Fréttir

Issue

Fréttir - 09.04.1916, Page 2

Fréttir - 09.04.1916, Page 2
496 FRÉTTIR [9. apríl. íslensku símamennirnir. Eflir H. de Vere Stacpoole. (Frh ). Hann gekk svo til gistihússins og hitti Magnús þar himinglaðan. Hafði hann náð sér i flösku með einirberjabrennivtni og reykti nú og drakk. Lá svo vel á honum að hann gleymdi að spyrja Eirík hvar hann hefði verið. Eirkur fór að snæða, en honum þótt einir- berjabrennivín ekki gott og vildi því el^ki setjast að drykkju með félaga sínum. Ræddu þeir fram og aftur um ýmislegt þangað til að skáldskaparandinn kom yfir Magnús og hann fór að hafa yfir vísuna, sem einu gilti hvort faríð var með aftur á bak eða áfram. Þá gekk Eiríkur til hvílu, því að hann hafði ekkert gaman af kveðlingum. Hann var einn í tölu hinna hagsýnu íslendinga, en þeir líta smáum augum á hagyrðingana — og hafa þá oftast uær í hendi sér. X. Hafísjakinn. Það fór heill mánuður í það að koma húsi þeirra Eiríks i lag og stækka þurkvöllinri og stundaði Gísli sjóinn þann tíma ásamt syni sínum og frænda sínum eirium. Höfðu \þeir lóðir og öfluðu ágætlega. Þeir lögðu lóðun- um um hálffaliið og létu þær liggja í sex tima með dufl við hvorn enda. Rendu þeir hand- færum meðan Ióðirnar lágu, gerðu að fiskin- um og þurkuðu hann á þurkreit Gísla. Gat Ólafur haft sér það tij ánægju þegar hann gekk til skrifstofu sinnar á morgnana, að sjá hve fyrirtæki þeira miðaði vel áfram. Ólafur hafði lagt fölur á alt það betizín, sem til var í Skarðsstöð og brást Eiríkur svo við því, að hann útvegaði sér nægar birgðir af því frá Reykjavík. Hann var búinn að höggva æðistórt skarð í þessar tíu þúsund krónur, en þeiin peningum áleit hann vel varið. Eiríkur var nú orðinn fremsti maðurinn í Skarðsstöð næst þeim Ólafi og Stefáni. Kaup- maðurinn og bakarinn voru ef til vill rikari, en þeir voru ekki í jafnmiklum metum og þessi nýkomni maður, sem kom þangað öllum á óvart til þess að keppa við Ólaf og var auðsjáanlega i miklum uppgangi. Mönnum geðjaðist vel að framkomu hans við Gísla og eins að þvi, hvernig hann hafði komist yfir húsið. Þó vóru nokkrir nöldr- unarseggir, sem spáðu því að hann mundi kollhlaupa sig þegar fram í sækti. Ert skemtilegast af öllu var það, að ekki lét Ólafur þetta á sér festa og hélt áfram að umgangast þá Magnús og Eirík eins og ekk- ert hefði í slcorist. Magnús var skyldur unn- ustu hans og vildi hann því ekki verða til þess að kveykj^ ófrið á heimilinu. Auk þess var Ólafur ekki gjörsneiddur öllum skörungs- skap og bar hann engan óvildarhug til Eiríks. Hann ætlaði sér auðvitað að bæla hann und- ir sig á einn eða annan hátt, en var nú bú- inn að ná sér aftur eftir hina fyrstu gremju sína yfir því, að rekast þarna á mótstöðu- mann. Honum fanst hann nú vera öruggur, enda hafði hann engar ástríður, heldur að eins eðlishvatir. Því að þeð var ekkert ann- að en eðlishvöt, sem kom honum til þess að girnast Svölu og fá svo um leið neðri part- inn af ánni, sem hún mundi fá í arf eftir föður sinn — eða jafnve' áður en hann dæi. Og það skal tekið fram honam til verðugs lofs, að hann var hvorki illgjarn né ofstækis- fullur. í viðskiftuin var hann kaldur og kærulaus, en mjög áreiðrmlegur og þegar hann sýndi einhverjum hörku, þá var það ekki af mannvonsku, þó ilt væri undir að búa. Hann gekk því þarna um á morgnana hinn rólegasti, leit á fyrirkomulagið á nýja þurk- reitnum og tilhögunina í húsinu, án þess að skifta sér af því, og staldraði við einn dag- inn meira að segja, til þess að finna eitthvað að verki Magnúsar og benda honum á aðra aðferð. Svala lét sér mjög ant um fyrirætlun þeirra og gekk einu sinni inn í húsið til þess að skoða stofugögnin, er að eins voru hin allra nauðsynlegustu. »Við getum ekki eytt miklu fé til þeirra hluta«, sagði Magnús, »enda þurfa tveir ein- hleypir menn ekki á miklu að halda. Tvö rúm, eitt borð og fáeinir stólar — það er alt og sumt. Við höfum í mörg horn að líta, og ætlum meðal annars að smíða mótorbát í vetur«. »Ætlið þið að smíða hann hérna í Skarðs- stöð?« »Já, það hefir Eiríki komið til hugar, og hann lætur líka verða af því. Hann er fær í alt«. Það hélt Svala nú reyndar líka, því að hún gerði sér miklar hugmyndir uin dugnað og hæfileika Eiríks. Kunni að gera góða grein á mönnum, eins og konum er lagið, ekki að eins hvað útlit snerti, heldur manngildi þeirra, og hafði hún jafnglögt auga fyrir atgerfi Ei- ríks og linleika Magnúsar. Hún gaf sig altaf á tal við Eirík, þegar hún hitti hann, og var mjög þægileg við hann. Fanst henni hann vera eitt með því ánægjulegasta i Stöðinni og setti hann á bekk með föður sínum, Breiðafirði og góða veðrinu. Eiríki var líka farið að verða hlýtt til Svölu. Eiríkur líktist föður sínum að hörku og einbeitni, og bryddi ekki hvað minst á því, þegar peningarnir komu til sögunnar; en hann var jafnframt þýður og vingjarnlegur i aðra röndina, og það var sú hliðin, sem Magnús sneri sér að. En þar var líka nægi- legt rúm handa Svölu, og honum geðjaðist vel að hinni ungu stúlku, einkum vegna þess, að hún vakti ekki fýsnir hans, heldur að eins velvild, eins og Magnús og börnin og hund- arnir. Það var að sínu leyti eins og Breiði- Qörður, Stefán og góðviðrið hjá Svölu. (Frh.). Varist þxr Ijéshxrik! Hver á sök á hinum 110 þúsund hjónaskilnuðum, er orðið hafa í Bandaríkjunum síðast liðið ár? Ljóshærðu konurnar og þær einar staðbæfir »American Magazine«. Og það leitast við að færa sönnur á mál sitt með þvi að vitna í umsagnir nokkurra merkra amerískra lögfræðinga, sem eru »sérfræðingar í hjóna- skilnaðarmálum«, en samkvæmt þeim koma níu tiundu allra hjónaskilnaða á ljóshærðar kon- ur. Gingerich dómari í New- York hefir haft 220 hjónaskiln- aðarmál með höndum upp á síðkastið og hafa Ijóshærðar konur verið valdar að 210. »Ég veit ekki hverju það gegnir«‘ segir dómari þessi, »að ljós- hærðu konurnar eru svona vá- legar, en svona er þetta«. Ekki er betra hljóðið i Her- mann L. Roth lögmanni, sem haft hefir til meðferðar ýms hjónaskilnaðarmál æðri slétt- anna. Kemst hann að sömu niðurstöðu, að ljóshærðu kon- urnar eigi upptökin í 90 af 100 tilfellum. Liggja honum yfir- leitt þungt orð til lundarfars hinna ljóshærðu kvenna og kveður þær hégómagjarnar og hverfráðar og hneigðar fyrir daður og dufl. Nafnkendur leikhússtjóri einn þykist hafa reynslu fyrir þvi, að venjulega leiki ljóshærðar leikkonur bragðarefinn í ástar- harmleikjum, eða með öðrum orðum hlutverk kvenna þeirra, er hrinda öðrum úr sessi með ósvífni og undirróðri, þar sem hlutverk þeirra, eT sýna eiga konur þær, sem gjalda eiga góðmensku sinnar, lendi vana- lega á dökkhærðum leikkonum. Jafnstrangan dóm fellir lög- fræðingurinn George Róbínson, sem mjög er leitað ráða til í þessum efnum. Er reynslá hans sú, að þegar dökkhærðar konur séu valdar að sök, þá fari oft svo, að þær vinni menn sína aftur með blíðu og hjartagæzku. Annars standa dökkhærðar konur ver að vígi hvað hjúskap snertir, með því að reynslan sýnir, að mikill meiri hluti þeirra giftist ekki. Virðist svo sem þessar ljóshærðu, töfrandi seiðkonur hrífi hugi karlmanna miklu fremur en hinar dygðum prýddu dökkhærðu stúlkur og má það vera þeim bót í böli því, sem ókurteisir ameriskir lögfræðingar reyna að valda þeim. Heimilisráð. Súkkulaðiblettir á borðilúknnm. Hægast er að ná þeim úr með því að nudda þá með grænsápu og láta dúkinn svo liggja i köldu vatni til næsta dags. Er þá auð- velt að þvo blettina burt i sama vatninu. Eðik. Ekki skal fleygja búrtu ediki, sem súisaðar jurtir (pickles) hafa legið í. Það er ágætt að hafa það á salat í staðinn fyrir alment edik og gerir salalið miklu bragðbetra. Hixti. Það er gott ráð við hixta að láta ögn afediki drjúpa í sykur- mola og stinga því upp í sig. Sykrið er látið bráðna hægt i munninum og stöðvast hixtinn þá að vörmu spori. Glycerin. Aldrei má bera óblandað glycerín á hörundið, því að hörundið þolir það ekki. Blanda skal glycerínið til helminga með rósavatni og kemur það þá að beztum notum. Hlíflð höndnnnm. Farið vel með hendurnar. Það er leiðinlegt að sjá óbragð- legar hendur hvort heldur er á karli eða konu. Brúkið vetlinga við alla þá vinnu, sem atar hendurnar og hreinsið vel hör- undið og neglurnar. Bezt er að halda höndunum nokkra stund niðri í volgu sápuvatni svo að öll óhreynindi leysist upp, þerra þær síðan og hreinsa neglurnar með lítilli spítu; skola svo hendurnar úr vatni, sem úr- sældingur er látinn í. Hendurnar eru aldrei ofvel hirtar.

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.