Dagskrá II - 28.01.1902, Blaðsíða 3
D A G S K R Á II.
3
HUGLEIÐING.
Ég leit upp í himininn háan
og heiðan og bláan,
Þar vermandi vorsólin brosti
og vissi’ ekki’ af frosti.
í huga mér lifnaði lotning,
hún leið eins og drotning,
á lífkonungs ljósvængjum borin,
sem léttu’ henni sporin.
Hún lyfti upp líknandi hendi
með Ijósgeislavendi,
og fönnina fýsti’ hana’ að perra
af fótskör síns herra.
En þegar hún skein mér sem skærast,
þá ský leit ég færast
um IoftiS, svo drungalegt, dapurf,
svo dimt og svo napurt.
Ég horfSi’ á það hálfbrostnum augum
með hrylling í taugum;
,°S hjartaS mér barðist í barmi
af beiskju og harmi.
Mér fanst eins og vargur það væri,
sem vígahug bæri.
Ég leit það um loftbylgjur þramma
með ljónsterka hramma.
J)a6 breyttist, gekk saman og sundur,
varS svín eSa hundur;
meS tísettar tennur í hvofti
og tunguna á Iofti/
það teygSist—varð tröllaukinn risi
meS titring og ysi;
og náblæju hélt hann í hendi,
sem helgyðjan sendi.
Hann reis upp og rétti fram mundu
og rakti’ hana’ í sundur,
og sólina sjónum mér huldi—
ég sorg mfna duldi.
“Ó, fleygþér í faðm minn!” kvað risinn
“því framar ei blysin
þér lýsa, er sólin þér sýndi,
hún sjáfri sér týndi.
Ég heiti þér líknun og liði!”
—það lá við ég tryði
og kastaöi króknuðum vonum
í klærnar á honum.
þá heyrði ég loftvængjum liðið
um ljósvana sviðið.
A6 risanum blævopn var borið;
hann breyttist-—tók sporið.
Og flýði—I fjarlægð ég sá hann,
í fjörbrotum lá hann
En sólin ?—Mér kviknaði kraftur,
hún kysti mig aftur.
SlG. JÚL. JÓHANNESSON.
ÚR FJARLÆGÐ.
þá eru þær systurnar, Dagskrá II og
Heimskrmgla, svifnar hingað í jólabún-
ingi sínum. Ég hef nú nýlesið þær báð-
ar, já, marglesiS sumt, og þakka fyrir alt
það góða, sem ég finn í þeim. Ég vildi
mega segja þetta um þær: Dagskrá II er
snotur til fara og fremur viðkunnanleg
viðlits. Hún er einörð og fylgir fram
stefnu sinni í það heila tekið. “Jólavísa”
St. G. Stephansonar er vafalaust skálda-
gull, ekki sízt þegar búiö er að fylla í
hálfgerðu vísurnar eins og hann sjálfur
kemst að orði. “Harpan mín” eftir P.
S. fer vel með eyrun, þíð og lipur, en
ómar úr annara bergi. “Nýár” eftir Sig.
Júl. Jóh. er lang bezta kvæðið samt í
blaöinu. það er skáldlegt og skírt kveð-
ið. “Gott og farsælt nýtt ár” er bezta
ritgerðin í blaðinu. Hún kennir mælsku
og sögulegs fróðleiks. Annað er alt gott
og sviphírt. Samt kann ég ekki viðaug-
lýsingarnar í blaSinu. Stássblöð ættu að
vera laus við prangaraljóð á stórhátíðum.
Og betur fór að fleiri höfundar hefðu sent
sínar jólagjafir til blaSsins. Ég óska aS
blaöiS vaxi að náð og vinsældum dag og
nótt hjá fólkinu, og það tapi aldrei því
drenglyndi, aS taka í lurginn á hræsnur-
um og fariseum.
Jólablað Heimskringlu er lélegra en í
fyrra, þó stærra sé. I því er ofmikið af J
ljóðum á móti óbundnum stýl. Mynd-
irnar eru alls ekki góöar (pappírinn vond-
ur), æfiágripin slæm, betri engin. Fáein
kvæði hafa töluverða, og sum mikla bók-
menta þýðingu, eða svo virSist mér úr
enskum bókmentaheimi að sjá. það eru
þessi: kvæði Sig. Júl. Jóh. er tilfinninga
mesta kvæSið, kveðiö með andagift og
eld í sálu; kvæði St. G. Stefánssonar
sjálfsagt góð—ég skil lítið í því seinna,
hið fyrra er stórvirki og furðulegt og tæp-
lega einhama. G. B. kvæðin eru nett
og lipur, og eru sjálfsagt með því fremsta
sem kveðið hefir verið hér vestur frá.
KvæSi S. S. Isfelds sýna hugsandi mann,
með góða haginælskugáfu og sagnfróðan.
Kvæði M. J. Bjarnason er dimt og sorg-
legt, en lýsir skáldinu sjálfu einkar vel.
Annað í blaðinu er mögur fæSa, og sumt
ekki þess virði að prentast. Samt er rit-
smíði séra Hafsteins Péturssonar sögð á
ljómandi þíðu og fallegu máli, en hún er
ekki fremur fyrir skrautblað en hvers-
dagslegt blaö. Tíminn leyfir ekki aö
segja meira nú. Eg er bæði Heimskringlu
og Dagskrá II þakklátur fyrir hinar and-
legu jólakræsingar. H.
Gamlárskveld 1901.
THORKELSON,
539 Ross Avenue.
Hann Thorkelson verzlar með þægindi
já, þarer nú komandi, piltar! [flest;
þar kaupum við diska, sem koma sér bezt
og könnur logandi gyltar.
Og sápan hansThorkelsons, húner eihris,
og harðfisk þar bezt er að kaupa;
í búðinni er altaf ös og þys,
því allir menn þangað hlaupa.
Og hvergi’ er í borginni betra kjöt,
um búðina’ hans sögur ganga.
Engin sál er svo sínk né löt,
aS sé hún ei viljug þanga.
Hjá Thorkelson stundum stanza ég
og stari á vörurnar hissa.
Ég veit af engum í Winnipeg,
sem vill þar af kaupum missa.
W mig langar í ost og smér
eða eitthvaö, sem hugann gleður,
í þeytingskasti ég þangað fer,
þó aö sé hörkuveðri.
þó kuldi og sultur kvelji oss,
þá kvikna vonir af nýju;
því það er flest, sem fæst á Ross
---------------539----------------
539 Ross Ave.
þar verzlar THORKELSON, sem
hefir til sölu harðan fisk frá
Evrópu. Hann hefir nú einn-
ig sett upp nýjan kjötmarkað
og selur ágætt kjöt af öllum
tegundum með lægra verði en
aðrir. Komið og sannfærist.
IThorkelson, 539 ross ave.
Ekkert Betra
eða fullkoinnara fyrirkomulag !
á lífsábyrgðarfélögum er til, |
en í Canada, einkum á hinum |
yngstu. Islendingar í Canada j
ættu ekki að taka lífsábyrgð í !
utanríkis lífsábj^rgðarfélögum
því þeir fá hvergi eins áreiðan- j
lega ábyrgS eins og í Cana- ;
disku félögunum.
People’s Life
er ágætt lífsábyrgðarfélag og j
og mjög öflugt. Hver sem í
stendur í skilum viö það í þrjú ;
ár, getur fengið meiri peninga !
handa erfingjum sínum, en
hann hefir borgað til félags- j
ins, þótt hann vegna fátæktar
eða annara orsaka hætti þá
að borga því meira.