Dagsbrún - 27.08.1919, Blaðsíða 1
I
9»*'
nttMJIB EKKI
itANOINDI
ftwi .....
DAGSBRÚN [1
BLAÐ JAFNAÐARMANNA
GEFXÐ ÚT AF ALPÝÐDFLOKKNUM
RITSTJÓRI OG ÁBYRGSARMAÐDR: ÓLAFDR FRIÐRIKSSON
26. tbi., 5.
Reykjavlk, miðvikudaginn 27. ágúst
1919.
Hvíldartíminn.
Frumvarpið sem heimilaði há-
setum á togurum tiltekna hvild,
olii svo miklum umræðum í þing-
inu, að þær stóðu í tvo daga, og
var atkvæðagreiðslunni þá frestað
til hins þriðja dags. Fór atkvæða-
greiðslan fram þriðjudaginn 26.
þ. m , og urðu afdrif hennar eins
og hér segir: Fyrst átti að bera
upp dagskrá meirihluta sjávarút-
vegsnefndar (sem prentuð var í
síðasta biaði), en sú dagskrá vís-
aði málinu frá scm algerlega
óþörfu.
Pétur Jónsson þingmaður Suð-
urþingeyinga hafði komið fram
með aðra dagskrá, og var hún
svohljóðandi:
„Með því, að deildin telur eigi
að svo komnu nauðsyn til að lög-
gjafarvaldið hlutist til um það
sambaud á milli vinnuveitenda og
vinnuþiggjenda, sem frv. fjallar
um, tekur hún fyrir næsta mál á
dagskrá."
Þegar átti að fara að bera upp
tillögu meirihl. sjávarútvegsnefnd-
ar, þá tók hún hana aftur, vafa-
laust af því hún hefir hugsað að
með því að samþykkja dagskrá
Péturs, mætti kasta ryki í augu
almennings svo að hann sæi ekki
að þingið er algedega f vasa auð-
valdsins.
Með dagskrá Péturs greiddu
þessir atkvæði:
Björn Kristjánsson
Björn Stefánsson
Einar Arnórsson
Gísli Sveinsson
Magnús Guðmundsson
Magnús Pétursson
Matthtas Ólafsson
Pétur Jónsson
Pétur Ottesen
Sigurður Stefánsson Vigur
Stefán frá Fagraskógi
Þórarinn Jónsson
En móti greiddu:
Ólafur Briem
Bjarni Jónsson
Einar Am. frá Eyrarl.
Hakon Kristófersson
Jón á Hvanná
Jón Magnússon
Jörundur Brynjólfsson
Pétur í Hjörsey
Sig. Sigurðsson ráðun.
Sveinn Ólafsson
Þorleifur Jónsson
Þorsteinn Jónsson
Þannig greiddu 12 atkvæði með
dagskránni og 12 á móti, og var
hún þar með fallin. Ben. Sveins-
son og Einar Jónsson voru ekki
viðstaddir.
Var þá borin fram breytingar-
tillaga Sveins í Firði, um að í
staðinn fyrir að hásetar fengju 8
tíma hvíld, fengju þeir 6 tíma
hvíld „nema öðruvísi væri um
samið“.
Með þeirri breytingartiliögu
greidáu atkvæði:
ólafur Briem
Einar Arnas. Eyrarl.
Einar Jónsson
Gísli Sveinsson
Hákon Kristófersson
Jón á Hvanná
Pétur í Hjörsey
Sig. Sig. ráðunautur
Sveinn ólafsson
Þorl. Jónsson
Þorsteinn Jónsson
En á móti greiddu atkvæði:
Bjarni Jónsson
Björn Kristjánsson
Björn Stefánsson
Einar Arnórsson
Jón Magnússon
Jörundur Brynjólfsson
Magnús Guðmundsson
Magnús Pétursson
Matthías Ólafsson
Pétur Jónssnn
Pétur Ottesen
Sigurður Stefánsson Vígur
Þór. Jónsson
Stefán Stefánsson
Breytingartillaga Sveins var
þannig fallin með 14 atkv. gegn II.
Var þá borin upp fyrsta grein
frumvarpsms og greiddu þessir at-
kvæði með henni:
Bjarni Jónsson
Hákon Kristófersson
Jón Magnússon
Jörundur Brynjóifsson
Pétur í Hjörsey
Sveinn Ólafsson
Þorl. Jónsson
Þorsteinn Jónsson
En á móti greiddu atkvæði:
Ólafur Briem
Björn Kristjánsson
Björn Stefánsson
Einar Árnason
Einar Arnórsson
Einar Jónsson
Gísli Sveinsson
Jón á Hvanná
’ Magnús Guðmundsson
Magnús Pétursson
Matth. Ólafsson
Pétur Jónsson
Pétur Ottesen
Sigurður Sigurðsson
Sigurður Stefánsson
Stefán Stefánsson
Þórarinn Jónsson
Þannig höfðu 8 greitt atkvæði
með en 17 á móti, og var þar
með fallið frumvarpið að dómi
fórseta, og ekki viðhöfð frekari
atkvæðagreiðsla.
Mál þetta verður athugað nán-
ar í blaðinu, sem kemur út á
laugardaginn.
Egyftaland nú á dögum.
Hið gamla og ný]a Egyftaland.
Eftir dr. phii. Gustav Bang.
Hin mestu og ógleymanlegu
áhrif, sem Egyftaland hefir haft
á höfund þéssarar greinar, fékk
hann um kveld, er hann gekk sér
til skemtunar nálægt Kairó. Á
vesturströnd Nílfljótsins, þar sem
sandeyjamoidin snertir eyðimörk-
ina, bera hinir risavöxnu pyra-
mfdar í Gizeh við himininn, sem
er litaður af endurskini hinnar
hnfgandi sólar. Þannig hafa þessi
voldugustu mannvirki heimsins
staðið í nærfelt fimm þús. ár. Aust-
anmegin árinnar, þar sem eyðimörk-
in nær niður á árbakkann sér
maður nýtízku aflstöð, ekki sér-
lega álitlega en þó einkettnilega.
Það er dæiistöð, sem dælir vatn-
inu yfir akrana. Hún er rekin með
sólarafli, þannig að geislunum er
safnað í stóra hlálfsívalninga, þar
til vatnið sýður og rekur bullurn-
ar f vélunum upp og niður.
Öðrumegin Nilar eru hin voldugu
minnismerki farnrar og undir lok
liðinnar menningar; hinumegin
óálitleg byrjun nýtýzku verkhygni,
ný efnaleg menning, sem gefur
möguleika fyrir því, að menn geti
án kola og olíu eða fóssa notað
sólaraflið. Sjaldan, eða aldrei fær
maður eins greinilega séð mismun
á hinum yztu stigum í þróunar-
sögu mannkynsins. Þennan sama
mismun sér maður alstaðar í
Egyfialandi. Konungagrafir og
musteri, óbeliskar og risastyttur,
sfinxar og hieroglyfur og hins-
vegar stór og margbreytt verkfæri
sem opna fyrir enskum auðmönn-
um auðlindir Iandsins, og sem
þeir þrælnegla þjóðina með. Úlf-
aldalestir fara milli titrandi tal-
sfmaþráð?, sem flytja boð um
árangur bómullaruppskerunnar og
um verð bómullarinnar, lestinar
fara fram hjá grafreitarbænum
Thebe, sem ifklega geimir heims-
ins mestu og einkennilegustu rúst-
ir, þær fara fram hjá Memnon-
styttunum og hinum risastóru
musterum og ótejjandi gröfum,
þar til hún við rönd eyðimerkur-
innar mætir lítilli járnhrautarlest,
sem flytur sykurreyrinn til sykur-
verksmiðjanna.
Þessar einkennilegu andstæður
hafa altaf áhrif á þá útlendinga,
sem hafa opið auga fyrir fleiru,
en þvf, sem ferðabækurnar benda
á, og leiðsögumennirnir vilja sýna.
Eins og í jarðfræðilegum þver-
skurði sér maður leyfar ýmissa
menningartímabila, alt frá tinnu-
tækjum hellisbúanna, oteljandi leyf-
ar frá timum faraóanna, rústir af
grízkri og rómverskri byggingar-
list; leyfar fornkristninnar, hinnar
koptisku kirkju í Suður-Egyfta-
landi, leyfar Muhammedstrúar-
manna, skrautlegar moskeur, list-
iðnaður og fjölbreytt þjóðlif, sem
sést á götum Kairo, alt til þeirra
framkvæmda, sem auðvaldið hefir
komið af stað. Hér sést ekki neitt
einstakt tfmabil mannkynsögunnar
heldur sést hún öll. Sérhvert tfma-
bil hefir sitt einkenni, greinir sig
frá þeim án sýnilegra millistiga á
sama hátt og hinn gróðursæli
Nílarjarðvegur þar sem menn
skera upp þrisvar á ári, snertir
eyðimörkina þar sem ekki vex
stingandi strá. Það eru samt ekki
þessar andstœður einar, sem ber
svona mikið á, heldur skyla-
leikinn með nútímanum og forn-
öldinni, skyluleiki að því er
snertir Iifnaðarháttu og þjóðfélags-
leg skilyrði. Egyftaland er enn
þá bændaland. Af hverjum 10
íbúum eru 7 fellah-ar o: húsmenn,
sem lifa á jarðrækt. Fellah-inn er
eins nú og fyrir fjórum—fimm
þúsundum ára. (Frh.)
Nýtlzku þrælahald.
Morgunblaðið neitaði að flytja
þessa grein, en Vísir Iofaði að
gera það, en sveik það, og lá
hún hjá honum í þijá mánuði.
Það þykir ljóður á lifnaðarhátt-
um forfeðra vorra að þeir höfðn
ófrjálsa menn til léttis sér í lífinu,
er þeir guldu eigi annað kaup en
fæði og föt og hvorttveggja stund-
um af skornum skamti. Nú munu
flestir ætla að siður þessi sé fyrir
löngu dauður og harmar það eng-
inn, sem vill að heimurinn taki
framförum og börnin hans batni.
En því er nú ver og miður að
„andinn lifir æ hinn sami", andi
eigingirninnar og yfirdrepsskapar-
ins. Og það sem verra er, hann
hefir það til að reka sinn Ianga
haus upp úr því marmarahafi
mentunarinnar hér í höfuðstað
landsins. sem maður gæti sfzt átt
von á honum úr. Er eftirfarandi
saga næg til að sanna það.
í haust kom hingað með mér
suður einn sveitungi minn; var
áform hans að læra trésmfði og
helzt húsgagnasmfði. Hann er 22
ára gamall, sérlega efnilegur, dug-
legur til vinnu og handlaginn, en
hafði ekkert fengist við smfðar
áður. Varð það að samningum
milli okkar að knýja skyldi fyrst
á dyr hjá Jóni trésmfðameistara
Halldórssyni & Co. Þar er yfirskrift
fögur við inngang trésmiðjunnar
og vorum við i einfeldni okkar