Dagsbrún - 14.10.1919, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 14.10.1919, Blaðsíða 2
122 DAGSBRÚN rófur. Skóleður (gamalt). Sauð- skinn (gömul). Menn virtust vel ánægðir með verðlagsskrána svo viðskiftin hefðu óefað gengið greiðlega, ef nóg hefði verið af vörum á staðnurn. Ekki er víst hvort sýslan vill eftirleiðis beita sér fyrir þessum tilraunum með kaupstefnur, því það hefir dálítinn kostnað í för með sér fyrir hana, en áhuginn hjá almenningi ekki mikill fyrir málefninu, en það er leitt að vita til þess, að þetta málefni deyi út fyrir áhugaleysi, þar eð'hugmynd- in tvímælalaust er heilbrigð og getur án efa komið að stórgagni. Það væri hin mesta hneysa fyr- ir Sunnmýlinga, sem fyrstir alira íslendinga hafa orðið til þess að koma þessu á hjá sér, ef þeir létu þetta falla niður aftur áður en það fer ullreynt, og er vonandi að svo verði ekki. IjásetajéUgið os jláorgunblaðið. Um ieið og Morgunblaðið af einskæru frjáisiyndi flytur yfirlýs- ingu þá sem samþ. var á fundi Hásetafélagsins 21. septbr. síðast- liðinn, hnýtir það aftaní mjög svo óvitrum og illgirnislegum orðum f garð sjómanna, og þá einkum hásetafélagsmanna. Morgunbl. læt- ur ekkert tækifæri ónotað þegar um er að ræða að kasta skít á sjómenn og verkamenn bæði hér á landi og annarsstaðar, enda er það í fám orðum sagt stefnuskrá blaðsins, að því er séð verður. O jæja, á einhverju verða menn- irnir að lifa. Þetta er atvinna þUrra er að Mgbl. standa, og hún að líkindum ekki illa iaunuð eftir at- vikum, en hvíldartími þeirra hlýt- ur að vera af skornum skamti, ef dæma skal eftir skammahaugunum sem blaðið hiúgar upp Ég hefi engan tíma til að fara að róta í þessum haugum svo nokkru nemi. Ég sé Mgbi. stöku sinnum hjá ná- búa mínum, og í sumar rakst ég á eitt blað norður á Siglufirði. Ég lagði ekki mikið á minnið af því sem ég sá þar, en ég man sér- staklega eftir niðurlagsorðum á ritstjórnargrein um hvíldartíma- frumvarpið á togurunum. Þegar ritstjórinn er Iengi búinn að moka óþverranum yfir frumvarpið og togaraháseta, þá koma síðustu rek- urnar og eiga nú að vera kúfaðar. Þar segir meðal annars eitthvað á þessa leið: Ef að nú væri búið að ganga lengi illviðri, eða legið inn í höfn og ekki hægt að fiska, svo loks þegar komið væri á veið* ar þá færu allir að sofa. Ég var lengi — og er enn — í vafa um, hvort ég á að taka þessi orð rit- stjórans sem óafsakanlega fávizku eða ósvífna blekkingartilraun- Óaf- sakanlega fávizku kalla ég það ef ritstjóri Mgbl. veit ekki að á öll- um skipum eru vaktaskifti, þegar ekki er legið við land. Á flestum skipum eru vaktaskiftin þannig að annar helmingur skipshafnarinnar vakir en hinn helmingurinn sefur jafnlangan tfma hver, eftir nánari reglum sem allir sjómenn þekkja, svo það verður víst ekki fyr en Vflhj. Finsen er orðinn skipstjóri. að skipshöfnin fari öll að sofa í einu þegar á veiðar er komið. Ósvífna blekkingartilraun kalla , ég áðurnefnd orð ritstj., ef hann veit betur, en segir þetta samt, í þeim tilgangi, að ef einhver glópurinn, sem aldrei hefir á sjó komið — þingmenn eða aðrir — skyldu glæpast á að trúa þessu. A þessum flór var líka þægilegt. að moka. Svo ég víki aftur að athuga- semdinni, sem var bæði for- og eftir-spi! við yfirlýsingu Hásetafé- Iagsins í Mgbl. 1. þ. m., þá eru það alger ósannindi að tillagan um 8 stunda svefn á sólarhring og sem samþykt var á þingmáia- fundinum í sumar, væri komin frá einum háseta, tillagan var kosnin beint frá Hásetafélagi Reykjavík- ur, samþ. i einu hljóði á fundi þess 29. júrií síðastl., borin upp og samþ. sama dag á fjölmennum þingmálafundi hér í bæ, sömuleið- is í einu hljóði, ekkert atkvæði á móti. Nú vildi ég mega spyrja — svona út í bláinn — ég býst ekki við að fá svar. Hvar eru takmörk in fyrir því, hve miklu menn mega ljúga í opinberum biöðum, og þá einkum þegar það er gert í þeim göfuga tilgangi að sverta og sví- virða einstaka menn eða heilar stéttir mannaf Mér virðist rétt, gagnvart þeim sem kynnu að hafa lagt trúnað á orð Mgbl. í hvíldartímaraálinu, að skýra nokkuð nánar tilgang tillög- unnar. Tiigangurinn var, eins og ég hefi áður drepið á, ekki sá, að allir skipverjar ættu að sofa í einu 8 stundir á sólarhring, held- ur var meiningin hjá Hásetafé- laginu sú, að skipverjum væri skif í þrjár vaktir og væru altaf tvær að verki, en sú þriðja hvfldi sig og svæfi og gengi þannig koll af kolli. Ég held að sjómönnum beri alment samsn um það að ekki mundi fiskast minna á tog- arana þó þetta næði fram að ganga. Jafnvel skipstjórar munu ekki bera á móti því. Það vita allir, sem verið hafa á togurum, að 12 menn óþreyttír afkasta meiri vinnu en 18 menn, sem eru bæði þreyttir og syfjaðir. Hver er þá skaðinn sem útgerðin líðurf En þó svo væri að bæta þyrfti 4—6 mönnum á hvert skip, þá er það ekki stór útgjaldaliður fyrir tog- araútgerð. Ég held ég verði, áð- ur en ég enda þessar Iínur, að minnast lítið eitt á vökurnar á togurunum. Þær hafa verið og eru enn — í það minsta á sum- um skipum — bæði til skaða og skarnmar landi og lýð. Því verð- ur ekki neitað með réttum rök- um. Ég hefi ekki verið á togur- um nema 3—4 ár, en sá tími var nógu langur til þess að ég reyndi út í æsar hvernig farið er rneð hásetana á þeim. Eg hefi séð menn við vinnu sína detta sofancji niður á fiskkösina, ég hefi oft og mörgum sinnum séð raenn stein- sofna með nefið niður I diskinum sinum, þegar sezt var að borðum. Ég htfi séð menn pínda til a.ð vaka og vitma í þrjá sólarhringa samfleytt, Þetta alt og margt fleira hefi ég séð um borð í togurum, enda veit ég fyrir víst, að eitt- hvað svipað þessu munu allflestir gamlir og nýjir togaramenn geta sagt. Þetta þýðir ófyrirleitnum leigu- þjónum auðvaldsins ekki að rengja Þessi dæmi sem ég nefndi áður hafa komið fyrir á flestum íslenzku togurunum, en misjafnlega oft end- urtekin. Hvað mundi nú Dýra- verndunarfélagið gera, ef farið væri svona með skynlausu skepn- urnarf Þ.sð mundi áreiðanlega taka til sinna ráða. Við erum líka svo langt komnir íslendingar að hin skynlausu vinnudýr okkar eru und- ir vernd laganna, sem betur fer. Við sjómenn ættum að muna það vel, að við erum af löggjöfunum mikið minna virtir en ferfættu skepnurnar. Ef við gleymum því ekki, þá kemur áreiðanlega að því að við tökum sjáifir þann rétt, er við eigum heimtingu á, en hin- ir skammsýnu og rangsýnu lög- gjafar vorir ekki viidu viðurkenna á því herrans ári 1919. Vilhj. Vigfússon ritari Hásetafélagsins. Hvernig farið er með þjóðareignirnar. Ég sá fyrir nokkru síðan í Dags- brún minst á þetta atriði og var þar bent á leigumála á einni jörð, svo og á einn tekjulið fyrir ábú- andann, það dæmi mun nú ekki talið að benda til fjárhyggjuvits hjá fyrverandi bústjórum þjóðar- búsins, sem og ekki er, en þó er það dæmi aðeins örlítið sýnishorn af rnörgu miklu stærra og verra, Ef menn vildu litast um hér og þar á landi voru mundi raörgum blöskra, tökum t d. Síglufjörð. Ef við hefðum skýrslu yfir alt það „svindlirí" er' drifið hefir verið á þeirri þjóðareign, mundi mörgum blöskra. Hér skal bent á örfá dæmi af banda hófi. Norskur maður leigir þar stórt landflæmi meðfram sjónum fyrir kr. 75.00 um árið. A þessu landi stendur verksmiðja og 3—4 bryggj- ur, iítilfjörlegustu bryggjur með litlu landi í kring leigði Norð- maðurinn 1916 í tvo mánuði fyrir nokkur þúsund og hafði nóg pláss handa sér fyrir því, Sama „pláss" leigði hann í surnar að viðbættu húsnæði fyrir eitthvað af fólki fyr- ir sextán þúsund, takið eftir, það var aðeins o Vs partur af hans 75 kr. plássi. Sameinuðu íslenzku verzl- anirnar, áður „Grána", hafa mjög mikið land, svo að segja hjartað úr plássinu meðfram sjónum. Þar hefir félagið eins mikið land og það þarf að brúka sjálft, og svo leigir það pláss til nokkurra ára, lætur svo leigjanda byggja bryggju og á svo hana að nokkrum árum liðnum auk leigunnar fyrir þetta mun það borga nokkur hundruð kannske 3—5 hundruð kr. Svona mætti halda áfram með dærni !ík þessum. 1915 eða 16 leigði presturinn syni sínum 0 IOO metra með sjó í túni Hvanneyrar fyrir eitt hundrað kr. um árið í víst. hundrað ár. Þennan sinn leigu- rétt seldi sonurinn sama ár fyrir 6 eða 8 þúsund krónur og nú kváðu eigendur þess réttar vera búnir að tvöfalda verðið ef þeir selja. Presturinn er fullmagtugur landsstjótnarinaar og hefir ráð á því að íofa sonum sínum og góð- vir.um að þéua. Og það lítur svo út í hans og sumra valdhafanna augum að það skifti meiru heldur en hvernig farið er með þjóðar- eignirnar. Spakur. Fisksala Hásetafélagsins. Á föstudaginn núna í vikunni byrjaði fisksala Hásetafélagsins. Er þar með stigið þarít spor af félagsins hálfu, tfl þess að reyna að bæta fisksöluna hér í Reykja- vík eitthvað frá því afleita fyrir- komulagi sem verið hefir. Náttúr- lega má ekki búast við því að fisksölumálið komist í lag á svip- stundu, því Róm var ekki bygð á eiisurn degi, en þetta ætti þó að verða til þess að sá hneyksl- anlfgi siður legðist niður að al- þýðufólk sé látið bíða jafnvel tim- um samsn, og svo jafnvel Iátið fara án þess að fá neitt, af því búið er að láta einhverja heldri menn fá alian fiskinn. Aliir aiþýðumenn ættu öðru fremur að skifta við Hdsetafélagið, og gera það einnig sjálfsagt. Hásetafélagsmaður. Dugnaðaroröið. Ég minnist fyrirtækis eins sem uppi var hér fyrir nokkrum árum. Að því unnu 100 menn í 100 daga. Það gerir 10 þús. dagsverk. Að meðaltali framleiddi hver mað- ur á dag 10 „dagleg brauð", þ. e. verðmæti að jafngildi við allar lífsnauðsynjar eins manns á dag. Mætti líka kalla þetta dagneyzlu. Þarna voru því framleiddar 100 þúsund dagneyzlur. Það var lýð- um ljóst, jafnt alþýðu sem yfir- mönnum, að þetta var arðvænlegt fyrirtæki, — vænlegt til góðrar afkomu einstaklings og þjóðfólags. Með þessari framleiðslu aflaði hver maður, sem að henni vann, 1000 „daglegra brauða", þ. e. nægilegs viðurværis fyrir 5 manna fjölskyldu í 200 daga, ef jafnt hefði verið skift. En svo var ekki, því auk þessara 100 manna var 1 maður í verki með, og það ruglar þetta meðaltal dálítið. Þessi eini maður var kallaður stjórnandi fyrirtækis- ins. Hann varð að sjálfsögðu að fá sitt daglegt brauð enda þótt

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.