Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 30.08.1918, Qupperneq 1

Fréttir - 30.08.1918, Qupperneq 1
FRÉTTIR DAGBLAÐ 123. blað. fara bílar daglega frá )>Nýja Landia kl. I e. h. Sími 367. Mapús Skaflíeld. Sáttmálinn. Vel er það skiljandi að menn líti hornauga á allar réttindaveizlur við Dani, eða hverja erlenda þjóð sem væri. En þá mun skynsömum mönnum verða að líta á hitt, hver xök renna til. Hér var nú svo málum komið, að friðsamlegar lyktir á deilu vorri við Dani gátu eigi orðið nema með samningi. Vér gátum eigi gengið að neinum samningum við Dani nema því að eins að þeir viður- kendu fullveldi landsins. En til þess urðum vér að láta nokkuð koma í móti. Að öðrum kosti mundi samningurinn eigi verða samþyktur af Dönum. Sjötta og sjöunda grein sáttmálans felur í sér það, er vér látum í móti koma viðurkenningunni á fullveldinu. Lítum fyrst á 6. gr. Til þess að meta, hvað þar er veitt, verður að lita á, hversu farið hefði ef samn- ingar hefðu eigi náðst. Þá hefðum vér orðið að skilja við Dani til þess að ná af þeim því atvinnu- jafnrétti sem þeir hafa haft hér um fangan aldur og bygðu á því, að hér á landi væri danskur þegn- Téttur, en enginn íslenzkur til. En þá hefðum vér þó orðið að fá viðurkenning annara þjóða og veit engi, hvort vér liefðum fengið hana við vægara verði en þessu. En hefðum vér eigi ráðist í eða náð skilnaðinum, þá hefðum vér þo orðið að breyta atvinnulöggjöf vorri, sem er bygð á þeirri röngu skoðun, að þegnréttur vor hafi verið danskur. En þeirri breylingu mundum vér eigi hafa komið fram fyrir hinu þegjandi ofríki, sem vér höfum verið og hefðum orðið beittir. Þá mundu Danir hafa notið þess réttar alls, er 6. gr. veitir, og frekar þó um óákveðinn tíma, er vel hefði getað orðið lengri en Reykjavík, fostudaginn 30. ágúst 1918. 2. árgangur. Ráðin. Af heilráðum jafnan hef ég nóg, hirði samt engum ráð að 'veita: eftir þeim mundi enginn breyta, — gagn veit ég að þau gerðu þó, það er að segja, þeim, sem leila þess, er þau geyma’ — í næði' og ró. Hœgra’ er að kenna’ en halda ráð. — Hann, er sitt eigið hjarta svíkur, verður jafnan af ráðum ríkur, — þráfall er reynzlu þekking háð. — — Áður en sérhvers œfi lýkur einhverju marki verður náð. T. J. Hartmann. uppsagnarfrestur sáttmálans, — en hefðum þó jafnt sem áður verið án viðurkenningar á rétti vorum til þess að vera fullvalda ríki. Hér er því eigi um aðrar rétt- indaveizlur að ræða en 25 ára framlenging þess ástands, sem verið hefur, að því undanskildu, að þegn- rétt geta Danir eigi talið sér hér á landi eftir sáttmálanum, þ. e. að undanskildu höfuðatriðinu. Hér er því eigi um neina nýja hættu að ræða og er léður leikur að varast alla hættu af því. Og miklu er það auðveldara eftir að sáttmálinn er genginn í gildi en áður hefur verið. En verði menn óánægðir yfir þessum ákvæðum 6. gr. næstu 20 ár, þá verður vegur til að breyta, þar sem þessu má segja upp. Og ekki mundi sú óánægja eiga djúp- ar rætur ef eigi fengist þá 8/4 • 8/i — 9/is af atkvæðum landsmanna til uppsagnarinnar. Sjöunda greinin er í sjálfu sér viðsjárverðari. I*ó ekki fyrir þá sök, að hún skerði fullveldið, þar sem Danir fara með utanrikismál vor í umboði voru. Heldur sakir þess, að hags vors verður ef til vill ekki svo vel gætt sem ella mundi. Raunar er sá varnagli sleginn, að vér getum ætíð sent sérstaka sendimenn að eiindum vor- um. Ætti þar að vera næg trygg- • ng þeim, sem á kann að halda. Sáttmála þessum eru allir þeir menn skyldir að greiða atkvæði sitt, sem voru ekki staðráðnir að heimta skilnað tafarlaust og skil- yrðislaust. Til eru þeir menn í landinu, sem telja hér vikið frá stefnu vor sjálfstæðismanna. En þetta hrekur sig sjálft, þegar þess tvenns er minnst, að stefnuskrá vor hefur ætíð verið: að ná viðurkenning á fullveldi íslands i konungssambandi við Danmörku, og að þessi viður- kenning er fengin með sáttmálanum. Annars er þess getandi, að sá bardagamaður eða hershöfðingi er eigi glöggsýnn, sem veit eigi, hvenær hann hefur unnið sigur. Rvík, 28. ág. 1918. Bjarni Jónsson frá Vogi. Spánska veikin. Nýjasta landfarsóttiu. Eftir Jakob Billström, lækni í Stockhólmi. Mönnum hefur ósjálfrátt orðið órótt innanbrjósts yfir æðisgangi »spönsku veikinnar« um Evrópu. Nafn sitt hefur landfarsótt þessi hiotið hjá almenningi vegna þess, hve fádæma margir hafa tekið hana á Spáni og hve skæð hún hefur orðið þar í landi, svo sem blöðin hafa frá skýrt. Nú er nokkurn veginn sæmilega unt, að gera sér grein fyrir því, hvernig sótt þessari er farið, bæði af sjúkdómslýsing- unum og þá einnig hinu, að inflúenzu-sóttkveikjan hefur fund- ist með sjúklingunum. Oft hafa farsóttir geisað svo að segja um öll lönd, en engin sótt er svo hraðfara og víðförul sem inflúenzan, þeirra sótta er vér þekkjum. Árið 1510 segir allskýrt frá megnri farsótt, er barst út um heiminn frá eynni Malta. — Árið 1557 kom önnur farsótt mikil frá Asíu, og síðan hafa farsóttir miklar geisað við og við, sumar svo hrað- fara og víðförular, að þær hafa verið nefndar allsherjar-farsóttir (pandemíur). — Margir muna eftir »rússneska kvefinu«, sem gekk veturinn 1889—’90. Farsóttir þessar hafa án efa verið inflúenzur. »Spánska veikin« er greinilega einnig ein þessara allsherjar-far- sótta, allsherjar-inflúenza, þótt hún hagi sér að ýmsu leyti öðru vísi en inflúenza, vegna þess, að sótt- kveikju-tegund sú, er hér er að verki, leitast við að ráða fremur á önnur líffæri en venjuleg inflú- enza ræður á. Þessi virðist sem sé ráðast á hin neðri og innri öndunarfæri, lungnapípurnar stærri og smærri, þar sem hin venjulega sóttkveikja sýkir aðallega nef og háls. Eiturefni þau, er sóttkveikjan býr til, berast svo með blóðinu um allan líkamann, svo að sá er veikina tekur, verður altekinn af sóttinni og kennir jafnvel kvala hér og hvar í likamanum. »Rússneska kvefið« kom frá Bokhara haustið 1889, gekk í Rerlín og París í miðjum nóvember sam- tímis, í Svíþjóð í byrjun desemb. og í desemberlok gekk það í Ítalíu, Spáni og Rretlandi. Og um nýárs- leytið gekk það samtímis í Randa- ríkjunum, Kína, Japan, Egyftalandi og suður í Suður-Afríku. Dæmi voru til þess bæði þá og oftar, að í allsherjar-farsóttum þessum sýkt- ust í einu jafnvel 4/s allra íbúanna í löndunum. Inflúenzan sýkir í áhlaupum, tekur fjölda manna í einu vetfangi svo að segja, nákvæmlega eins og »spánska veikin« nú. Hún hefur komið upp á afskektum eyjum og á skipum úti í reginhafi, svo að allur þorri skipverja hefur sýkst — eftir að skipið hefur komið fyrir nokkru við í einhverri höfn. Svo er og um »spönsku veikina«, að árangurslaust virðist með öllu, að reyna að flýja undan henni, hvort sem er með því að einangra sig eða fara í ferðalög til þess að forðast hana. Þó skal það tekið fram, að rétt- ast væri að gamalmenni, sjúkling- ar og veiklað fólk reyndi að forð- ast sem mest umgengni við al-

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.