Fréttir

Tölublað

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 14.06.1918, Blaðsíða 4
4 FRETTIR miða sinum, og skalf og nötraði af dauðans angist. Englendingur- inn gekk þá til hans með mestu rósemi, og bauð honum að kaupa af sér miða sinn fyrir tvo dúkata. Spánverjinn hljóp um háls honum af fögnuði og galt honum féð. Nú var haldið áfram að draga, og kom röðin aftur að Englend- ingnum. Dró hann enn hvítan miða, sem fyrri. — Marskálkurinn hafði horft á þetta með athygli, og spurði hann nú, hví hann hefði teflt lífi sínu svona í tvær hættur. »Eg hætti lífi mínu dag eftir dag fyrir fáeina skildinga, og hvers vegna skyldi eg þá ekki hætta því einu sinni fyrir tvo dúkata?« svar- aði Englendingurinn. Auglýsirigum í Fréttir er veitt móttaka í Litlu búðinni í Pingholtsstræti þegar af- greiðslu blaðsins er lokað. Grasfræ fæst hjá 6nðný Ottesen. Sýning á hannyrðum og uppdráttum í Landakotsskóla verður haldin 15.—16. júní kl. 12—7 síðdegis. Allir velkomnir. H.f. Eimskipafélag Islands. Tillögur, sem koma eiga fyrir aðalfund félagsins 22. júní næstk., verða að vera ::: komnar til félagsstjórnarinnar ::: i siðasta lagi langarðag 15. þessa mán. ::: þar eð þær eiga að liggja frammi viku fyrir aðalfundinn ::: Stjórnin. Selskinn og tóuskinn kaupir hæsta verði Heildv, Garðars Gíslasonar, rátíir &ru víéíasnasfa Bfaéié i Gœnum. Ekkert dagblad bœjarins selst jafn vel. Areidanlega bezt ad auglýsa í FRÉTTUM. Hljóðfærahús Reykjavikur Sími 656. Hornið á Pósthússtr. og Templarasundi. Sími 656. Fyrirliggjandi birgðir: I. flokks Píanó og Orgel-Harmonium, Fiðlur, Gítarar, Spiladósir, Taktmælar, Nótnamöppur, Hljóðfærastrengir. Mörg þúsund nótnabækur, mesta úrval. Brúkuð hljóðfæri keypt og tekin í skiftum. Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. sími 656. ijljiðfxrahús Reykjavíknr. simi ese. Prentsmiðjan Gutenberg 158 einhver illur andi, sem gerði hvorttveggja — að hræða mann og heilla. Eg gat ekki litið af honum, hvernig sem eg reyndi til þess, og meðan eg starði þarna á hann, þá sló hann út höndum og mælti eitthvað á tungu, sem mér var óskiljanleg. í þessum stelling- um stóð hann nokkra stund, en gekk síðan ofur-hægt fram eftir þiljunum, og rétt þar að sem eg stóð. Eg varð hræddur, en ekki veit eg við hvað og færði mig þangað sem skugga bar á, og eg er sannfærður um, að hefði hann komið auga á mig eins og honum nú var innan- brjósts, þá hefði hann gert alt sitt til að ganga af mér dauðum. En hann varð mín ekki var sem betur fór og hvarf niður undir þiljur, án þess að koma auga á mig. Þerði eg nú svitann af enninu, skjögraði að næsta þiljuglugganum, settist þar niður og reyndi að jafna mig. Lagði eg þá enn einu sinni þessa spurningu fyrir mig: Hver og hvað er þessi maður, sem hefur fengið slíkt vald yfir mér? IX. Skipstjóri reyndist sannspár er hann gat þess til, að eftir þessa kvöldkyrð mundi þess 159 skamt að biða, að veður breyttist í lofti, enda vita þeir, sem nokkuð þekkja til Mið- jarðarhafsins, hve snöggum breytingum veðr- áttan þar er undirorpin. Fó að logn og blíða kunni að vera að morgni, þá getur verið komið ofsarok að kvöldi. Þegar eg gekk ofan í svefnklefa minn, var sjórinn rennisléttur og gáralaus, en þegar eg lauk upp augunum morguninn eftir, veltist skipið á allar hliðar og var skollið á aftaka-veður. Það marraði og brakaði án afláts í hverju tré, glös og diskar hrundu niður á gólfið í búrskonsunni og hvað eftir annað heyrðist skröltið í skrúf- unni, þegar hún slepti sjónum og lék í lausu lofti. Eg lá lengi vakandi í rúminu og var að hugsa um öll þau undur, sem borið hafði fyrir mig kvöldið áður og sagði við sjálfan mig, að eg vildi lang helzt vera horfinn af þessu skipi og heim í vinnustofu mína, ef Valerie hefði ekki verið annars vegar, en undir klukkan sjö var eg orðinn svo eirðar- laus af því að vita ekki hvað gerðist uppi á þiljunum, að mér var ómögulegt að haldast lengur við niðri. Staulaðist eg þá fram úr rúminu og fór í fötin og var það enginn hægðarleikur, þar sem skipið valt og byltist á ýmsar hliðar, en eg hélt mér í alt, sem eg gat til náð og komst þannig fram í salinn og upp í stigann. Þar blasti við mér mikil- 160 fengleg og stórfögur sjón. Ekki voru nema nokkrir tímar síðan við liðum hægt og rólega áfram i logni og ládeyðu, en nú var hafið umhverft og sjórinn úfinn og æstur, dimt og drungalegt til lofts að líta og skýja- far mikið. Vindurinn stóð af norðaustri bál- hvass, svo að hvein í rá og reiða. Eg gat lílið séð frá mér og ætlaði því að ganga út á þilfarið, en þá fyrst fékk eg að finna, hvað vindurinn mátti sín. Hann reif hurðina út úr höndunum á mér og þeytti húfunni af mér langar leiðir út í sjó áður en eg gat snúist við að halda henni fastri. Samt lét eg mig ekki, en skelti hurð- inni aftur og hélt mér dauðahaldi til þess að hröklast ekki fyrir borð og gat svo staul- ast fram að stjórnpallinum og var orðinn kúf-uppgefinn þegar eg loksins komst að stiganum þar. Eg varð að hvíla mig um stund til þess að ná andanum og þó að full- hrikalegt væri umhorfs þarna niðri á þiljun- um, þá var það samt ekki nema svipur hjá sjón á móts við það, sem fyrir augun bar þegar upp á pallinn var komið. Úr þeirri ógnahæð sá eg betur og greinilegar hinar tröllauknu og fjallháu haföldur og sömuleiðis hve skipið bar þær vel af sér þótt lítið væri. Skipstjóri gekk nú upp á stjórnpallinn og kom mér þegar fyrir á öruggum stað, þegar

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.