Fram - 01.03.1898, Blaðsíða 4

Fram - 01.03.1898, Blaðsíða 4
4 FRAM. eptir ár keyptur fyrir hærra verð hér 4 staðnum, en kaup- endurnir geta sjálfir fengið fyrir hann í útlöndum. Gamalt og ngtt. r ffi dag eru liðin 10 ár frá stofnun „kaupfélags ísfirðinga11. -— Félagið var stofnað á fundi, sem haldinn var i hinu svo nefnda „norska hakaríi11 hér á Isafirði 16. marz 1888. Þeir menn, sem fyrstir gengu i „kaupfélag Isfirðinga11, og nefnast mega stofnendur þess eru; Sýslumaður Skúli Thoroddsen á Isafirði. Sigurður Stefánsson, prestur i Yigur. Jakob Rósinkarsson, hóndi í Ögri. Guðm. Oddsson, hóndi á Hafrafelli. Magnús Bárðarson, hóndi í Kálfavik. Jón Einarsson, hóndi á Garðstöðum. Guimar Halldórsson, alþm. í Skálavík. Jón Sigurðsson, hóndi á Stað. Þórður Jónsson, hóndi á Laugahóli. Guðm. Bárðarson, hóndi á Eyri. Guðm. Svdnsson, hóndi í Hnífsdal, og Guðm. Rósinlcarsson, hóndi í Æðey. Af þessum 12 stofnendum félagsins eru 9 enn á lífi. og allir meira eður minna við félagið riðnir, en þessir 8 eru látnir: alþm. Gunnar Halldórsson (f 1894), oddviti Jakob Rósinkarsson í Ögri (•}• 1894), og Jón bóndi Sigurðsson á Stað (f 1892). * Alþm. Gunnar heitinn Halldórsson í Skálavik var kosinn í stjórn félagsins við stofnun þess, og jafnan síðan endur- kosinn, unz sú breyting var á gjör, að félagsstjórnin var falin einum manni frá byrjun ársins 1893. —• Hann. var jafnan einlægasti og ótrauðasti styrktarmaður félagsins, eins og yfir höfuð allra þeirra fyrirtækja, er héraði þessu miðuðu til framfara, svo að ljúft má félagsmönnum vera að minnast hans á þessu 10 ára afmæli félagsins. Þegar „kaupfélag, ísfirðinga“ var stofnað, þá hefir lík- lega enginn af stofnendum þess, þrátt fyrir áhugann, sem þá var í mönnum, þorað að spá því, að félagið næði þeim aldri, sem raun er á orðin, því að ýmsar sams konar félags- stofnanir, eður samtök, höfðu áður verið reyndar liér í hér- aðinu, og aldrei átt sér aldur einu eða tveim árunum lengur. „Þér skuluð sanna það, að það er ómögulegt, að halda saman félagsskap hjá ísfirðingum, því að þeir eru svo svik- óttir og óskilsamir11, munum vér, að einn mikilsvirtur ís- firðingur sagði við oss um þær mundir. Og væru þeir efahlandnir í trúnni, sem fyrirtækinu vildu vel, þá voru þeir ekki síður vongóðir hinir, sem fé- laginu óskuðu falls. — En „opt lifa þeir lengst, sem með orðum eru vegnir'1, og svo hofir reynzt með „kaupfélag ís- firðinga" til þessa, þótt eigi hafi jafnan erfiðislaust verið. I þau 10 ár, sem „kaupfélag ísfirðinga11 hefur staðið, hefir verzlunar-„umsetning“ þess alls verið um 950 þúsundir króna, og geri maður ráð fyrir, að hagnaðurinn af viðskipt- um manna við félagið, borið saman við verzlun kaupmanna, hafi að meðaltali numið 250/0, þá verða það um 237 þús. króna, sem kaupfélagsskapurinn hefir beinlínis sparað hér- aðinu í þessi 10 árin, sem hann hefir staðið; og má það þykja dálaglegur skildingur. En þegar lítá er á gagnsemi kaupfélagsskaparins, þá er á fleira að líta, en á þann heina hagnað, sem félagið hefir unnið felagsmönnum sínum. -— Hinn hagnaðurinn er og mikill, sem í því er fólginn, að ýmsir efnamenn hafa þessi árin (þótt þeir kann ske þakki félaginu það misjafnt) getað komizt að miklu hetri verzlunarkjörum hjá kaupmönnum, en þeir áttu áður að venjast, auk þess er kaupmenn hafa að sumrinu, meðan félagsskipin hafa verið hér, boðið kol, og ef tíl vill fleira, fyrir félagsverð. — Þannig hefur félagið einnig unnið þeim mikið gagn, I, 1. sem lítið eða ekki hafa styi-kt það, ýmist fyrir vilja- eða getu-leysi. Margar skráveifur hafa mótstöðumenn félagsins reynt að gera þvi þessi liðnu 10 árin, ár eptir ár sömu vefirnir ofnir, sömu snörurnar lagðar, og sami rógurinn endurtekinn.. — Leiðindum nokkrum kann slíkt að hafa valdið á stund- um, en „vaninn gefur listina", og bítur þess konar þvi minna á, sem optar er endurtekið. Af deildarfulltrúum þeim, sem nú eru starfandi fyrir „kaupfélag Isfirðinga11, eru þeir: Guðm. oddviti Oddsson á Hafrafelli, hrepþstjóri'Asgeir Guðmundsson á Arngerðareyri, og Björn kaupmaður Guðmundsson á Isafirði, elztir í tigninni„ hafa gegnt deildarfulltrúastörfum frá hyrjun ársins 1890. Mikið voru menn, sem vonlegt var, fáfróðir og deigir í verzlunarsökunum fyrstu kaupfélagsárin. — Arið 1889 var það t. d. fyrst eptir talsverða rimmu á fundi, að afráðið var- að ráðast í það stórræði, að félagið pantaði saltfarm frá út- löndum, með því að sumir félagsmanna fylgdu því þá fram,. að slíkt myndi með engu móti horga sig, saltið verða dýr- ara, en í verzlununum ! Nu eru þeir ekki margir, sem álíta slíkt áhættu, „Kaupfélag Isfirðinga11 hefir verið eitt af þeim fáu ísl.. kaupfélögum, sem hagað hafa viðskiptum sínum í útlöndum þannig, að þau hafa borgað skuldir sínar að fullu að haust- inu, og optast fengið talsvert í peningum, er reikningar voru gerðir upp. Undantekningu frá þessari góðu og nauðsynlegu reglu hefir félagið þó gort síðasta árið, þar sem allar deildir þess eru nú í meiri eða minni skuldum, sem sumpart stafa af tapinu á málfiskinum, en að miklu leyti af of ógætnum pöntunum manna. Ef félagsmenn og deildarfulltrúar fylgdu nákvæmlega þeim reglum, sem „Kaupfélag Isfirðinga11 hefir sett, aú „pantað sé eptir kaupstaðarverði á fiski og útlendum varn- aði næsta ár á undan11, þyrfti vart að óttast, að félagið lenti nokkuru sinni í skuldum í útlöndum, enda myndi félags- mönnum það og notadrýgra, að eiga heldur inni í félaginu, er félagsreikningar eru upp gerðir. ÍSAFIEÐI 16. MAltZ ’98. „Kaupfélag Isfirðinga" heldur aðal-fund sinn 18. þ. m. í húsum S. Thorsteinsen hafnsögumanns, og hefst fundur- inn á liádegi. — Mælt, að ýmsir andstæðingar félagsins séu all-kjankvisir, og krunkaralegir við félagsmenn ýmsa þessa dagana, og hafi jafn vel vonað, að félagið hætti; en ekki verður þeim að þvi, þó að félagið verði í ár í smáum stýl, vegna aflaleysis o. fl. Karlmannafatnaflir. Mikið af all.s konar karlmannafatnaði fæst í -húsi ritstjóra blaðs þessa. — Yerð: 15 kr., 18 kr., 22 kr., 26 kr., 28 kr., 30 kr., 34 kr., 36 kr. Hvergi ódýrari fatnaði að fá. Enn fremur talsvert af jökkum og bux- um úr stakka-efni og fataleðri. NÝ KOMIÍ aiis konar skólatnaöur fjn’ir karlmenn, kvennfólk og börn. Fæst i húsi ritstjóra blaðsins „Fram“. Ritstjóri: Skúli Thoroddsen. PrcntsmiÖja ,.I>jóðviljans ungau.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/176

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.