætluðum, og þeg- ar við loksins komum, þá voruð þið ný- sofnuð. Þið verðið að fyrirgefa mér, að ég skildi ykkur eftir«, sagði hún hlæjandi. »Kæra frú, berið engar áhyggjur þess vegna. Dyravörðurinn sagði okkur til, þegar við komum.« En hann gat þess ekki, að hann gaf honum gullpening, þegar hann komst að raun um, að enginn hafði orðið fjar- veru þeirra var og þjónarnir héldu, að þau hefðu farið með hinu fólkinu, og það hélt, að þau hefðu verið i gistihús- inu. Borgar hafði líka stungið á sig bréfi Gyðingsins, þar sem hann krafðist lausn- arpeninga fyrir Elísu. »Og ég hefi fréttir að segja ykkur«, mælti ekkjan enn fremur; ég er nefni- lega trúlofuð herra Mc. Intosh.« Borgar óskaði henni til hamingju og Elísa tók innilega í hönd hennar. »Og ég er svo hamingjusöm«, sagði ekkjan, »og vona að þið hafið ekki haft það leiðinlegt í gær.«

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.