Dagskrá II - 20.07.1901, Qupperneq 1

Dagskrá II - 20.07.1901, Qupperneq 1
' Verð 50 cents. DAGSKRÁ II. Keiímr út bvern laugardag-. 1. BL. 20. JULÍ 1901. T. ÁR. STEFNA. ,,Dagskrá“ er ekki stór né fyrir- ferðar mikil í byrjun, en það er fremur sál blaðanna, ef svo mætri segja, en líkami þeirra, sem um er að gjðra. Eins og oft getur verið lít- il sál í stórum búk, eins getur líka verið stór sál í litlum búk. Dagskrá fylgir.þeirri stefnu er hér segir: Hún verður algjörlega óháð öllum flokkum; berst á móti öllu ranglæti, hvaðan sem það kemur, en fylgir því sem rétt er, hver sem það flytur. Hún segir pólitískar fré.ttir með stutt- um, óhlutdrægum athugasemdum; og ræðir einkurn alls konar félags- mál; talar um búnað og heldur taum bænda; verður eindregið jafnaðar- blað og ákveðið vínsölubanns og bindindis blað; ræðir trúmál og kyrkjulíf; flytur ritgerðir um ment- un og siðmenning; segir fréttir al- staðar að úr heiminum, en einkum frá Islandi; tekur málstað íslands og íslendinga þegar á þá er hallað; fræðir og gleður og fjöfgar; hoppar og dansar og leikur sér þegar það á við, en segir alvarlega til syndanna þegar því er að skifta hver sem í hlut á; fylgir fram algjörðu jafnrötti kvenna við karla í öllam efnum;for- dæmii- strið og líflátsdóma sem óguð- legt aithæfl; berst fyrir dýraverndun ofl. ofl. Dagfekrá flytur skrítlur og gamanyrði, kvæði og skáldsögur, samtöl og eintöl; hefur ýmislegt handa kvennfólki, að lesa og eins lianda börnum; flytur ef til vill öðru hvoru myndir; skiftir sér af öllu á milli himins og jarðar. Dagskrá vill vinna á móti hræsni og yfirdrepsskap í öllum myndum; hugsar ekki um vinsældir sprottnar af smjaðri; frarn- fylgir réttlæti og sannleik óhikað, hver sem í hlut á; viðurkennir ekki þá reglu, að aldur og auður, staða og ættgöfgi sé einkaleyfl til þess að mega ræða, rita eða hugsa; skríður og aldrei fyrir fótum stórmenna og selur aldrei sannfæring sína fyrir nokkurt verð. Landar mínir! nú hafið þér söð hver á að vera stefna Dagskrár; nú segið þér hvort þör viljið styrkja þess konar huginyndir, sem hér er um að ræða. Ég hef þá trú að fólk- inu falli betur í geð hreinlyndi og sannleikur en hið gagnstæða. Ég stýrði um tlma blaði heima á íslandi er Dagskrá hét; mér þykir vænt um nafnið og þvf liefl ég það á þessu litla blaði, enda mun Dagskrá fjalla um flest þau mál er ofarlega standa á dagskrá meðal vor og annara þjóða. Eg hefl byrjað blaðið í svo litlum stíl, að ég sé viss um að geta haldið því út og kostað það af vinn- ulaunum mínum, þótt ekki komi inn fyrir það eitt einasta cent. Það hefir engann bakhjall nema tvær hendur. Það leitar ekki styrks hjá

x

Dagskrá II

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.