Fréttir - 22.08.1918, Page 4
4
FRETTIR
arröndunum meðfram, eins og er
t. d. i Austurstræti.
Sambandslögin
kvað rikisþing Dana ætla að
taka fyrir samtímis við meðferð
þeirra á Alþingi.
Danzsýningar
frú Slefaníu Guðmundsdóttur í
gærkvöldi í Iðnó voru yndi og á-
nægja áhorfendum, svo sem við
mátti búast. Var og frúnni og að-
stoðarfólki hennar óspart goldið
lof í lófa og margar sýningar klapp-
aðar fram aftur.
Fyrst sté frúin ýmsa viðhafnar-
danza með Óskari syni sínum af
list mikilli og hæversku. Hafa
sumir þeir danzar eigi sést hér
áður. Var munurinn býsna mikill
á danzi þeirra mæðgina, eða stæl-
ingum þeim, er unga fólkið danzar
hér á danzleikum og samkomum,
og einatt er blátt áfram hneyksli,
vegna þess hve hreyfingum og lima-
burði öllum er úr öllu liðfi snúið.
Þá stigu þær frú Stefanía og
ungfrú Dagný Árnadóttir japanzkan
stigdanz, búnar og litaðar í framan
sem japanzkar danzmeyjar (Geis-
has). Er danz sá einkennilegur
mjög og skemti fólkið sér dátt við.
Síðast stigu 7 smámeyjar friðar
og fagurbúnar dísadanz með blakt-
andi blæjur í skrautljósabjarma.
Dundi þá salurinn allur af lófa-
taki, er þær svifu um súlnasalinn
úr »Nýársnóttinni« á sviðinu. r.
Þótti ekki sízt yndi á að horfa
Stefaníu litlu, dóttur frúarinnar og
nöfnu.
Eflaust endurtekur frúin sýn-
ingar þessar, því að flestir vilja
sjá þær oftar en einu sinni.
JBotnía
fór fram bjá Vestmannaeyjum
kl. 'á1/^ i nótt. Er því væntanleg
hingað í dag um kl. 2—3. Um 70
farþegar eru sagðir með.
Borg
er sögð farin hingað áleiðis frá
Englandi.
Seglskip
kom í gær með saltfarm til Kol
og Salt, um 300 tonn.
Jarðarfor
Gústavs Grönvolds fór fram í
gær.
Faxi
á að fara til ísafjarðar og Siglu-
fjarðar í kvöld. Tekur flutning og
farþega.
Botnía
mun að líkindum fara aftur á
sunnudaginn. Fá færri þar far en
vilja.
jörð til sölu:
Jöi*Öin Mýrar í Dýrafirði er til sölu mi
þegar og ábúðar frá næst-
komandi fardögum.
Hún er 65 hdr. f. mati, ber 250—300 fjár, 8 kýr og 4 hesta.
Mótak er mikið og nærtækt, svo og kúfisktekja. Jörðinni fylgja hjá-
leigurnar Fell og Rekavik á Ströndum og ítök: Va reki viðar og
hvala, frá Alviðrubót alla leið til Nesdals, ennfremur beitar- og skóg-
arítök og frítt uppsátur á Skaga og í Skálavík, svo er og töluverður
vísir til æðarvarps. Á jörðinni er vandað og gott íbúðarhús 12 + 16
áln., járnvarið, portbygt með útbyggingum og önnur hús jarðarinnar
eru og í góðu ástandi. Jörðin er mæta vel fallin til verzlunar og
hverskonar útgerðar, svo sem síldarveiða, og hæjarlækinn má nota
til framleiðslu á rafmagni.
Semja ber við yfirréttarmálaflutningsmann Odcl Gríslasoxi
eða eiganda jarðarinnar F'i*iöt*ili hreppstjóra Bjarnason
á Mýrum.
Bækur.
Þessar bækur óskast keyptar:
Ernst v. d. Recke: I^yrislíe Digte.
Hall Caine: Den evige íStíicl.
Svava. Ljóðmæli Magn. Grímssonar,
Brynj. Oddssonar.
Aígreiðsla „Frétta”
er í Aiiíaitur^træti 18, ^ími 310
-A.iigdýsencivti* geri svo vel að snúa sér þangað.
KfiiipeiidLtir geri svo vel að snúa sér þangað.
Sptvr er tekið við nýjum á^krifendum.
Páll Jónsson: Sliin og slíttg-gi.
Svedenborg: Vísdómur englanna.
Hitstjóri Frétta vísar á.
Prentsmiðjan Gutenberg.
fiuy Boothby: Faros egypzki.
3t0
311
312
alt heima. Hún kom ofan úr herbergi sínu
á tilteknum tíma og virtist alfrísk að öllu
leyti við fyrsta álit. En þegar eg kom nær
henni og gat litið i augu henni, þá tók eg
eftir því, að sjáaldrið var óeðlilega stórt og
sömuleiðis ljóminn, sem tindraði úr augun-
um. Hún mælti ekki orð frá munni á leið-
inni til skips og ávarpaði mig ekki fyr en
við vorum komin ofan í skipssalinn og Faros
mæltist til, að hún tæki á sig náðir.
»Góða nótt«, sagði hún þá við mig og var
mjög seinmælt, eins og henni væri erfitt um
mál. »Þú hefur verið dæmalaust góður og
þolinmóður, Cyril«. Að svo mæltu gekk hún
inn í svefnklefa sinn og sá eg hana svo ekki
framar það kvöld.
En eg átti sannarlega ekki »góða nótt«.
Mér var ómögulegt að sofna, hvernig sem eg
reyndi. Rekkjan var bæði þröng og óhrein
og svo stutt, að eg gat alls ekki teygt úr mér,
enda fór svo að lokum, að eg kaus heldur
að fara fram í salinn og.fleygja mér þar á
legubekk, og þar lá eg þangað til fór að
birta af degi. þá fór eg upp á þiljur og fór
að ganga þar fram og aftur, en átti ilt með
það vegna þess, að það ruggaði mjög mikið.
Eg settist einn að morgunverði, því að
Valería var ekki svo hress orðin, að hún
kæmi út úr klefa sínum og Faros lét ekki
sjá sig fyr en um miðjan dag eins og hans
var venja. Sjógangurinn fór nú smá-minkandi.
Þegar Faro3 kom loksins upp á þitfarið, var
hann svo önugur og afundinn, að eg óskaði
þess, að hann hefði haldið kyrru fyrir niðri.
Ásetti eg tnér að skifta mér sem minst af
honum, en það tókst mér nú ekki til fulls.
»Eftir hálfan annan sólarhring verðið þér
dtominn til Englands aftur«, sagði hann, »og
þér ættuð að vera mér þakklátur fyrir það.
Því að hefði eg ekki elt yður til Hamborgar,
þá mættuð þér hýrast enn í því pestarbæli,
og hvað væri þá orðið um Valeríu? Jú —
Valería væri þá---------— en við skulum nú
ekki minnast á það. Eg ætla að eins að
biðja yður að hafa það hugfast, að eg kæri
mig ekki um þessar flóttatilraunir ykkar, og
þegar þér reynið það i næsta sinn, þá mun
illa til takast fyrir yður. En þegar á alt er
litið, þá var mér það heilladagur, þegar þér
fenguð ást á Valeríu«.
»Við hvað eigið þér?« spurði eg.
»Eg á við þetta, sem eg er að segja, að þér
elskið Valeríu og hún elskar yður, en — jæja,
hvað sem því líður, þá gerir hún það sem
eg segi henni að gera, og ekki annað en það
— og sama verðið þér að gera eftirleiðis.
Þetta er yður ráðlegast að hafa hugfast«.
»Nú er sannarlega nóg komið af svo góðu,
herra Faros«, sagði eg, og eg vil ráða yður
til að hugsa yður vel um, áður en þér liafið
slíkar hótanir í frammi við mig. Eg skil ekki
livaða leyíi þér hafið til að viðhafa slík orð«.
»Pað er nú æði margt, sem þér skiljið
ekki, og nú sem stendur hef eg enga löngun
til að vera að fræða yður um það«, sagði
hann kuldalega. »En einu megið þér ekki
glevma — nieðan þér gerið alt að óskum
mínum, þá er yður óhætt, en ef þér nokk-
urn tíma hugsið til eða reynið að sýna mér
mótþróa, þá mun eg sundurmerja yður eins
og hvern annan jarðarmaðk!«
Hann leit illilega á mig og gekk burtu, en
eg settist niður og fór að hugsa um þessa
framkomu hans. Mér var ómögulegt að skilja
hvaða tilgang hann hafði með þessti, en eitt-
hvað ldaut að búa undir því, sem vissi á
ilt eitt.
Sá eg svo ekki Faros það sem eftir var
dagsins, og hafði hann læst klefa sínum að
sér og apanum. Pegar leið á daginn, gerði
hann boð eftir skipstjóranum og áttu þeir
tal saman rúman fjórðung stundar fyrir lok-
uðum dyrurn. En skipstjóri var náfölur, þeg-
ar hann kom upp á þiljur aftur. Eg sat al-
einn að kvöldverði eins og morgunverðinum
og fór snemma að hátta, en alla nóttina sóttu
mig illir draumar og vaknaði eg rennandi