Fréttir

Útgáva

Fréttir - 22.08.1918, Síða 2

Fréttir - 22.08.1918, Síða 2
2 F P E T T I R Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) »Heyrðu, Guy!« sagði Rósamunda alt i einu. »Mér dettur eitt í hug. Gætum við ekki beðið Gregson?« »Það kemur ekki til mála«, svaraði Guy, »því að við höfum ekkert skift okkur af því fólki alt að þessu, og erum nú fyrst farin að líta við því — og þá ættum við að fara að biðja það um peningahjálp! — Hvað held- urðu að það hugsaði um okkur?« »Talaðu ekki svona gremjulega, Guy«, sagði hún. »Eg ætla að reyna að finna einhver úr- ræði«. Hann kysti hana blíðlega og sagði því næst: »Eg hef nú verið að stritast við það í dag og ekki getað komist að annari niðurstöðu en þeirri, að það verði einhver að leggja upp laupana og ánafna okkur aleigu sína, en eg veit ekki hver vildi verða til þess«. »Eða að eg verð að giftast einhverjum miljónara«, sagði Rósamunda. »Svei aftan!« svaraði Guy. bÞú ert heið- virðari stúlka en svo, að þú getir látið þér koma slíkt til hugar«. »Eg gæti gert það og meira til fyrir föður okkar«, svaraði Rósamunda. V. Júlímánuður var nú byrjaður, og var frú Mildríður Blair komin og ungfrú Charlotta Sheldon með henni. Guy hafði orðið að fara til borgarinnar daginn áður til þess að flnna Norton lög- mann þeirra að máli, en Rósamunda tók við gestunum og stóð þeim fyrir beina. Ungfrú Sheldon var alt öðruvísi en hún hafði hugsað sér. Hún hafði búist við að hún væri bæði fríð og fullkomin í alla staði — hélt að allir væru það, sem dveldu í París, en sá það brátt, að þetta var nokkuð á ann- an veg. Charlotta Sheldon var bæði tiguleg og töfr- andi, en ekki að því skapi aðlaðandi. Hún var hærri vexti en Rósamunda, dökkeyg og snareyg, íturvaxin og bar sig vel. Sir Ralph kom út úr bókastofu sinni til þess að heilsa henni, og gat ekki orða bundist þegar hon- um varð litið á allan þennan tignarljóma, en sem betur fór, tók Charlotta ekki eftir aðdáun hans. Rósamunda bar fram te og var hálf-feimin innan um alla þessa dýrð, því henni fanst hún vera svo litilmótleg í samanburði við Charlottu. Hefði þó mörgum þótt fult eins mikið koma til yndisþokka Rósamundu, sem allrar töfra-fegurðar þessarar endurbornu Venusar. »Við höfum eignast nýja kunningja síðan þú varst hér seinast, frænka«, sagði Rósa- munda við frú Mildríði. »Hvernig fólk er það? — Er það skemti- legt?« spurði frú Mildriður, sem ávalt var reiðubúin að kynnast fólki, ef það átti eitt- hvað undir sér eða var velmegandi. »Já, það er sérlega skemtilegt«, svaraði Rósamunda, »og vellauðugt og hefur grætt allan sinn auð á aldinsafa; þú ættir að kom- ast inn undir hjá því«, sagði hún og brosti gletnislega, þvi að henni var kunnugt um breyzkleika frænku sinnar. »/á — en aldinsaficr, sagði frú Blair. »Hvernig í ósköpunum —« »Aldinsafi? Það þykir mörgum hann góð- ur«, sagði Rósamunda hlæjandi, »en þú ert að gera að gamni þínu, frænka mín! Þetta er allra almennilegasta fólk, og föður min- um geðjast vel að því«. »Já, sei — sei!« sagði Sir Ralph. »Pað er alls ólikt þessum vanalegu miljónörum, sem græða auð sinn á verzlun og Gregson er hámentaður maður. Hann á meðal annars gömul handrit —« »Já, nú skil eg!« sagði frú Blair hlæjandi. »Bróðir minn er sá mesti grúskari sem eg þekki«, sagði hún við Charlottu. »Eg mundi líka leggja rækt við bækur, ef eg væri rík«, sagði fröken Sheldon og brosti til Sir Ralph’s, en hann varð í sjöunda himni. Ungu stúlkurnar gengu nú upp á loft, því að Rósamunda vildi sýna gesti sinum her- bergið sem henni var ætlað. »Þetta er nú eigin verustaður bróður mins«, sagði Rósamunda um leið og þær gengu fram hjá snotru herbergi, sem stóð hálf-opið. wBróður yðar?« sagði ungfrú Sheldon og leit niður til þess að dylja glampann í aug- um sínum. »Já, það er satt!« Frú Blair hefur sagt mér frá honum. Hann erfir þetta alt, er ekki svo?« Rósamunda stundi við, en svaraði engu, því að hún vissi sem var, að það var ólík- legt, að Guy tæki annað að erfðum en skuldir og örbirgð, en vitanlega kærði hún >sig ekki um að fara að láta það uppi við ókunnuga. »Þetta ætlast eg til að verði svefnherbergið yðar«, sagði Rósamunda og leiddi Charlottu inn í einkar snoturt og bjart herbergi. Virt- ist Charlottu það mundi verða hinn ákjósan- legasti hvíldarstaður, því að hún hafði nú um hríð ekki vanist öðru en algengum her- bergjum á ódýrum gistihúsum. »Við borðum klukkan átta«, sagði Rósainunda enn freinur, »og eg held, að þér ættuð að hvíla yður svo- lítið áður, því að þér hljótið að vera þreytt eftir ferðina«. Rósamunda barði að dyrum hjá gesti sín- um tveim límum síðar. Opnaði Charlotta hurðina og var þá búin til miðdegisverðar. Hún tók í handlegg Rósamundu og leiddi hana við hlið sér, er þær gengu ofan, og mættu þær þá Guy Fielding, sem var ný- kominn heim aftur. Var hann næsta álitleg- ur, þar sem hann stóð út við glugga einn, og hitnaði Charlottu þegar um hjartarætur. Þetta var þá lögerfinginn, sagði hún við sjálfa sig, sem taka átti við tigninni, jarðeignunum og hinu skrautlega húsi. Henni fanst það ekkert smáræði, en auðvitað hafði hún ekki hugmynd um, hversu komið var fyrir Field- ings-fólkinu. Ressi glæsilegi maður var i henn- ar augum tilvonandi eiginmaður hennar, ef alt færi að óskum, er gæti gert enda á ves- aldarlífi því, sem hún hafði orðið að lifa sein- ustu árin ásamt lasburða föður sínum. »Eg vona að ferðin hafi gengið vel, ungfrú Sheldon«, sagði Guy. »Já, þakka yður fyrir«, svaraði hún bros- andi; Guy þóltist aldrei hafa litið friðari konu. Hann gaf sig mjög að henni undir borð- um, ekki síður vegna þess, að honum var ekki urn að ávarpa föður sinn að svo komnu, þvi að hann hafði ekki enn fengið tækifæri til þess að segja honum frá, hversu farið hefði um erindi sitt til lögmannsins. En að máltíðinni lokinni gat hann ekki komist undan því lengur, þegar þeir voru orðnir tveir einir. »Jæja þá?« sagði Sir Ralph angistarfullur. • Frh. Flug'maðurinn. Eftir Rndolí (Frh.) Oft voru liðssveitirnar ónáðaðar af skotum Þjóðverja, þegar þær voru á leiðinni til orr- ustunnar. Stór og vel vopnum búin fótgönguliðssveit sótti fram sem ákafast. Alt í einu laust niður skotum frá öllum hliðum. Hópurinn dreifðist með hinum fárlegustu látum. Fjöldi manna féll. í annað skifti sprakk «sprengikúla í nánd við hersveit, er var á ferð eftir vegi einum. Liðsmennirnir héldu af stað út á engið með hinum mesta flýti. Við sáum það, að um hríð beindu vorir menn all-mjög skotum sínum að skógi ein- um. Eigi leið á löngu, unz riddaraliðssveit lagði á flótta út úr skóginum. Var sveitin all-skrítin álitum og hestarnir likastir leik- föngum barna. Nokkrir féllu á flóttanum. Fótgöngulið Rússa sótti ákaft fram. Því var all-vel stjórnað, og það notaði sér vel vígi þau, er náttúran lét því í té. Lið vorra manna sótti og fram sem mest mátti verða, og tók nú orrustan að gerast hin válegasta. Var nú barist um hæðir, lautir, skóga, þorp, bóndabæi og hvað sem fyrir varð. Vorir menn tóku einar stöðvarnar á fætur öðrum, og sáum við það all-glögglega, en ella var mikill hluti vigvallarins hulinn ryki og reyk. Alt var all-einkennilegt álitum að ofan, og í aðal-atriðunum hvað öðru líkt. Við sáum þýzka fótgönguliðssveit sækja fram í áttina til skógar eins. Liðsmönnunum var fylkt í langar og mjóar raðir, og virtust okkur þeir líkastir kartöflupokum, sem lægju hver við annars hlið. Peir sfukku og hlupu í ýmsar áttir, liurfu og kornu aftur i ljós, unz þeir hurfu inn í skóginn. Nokkrir lágu kyrrir. Skamt frá skógi þessum var hæð ein á valdi Rússa, og virtist hún all-sterklega víg- girt. Vorir menn réðu þegar á hæðina. Sprengikúlnahríðin var sein snædrífa. Kar- töflupokarnir gerðu ýmist að rísa eða falla. Nokkrir lágu hreyfingarlausir neðst í hæð- inni, eða við rætur hennar. Orrustan harðn- aði ávalt meira og meira, og að lokum hvart hæðin í eld og reyk. Það var sern hún væri alt í einu orðin gjósandi gígur. Skyndilega var hætt að skjóta, og deplarnir við rætur hæðarinnar réðu til uppgöngu. Sumir þeirra steyptu stömpum ofan brekkuna, aðrir duttu áfram og stóðu upp aftur. Að lokum komust þeir upp á brekkubrúnina og hófst þá hið ægiiegasta návígi- Sumir ultu í áflogum alla leið ofan brekkuna, og að lokum hvarf alt í reyk. Vorir menn náðu hæðinni. Skamt þaðan varð orrusta um þorp og skömmu síðar um hæð eina. Beggja megin hæðar þeirrar lágu andstæðingarnir i röðum og skutu af byssum sínum. Allar hreyfingar þeirra sem berjast eru séðar úr ílugvél all-líkar — hjákátlegar og smávægilegar. — Hinir ógurlegustu atburðir sýnast kynlegir og hlægilegir. Eg hef oft og tíðum ekki getað varist þessari spurningu: »Hvern veg ætii guði lílist á, þegar hann lít- ur á þessar aðfarir barna sinna, mannanna, ofan úr hæðum sínum?« Við lentum, er dimma tók. Myrkrið ílóði yfir vigvöllinn og alt varð kyrt og hijótt. Frh.

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.