Fréttir

Tölublað

Fréttir - 22.06.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 22.06.1918, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Hljóðfærahús Reykjavikur Nokkrir duglegir verkamenn Simi 656. Hornið á Pósthússtr. og Templarasundi. Simi 656. Fyrirliggjandi birgðir: I. flokks Píanó og Orgel-Harmonium, Fiðlur, Gítarar, Spiladósir, Taktmælar, Nótnamöppur, Hljóðfærastrengir. Mörg þúsund nótnabækur, mesta úrval. Brúkuð hljóðf'æri keypt og tekin í skiftum. V örur sendar ivin íilt land gegn póstkröf u. sími 656. ^ljóðjærahfis Reykjavíknr. simiese. Til Akureyrar. Mótorkutter Stella fer á sunnudagsmorgun, farþeg- ar snúi sér til skipstjórans. Mótorkutter Snorri íer um miðja næstu viku, farþegár snúi sér til Rögnvaldar Snorrasonar Skóla- vörðustíg 18. Tveir duglegir trésmiðir geta fengið atvinnu við smíðar í Stálfjalii. Nánara hjá Ó. Benj amínssyni (hús Nathans & Olsens). cTCeiíar fierlaugar og fiöíó ööð fást ásaml massage, sunnudaga ekki síður en virka daga, á Hótel Island. Sími 394. Viðtalstími kl. 12-6. cJKassagalœfinir <3uómunéur c&dtursson. geta fengið atvinnu um lengri tíma við kolavinnu í Stálfjalli. Nánara hjá Ó. Benj amínssyni (hús Nathans & Olsens). Hinn 30. þ. m. ganga úr gildi: kornvöruseðlar bleikir, sykurseðlar hárauðir, brauð- seðlar bláir, kornvöruheildarseðlar ljósgulir rauðletraðir, sykurheild- arseðlar rauðir svartletraðir, og er öllum bannað að selja kornvöru og sykur gegn þeim seðlum eftir þann dag. Reykjavík 21. júní 1918 Matvælaskrifstofan. Opinbert uppboð verður haldið í Barnaskólaportinu mánudaginn 24. júní kl. 3 e. h. I Verður þar selt um 50 tunnur af útsæðiskartöflum. Söluskilmálar verða birtir á staðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 20. júní 1918, Jóh. Jóhannesson. Ritvél óskast keypt A. v. í Prentsmiðjan Gutenberg Guy Boothby: Faros egypzki. 175 176 177 búð ykkar er varið. Nú biðjið þér mig enn á ný að flýja, og svar mitt er hið sama og áður var. Eg fer burtu, ef þér viljið fylgja mér eftir og mun þá, að viðlögðum dreng- skap mínum, verja yður og vernda frá öll- um háska eftir beztu getu. Eg á marga og mikilsmegandi kupningja og mundu þeir telja sér heiður að því, að taka yður á heimili sitt, þangað til öðruvísi skipaðist. En viljið þér hins vegar ekki sæta þessu, þá megið þér vera þess fullviss, að eg slít ekki sam- félagi við þennan mann meðan þér eruð með honum. Læt eg engar röksemdir hagga þeirri ákvörðun minni, og engar fortölur koma mér til að breyta stefnu þeirri, sem eg hef tekið«. Eg reyndi að sjá það út úr svip hennar, að hún samsinti þessu, en gat ekkert séð, sem benti til þess. Hún var náföl í framan, en svó* undurfögur, að eg mundi ekki hafa getað stilt mig um, eins og mér var innan- brjósts og hefði þetta ve/ið á öðrum stað og öðrum tíma, að taka hana í faðm mér og segja henni, að hún væri eina konan á allri jörðunni, sem eg elskaði og að eg skyldi vernda hana, ekki að eins fyrir F’aros, held- ur einnig fyrir sjálfum djöflinum, herra hans og húsbónda. En nú var mér ómöguíegt að gera henni þessa játningu. Fað hefði verið stakasta móðgun að ympra á ástamálum við hana eins og hér stóð á, þar sem eg var umkringdur af hættum og hremmingum á allar hliðar. »Hverju ætlið þér að svara mér?« spurði eg er eg sá, að hún ætlaði ekki að taka til máls. »Ég svara því einu, að þetta er harðneskju- legt«, sagði hún. sÞér þekkið eymd mína og óhamingju og bætið þó á hana, eða var eg ekki búin að segja yður, að mér væri það hugarléttir, að þér færuð?« »Þér megið ekki taka mér það illa upp — en þessu trúi eg ekki«, sagði eg með þeirri hvalvísi og framhleypni, sem mig furðaði sjálfan á. »Nei, eg trúi þessu ekki, ungfrú Valeria. Það er auðheyrt á öllu, að þér ótt- ist þennan mann og haldið, að þér séuð á hans valdi, en eg er sannfærður um, að þetta er ekki eins ískyggilegt og yður segist frá. Athugið þetta nú með rósemi og segið mér svo, hvernig slíkt ætti að geta átt sér stað. Setjum nú svo, að við yfirgæfum hann nú og flýðum til Lundúna, til dæmis að taka. Hvað skyldi geta verið því til fyrirstöðu? Þér eruð þó sjálfri yður ráðandi, eða að minsta kosti ekki eins og einhver hlutur, sem hann getur farið vel eða illa með eftir sínum eigin geðþótta. Það eru því ýmsar leiðir til að varna honum þess, að ofsækja yður og pína yður og plága á allar lundir«. »Eg verð enn einu sinni að taka það fram«, sagði hún og hristi höfuðið, »að þér þekkið harla lítið til Faros, herra Forester, og hafið litla hugmynd um, hvers hann er megnugur. En fyrst þér leggið svona fast að mér, þá skal eg segja yður það, að eg hef tvívegis gert tilraun til þess, sem þér eruð að fara fram á, í annað skiftið í Pétursborg og hitt skiftið í Noregi. Hafði hann þá gert mig af- skaplega hrædda, svo að eg sór þess dýran eið, að eg skyldi heldur láta lífið en að líta við honum framar. Eg átti þá við mjög krappan kost að búa, en hélt mér þó uppi með fiðluleik mínum eftir beztu getu, og fór eg svo frá Pétursborg til Moskva og þaðan til Kiefl' og Lemberg og lagði svo leið mína yfir Karpatafjöllin til Búdapest. Rak þá að því, að eg þurfti að leita á náðir nokkurra fornvina föður míns og skutu þeir yfir mig skjólshúsi. Dvaldi eg hjá þeim mánaðartíma og heyrði þá ekkert um Faros getið allan þann tíma. En þá bar svo til kvöld eitt, að eg sat ein í svefnherbergi mínu, eftir að vin- ir mínir voru gengnir til hvílu og fékk eg þá eitthvað undarlegt hugboð um það, að eg væri ekki ein í herberginu og fanst mér lík- ast því sem eitthvað, sem eg ekki viss hvað

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.