Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 22.10.1915, Qupperneq 3

Fréttir - 22.10.1915, Qupperneq 3
[22. okt. FRETTIR 85 FRÉTTIR koma út á hádegi hvern dag. Ritetjéri: Einar Gunnarsson. Hittist daglega heima (Lanfásv. 17) kl. 3-4. Sími 528. Afgreið8lan er í Aðalstræti 8 uppi, gegnt »Reykjavíkurkaffi«, opin kl. 11—3 og 4—6. Sími 529. Auglýsingar má aihenda í afgreiðsluna eða i prentsm. Gutenberg, Sími 471. Einnig er tekið við smáauglýsingum (gegn borgun) virka daga: í tóbaksbúð R. Levi’s. til kl. 11 siðd. og verzl. Kaupangi til kl. 8 síðdegis. Til M. Hansens skólastjóra, á GO ára afmæli hans. Heill og samúð syngjum rekk sextíu er fyllir árin! Æskan honum forðum fékk ferðagullin mörg og þekk, úr þeim síðar ekkert gekk, eru heil,- og spöruð tárin. Heill og samúð syngjum rekk sextíu er fyllir árin. Góði vinur, glaðan dag gæfan þig til frama leiddi. Sumarmorgun, sólarlag sungu þér sinn óskabrag. Auðna studdi allan hag, ekki hrjóstur fót þinn meiddi. Góði vinur, glaðan dag gæfan þig til frama leiddi. Það er bjart í allri átt yfir þessum heiðursdegi. Vinum þínum verður kátt við að þakka stórt og smátt. Traustið vort og ást þú átt. Eru ljós á förnum vegi. Massagelæknir Heima kl. 6—8 e. m. — Sími 394. Garðastræti 4 (uppi). Massage - Rafmagn - Böð Sfiíkraleikfimi. „NAP0LE0N“ heitir besti vindillinn fæst i LIVERPOOL Reynið hann. Það er bjart í allri átt yfir þessum heiðursdegi. Um þig verið hefir hljótt. Hygni stýrði gætnu orði, sameinaði þrek og þrótt þrautseigju og festugnótt. Margur hefir sóma sótt sinn að þínu mentaborði. Um þig verið hefir hljótt. Hygni stýrði gætnu orði. Hefir annar æðrulaust aldarfjórðung stjórnað skóla, mildur unnið allra traust, enst svo vorið fram á haust, geymt í brjósti barnsins raust, borið Ijós í myrka hóla? Hefir annar æðrulaust aldarfjórðung stjórnað skóla? Signi þjg við sólaryl sigurdís og kærleiksandi. Starfa enn þá oss í vil yfir fjöllangt tímabil. Altaf verða akrar til ósánir i þessu landi. Signi þig við sólaryl sigurdís og kærleiksandi. Hallgr. Jónsson. Óvenju arðsöm síldyeiði Norðmanna Yið island. Bæði veiðin og verðið meir en helmingi meira en í fyrra. Sum skipin veiddu fyrir 50 000 kr. Nú er í ár lokið sildveiði við ísland og veiðiskipin komin heim með óvenju mikinn hagnað. Það er ekki einungis svo að veiðst hefir helmingi meira en í fyrra, heldur er verðið einnig meir en tvöfalt hærra og er því veiðin samtals ekki svo fárra miljóna króna virði. Aldrei hafa svo margir Norð- menn stundað veiðina sem í sum- ar, þrátl fyrir óvenju dýran út- búnað og mikla áhættu. Ætla menn að norsku skipin hafi ver- ið 190 talsins. Mest af flota þessum voru gufu- skip og mótorskip en aftur mjög fá seglskip. Af þessum skipum áttu ein 90 heima í Álasundi og hitt aðallega í syðra Bergenhús og Haugasundi og þar í grend. Veiðin er alls 208 000 tunnur. í fyrra var veiðin 84 000 tn.; ár- ið 1913 114 000 tn., 1912 54 000 tn. og 1911 31 000 tn. Af veiðinni er í ár flutt meira heim til Noregs en nokkru sinni áður, og verðið er meir en tvö- falt við venjulegt verð. Nokkur snirpinótar gufuskip segjast hafa veitt fyrir 35—50 þúsund krónur og hlýtur þar að vera góður ágóði, þó útgjöld væru mikil. Þvi miður hafa nokkur skipin verið að veiði í landhelgi og verið þessvegna sektuð um 1000—1500 krónur. (Eftir Tidens Tegn). Ein á ferð í Kína. (Frh.) Við vorum komin út fyrir þær bygðir þar sem árnar eru brúaðar; yfir þessa á var farið á wupan, stórum, grunn- um, flatbotnuðum bát, með palli í miðju, fyrir kerrurnar. Múldýrum og ösnum var ýtt út á þennan farkost, með sam- einuðum átökum allra viðstaddra, að undanteknum hinum feita matsala; hann stóð 1 dyrunum og horfði á að- farirnar. Þegar að þvl kom, að hrinda mín- um gripum út á þetta nýstárlega ferju- tól, gerði eitt múldýrið þar á skjótan enda, sló á allar hendur, reif sig af þeim sem néldu því og þaut út í busk- ann. í gegnum sandrokið sá eg öðru hvoru hvar það fór í loftinu, og milli tíu og tuttugu manns á eftir því. Öðr- um ökusveininum kom þá ráð f hug, hann stökk á bak einu múldýrinu og hleypti þvf, en hans ferðalag stóð ekki lengi, dýrið virtist vera í sama ham og veðrið, selti undir sig höfuðið og þang- að til sá sem á því sat, fauk af baki, og eftir það var tvö dýr að handsama í snndbylnum. Mér virtist næsta lik- legt, að þau mundu nota sér frjáls- ræðið til að strjúka sína Ieið til Pek- ing, og var að hugsa um það, meðan eg var ferjuð yfir vatnsfallið, hvernig eg gæti haldið áfram ferðinni, og hvort strokuskepnur væru færðar útlendum ferðamönnum til reiknings 1 Kína. En eftir tveggja stunda eltingaleik, náðust múldýrin, storminn lægði og eg hélt áfram ferðinni, en svo lengi höfðum við tafist, að ekki var til að hugsa að uá náttstað, þar sem ráð var fyrir gert, Heilsan og kuldinn. 55 amans og örvar hjartastarfið svo að blóðið rennur hraðara um æðarnar, og varnar þvi, að líkamshitinn minki þó að kalt sé um- hverfis, en ef vér þar á móti höldum kyrru fyrir úti i kulda, þá verðum vér brátt varir við áhrif hans. Gætir þeirra fyrst á þeim pörtum líkamans, sem mest mæðir á og sem blóðið nær seinast til vegna þess að þeir eru lengst frá hjartanu, en það eru hendur og fætur, nef og eyru. Verða menn þá að varast að láta sigrast af svefndrunga þeim, sem sækir á marga þegar svo stend- ur á, því að hann ber vott um minkandi lifsafl. Svefninn getur við slík tækiíæri vald- ið kalí og drepi á ýmsum limum líkamans og jafnvel dauða mannsins ef svo ber undir. Hin aukna hitaframleiðsla, sem likaman- um er nauðsynleg um vetrartímann, gerir aftur vart við sig hvað fœðuna snertir og samsetning hennar. Það verður að fjörga og flýta fyrir efnaskiftingunni svo að nægur hiti fáist til að halda henni við. Matarlyst- in eykst. En það er ekki eingöngu að mál- tíðirnar þurfi að vera iburðarmeiri, heldur verður einnig samsetning þeirra að svara til þarfanna. Feitmeti og kolvetni skipa þar öndvegið. Eskimóar eru vanir að éta ósköpin öll af lýsi og er þeim það nauð- synlegt til þess að halda heilsu og verjast óbliðu náttúrunnar í heimskautalöndunum. 56 Dýrin á norðurhjara heims eru búin þykku fitulagi eða spiki til verndar hinum innri og viðkvæmari líífærum. Varnar það ekki að eins ofmiklum hitamissi, en er líka nokkurskonar forðabúr þegar skorturinn kreppir að. Mörg þeirra dýra, sem dvelja hjá oss vetrarlangt eða liggja í dvala, lenda i fóðurskorti og lifa þá mánuðum saman á sinni eigin fitu til þess að halda við eðlis- hitanum. Megrast þau þá sýnilega þangað lil vorgróðurinn kemur. Lifsþróltur gerlanna minkar einnig tals- vert í þurru og köldu veðri og af þeim á- stæðum geymast matvæli vor, eins og vér vitum, mæta-vel í frosti. Klakinn heldur sér og jarðvegurinn þornar þegar rakinn i honum írýs. Ekki gegnblotna þá heldur skórnir okkar. Þegar þar við bætist, aðvér klæðum oss i hæfilega mikil og hentug íöt svo að likaminn hafi nægilegan og þægileg- an hita, þá virðist lítil ástæða til að veikj- ast af innkulsi eða bleytu þó vér séum á gangi úti, en þetta horfir öðruvisi við þeg- ar vér höfum lokið göngu vorri ogsetjumst svo inn i upphitað herbergi. Þegar frost er úti, þá er að jafnaði 20 stigum heitara inni i upphituðum herbergjum en úti, og nú verður likami vor að laga sig eftir þessum snöggu umskiftum alt í einu. Þá getur auð- vitað borið svo til, að oss verði eitthvað 57 meint við hina skyndilegu og hastarlegu breytingu á hitanum umhverfis okkur. Slímhimnur þær, sem þekja opin á lik- ama vorum, eru mjög næmar fyrir hita- breytingum og verða því oft fyrir þungum áföllum af skyndilegum breytingum hita og kulda. Blóðsóknin til þeirra og útsvitun frumhylfanna svarar þá ekki alla jafna og undir eins til þess, sem heimtað er af þeim venju fremur. Þær missa starfsþrótt og verða veikari fyrir árásum skaðlegra gerla, svo að þær örmagnast fyr en ella og er þá kvefið i byrjun. Þess vegna er svo hættvið kvefi og hósta, og þess kyns kvillum þegar mjög er heitt eða kalt og þaðan stafa hinar tíðu lungnabólgur í mikilli hita- eða kulda- tíð. Það er ekki hin smávaxandi og lang- varandi bleyta eða kuldi, sem þá veldur veikinni, heldur hin snögga og mikla hitá- breyting í þurrum staðviðrum. Liffæri þau, sem loftið leikur um, einkum hörundið, verða þá viðtökustöðvar sóttkveikjunnar. Hins vegar þarf enginn að óttast að anda að sér köldu lofti. Andrúmsloftið hitnar á krókaleið sinni gegn um nefið eins og í ofnpípu og er nærri búið að ná líkams- hitanum áður en það snertir hina við- kvæmu slimhimnu hálsins, barkans og lungnanna. Þess vegna þola þeir ver að anda að sér köldu lofti, sem eru stíflaðir

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.