Dagskrá II - 21.09.1901, Page 2
D A G S K R Á II.
ingartrú. Allir glatast eilíflega, sem ekki
verSa hólpnir. Mér fanst þetta sama sem
sagt væri viö dr. Björnson: “Faðir pinn
er nú í helvíti, lagsmaður, og verður par
um alla eilífð 1” Og mér fanst eins og
sagt væri við Sigurð J. Jóhannesson :
4 ‘Heyrðu kunningi, hann tengdasonur pinn
fer til helvítis !” Mig hryllir við slíkri
kenningu. Báðir pessir menn hafa neitað
sumum trúaratriðum lútersku kirkjunnar.
Ég fékk köllun frá “General Council,”
sampykta af séra Jóni Bjarnasyni, forseta
kirkjufélagsins, til að prédika í sumar á
Washington eyjunni, bæði á íslenzku og
norsku, en ég afsagði að gjöra það, aðal-
lega fyrir þetta atriði. Útskúfunarkenn-
ingin er beint á móti öllu réttlæti, allri
sanngirni, öllum kærleika, öllu góðu, göf-
ugu og háleitu, allri skynsemi. Hún fær-
ir sjálfan guð mörgum tröppum niðurfyr-
ir mennina, gjörir hann að engum guði,
heldur harðstjóra, og mennina ekki að
börnum hans, heldur þrælum.
þetta er sannleikur, sem fjölda margir
hugsa og einhver þarf að segja.
Ástæðan fyrir því að þessi sannleikur
þarf að vera sagður, er sú, að það að
hlusta á ræður sem menn ekki trúa, lam-
ar svo siðferðisþrek og réttlætistilfinning,
að það færir menn á lægra menningarstig.
Ef það mál, sem helgast er, dýpst og há-
leitast af öllu því sem mannshjartað á til
í eigu sinni, er alið og nært á þeirri óhollu
fæðu, sem hræsni heitir, hvers má þá
vænta í öðrum efnum ? pað er rangt að
gera gys að trúarbrögðunum, en það er
líka rangt að þegja við því, sem ljótt er í
þeim, eins og öllu öðru. pau eru helgust
allra mála og þess vegna á lygi og hræsni
að vera sem allra fjarlægast þeim.
ÉG HELD HANN SÉ VITLAUS.
Ég held hann sé vitlaus—já, vitlaus er
vitlaus og langtum meira; [hann
hann segir þeim blátt áfram sannleikann,
er sannleikann þola’ ekki’ að heyra.
Heyrðu mér, kunningi’! ef viltu’ honum
þá veittu’ honum ráðlegging holla, [vel
og segðu’ að þeir grípi’ hann og grýti’
hann í hel
ef gjörir hann þennan skolla!
Hann fordæmir snörur og blóðvopn og bál
og blessun þess læzt hann ei skilja.
Hann heldur að kvennfólkið hafi sál
og hjarta og skynsemi’ og vilja.
Hann segir að ísland eigi sól
og innir því liðsyrði stundum.
Hann þolir það ekki—ja, þvílíkt fól—
að þjóð hans sé talin með hundurn.
Hann telur ei konunginn meira en mann,
og munnheggst við klerkinn—og fleira!
Ég held hann sé vitlaus—já, vitlaus er
vitlaus og langtum meira. [hann
SITT AF HVERJU.
Á meðan karlmenn einir höfðu atkvæð-
isrétt í Golorado-ríkinu var vínsölubann
þar aðeins í tveimur bæjum. Svo fengu
konur þar atkvæðisrétt og eftir 3 ár var
komið á vínsölubann í 27 bæjum.
Viljirðu ekki særa tilfinning nokkurs
manns, þá talaðu aldrei sannleikann.
Orð af sannfæring töluð ryðja sér ætíð
braut að hjarta áheyrendanna, jafnvel
þótt þeir séu þeim andstæðir.
Nú á dögum er meira lagt í sölurnartil
þess að byggja kirkjur á dýrum horn-
lóðum ená réttum hornsteinum.
Prestur sem prédikar á móti sannfæring
sinni, eða án sannfæringar, ætti helzt að
vera á Ieiksviðinu; þar á það vel við að
geta sýnst annað en maður er.
Fyrir 5 árum gjörðist sú saga í Suður-
Ameríku, er hér segir. Ungur maður
naut guðfræðiskenslu hjá presti og kendi
jafnframt við sunnudagaskóla. Svo var
það eitthvert skifti að tvær stúlkur, sem
voru kennarar við sama skóla, hurfu. þær
fundust svo loksins dauðar uppi í kirkju-
turni, skornar í sundur í smástykki. Vasa-
bók annarar stúlkunnar fanst í vasa unga
mannsins og þóttu böndin berast svo að
honum, að hann var dæmdur til dauða og
hengdur. Síðustu orð hans voru: “ Ég
er saklaus. ” Allir töldu hann sekan,
nema móðir hans, hún trúði því ekki. Nú
í vetur lagðist gamli presturinn og dó. Á
banasænginni játaði hann að hafa myrt
báðar stúlkurnar. Ungi maðurinn var
saklaus. pessi saga talar betur á móti
dauðadóminum en langar ræður.
Einhverju sinni var Vilfrid Laurier
spurður, hver væri æðsta skylda stjórnar-
formanns, og svaraði hann : “ Að gjöra
vilja þjóðarinnar.” Hann hefir gleymt
því, karltötrið, þegar hann sveik loforð
sitt í vínsölubannsmálinu. Atkvæði í því
máli féllu þannig, að í Norðvesturlandinu
var það samþykt með 905 atkvæðum fram-
yfir, í British Columbia 249, Nova Scotia
22,382, Prince Edward Island 8,800,
Manitoba 5,023, Ontario 36,702, New
Brunswick 14,545.
Kruger gamli er einn af allra einlægustu
bindindismönnum þessara tíma. það er
enn í minnum manna, að hann var eitt
sinn í boði hjá Victoriu drotningu og
neitaði að drekka skál hennar í áfengi ;
hann drakk hana í mjólk. Hann samdi
sjálfur og flutti á þingi hörð lög á móti
vínsölu í Transwaal.
Veittu engum einkaréttindi ; láttu lög
og tækifæri vera jöfn fyrir alla ; láttu líf
og eignir vera örugt, og þá verða allar
ölmusugjafir óþarfar.
Skyldan spyr: Hvað verð ég að gjöra ?
Kærleikurinn spyr: Hvað get ég gjört ?
Sá sem ekki vill lesa neitt annað en
það, sem hann áðurveit og trúir, er svo
mikill heimskingi að halda að hann viti
alt.
Menn eru til, sem teljast ráðvandir, og
stela þó heill oghamingju annara manna,
hvenær sem þeir sjá sér færi.
Til eru þeir menn sem þykjast miklir af
því að breyta aldrei skoðun sinni, en eigi
állsjaldan hafa þeir sömu menn enga
skoðun.
Lítill maður getur verið 'stór heimskingi.
Kristindómurinn er líf, en ekki reglur.
Vér eigum oft tal við menn sem þykjast
mjög af því að þeir hafi rétta trú og lifi
eftir vissum reglum, en samt leggur kulda
af þessum mönnum. Trúin þeirra er að-
eins áhrifalaus geisli á ísjaka ; þá vantar
kærleikann.
Versti gallinn á sumum mönnum er
það, að ekki má segja þeim sannleikann.
Hversu margir af þeim, sem halda með
stríði, skyldi vera viljugir að standa sjálf-
ir fyrir byssukjöftunum ?—það er ekki
sama að sitja inni og skrifa um stríð sem
að berjast sjálfir.
Eftirfarandi grein er tekin upp úr norska
blaðinu ,,Reform, “ sem út kom 4. okt.
1898 og sýnir hún, hvort ritstjóri þessa
blaðs hefir ekki á réttu að standa þegar
hann talar um svik stjórnarinnar í vín-
sölubannsmálinu.
,,SIGUR!—Atkvæðagreiðsla í Canada,
með og mót vínsölubanni, fór fram 29.
september, og sigruðu bindindismenn í
öllu ríkinu með 60,000 atkvæða framyfir
hina. Öll fylkin nema Quebec voru með
vínsölubanni. í Nova Scotiavoru 23,000
framyfir og í Manitoba 6,000.
Spurningin var lögð fyrir til atkvæða-
greiðslu svo hljóðandi: ,,Eruð þér með
lögum, sem banni allan innflutning, til-
búning og sölu áfengis drykkjar?“ í
Quebec voru 34,000 á móti, og er það
mest kent ofstæki kaþólsku prestanna.
Sigur bindindismanna er þó efasamur;
vínsöluaflið er mikið og sumir óttast að
herra Wilfrid Laurier veigri sér við að
koma beint á móti þeim pólitlsku áhrif-
um, sem hann hefir notið fyrir hjálp á-
fengisins og muni því, ef til vill, stinga
yfirlýsing (þjóðarinnar undir stól; kveða
upp úrskurð á móti vilja hennar ogbregða