Fréttablaðið - 06.11.1914, Side 2

Fréttablaðið - 06.11.1914, Side 2
Frbl. 90 Jafnframt því, að skýra hérmeð hinni háttvirtu bæjarstjórn frá þessum ár angri af viðleitni okkar í ofangreinda átt, leyfum við okkur að spyrjast fyr ir um hvert bæjarstjórnin muni ekki fús á að taka málið til meðferðar og láta gera þær breytingar á brunavörn- um bæjarins sem nauðsynlegar eru til þess að iðgjöldin fáist lækkuð. Eftir því sem útlitið er nú virðist okkur sennilegt að íbúðarhús úr timbri fáist vátrygð fyrir kr. 7.50 af þúsundi f stað kr. 10.50 af þús sem nú á sér stað. Að öðru leyti gefum við með á- nægju þær upplýsingar sem við get- um eftir því sem bæjarstjórnin kann að óska. Virðingarfylst. P. V. Jónsson. Jón Stefánsson « Allmiklar umræður urðu út al þess- ari málaleitun, og viðurkendu bæjar- fulltrúarnir þá þörf, er væri á því, að brunavarnir Akureyrar yrðu tekn- ar til athugunar. Var samþykt að lok- um, að kaupa þrjá slönguvagna, til notkunar ef eldsvoða bæri að höndum, en engar fastar ákvarðanir teknar þá um brunalið. Bærinn stendur mjög vel að vígi með að koma hér á bruna liði, því bæjarfógetinn hefir fulla reynslu í þeim eínum, frá þeim tíma er hann var borgarstjóri í Reykjavfk og kom föstu skipulagi á brunavarnir og brunaliðið þar, sem sfðan hefir reynst mjög vel. yikureyri, Gestir í bœnum. Frú Svanhildur Jör- undsdóttir í Ólafsfirði, Jóhann Wat' hne og Stefán Böðvarsson verzlunar menn á Seyðisfirði. Húseign dánarbús Guðlaugs sýslu- manns Guðmundssoar ásamt hinni miklu lóð sem er umhverfis var seld í gær við opip.bert uppboð Hæstbjóð- andi varð Sigurður Fanndal veitinga- maður. Valgerður Ólafsdóttir Hafnarstræti 100 kennir Útsaum og selur ýmislegt áteiknað L ö g m e n n. Böðvar Jónsson yfirdómslögmaður Hafnarstrœti 102. — Simi 12. Biörn Líndal yfirréttarmálaflutningsmaður Brekkugata 19, — Simi 57. Júlíus Havsteen yfirréttarmálaflutningsmaður Strandgata 37. - Simi 93. St údentafélagið hefir f hyggju að koma á aiþýðufyrirlestrum hér í vetur og væri vel að það gæti tekist. Fé- lagið á ýmsum þeim mönnum á að skipa sem eru færir til þess starfs ef að þeir geta gefið sér tíma til slíks fyrirlestrahalds vegna annara starfa sinna. At/alaust er með öllu hér á Pollin- um Verzlun Sn. Jónssonar fekk í gær nokkuð af nýjum fiski frá Siglufirð og seldi bæjarbúum í dag og væri gott að framhald yrði á. Bezta og tryggasta brunabótafélagið er „Nordisk Brandforsikring.“ Umboðsmenn á Akureyri: P. V. Jónsson & Jón Sfefánssorj

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/178

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.