Dagskrá II - 20.07.1901, Side 3

Dagskrá II - 20.07.1901, Side 3
DAGSKRÁ II. Hitar miklir hafa verið hér að undanförnu; fjöldi fólks veiktist í Bandaríkjunum og alliuargir hafa dáið. Kyrkju-þing lúterskra íslendinga C vesturheimi var haldið að Gimli fyrir skömmu; urðu þar allharðir leikar milli þeirra og Unítara út úr eignarrétti á kyrkjunni; en þannig var málið útkljáðað Lúterskir menn greiddu Unítörum §100 fyrir þeirra part í kyrkjunni og eru því hinir fyrtöldu eigendur hennar frá þeim tíma. Unítarar gáfu skólahéraðinu þessa $100 dali. Islendingadagur verður hald- inn 2. ágúst I Winnipeg. Verður vandað til þeirrar hátíðar eftir föng- um og er búist við að hún verði nijög skemtileg. Þeir sem pantað hafa „Sögur og kvæði“ Sig. Júl. /óhannessonar en ekki fengið, eru Iteðnir að afsaka það. Bókin er uppseld og verður end- urprentuð svo fljótt sem kostur er á- Good-Templar stúkurnar Skuld og Hekla hafa í félagi kosið 12 manna nefnd til þess að sjá um há- tíðahald í þessum mánuði 1 tilefni af því að nú er Good-Templarfélagið 50 ára gamalt. Jafnaðarmannafélag Islendinga hélt fund á Unity-Hall fyrri flmtu- dag. Umræður fjörugai'og fundur- inn fór vel fram. „ÍSLAND UM ALDAMÓTIN“ heitir ferðasaga nýútkomin eftir séra Frið- rik Bergmann; ágætlega rituð að mörgu leyti og fróðleg, en tapar mjög gildi sínu fyrir það að hún er lilutdræg og einhliða. Frekar minst á þessa bók síðar. Nýr söfnuður í Álftavatnsnýlendu hefir kallað séra Jón Jónsson fyrir prest. Dagskrá óskar honurn og söfn. til hamingju. Dagskrá flytur bálk þar, sem skýrt verður frá lýgi og kjaftas’úðri í Winnipeg, og birtir óhikað nöfn þess fólks, er hlut á að máli ef henni sýnist svo; Ncru rnenn vinsamlega beðnir að segja ritstjóranum allar þess háttar sögur. Eitt af vestur heimsku skáldunum, Árni Valdason að nafni, kvaðst hafa séð Sig. Júlíus blindfullann á Aðal- stræti í Winnipeg. Þorsteinn Gíslason, ritst. Bjarka, ritar nú á móti íslenzkri tunguog ís-' lenzku þjóðerni; fróðlegt að bera það saman við það er hann heflr áð- ur ritað. Timarnir breytast og menn- irnir, með. Meira um þetta síðar- SKRÍTLUR. A. : „Þú ert þá kominn aftur; er ,,ródin“ góð?“ B. : „Eg veit það ekki; ög fór eft- ir veginum.“ Lögfræðingur við prest.: Ef ég ætti son, sem væri hálfviti, þá skyldi ég láta hann læra til prest.“ Presturinn: „Það lítur ekki út fyrir að faðir yðar hafl hugsað eins og þér.“ Hann: „Góða Anna; ó hve ég var hræddur um að þú mundir ekki taka mér.“ Hún: Jú, Ásta garnla spákona

x

Dagskrá II

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.