Dagsbrún - 27.08.1919, Blaðsíða 2
98
DAGSBKÚN
fulltrúa um að þar „deildi litur
kosti" að líkindum. Nú er sú skoð-
un okkar breytt. Einn góðan veð-
urdag fundum við meistarann og
bárum upp erindi okkar við hann.
Kvað hann úr vöndu að ráða eins
og stæði. Væri verkfall hafið hjá
smiðunum út af kröfu um kaup-
hækkun og óvíst hvenær yfir lyki.
Gæti hann engu um þetta ráðið
fyrst um sinn, en kvaðst mundi
gera okkur aðvart sfðar, hvort
staðúr yrði til handa féiaga mín-
um hjá sér eða ekki. í þessu
ástandi biðum við í þrjár vikur
þar til síðast að játun kom frá
meistaranum um að félagi minn
mætti koma, sem hann og þáði
með þökkum. Vænti ég hins bezta
af veru hans þar og bjóst við að
saman mundi ganga þegar til
samninga yrði gengið um námið.
Þremur vikum síðar grenslaðist
ég eftir hverjír kostirnir mundu
verða og ætlaði mér að fá ein-
hverja fræðslu um hvað félaga
míns biði, en fékk ekkert ákveðið
svar — ekkert nema vífilengjur.
Þótti mér það slæmt, því nú stóð
svo á að ég þurfti að fara héðan
um stundarsakir og gat vel farið
svo að ég þar af leiðandi yrði
ekki við samningana riðinn, sem
mér þó var áhugamál. Nú var ég
burtu nær 3 mánuði, og þegar ég
kom aftur voru reynzlumánuðirnir
am garð gengnir, en engir samn-
ingar enn gerðir. Spyr ég því
meistarann hvort ekki sé tfmi til
kominn að gera samninginn milli
félaga míns og hans. Þá kemur
upp úr kafinu að hann segist enga
skriflega samninga vera vanur að
gera við nemendur sína, og kom
mér það kynlega fyrir, því með
slíku fyrirkomulagi á nemandinn
alt upp á náð og góðgirni meist-
ara síns, sem getur verið eins
breytileg og tíðarfarið, og því lítt
undir henni eigandi. Félagi minn
var búinn að eyða 400—500 kr.
f fæði og aðhlynningu frá þeim
tíma að hann fyrst bað um inn-
töku og til þessa dags að ég fékk
þetta skemtilega svar hjá meistar-
anum. Upp í þetta hafði hann
fengið 18 aura á hverja klst. eftir
reynslutímann eða alls kr. 41,32.
Unnið jafnaðarlegast um 10 klt.
á dag og vissi ég ekki til að
meistari hans hefði neitt út á hann
að setja, þótt hann ekki virti verk
hans meira en þetta.
Ég hripaði nú upp helstu skil-
yrði mfn tii samningsgerðar og
setti námstímann 3 ár, en ætlað-
ist til að nemandi legði sér alt til
sjálfur og hefði lærimeistari hvorki
veg né vanda af þótt hann sýktist
og yrði frá verkum. Kaupgjald
ákvað ég þetta:
Tyrstu 3 mán. e. reynzlut. 35 au. á klt.
Seinni 6 — af 1. námsár. 40 —-----
Annað skólaárið........50 — - —
Þriðja — ......60 — - —
Miðaði ég við að nú hefir full-
kominn smiður kr. 1,00—1*15 á
klt., og þykir það ekkert ofborg-
að. En þegar til lærimeistarans
kom, urðu kostirnir þessir:
Fyrstu 3 mán. e. reynzlut. t8 au. á klt.
Aðra 3 — — — 20 —-------
Naestu 3 — — — 25—--------
Annað árið.............30 — - —
Þriðja —...............35---------
Með þessu móti hefði félagi
minn getað nuriað saman ca. 2400
kr. allan námstímann með því að
sleppa ekki neinni stund, en lít-
um svo á kostnaðarhliðina.
r
o: £
uí 3
_ 1»
O 0»
oxj c
►t
£ **
cr. 71
r* o
o
o
o
jo* rn N
o-' £ W
2 J4j
ft 2!«
10 ^
o\
*>
7?
KJ\
O
8
•o
n
= b
B
P
c
Qfi
P 'ö
O
o
VQ
c
sr
n>
►V
cr
CD
•t
VQ
8
B
B>N
s
M 0\ -Þ-
Vn O
0000
0000
0000
to
00
00
o
o
o
Eftir þessu átti hann að borga
ca. 2000,00 kr. fyrir það að mega
vera hjá meistaranum og vinna
eins og þræll í þrjú árl Ég bað
félaga minn að kveðja herrann
og gerði hann það. Ætla ég nú
öðrum að dæma um hvernig inn-
ræti sá maður hefir sem breytir
líkt og meistarinn við okkur; en
vekja vildi ég athygli manna á
„spekulationinni" sem felst inni í
því að draga nemendur sína
langinn með samninga. Lofa þeim
að eyða fé .til reynzlu* og gera
þeirn að sfðustu ómögulegt lífið
með nánasarskap og neyðarkjör-
um.
Gerum aldrei ráð fyrir að fé-
lagi minn hefði orðið' meira en
hálfdrættingur til jafnaðar um
námstímann á við hina smiðina,
eða unnið fyrir um kr. 5,00 á dag.
Þá hefði ágóði lærimeistarans ald-
rei orðið undir kr. 2000,00 og
eru það meiri kenslulaun en tíðk-
ast við nokkurn skóla hér á landi
Að félagi minn hefði unnið fyrir
þessari upphæð, efast ég ekki
um, því meistarinn og verkstæði
hans kann fullkomlega að meta
verk sitt til peninga. Hefi ég það
til dærnis að hér um daginn varð
ég þess var að munnsöfnuður höf-
uðstaðarbúa var öllu lakari frá
morgni til kvölds en hann er þó
vanur að verá. Reyndist orsökín
sú að þann dag voru bornir út
reikningar frá Jóni Halldórssyni &
Co., og þóttu tölurnar fullháar
'eftir ástæðuml!
Jæja. Nú stendur einn hefilbekk-
ur auður hjá meistaranum. Hver
vill verða til að taka hann, án
þess að láta leika á sig?
Rvík, 15. apríl 1919.
Guðm. Gunnlaugsson
bóndi í Ærlækjarseli
Axarfirði.
Óski hr. Jón Halldórsson að
svara þessu, mun rúm fást til
þess hér í blaðinu. Ritstj.
Frá Svíum.
íslandsTÍnnrinB
Ragnar Lundborg (frb. lunnborj)
kom hingað til Rvíkur með Botníu
síðast, ásamt konu og tveim dætr-
um ungum. Hann fer aftur með
íslandi, og þegar hann er farinn
munu menn verða samdóma um
að það hafi nú verið skömm að
halda honum ekki samsæti.
Yísindamaðnr látinn.
Sænski prófessorinn G. Retzius
(anatóm) er iátinn, 76 ára að aldri.
30 jafnaðarmannaforingjar
í Svíþjóð hafa sent út áskorun
til sænskra verkamanna um sam-
skot til friðanninnisvarða, er verk-
lýðurinn sænski ætlar að reisa í
Stokkhólmi.
Folkets Dagblad Poiitiken
heitir stórt dagblað sem sænskir
Bolsivíkar, oftast kallaðir .Vinstri
socialistar”, gefa út. Nýlega var
ritstjóri þess Grimlund, dæmdur í
6 mánaða fangelsi fyrir greinar
um ríkisstjóra Finnlands, Manner-
heim (sem nú er farinn frá).
Dagsbrún
hefir verið nokkuð á eftir tíman-
um upp á síðkastið, og er orsök-
in vöntun á setjurum í prentsiðj-
unni, Með næsta biaði sem kemur
á laugardaginn nú í vikunni, byrj-
ar hún aftur að koma á ákveðnum
tfma.
Umræðurnar
um hvíldarlögin.
Þrír þingmenn mæltu eindregiö
með lagasetningu um hvíldartím-
ann á botnvörpuskipum: Sveinn í
Firði, Jörundur Brynjólfsson og
Jón Magnússon, og verða ræður
þeirra eða útdráttur, birtar seinna.
En eindregið á móti töluðu Matt-
hías Ólafsson, Björn Kristjánsson,
Björn Stefánsson og Sigurður í
Vigur. Enn íremur tóku til máls
Bjarni frá Vogi og Gísli Sveinsson,
og var ekki vel greinilegt, hverju
megin þeir voru, en Bjarni greiddi
atkvæði með lögunum, svo sem
sjá má annarstaðar hér íblaðinu;
en Gísli greiddi fyrst atkvæði með
því, að vísa málinu frá, síðan
með 6 stunda hvíldartíma, og
þegar sú breytingartillaga var fallin,
greiddi hann atkvæði á móti frum-
varpinu. Nákvæmlega sömu aðferð
hafði Þórarinn á Hjaltabakka.
Matthías Ólafsson var framsögu-
maður meiri hlutans. Hélt hann
langa ræðu, og var auðséð, að
hann hafði aðallega sett sig inn
í málið með því, að lesa greinar
.Morgunblaðsins", en bætti þó
ýmsu við frá sér sjálfum. Það
kom í Ijós í ræðu hans, að hann
hafði í tvö sumur tekið að sér,
að vísa amerískum fiskimönnum
á helztu heilagfiskismiðin, og að
honum hafi tekist það furðu vel,
má ráða af því, að það tók alveg
fyrir heilagfiskisveiðina við Vest-
firði. Sagðist Matthías einu sinni,
þegar hann var við þessa veiði,
hafa vakað í þrjá sólarhringa og-
sagðist einskis meins hafa kent
, sér, og því ekki sjá neina ástæðu
til þess, að vera að setja lög við
vökum. öll bar ræða hans vott
þess, að hann væri að tala á móti
sannfæringu sinni, mátti til dæmis
sjá það á því, að hann ók hvað
eftir annað í hring. M. a. sagði
hann, að það væri engin þörf fyrir
þessi lög, og að hásetarnir kærðu
sig alls ekki um, að svona lög
yrðu samþykt. En seinna í ræð-
unni sagði hann, að ef þetta yrði
samþykt, þá myndu hásetar á þil—
skipum og mótorskipum koma á
eftir og heimta lög! Fyrst segir
hann, að togarahásetar vilji ekki
lög um þetta, og svo segir hann
á eftir, að ekki einungis munu þeir
vilja svona lög, heldur allir hásetar!
Seinast sneri hann svo við málinu,
að hann lalaði um átta tíma
hvíldina, sem einungis átta tíma
vinnu, og spurði, hvernig ætti að
fara að á róðrarbátum, ef vinnu-
tíminn væri úti, og menn staddir
úti á rúmsjó! Með þannig löguð-
um smá-útúrsnúningum reyndi
hann að fegra málstað sinn, en
illa tókst það, og mun flestum
sem við voru hafa virzt, sem að
asnaeyru yfirdrepskaparins hafi
staðið upp úr Ijónshúðinni sann-
leikans, er hann hafði varpað yfir
sig, því kunnugt er um hvernig
sannfæringu Matthíasar er varið,
frá þeim tímum, að hann flutti
frumvarp, sem bannaði sölu á
skipum út úr landinu, en greiddi
svo sjálfur atkvæöi á móti, þegar
þeir, sem sannfæringu hans áttu,
voru búnir að .sannfæra" hann.
Ræða Björns Kristjánssonar i
málinu var viðlíka skynsöm og
ræða Matthíasar, nema hvað hún
verður að skoðast þeim mun vit-
lausari, sem Björn er skynsamari
maður en Matthías.
Björn sagðist hafa róið þrjár
vertíðir á Alftanesi, þegar hann
var unglingur. Sagðist hafa farið
matarlaus á sjóinn af því hann
hefði verið sjóveikur og engan
mat haft með sér (það var Ijóta
sjóveikin, sem byrjaði með lystar-
Jeysi áöur en hann fór á sjóinn!).
Stundum hefðu þeir verið heilan
sólarhring í róðri, en hann sagð-
ist vera nú kominn á sjötugs-
aldur(!) en ekki hafa orðið var
við, að hann hefði neitt spilt heilsu
sinni við þetta. En þegar hann
settist niður, stundi hann hátt
eins og hv^lur á grynningunum
fram undan silfurbergsnámunum
á Hornafirði, bara af áreynslunni
við að halda á lofti sínum eigin
búk, og bendir það ekki á, að
heilsan sé góð, enda fékk hann
lausn frá bankastarfinu í fyrra
með 4000 kr. eftirlaunum „sök-
um heilubrests", og var þó ekki
nema sextugur. (Frh.).