Dagskrá II - 22.05.1902, Page 3
DAGSKRÁ II.
3
VALDIMAR ÁSMUNDARSON.
Eru þar æfispor
ágæts manns
til grafar gengin.
Meö síöasta pósti barst sú fregn, að ný-
látinn er í Reykjavík þessi þjóðkunni og
alþekti blaöamaöur og rithöfundur. Hann
var þingeyingur aö ætt, fæddur 1852.
Var hann af bláfátækum foreldrum kom-
inn og naut aldrei á lífsleiðinni nokkurrar
skólafræðslu. En þó má þaö víst með
einsdæmum telja, hve prýðilega vel ment-
aður maður hann var, alveg af eigin ram-
leik og án þess að nokkur samferðamann-
anna ætti að því leyti nokkra hönk í baki
hans. það mætti skrifa langt mál um
Valdimar og æfistarf hans, en hér skal
þess aðeins minst, að hann var málfræð-
ingur hinn bezti, talaði og skrifaði 6—7
útlend tungumál, auk þess sem hann var
manna bezt að sér í íslenzkri tungu og
skildi æði mikið í latínu og grísku. Hann
var alla æfi mjög frjálslyndur í trúmálum
eins og í hvívetna. Hann var frömuður
að útgáfu “Fjallkonunnar” árið 1884, og
var ritstjóri hennar og útgefandi til dauða-
dags ; hefir hún að öllum jafnaði verið
fjölbreyttasta og bezta blaðið sem ís-
lenzka þjóðin hefir átt.
Island.
Skólahúsið á Möðruvöllum brunnið til
kaldra kola. Jón Hjaltalín misti þar alt
bókasafn sitt, og má að líkindum ráða að
það sé óbætanlegt tjón.—Ekki hefir Bragi
lagt frá sér hörpuna á íslandi ennþá. Nú
birtast kvæði í “Eimreiðinni” eftir fjögur
ung alþýðuskáld í Eyjafirði, öll býsna góð.
Fyrst er Jón þorsteinsson á Arnarvatni;
eitt kvæði hans heitir “ Smalavísur, ” og
eru þar þessi eggjunarorð :
‘ ‘þú skilur, bróðir, íslands ungi son,
með eggíhug.sem varla’ erþörfað brýna
það skilur hver frá Skjálfanda til Don,
þá skyldu blóðs að mölva hlekki sína. ”
Næst kemur Sigurjón Friðjónsson, bróð-
ir Guðmundar. I kvæðinu “Harpa”
kemst hann þannig að orði:
“þú vinur! sást ritað í fornum fræðum
um Freyju með eplið í gjöfulli mund,
að hver sem þess neytti fann eld í æðum
og eilífðar morgun í lund.
Enþað þarf ekki’ að grafa til gamalla
sagna,
því gróandi’ á allstaðar sömu hjú;
já, æskan á strengi, sem aldrei þagna
og enn fyllri tóna en þig grunar nú.”
þetta er vel sagt.—þá er Indriði þorkels-
son. Kvæði, er hann nefnir: “Áfram
lengra, ofar, hærra!” er með því bezta,
ær ég hefi séð lengi. þar er t. d. þetta:
Barnið vitkast, verður stærra,
vex frá reifum, gengur eitt;
þráin kallar , hærra, hærra,
hljóm þann bugar ekki neitt.
Og svo þetta:
“Grundin bundin gróðurtaugum,
getum nærri að vera má
hvimleið þeim, er allra augum
eiga fyrir ryki að sjá. ”
þetta er prýðilega sagt. Og ennfremur :
“Ein er líkn: að enn má bæta
axarsköft og mistök vor,”
eða:
“Gott er að vera ennþá ungur,
eiga í vændum langan dag;
numið geta nýjar tungur,
nýja siði og háttalag.”
Kvæði þetta flytur svo margar og heil-
brigðar kenningar að það ætti að vera á
hvers manns tungu. Loksins kemur Sig-
urður Jónsson frá Helluvaði. Eitt kvæði
hans er nefnist: “Sveitin mín, “ er undur
fallegt. þar er þetta:
“Alt það sem ég unni og ann
er í þínum faðmi bundið;
alt það sem eg fegurst fann,
fyrirberst og heitast ann;
alt sem gert fékk úr mér mann,
og til starfa kröftum hrundið;
alt það, sem ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið.”
það er enginn viðvaningsblær á ljóðagerð
þessara alþýðumanna; það er ekkert mold-
arbragð að hugsunum þeirra eða hugsjón-
um, þótt þeir séu aldir upp við rekuna;
þá ber búningurinn ekki vott um neina
andlega fátækt; málið og rímið hreinasta
ágæti, þótt þeir hafi aldrei á háskóla
gengið. þetta eru alt ungir menn og má
mikils af þeim vænta. Bragi unir sér
furðu vel á forna Fróni og ekki hrökkva
strengir hans þó frostið harðni; þeir eru
býsna vel stiltir í höndum íslenzku drengj-
anna, og ekki frýs moldin í aldingarði
Iðunnar þar eystra; epli hennarhafa sjald-
an veriö þriflegri en einmitt nú.
Kvennaskólinn var fluttur í fyrra frá
Ytriey að Blönduósi; vilja nú Norðlend-
ingar koma upp einum sameiginlegum
kvennaskóla fyrir alt Norðurland.—Einar
Hjörleifsson amast við því að bændur séu
sendir á þing; vill hafa þar tóma háskóla-
gortara.—Sigurður Hjörleifsson vill láta
byggja sjúkraskýli í hverju læknishéraði.
—Nýútkomið minningarrit Möðruvalla-
skólans með myndum og fjórum sönglög-
um eftir séra Bjarna þorsteinsson.—Ný
útkomin “Skólaljóð”; er það safn af
kvæðum handa börnum, er séra þórhall-
ur hefir valið.—Veitingamaðurinn á Siglu-
firði afsalað sér vínsöluleyfi; átti eftir 2
ár. Goodtemplarfélagið ætlar að senda
bænarskrá til Gránufélagsins um að
hætta líka; það er nú eitt um hituna.—
Vatnsdælir ætla að stofna rjómabú.—
Torfi í Ólafsdal í óbotnandi skuldum;
vilja sumir að honum séu veittar 30,000
kr. úr landssjóði.—Látinn Jón Grímsson
hafnsögumaður á Stokkeyri.—Sjómanna-
félag stofnað í Stykkishólmi, og heitir
“Ægir”, á það að styrkja ekkjur drukkn-
aðra sj ámanna.
“ BER ER HVER AÐ BAKI SÉR NEMA
BRÓÐUR EIGI.”
Eins og ekki er í frásögur færandi bygði
ég íveruhús í síðastliðnum mánuði handa
mér og fjölskyldu minni. Að afloknu
smíðinu heimsóttu okkur margir af nábú-
um okkar og færðu okkur að gjöf mikið
af húsmunum, og héldu í sambandi við
það skemtisamkomu, sem fór mjög mynd-
arlega fram. Sérstaklega viljum við til-
greina þrjár heiðurskonur, sem gengust
fyrir þessum samskotum : Mrs. G. Frið-
riksson, Mrs. A. Gunnarsson og Mrs. G.
Egilsson. Öllum hinum heiðruðu gefend-
um vottum við okkar innilegasta þakklæti.
Red Deer Point, Winnipegosis,
11. Apríl, 1902.
Guðni Guðbrandsson,
Sigurlína M. Hinriksdóttir.
LÍFIÐ ER HVERFULT
en hafir þú trygt líf þitt í
People’s Life
Insurance
Company
þá er eftirlifendum þínum borgið. Bréf
það er hér fylgir á eftir sýnir áreiðanleik
og hrein viðskifti félagsins og ætti að
vekja hvern einasta mann til athugunar
um gildi góðra lífsábyrgðarfélaga. Maður
sá, sem hér er um að ræða, dó skyndilega
úr lungnabólgu, og er það veiki sem allir
geta fengið og er mjög hættuleg. Láttu
þetta þér að kenningu verða og trygðu líf
þitt á meðan þú hefir góða heilsu.
VITNISBURÐUR BORGARSTJÓR-
ANS í OSHAWA.
Oshawa, Ont., 5. febr. 1902.
Til Peoples Life Insurance Company
Herrar mínir,—Mér er sönn ánægja að
skýra frá því og lýsa gleði minni yfir því,
hversu áreiðanlega og fljótt félag yðar
hefir greitt lífsábyrgðarupphæð þá, er J.
W. Davis hafði keypt hjá yður, samkv-
skýrteini No. 1008. þar eð það var
skylda mín að innheimta lffsábyrgðarféð,
sendi ég sannanir fyrir dauða mannsins 3.
febrúar og nú hefi ég veitt móttöku ávís-
un fyrir allri upphæðinni, sem er dagsett
4. febr. (einum degi síðar en sannanirnar
voru sendar.) Ég skal telja það mína
ljúfustu skyldu, að gjöra alt er ég get fyr-
ir jafnáreiðanlegt og trygt félag, sem ég
veit að félag yðar er.
Yðar einlægur,
Fred. L. Forth.