Fréttir - 16.05.1918, Qupperneq 1
DAGBLAÐ
20. blað.
Reykjavík, flmtadaginn
10. maí 1918.
2. árgangar.
fer til Norðurlandsins strax
eftir Hvítasunnu svo framt
nægur flutningur fæst.
Þorsteinn Jónsson.
Sími 384.
Fuilveldismálin.
Báðar deildir þingsins hafa nú
sett nefndir til þess að íhuga full-
veldismálin. Var svo um mælt, þá
er þær voru kosnar, að þingið
mundi tala við sendimann, ef
konungur léti hingað fara mann
með fullu umboði til þess, að
ganga að hreinu konungssambandi
milli vor og Dana. þessar nefndir
hafa eigi ennþá lokið starfi sínu.
Því má telja lítið vit að vilja nú
hlaupast brott af þingi og gera sig
með því að athlægi með ókunn-
um þjóðum. Þetta hefur eigi held-
ur komið fram opinberlega, og
engu er ráðið til lykta ennþá. Þó
hafa nokkrir þingmenn, talað er
um eitt kvígildi, ráðið sér far á
Sterling. Vitum vér eigi gjörla nöfn
þeirra, en höfum þó fyrir satt, að
fremstur í flokki sé Sigurður Ste-
fánsson og honum næstur Halldór
Steinsson.
Þingið hefur eigi ennþá gert
neinar tillögur um bjargráð við
þjóðina, ekki hótið. Nú kvaðst
stjórnin hafa kvatt saman þingið
meðfram til þess að hitta slík
bjargráð. Væri þá í meira lagi
undarlegt, ef hún léti það við-
gangast, að þingmenn stryki nú af
þingi. Annað mál er það, þótt ein-
stakir þingmenn færi að nauð-
synjum sínum, ef nógu margir
verða eftir. Einkum væri það
skaðlaust, ef til þess veldisl léleg-
ustu þingmennirnir. Enda er von
um að svo verði, en þeir menn
ættu aldrei að koma aftur á þingið
og væri landhreinsun að.
Annars er það ekkert leyndar-
mál að fyrir nokkrum dögum kom
ákaft strok í nokkra þingskörunga,
en þó dró úr þvi nokkuð aftur.
Þá vildi svo illa til að Zahle sendi
Hljóð..
Á vornótlu síðla ég vakandi lá;
öll vordýrð var rólega hljóð;
um húsþökin eldbjarmi ársólar lék
líkur óði frá vaknandi þjóð.
Enn í hug mér var ókyrð og andvöku þraui
út af ólieill míns þjakaða fróns,
sem átti' engan drenginn, er dugði til fulls,
en drjúgmarga’, er voru til tjóns.
Fyrir sjónir mér liðu sem lest eftir braut,
með leikaraglotti um brár,
þœr smásálnaillkvitni’ í öfundar fylgd
og ágirnd til valda og fjár.
Enn hljóðlát fór nóttin við ársólar eld
og ómtöfra draumvona lands;
— þá rauf þessa náttkyrð eitt nístandi kall,
eitt neyðaróp konu' eða manns? —
Frá hverjum var hljóðið? — Pað hrópandi kall9
— þessi hjarta mitt skerandi nauð‘í
Á Jœtur ég stóð og að glugganum gekk,
en gatan var þögul og auð.
Var það kona, sem vakti við gáska ög glaum,
við gleði’ — og að lokum við smán ?
— eða vaknandi þjóðsál, er svívirt og sek
í svip leit sitt hamingju rán9
S. F.
Áfmæliskort,
fjölbreytt úrval
á Laugavegi 43?.
Friðfinnur L. Guðjónsson.
skeyti þar sem hann gerir ráð
fyrir að þingi sé lokið. Þá fengu
þeir aftur ákaft kast og eru nú
langtum lengra leiddir.
Hvað verður nú, er þessir góðu
menn koma heim í hérað sitt?
Mundu kjósendur taka fegins hendi
við strokufulltrúum sínum? Vér
trúum eigi öðru, en að nú komi
upp alþjóðaróp um nýjar kosningar,
ef menn strjúka. Og mundu kjós-
endur þá veita þeim mönnum lausn,
sem ekki hafa tíma til að sitja
yfir stórmálum þjóðarinnar, þegar
lif liggur við.
Miklu veldur hér um, að í Reykja-
vík er fullkomin þögn um þessi
mál. Því að margir þingmenn halda,
að það lýsi áhugaleysi bæjarmanna.
— En, ef þeir sæi inn í hug Reyk-
víkinga, þá mundu þeir ekki blása
í þann eld að raunarlausu, því
að fari hann laus, þá hafa þessir
fáu menn ærið að vinna, ef þeir
eiga að verja sig.
London, ódags. mótt. i gær.
frá vesturvigslððvannm.
Opinber brezk tilkynning: Óvinirnir gerðu áhlaup
mikil á mílu svæði á vesturvígstöðvunum suðvestur frá
Morlancourt. En þeim var hrundið og biðu þeir af-
skaplegt manntjón. Pó varð þeim nokkuð ágengt á
einum stað, en er þeir voru komnir spölkorn inn á
stöðvar vorar, tóku Ástralíumenn á móti þeim og
ráku þá öfuga aftur samstundis. Fimmtíu fanga tókum
vér og mistum fátt manna.
Frakkar hafa hrundið af sér áhlaupum óvinanua
fyrir norðan Kemmel.
(Framh. á 3. síðu.)
I
Ur bréíi ausian úr sveitiun.
— — Veturinn sem nú er lfrð-
inn mun mörgum verða minnis-
stæður. Ekki fyrir þá sök eina, hve
harður hann var framan af, held-
ur og vegna þess, hve skjótlega
og snemma honum brá til hins
betra. Það er sjaldgæft, að sumar
komi með sumri, jafn bókstaflega
og varð í þetta skifti. Túnin eru
farin að grænka, og allur peningur
kominn af gjöf nema kýrnar. —
Skepnuhöld hin beztu og hey-
fyrningar all-viða. Er því mörgum
bóndanum léttara innanbrjósts, en
í hörkunum í vetur.
Fréttir eru farnar að berast
hingað af þinginu og sumar ótrú-
legar. Hefur heyrst, að sumir þing-
menn vilji óðir og uppvægir slíta
þingi nú þegar og koma saman
aftur eftir tvo mánuði. Heyrst hef-
ur einnig, að í vændum séu stór-
tiðindi í sambandsmálinu og að