Dagskrá II - 21.09.1901, Blaðsíða 4

Dagskrá II - 21.09.1901, Blaðsíða 4
D A G S K R Á II. geturöu ekki hjálpaö mér til að finna hann? ‘ ‘ “Heyrðu Hinrik.. :...!“ “Stattu ekki þarna glápandi á mig eins og bölfaður asni! Findu hattinn! ég ætti að vera kominn ofan á skrifstofu fyrir löngu! Nú verð ég líklega að fara með stráhatt f þessu veðri og verða svo öllum að athlægi! Og þetta er aðeins af því ég hefi ekkert reglulegt heimili eins og aðrir menn, |sem eiga góðar og hirðusamar konur! “Hinrik.........!“ ‘ ‘Ég verð vitlaus ef ég finn ekki hatt- inn! Hvers vegna skiparðu ekki krökkun- um að leita að honum? það þýðir annars ekki neitt. Hann er eyðilagður fyrir fult og alt. þú hefir haft hann fyrir skólp- fötu eða þvottaskál; fylt hann með kart- öflu hýði eða borið út í honum ösku! Ég ætti að vera farinn að þekkja þig!“ “Viltu vera rólegur, góði, á meðan “Nei, ég verð ekki rólegur; ég vil hafa hattinn! “ “þú ert með hann á höfðinu maður!“ “Hvað! hvað er þetta? erégmeðhann? það hlýtur að vera pér að kenna! ég’ var ekki með hann fyr en þú......þú hefir látið hann þarna!“ Og svo fór Hinrik út. HÚSIÐ MITT LITLA. Húsið mitt litla!—þótt lítið þú sért— Lítið? nei, stærra en kongshöll þú ert; l>ú sem að rúmar það alt, sem ég á. Auðlegð? Nei! Metorð? Nei! Hvað er það þá? Lg veit það ei sjálfur—jú, ekkert það er. ]>ví annara bölfun er tilreiknuð mér. Ég þóttist það eiga, sem aldrei ég hlýt; í annnara höndum það bráðum ég lft. Á ATLANZHAFI. ]>að liggur við ég missi þrek og þrótt, og ]>ig ég hræðist dimma Júlí nótt; því þú átt eitthvað undarlegt að geyma, •—ég aldrei þekti slíkar nætur heima. HELZTU FRÉTTIR. Bæjarstjórnarkosningar standa nú yfir í Christianiu í Noregi og hefir kvennfólkið tekið á sig rögg og valið konur til þess að bjóða sig fram ; starfa þær ötullega að máli sínu og talið víst að þær muni vinna. H venær ætli konur í Winnipeg verði hér i bæjarstjórn ? Búastríðið gengur í sama þófinu, þó hefir þeim veitt miður nú um nokkurn tíma, og hlýtur það að hryggja alla þá, er unna frelsi og réttlæti. Ráðaneytisskifti orðin í Danmörku ; eru vinstrimenn komnir til valda, og samt hafa íslenzku þingmennirnir gjört það stóra glappaskot, að samþykkja Valtísk- una, eftir því sem fréttir berast. WINNIPEQ. Frá Kaupmannahöfn kom hingað 9. þ. m. Mrs. Ólína Bjarnason og Kristín Bruun, báðar ekkjur, hin síðari með 2 börn. Eru þær systur herra Valdimars Magnússonar prentara hér í bænum. Enn fremur kom frá Islandi á laugard. herra Ólafur Pálsson af Suðurlandi og Ingibj. Jakobsdóttir úr Húnavatnssýslu. Herra þorsteinn Vigfússon, er nýlega flutti frá Selkirk vestur að hafi, fótbrotn- aði við sögunarmylnu 15. þ. m. 12. þ. m. andaðist húsfrú þorbjörg Sigurbjörnsdóttir, kona ívars Jónassonar í Fort Rouge. Húsfrú Guðrún Hall og ungfrú Krist- jana Thorarinsen eru nýkomnar heiman frá íslandi; fóru þangað kynnisför. Bandalagið hélt fund 5. þ. m. mjög skemtilegan og gagnlegan. Séra Jón las upp langt kvæði, ágætt, eftir skáldið V, Briem, er heitir “Undir feldi. “ Annars flytur séra Jón þar margar góðar og nyt- samar tölur cg er hann lífið og sálin í þeim félagsskap.—12. þ. m. hélt Bandalagið annan fund og flutti hann þá góðan og fróðlegan fyrirlestur um stjórnleysingja, en Magnús Paulson fræddi unglingana á því að jafnaðarmannafélagið hér væri stjórnleysingja-félag undir fölsku nafni. Hann er ekki nógu vel að sér í félags- málum, hann Magnús, til þess að vera kennari. Sameiginlegur fundur verður haldinn í stúkunum Heklu og Skuld 30. sept., og verða þær þá heimsóttar af systurstúkunni í Selkirk. Stúkan Skuld heldur afmæli sitt hátfð- legt eftir næstu mánaðarmót. Stúkan Hekla er að starfa að undir- búningi undir hlutaveltu (Tombólu) til á- góða fyrir sjúkrasjóð sinn. Allir góðir menn og gjafmildir hugsi eftir því. Séra Runólfur Marteinsson er genginn í stúkuna á Gimli; henni er því borgið. Marteinsson er gáfaður, lipur, dugandi maður og fylgir máli sínu fram af alvöru og sannfæring. Hann er einlægur bind- indismaður. Séra Bjarni fór norður í Mikley nýlega,, prédikaði þar og gjörði önnur prestsverk. Kvenfélag Tjaldbúðarsafnaðar heldur samkomu 1. okt. Gleymið því ekki! Ungu stúlkurnar í Norðursöfnuðinum halda samkomu innan skamms; ungu piltarnir ættu að muna eftir að sækja hana. Samkoma var haldin á N.W. Hall á þriðjudaginn, til ágóða fyrir gufusleðann. Samkoman var vel sótt. Merkast af því sem þar fór fram var tala er Kr. Ásg. Beniditksson flutti; var það saga gufu- sleðans og ágrip af sögu gufuvélarinnar. J>að er vel gjört að hjálpa þessu fyrirtæki áfram; ekki eru þeir of margir íslenzku hugvitsmennirnir. það er eftirtektavert að kvennfólkið hefir lagt stærri skerf þessu til framkvæmdar en karlmennirnir. Herra Gunnl. Jónsson stud. theol. pré- dikaði nýlega í söfnuði séra Jóns og fórst það vel. Ræðan lagleg, framburður góð- ur og tilgerðarlaus, málrómur viðkunnan- legur. Nafni minn og vinur Sig. J. Jóhannes- son er farinn að ryðga í íslenzkunni; hann hefir forráð í einhverri skrítinni merk- ing í síðasta blaði Lögbergs. Fjaðrir geta sprungið af ryði ekki síður en hita. Sumir menn hafa hér það embætti að líta eftir löndum og ráða fyrir þeim að nokkru leyti; gárungarnir nefna það ‘ ‘landráðamannns-embætti. ‘ ‘ Eitt af því marga sem Good-Templara- stúkurnar hafa sér til skemtunar og gagns er það að keppa um ýms verðlaun. Herra F. Swanson hét nýlega verðlaunum hverj- um þeim félaga í stúkunni Skuld, er kæmi með bezt kveðna íslenzka vísu (hún þurfti ekki að vera frumkveðin), og öðrum verð- launum hét hann fyrir 10 sterkustu orð í íslenzku máli. I dómnefnd voru kosnir þrír bræður úr stúkunni Heklu, Guðm. Anderson, Bergsveinn Long og Ivristján Stefánsson. Verðlaun fyrir vísuna fékk Gunnlögur Sölvason. Vísan, sem hann valdi, er þannig : “Grundar dóma, hvergi hann hallar réttu rnáli; stundar sóma, aldrei ann örgu pretta-táli. ” Verðlaun fyrir orðalistann fékk ungfrú Rósa Egilsson ; orðin eru þessi: ‘ ‘ Ást— hatur - ljós — myrk ur - von — örvænting-líf— dauði-himnaríki-helvíti. ” Ritstjcri : Sig. Júl. Jóhannesscn. Cand. Phil. Skrifstofa að 358 Pacific Ave. PRENTARI M. PÉTURSSON.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.