Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 11.08.1918, Qupperneq 2

Fréttir - 11.08.1918, Qupperneq 2
2 Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) »Hann gat nú ekki almennilega farið öðru vísí að«, sagði Rósamunda brosandi. »Ekki gat hann farið að skilja mig eftir þarna og ekki heldur flutt mig utan á vagninum!« »Og hvaða erindi áttirðu í pósthúsið?« spurði faðir hennar gremjulega. »Eg var að senda Möggu Dunbar heilla- óskaskeyti á fæðingardaginn hennar«, svaraði Rósamunda. »Þú veizt, að eg er altaf vön því«. »Og hvað kom til að þú fórst að gefa þig á tal við þennan unga mann?« spurði faðir hennar enn fremur með álíka svip eins og hann sæti í dómarasæti. <iuy hnipti í systur sína UDdir borðinu og tók hún það sem bendingu um að svara föður sínum gætilega. »Eg held, að hann hafi talað til mín að fyrra bragði — eða eg til hans — eg er ekki viss um hvort heldur var«, svaraði hún og skein gletnin úr augum hennar. »Eg var að tala um hvað mér þætti leiðinlegt — eða að hann var að því — eg man það nú ekki glögt. Svo sagði hann að þetta gerði ekkert til og fór að tala um rigninguna —«. »Petta er ekki samhljóða því, sem þú sagðir bróður þínum«, sagði Sir Ralph og horfði alvarlega á hana. »Taktu nú eftir, Rósamunda! Framvegis vil eg ekki að þú sért að koma þér í kunningsskap við unga menn nema því að eins, að það sé á minni vitund. Skilurðu það? Eg hef ekkert út á það að setja, að menn græði fé sitt á því að búa til aldinsafa, en það er engin ástæða til þess, að við förum að veðra okkur upp við þá, þó að þeir rekist hingað«. »En ætlarðu ekki að heimsækja herra Gregson, faðir minn, og þakka honum fyrir mig?« spurði Rósamunda. »Það var einstaklega fallega gert af honum að hjálpa mér svona til þess að komast heim«. »Slíkt dettur mér ekki í hug«, svaraði faðir hennar gremjulega, »og eg fyrirbýð ykkur báðum að koma þar nærri«. »Nú-jæja. Eg bauð nú herra Gregson samt að koma inn, svo að þú gætir þakkað hon- um sjálfur. Liklega hefðirðu tekið honum vel, faðir minn, ef hann hefði gert það«. »Og hvernig tók hann því boði?« »Hann þáði það ekki og hélt burtu«. Þetta sefaði Sir Ralph nokkurn veginn. »Hinum unga manni hefur sjálfsagt ekki fundist það viðeigandi að fara að gera meira úr þessum kunningsskap«, sagði hann nokkuð þóttalega. »Hvað sem honum kann að hafa fundist«, svaraði Rósamunda, »þá verðurðu að leyfa mér að fara þangað og þakka honum fyrir mig, eða þá að Guy verður að gera það, ef eg má það ekki«. »Eg held að Rósamunda hafi rétt fyrir sér í þessu, faðir minn«, sagði Guy. »Það væri vissulega ókurteisi af okkur að þakka Greg- son ekki fyrir«. En Sir Ralph var ósvegjanlegur og höfðu jafnvel þessi ummæli sonar hans engin áhrif á hann, þó að hann annars metti skoðanir hans mikils. (Frh.) / FFETTIR Emden og1 Ayesha. (Frh.) »Brandinn festi hún í kaðalstiganum á »Choising«, og tætti hann í sundur ögn fyrir ögn. Henni var víst ekki um það gefið að sökkva. Það var eins og hún segði við okk- ur: »Eg á að vera hjá mönnunum, og þeir eiga að nota mig«. — Ja, reyndar talaði hún nú ekkert, en við vorum eitthvað svo daufir í dálkinn. Að lokum seig hún þó hátíðlega of- an í bylgjudalinn. En siglurnar brotnuðu ekki. Hún var ágætis fleyta. Eg þori að fullyrða það, að þó að við hefðum alls ekki hitt »Choising«, þá hefðum við komist klaklaust af. Við hefðum bara siglt suður fyrir Afríku á Ayesha! Og svo segir kyndara flónið: »óhræsis Ayesha!« »Ef við hefðum vitað það í nóvember, hvernig seglbáturinn var, sem við fórum á um Rauðahafið! Á við hann var þó Ayesha reglulegur bryndreki!« »Fyrst féll nú alt í Ijúfa löð á seglskipinu. Læknirinn var á okkar skútu og sjúkling- arnir. Kvöld nokkurt báðu þeir sem voru á fremri bátnum um, að til þeirra væri kastað flösku með iðrahreinsunar-olíu. Þeir tóku inn eina og tvær skeiðar, og köstuðu siðan aftur til okkar flöskunum«. »Þegar Arabarnir sáu þetta, héldu þeir að i flöskunum væri einhver undradrykkur, sem vér spöruðum mjög. Þeir stálu flöskunni um nóttina og drukku úr henni hvern einasta dropa. — Það var pottflaska. — Daginn eft- ir skemtum við okkur vel. Þá höfðu þeir engan frið fyrir kvölum og máttu altaf vera á ferðinni. Þannig var það í 4 daga. »Allah hefur refsað oss«, sögðu þeir, »af því að vér stálum konjakki! Þýzkt konjakk er ekki gott, ekki reglulega gott!« »Leiðsögumaðurinn á okkar skipi var fín- asti karl! En hinn — ja, það var nú skepna i lagi! »My pilot, my plenti taki!« æpti hann og þóttist heldur en ekki maður með mönn- um«. »Það var hann sem lét okkur sigla á kóral- rifið, því að hann var á undan og við áttum að sigla sömu leið. Arabinn, sem bátinn átti æpti í sífellu: wBáturinn minn!« Það var al- veg einstök stilling sem þeir sýndu þá liðs- foringjarnir, Schmidt og Gerdts«. »Jæja, þarna sátum við nú fastir! Óp og köll ætluðu alveg að æra mig. Þegar byss- urnar sukku, köfuðum við eftir þeim, og þeim sem við náðum ekki, köfuðu Arabarnir eftir næsta dag. En þar fór munnharpan og það var Ijóta gamanið. Einn okkar hafði náð í munnhörpu í Sana, og lék á hana altaf við og við, og þegar svo bar undir, var sem hann léki með hverjum einasta drætti í and- liti sínu. Þegar út á sjóinn kom, þagnaði hún sjaldan, og altaf var sungið undir. Ekki sökk hún samt með skipinu, því að hásetinn hélt henni altaf í annari hendinni og synti með hana yfir á hitt skipið. En hún var orðin garmur og límið bilaði«. »Hann hefði varla getað leikið mikið á hana hvort sem var. — Altaf versnaði ástand- ið. Á sjónum mega menn búast við öllu iHu og þola líka alt. En að missa þrjá menn á eyðimörkinni, það gramdist okkur sjómönn- unum«. »Einn' þeirra, sem vissi alveg að hann mundi deyja, sagði við mig þegar eg var að hjúkra honum: »En að ég skuli nú þurfa að deyja hér á eyðimörkinni«. »Þetta voru orð hans! Það er heilagur sann- leikur!« Nú setur alla hljóða, og menn stara fram undan sér svipþungir og þöglir. X. Bryti landgönguliðsins. »Eg var bryti í Nizza. Eitt sinn mætti eg manni frá Wurtemberg á járnbrautarstöðv- unum. Hann spurði mig, hvort eg vildi ekki ganga í liðssveit eina, er senda skyldi til ný- lendanna. Eg var til i það. Hann bauð mér malurtar-brennivín. Eg þáði það. Malurtar- brennivín gerir mann skratti syfjaðan. Morguninn eftir vaknaði eg í hermanna- skála einum. Síðan héldum við til Marseille. Eg hugði altaf á að strjúka, en það var nú hægra sagt en gert, því að þeir höfðu bæði tekið treyjuna rnína og skóna. Svona var eg fluttur til Alsír. Þegar þangað kom, var eg færður í einkennisbúning og látinn vera við heræfingar í 3 mánuði. Síðan varð eg bryti hjá frönskum liðsfor- ingja. Eitt sinn borðaði herforinginn hjá okk- ur. Þótti honum svo ljúffengur maturinn að hann hafði mig á brott með sér. Var eg nú hjá honum um hríð, og allir voru ánægðir. Nú skyldi ég halda til Kochinkina. En her- foringinn vildi eigi missa mig. Mér leið vel hjá honum — kaupið var 120 frankar um mánuðinn og fæði og klæði. Aldrei fór hann illa með mig. Samt sem áður fýsti mig nú æfinlýra og hélt því til Kochinkina. Þar var ég í skóla og skyldi verða liðs foringi. Frakkarnir gerðu mjög gys að fram- burði minum, og tók ég því á laun að læra frönsku í kvöldskóla einum. Eitt sinn lenti eg í áflogum við bóksala einn. Vorum við keppinautar í kvennamálum! Er eg hafði verið í herþjónustunni í 4 ár, víldi majórinn að eg gerðist franskur þegn. Eg kvað ávalt já við, til þess að hann reidd- ist eigi; en að lokum tók hann að sækja svo fast mál sitt, að all-lítt varð við unandi. Hugsaði eg nú ráð mitt og ákvað síðan að flýja- Eg hugðist halda til Kína. Fyrst þurfti eg að fara um borg, þar sem margt var her- manna. Landabréf hafði eg með mér. Eg hafði minst á fyrirætlun mína við einn vin minn. Hann var frá Lothringen. Á gamlárs- kvöld fór eg inn í veitingahús og drakk mig fullan. Síðan stökk eg upp á garðinn utan við varðstöðvarnar, og tók að bölva sem mest eg mátti. Hvers vegna ætlarðu að fara aftur til þessara bölvaðra dóna, úr því að þú ætlar að strjúka hvort sem er? spurði eg sjálfan mig- Þá kom til mín hermaður einn og tók í hönd mér og hélt af stað. Eg fylgdi honum fúslega. Við læddumst út um hliðið og burt úr herbúðunum. Nú spurði hann mig, hvort eg hefði í hyggju að strjúka. Eg leit á hann og virti hann fyrir mér. Síðan skýrði eg honum frá ráðum mín- um. Hann kvaðst og fús fararinnar. Eg kvað hann verða að hyggja að því, að förin væri eigi með öllu hættulaus, og að hann mætti vera við öllu húinn. Siðan hittumst við all-oft og réðum ráðum okkar. Dag einn hugði eg til ferðar og sagði við hann, er hljómleikarnir stóðu yfir síðari hluta dags: »í dag verðum við að leggja af stað«. (Frh.)

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.