Fréttir - 26.03.1916, Page 2
474
FRÉTTIR
marz.
íslensku símamennirnir.
Eflir
H. de Vere Stacpoole.
(Frh.).
Gísli sat við stýrið, Magnús var við vélina
og Eiríkur hagræddi veiðarfærunum. Máfarn-
ir eltu þá, flugu yfir bátinn og hurfu svo út
í veður og vind. Þeir sigldu fram hjá skerj-
um, sem vóru alþakin ritum. Flugu þær upp
þúsundum saman og görguðu og skræktu í
sífellu.
Tæpa viku sjáfar komu þeir að Máfakletti.
Hann var hvorttveggja í einu, bæði ey og
eyðisker og einmanlegasti bletturinn á öllum
sjónum.
Máfakleltur var til orðin löngu fyrir manns
minni og mun standa þegar mennirnir eru
liðnir undir lok. Einu sinni var kletturinn
I
bergrisi mikill, en nú er hann orðinn að dverg
fyrir áhrif vatns og veðurs um þúsundir alda.
Stuðlabergið gnæfir tíu til fimtan faðma í
loft upp, en efst uppi eru grasi vaxnir hólar
og dældír. Niður við sjávarmál eru hellar
margir, sem sjást um fjöru, en sunnantil er
íjöruborð og þar upp af hellir, sem sjórinn
gengur ekki upp i.
Ekki síga menn hér í bjarg þó að alt sé
krökt af fugli. Fer ilt orð af Máfakletti og
heyrast þar stunur og undarleg óhljóð þegar
hásjávað er. Það er sjórinn, sem streymir
þá inn í hellana og hljómar eins og hafgíu-
söngur í eyrum alþýðunnar, einkum þegar
þoka og myrkur bætast við.
f vetrarbyljunum heyrast óhljóðin alla leið
inn í Skarðsstöð þegar Ægir og Máfakletlur
eigast við. Öidurnar skella á kleltinum, en
hann tekur knálega á móti og verst þeim
þangað til þær falla og verða löður eitt, en
sædrifið leggur langt í loft upp.
Eiríki varð starsýnt á Máfaklett þegar þeir
fóru fram hjá honum. Fanst honum hann
hafa séð hann áður, en það hlaut þá að hafa
verið í draumi, því að þetta var í fyrsta skifti,
345
andi frægð fyrir handlækningar sínar, held-
ur var haon og hinn mesti öðlingur, hjálp-
fús og góður hverjum 'manni. Sáu læri-
sveinar hans ekki sólina fyrir honum. —
þáði hann ekki kenslueyri af fátækum nem-
endum og studdi þá auk heldur til námsins á
allar lundir. Hann var auk þess mann-
þekkjari í bezta lagi og kunni lag á hverj-
um einum, sem hann átti við. Skulu sagð-
ar hér af honum tvær sögur því til sönn-
unar og eru báðar áreiðanlega sannar.
Einu sinni þurfti hann að holdskera 12
ára gamlan dreng, en strákur tók því fjarri,
hrein og hljóðaði og barðist um á hæl og
hnakka. Gátu hvorki hjúkrunarkonurnar
né móðir hans neinu tauti við hann komið.
Þá gekk Nuszbaum inn í skurðarsalinn, vék
sér óðara að rúminu, leit á drenginn hin-
um stóru bláu augum sínum og spurði
hann rólega: »Jæja, góði, Iangar þig i öl?«
»Já, það held eg nú«, svaraði stráksi og
glaðnaði heldur en ekki yfir honum.
»Nú, taktu þá eftir«, svaraði prófessorinn.
»Þú skalt fá heila könnu af öli ef þú verð-
ur góður og lætur skera þíg. María systir
skal sækja það handa þér«.
Þá hló strákur út undir eyru og kallaði:
»Eg skal vera góður« og þoldi því næst
skurðinn eins og hetja, þó að ekki væri
hann mjög lítilfjörlegur.
sem hann kom til Breiðafjarðar. Þeir vörp-
uðu akkeri hálfri sjómílu þaðan á grunni
nokkru á fjögra faðma dýpi, köstuðu út fær-
unum og fóru að keipa.
Kyrðin var átakanleg eftir alt skröltið í
vélinni og heyrðist ekkert annað en gargði í
máfunum iangt frá skerjunum fyrir sunnan
Máfaklett. Ströndin sýndist vera langt undan
og loftið var svo tært, að fjallatindar, sem
vort óraveg í burtu, sáust glögt bera við
hitnininn.
Langt til útnorðurs sáust seglin á frönsk-
um fiskiskútum nokkrum.
Enginn þeirra mælti orð frá munni, en þeir
sátu og reiktu og hugsuðu ekki um annað
en færin og sjálfa sig.
Meðan Eiríkur var að keipa hvarflaði hug-
ur hans heim í Skarðsstöð til fólksins þar.
Paningar þeir, sem bárust óvænt upp í
hendurnar á honum, höfðu valdið alls konar
byltingum í huga hans og vakið metnaðar-
fýsn hans. Það kann enginn að segja hvað
með manninum býr fyr en hann hefir kom-
ist í kynni við gullið. Fyrir einum mánuði
var Eiríkur ánægður með kjör sín og stöðu
og hugsaði ekki um annað en símaþráðinn,
en þelta breyttist við þúsundirnar. Og Ólaf-
ur hafði nærfelt sömu áhrif á hann og pen-
ingarnir og æsti hug hans.
Hann var ómannblendinn að náttúrufari
og hafði skömm á hóli og hrósyrðum ann-
ara, en honum var ekki síður ílla við lítils-
virðingu Ólafs.
Ólafur hafði ekki boðið honum sæti, en
hann var klæddur eins og heldri maður og
tamdi sér háttu þeirra. En það var ekkert
annað en yfirvarg. — Hann var almúgamað-
ur í raun og veru, getinn og borinn af al-
múganum og samt stóð hann skör liærra en
daglaunamaðurinn.
Þá var Svala honum ekki síður til ásteyt-
ingar. Hún var ekki fremri Magnúsi í neinu
og fædd í sama rúminu, ef svo mætti að orði
kveða — en hvernig bar hún sig? Hún var
klædd eins og drottning og hafði á sér hefð-
346
Öðru sinni gerði hann skurð á prinsessu
frá Bavern og sendi henni allháan reikning
fyrir viðvikið. Prinsessunni þótti reikningur-
inn of hár, svo að hún fór sjálf á fund pró-
fessorsins og bað hann að lækka upphæðina.
»Það tek eg ekki i mál, yðar konunglega
tign«, svaraði Nuszbaum. »Eg hefi fastá-
kveðið verð, sem er miðað við efnahag
sjúklinga minna. Eg lek ekkert af fátæk-
um, eitthvað af þeim, sem eitthvað eiga og
mikið af þeim, sem ríkir eru. Þetta er alls
ekki of há borgun fyrir jafnríka prinsessu
og yður«.
»Fyrir svona lítilfjörlegan skurð!«
»Skurðurinn var alls ekki svo lítilfjörleg-
ui, því að hann hefir þó bjargað lífi yðar.
— Lítið þér á, prinsessa góð. Peningunum
verður vel varið, því að ekki ætla eg að
ágirnast þá. ,En þegar eg lækna prinsessu
þá ætlast eg til að tíu fátækir nemendur
geti haldið áfram námi sinu í eitt ár fyrir
borgunina«.
Prinsessan varð að borga reikninginn.
Ciktúrnr rikismanns.
Það getur naumast eins undarlegan pen-
ingamann og herra Elí Hawkins, sem átti
arkvenna sniðl Hann var æfur yfir þvf að
hún skyldi líta smáum augum á Magnús at
því að Magnús var jafningi hans og lítils-
virðing sú, sem hann ímyndaði sér að hún
sýndi Magnúsi, kom eins niður á honum
sjálfum.
En þá datt honum nokkuð nýtt í hug þar
sem hann sat þarna við færið og tottaði píp-
una, og það var eins og einhver illur andi
hvíslaði í eyra honum:
»Hvers vegna læturðu ekki alvöru fylgja
gamninu, sein hraut þér af vörum í gærkvöld?
Reyndu að ná í hana sjálfur og bola Ólafi
burtu og lofaðu henni að þú skulir giftast
henni ef ekki er annars kostur. Það skiftir
engu hvernig að er farið ef þú aðeins getur
náð þér niðri á þessum feita durg«.
Kvennhatur hans reið als ekki í bága við
þessa nýju hugmynd hans, heldur þvert á
móti. En hugmynd og framkvæmd er sitt
hvað og þegar hann liafði hugað þetta
litla stund, þá vék hann hugmyndinni á bug
eins og þegar maður Iætur skjal ofan í skúffu
og geymir það til seinni tímanna.
Alt verður að þoka þegar fiskurinn er við
færið, alt og allir, — þó að það væri kóng-
urinn sjálfur.
Magnús hafði lent í einhverri beituhít, því
að það át af hjá honum hvað eftir annað.
Hann var ná að beita öngulinn einu sinni
enn, en þá var alt í einu sem sjálfur Mið-
garðsormur hefði hlaupið á færi Eiríks og
hygðist að slíta það úr höndum honurn. Bát-
urinn hallaðist á stjórnborða og færið rann
út um stund, en svo stríkaði á því aftur og
var nú þanið eins og bogastrengur.
»Eg held því«, sagði Eiríkur. »Nei, þarna
fór það!« Færið slaknaði, en það var að eins
eitt augnablik, því að þegar hann dró það
til sín, þá fann hann einhvern mikinn og
hreyfingarlausan þunga eins og eitthvað hefði
flækst í færið. Það var gömul og geðstirð
spraka. (Frh,)
Prentsniiðjan Gutenberg.
347
ógrynni auðæía en dó i fátækt. Ganga enn
þá margar sögur af tiktúrum hans í Kalí-
forníu.
Þegar Hawkins var orðinn fertugur Og
margfaldur miljónarí, þá ferðaðist hann
einhverju sinni með konu sinni frá San
Þranziskó til Los Angelos og hafði með
sér 800 000 dali (dollara) i skíru gulli í
stórri skinntösku. Var það ætlun hjónanna,
að. því er þau sögðu, að eyða þessum litla
hlut eigna sinna svo fljótt sem auðið væri,
og mun mönnum í Suðurkalíforníu lengi
verða minnisstætt, hvernig þau komu þess-
um peningum i lóg.
Hawkins keypti 300 ekrur af hrjóstrugu
landi í Los Níetosdal og réðist þegar i að
gera þessa eyðimörk að aldingarði. Réði
hann fjölda manns í vinnu og gerði út
sendimenn í allar áttir til þess að kaupa
fullvaxin tré, er sumpart áttu að veita skjól
og skugga og sumpart að vera til prýði. —
Lét hann smíða vagna til að flytja þau á
og gróðursetti þau síðan á landareign sinni.
Þá voru langar lestir vagna, sem fluttu grjót
og mold til og frá um landið til þess að
mynda þar af fjöll og dali. Hæðir og hell-
ar, tjarnir og ár mynduðust þarna á auðn-
inni á nokkrum dögum eins og af einhverj-
um kyngikrafti alt þangað til að eyðimörk
þessi var orðin að indælum aldingarði á