Dagskrá II - 28.01.1902, Blaðsíða 2

Dagskrá II - 28.01.1902, Blaðsíða 2
2 D A G S K R A II. heldur sem sannleikur til athugunar. Af j>ví menn nú hafa engum skynsamlegum aðfinningum vanist, þá pola þeir ekki að heyra sannleikann sagðan ; halda að það hljóti að vera gjört af óvild, framhleypni eða einhverju öðru verra. það þarf að venja fólkið af þessu, og ekki síst leiðtog- ana. peir þarfnast sannarlega aðfinn- inga. JÓLABOÐ “ DAGSKRÁR II”. það var mannkvæmt á North West Hall sunnudagskveldið 5. þ. m. þegar f jórðungur lifði áttundu stundar var hvert sæti skipað innan frá gafli fram að dyr- um; en þegar samkoman var sett, stóðu menn svo þétt að tæpast varð komist á hlið eftir miðju gólfi og þyrpingin náði niður í miðjan stiga. þar eð samkoman var haldin fyrir börn, hörfuðu sumir aftur af fullorðna fólkinu; aðrir tóku börnin á kné sér og skipuðu þannig 2 sama sæti. Með aðstoð ýmsra vina sinna hafði rit- ■stjóri “ Dagskrár II ” skreytt fundarsal- inn með litum þeim, er tákna einkenni æskunnar og sakleysisins. J>ar voru enn fremur 4 jólatré, skreytt ýmislega litum ljósum og fögrum munum við barna hæfi. Fyrst setti Sig. Júl. Jóhannesson sam- komuna, bauð alla velkomna, óskaði gleðilegs árs Og þakkaði mönnum hjálp og aðstoð þá, er honum hafði veitt verið | við þetta tækifæri. ])á var næst hljóð- | færasamspil af hendi þeirra Guðmundarí Andersons og systir hans, Mrs. Merrel, og þótti ágæt skemtun. Að því loknu kom fram herra Jónas Pálsson með flokk ungra manna og kvenna er söng íslenzkt lag til mestu skemtunar öllum er á hlýddu. Eftir það var útbýtt brjóstsykri á meðal allra barna yngri en 14 ára. Jiar á eftir var gengið um með seðlakassa og öll börn látin draga sjálf um muni þá, er þeim voru ætlaðir að gjöfum. Að því búnu var mununum útbýtt samkvæmt tölum þeim er börnin höfðu hlotið. Og þrátt fyrir það að húsið var troðfult, voru næg- ar gjafir handa hverju einasta barni. þessu næst sagði Sig. Júl. Jóhannesson börnunum sögu jólatrésins og aðra sögu um barnið með tvö andlitin, spariandlit og hversdagsandlit. Jiá komu þau fram aftur Guðm, Anderson og Mrs. Merrel með hljóðfærasamspil og eftir það talaði Gunnlaugur Jóhannsson börnunum til skemtunar. í þriðja skifti léku þau syst- kinin á hljóðfæri og loks sungu allir við- staddir; “ Eldgamla ísafold Svo voru börnin kyrlát og siðprúð að tæpast heyrðist andardráttur á meðan ræðurnar og skemtanirnar fóru fram.—Eins og kannugt er, eru hér fjölmargir Islending- ar í bænum, sem heyra ekki til neinni kyrkju og veigra sér því við að senda börn sín á þær jólatréssamkomur, er söfnuðirnir halda; í öðru lagi hljóta þar sum börn margar gjafir og stórar, en önn- ur fáar og smáar, sem eðlilegt er. þessi nýja jólatréssamkoma vill reyna að bæta úr því hvorutveggja og tókst j>að mjög vel í þetta skifti. það er siður margra betri blaða sumstaðar í Evrópu að gatig- ast fyrir þessháttar samkomum, en ekk- ert íslenzkt blað hefir gjört það fyr. Alúðar þakklæti flytur “ Dagskrá II ” öllum þeim, er annaðhvórt lögðu fé eða vinnu til þessa fyrirtækis, eða hvor- tveggja; og þess skal getið,að þegar hefir fengist lofun á ríflegum framlögum til þess að hafa samskonar samkomu næsta ár í enn þá stærri stíl. Nöfn gefendanna verða birt í blaðinu síðar. þess skal getið að stórkostlegast gáfu þau: kona Gísla Olafssonar, ]>orsteinn Jjorkelsson, kona Guölaugs Kristjánssonar og ungfrú Kristín P'reysteinsdóttir. Allir sern veittu lið sitt, gjörðu það kauplaust og nægir pen- ingar fengust gefnir til þess að standast kostnaðinn; er það þeim mun lofsverðara þar sem enginn maður var beðinn að gefa neitt, heldur komu allir með gjafirnar af eigin hvöt. Er vonast til að börnin muni öll eftir þessari samkomu og hlakki j til þess að eiga von á annari eins um j næstu jól. I S L A N D . Mjólkurbúin í mesta blóma; eitt stofn- að í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og annað á Seli í saina hreppi. Hrepps- búar eiga það í félagi. Hið þriðja er á Kröggólfsstöðum í Ölfusi; fjórða > Arnar- bæli, fimta á Páfastöðum í Skagafirði. i Gert ráð fyrir að fjölga þeim í 1 5 með jo__200 kýr. Smjörpundið seldist í suniar á 76—7« aura. Indriði Einarsson hefir höfðað inál á móti Tryggva Gunn- arssvni fvrir meiðyrði í blaöagrein; B. M. I Olsen hefir annað mál á móti W. Ó. í Breiðfjörð fyrir sömu sök.—Jón Ólafsson j hélt nýlega langan og fróðlegan fyrirlest- í ur uin sjálfstjórn íslendinga. Hann fylgir hvorugum floknum; fyrirfesturinn á að prentast.—Dánir eru Garl Emel Ole Muller,Iyfsali í Stykkishólmi. Ari Finns- son > Saurbæ á Rauðasandi; Björn P. Hjaltesteð járnsmiður í Reykjavík; Árni Árnason í Kothúsum í Garði; Guðný Filippusdóttir á ísafirði; Elisabet Egilson í Hafnarfirði; Gróa Erlindsdóttir, ekkja Bjarna prófasts Sigvaldasonar, prests að Stað í Steingrímsfirði; Guðmundur Gísla- son í Reykjavík. “Heiinastjórn” heitir rit er stúdentar í Kaupmannahöfn hafa gefið út; ábyrgðarmaður er Finnur Jóns- 1 son háskólakennari, eindregið frelsisrit. Afskifti mentamannanna í Höfn af ís- landsmálum nú á dögum minnir talsvert á Fjölnismennina forðum. Isafoldar- afturhaldsklíkan bansýngur þá í hverju blaði með þeim kurteisis orðum sem hún er vön að velja öllum framfara- og frjáls- hugsandi mönnum. J>að eru sömu vlð- tökurnar, sem Fjölnismennirnir fengu hjá skammsýnum daufingjum, dáðlaus- um letingjum og flaðrandi stjórnsleikjum. En þeir létu ekki hugfallast og uppskeran kom síðar.—Danska stjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni veita íslendingum sem mest sjálfsforræði.—þjóðólfur hefir þýtt orðrétt að heita má ágæta grein úr Poletiken, sein heitir “ísland og Dan- mörk ”. Máli íslendinga er þar eindreg- ið haldið fram.—þeir séra Friðrik Frið- riksson og Ástvaldur Gíslason vinna af kappi að útbreiðslu unglingafélagsins í Reykjavík. —Stúdentafélagið í Reykjavík hefir ókeypis hús, ljós og hita í barna- skólanum til alþýðufræðslu í vetur. Björn Bjarnason frá Viðfirði hefir lokiö háskólaprófi í Norrænu.— brunnið hús Ólafs G. ísfelds á Vestdalseyri.—Dánir Gfsli Gíslason á Snæfjöllum og Jón Kon- ráðsson kaupm. Hjálmarssonar. Stór- kostlegt þilskipaútgerðarfélag myndað á Eyrarbakka; fjöldi manns hefir lagt í það -00—8000 kr.—Jörðin Árnakot í Borg- arhreppi á Mýrum nefnist hér eftir Gufá. __Jósafat Jónasson í Reykjavík semur ættartölur allra þeirra íslendinga, sem æskja, réttar og nákvæmar og selur fyrir 10--20 kr.; það er fróðlegt, gagnlegt og skemtilegt.—Sannfrétt er það talið að nýi íslands ráðgjafinn Alberti vilji veita íslendingum sérstakan ráðgjafa, búsettan í Reykjavík.—Af 56 kjósendum í \ est- mannaeyjum hafa 33 sent undirskrifaða beiðni til Jóns Magnússonar landritara um það að taka við þingkosningu á næsta sumri; mikill meiri hluti kjósenda vill því ekki hafa Valtý lengur.— Baróninn frá Hvítárvöllum sagður dauður; sagt aðhann hafi verið á ferð á Englandi félaus og alls- laus; ekki viljað beiðast hjálpar og ráðið sér bana.-Tafla til hægðarauka við marg- földun og deiling er nýkomin út eftir Ei- rík Briem; það er mjögmerk bók og kost- ar kr. 7.20. “Dagbladet” lýkur á hana lofsorði; segir að hún verði óefað þýdd á ensku, frakknesku og þýzku. JÓNAS PÁLSSON, music-kennari, á heima að 525 Sherbrooke Str. WlNNIPEG, MAN.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.