Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 30.08.1918, Qupperneq 2

Fréttir - 30.08.1918, Qupperneq 2
2 FRETTIR Marteinn málari. Eftir Charles Garvice. (Frh.) »Þér eigið líklega við, að það sé óviður- kvæmilegt af mér að spyrja svona«, sagði hún. »Það má vel vera að svo sé, en nú á tímum er það svo algengt, að fólk giftist til fjár, og þetta gerir hver maður svo að segja. Að minsta kosti skal eg gera það, þegar minn tími kemur«. Rósamunda hafði nú ekki gengið þess dul- in, síðan Charlotta kom þangað, að hún hafði gefið bróður hennar hýrt auga, né heldur þess, að Guy hafði felt ákafa ást til hennar. Fanst henni því fátt um ummæli Charlottu um hagsmuna-giftingar, því að þau brugðu alt í einu ljósi yfir lundareinkenni konu þeirrar, sem hún átti ef til vildi eftir að mægjast við. Hafði Rósamunda að visu ekki orð á því sem henni flaug í hug, en það kendi þó talsverðrar þykkju i orðum hennar er hún mælti: »Eg efast nú samt um að þér vilduð gift- ast til fjár, þegar á ætti að herða«. »Jú, svo sannarlega«, svaraði Charlotla hispurslaust. »Og jafnvel þó að yður þætti vænt um einhvern annan — einhvern, sem ekki væri auðugur, á eg við?« Charlottu hnykti við og brá litum. »Tilfinningar mínar kæmu þar ekki til greina«, sagði hún og stóð upp. »Eg skal segja yður nokkuð, Rósamunda«, bætti hún við og leit framan í stallsystur sina; »yður mundi ekki finnast þetta neitt álitamál, ef þér hefðuð átt að búa við hin lélegustu og fátæklegustu ævikjör, eins og eg hef orðið að reyna«. »það má liklega segja sitthvað um þetta«, sagði Rósamunda, »það er að segja, ef þér hefðuð felt hug til annars«. Charlotta horfði á hana undrandi. »Eg held nú samt —« sagði hún, en þagn- aði skyndilega og gekk burtu þegjandi. VII. Rósamunda hafði ásett sér að gera aðra tilraun til þess að komast fyrir, hvernig stað- ið hefði á ljósinu á herragarðinum gamla. Fór hún því eitt kvöldið tímanlega upp í herbergi sitt og kvaðst hafa höfuðverk, en ekki gekk hún þó til hvílu, heldur brá á sig skikkju, læsti herberginu og skundaði út úr húsinu um sömu bakdyrnar sem hún hafði farið um hina nóttina. í þetta skifti -fékk skógardimman henni ekki eins mikils ótta, og vissi hún ekki hvernig á því stóð. Hún vissi að eins það, að hún varð að verða einhvers visari um þelta ljós, sem komið hafði reimleika-orði á hið forna heimkynni Dungalanna. Hún gekk hvatlega yfir garðinn, og sá að einn glugginn stóð opinn þegar hún kom nær. Kannaðist hún við, þótt langt væri um liðið, að þetta var borðsalurinn, þar sem hún hafði lifað marga glaða stund áður en Marteinn fór að heiman. Hún var nújsamt ekki lengi að grufla út í þetta, en hélt hiklaust áfram, og ætlaði sér að komast í þann hluta húss- ins, er henni sýndist að Ijósið hefði skinið frá. Alt í einu sá hún ljósgeisla, sem lagði út um dyrnar á herbergi einu, er stóð hálf-opið, og hafði áður verið vinnustofa Dungals eldra. Hún hvatti sporið og rétti út hendina til þess að opna hurðina betur, en heyrði þá lágt hljóð hvað eftir annað, líkast stunum manns, sem þungt er haldinn. Rósamunda hikaði við, og bjóst við að hin óvænta koma sín gæti sýnst æði nærgöngul, ef þetta skyldi vera fornvinur hennar. En ef svo væri, þá fanst henni þetta ærið kynlegt. Hvað gat Marteini Dungal gengið til þess að fara huldu höfði? í*ví að vita mátti hann, að bæði hún og faðir hennar mundu verða manna fyrst til þess að rétta honum hjálparhönd, ef eitthvað amaði að honum. Því skyldi hann koma til Greymere eins og þjófur á nóttu?« En skyldi þetta nú vera Marteinn þegar til kæmi? Jæja, hvað um það. Það var ein- hver, sem átti bágt — það var áreiðanlegt. Að minsta kosti gat það ekki verið innbrots- þjófur, því að þess konar náungi hefði ekki farið að setja ljós í gluggann til þess að koma upp um sig. Rósamundu var það líka kunn- ugt, að lögmáður þeirra feðga hafði látið taka alla verðmæta muni úr húsinu, þegar eftir dauða gamlá mannsins, og flytja þá til Lun- dúna, en lokað húsinu vandlega þangað til nýi eigandinn kæmi og gerði tilkall til þess. Þessi hugsun gerði hana rólegri, því að hún vissi nú að enginn gat gengið um húsið annar en Marteinn, eða einhver sem hefði lyklana að þvi. Hún opnaði dyrnar og nam staðar á þrösk- uldinum. Tvö litil kertaljós stóðu á gamla skrifborðinu og báru daufa birtu um her- bergið, en þó nógu skýra til þess, að hún gat séð, að maður laut fram á borðið og virtist vera mjög hnugginn í einveru sinni. »Marteinn!« sagði hún, því að hún fékk þegar hugboð um, að þetta mundi vera hann. »Marteinn!« sagði hún aftur og hrökk mað- urinn þá við og hætti að stynja, en rödd hennar kvað við í næturkyrðinni. Honum virtist ekki bregða neitt við að sjá hver kom- inn var, þótt undarlegt mætti virðast, en það gat hugsast að hann hefði orðið eitthvað var við fyrri komu hennar, og kæmi þetta því ekki eins flatt upp á hann. »Hvers vegna komið þér hingað?« spurði hann eftir stundarþögn. »Eg vænti mér einskis af yður — hef ekki unnið til þess. Látið mig fara einförum, eins og verið hefur hing- að til«. »Það þarf enginn að fara einförum, ef hann á sér einhverja vini«, sagði Rósamunda. Það brá allra-snöggvast fyrir einhverjum vonarglampa í augum Marteins, en hann kulnaði strax út aftur. »Marteinn!« sagði hún og lagði höndina blíðlega á öxlina á honum. »Áður en þér fóruð héðan leyndum við aldrei nvort annað neinu, þó að eg væri þá ung og óreynd í yðar augum. þér áttuð ávalt vísa samúð mína eins og eg yðar, og hélzt þessi vinátta okkar óbreytt um tíma, þrátt fyrir Qarveru yðar. En svo hættuð þér alt í einu að skrifa mér af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, og vörpuðuð vináttu minni fyrir borð, eins og hún væri orðin yður einskis virði. En eg hef áldrei slitið trygð við yður, og beðið þess að sá dagur kæmi, að þér vitjuðuð aftur yðar gamla heimkynnis, og vinkonu yðar, sem hefur þótt jafn-vænt um yður og þér væruð bróðir hennar. Þér hafið því enga ástæðu lengur til þess að segja, að þér séuð vinum horfinn og veraldar afhrak«. Meðan Rósamunda hélt þessa tölu, leit Marteinn ekki af henni augunum, en horfði á hana hugfanginn, eins og sá, sem kemur aftur til átthaga sinna eftir margra ára burt- veru, og lítur þar ástvini sína, sem hann hefur tæplega gert sér vonir um að sjá aftur. ____ Frh. ' Flug'maðurinn. Eftir Rudolf Requadt. (Frh.) Eftir 5 mínútur vorum við komnir upp fyrir skýið. Eg hækkaði enn þá flugið, og setti síðan lárétt hæðarstýrið. Alt í einu þaut gulleitur eldglampi fram hjá mér, og brátt. heyrði eg þórdunur alstaðar umhverfis mig. Vélin skalf og skektist, eins og hún hefði rekið sig á eitthvað. Hjarta mitt hætti að slá. Eg hélt að flug- vélin hefði orðið fyrir þrumu, en hún hélt áfram. Enn sá eg eldingar og heyrði ógur- legar þórdunur. Eldingarnar flugu í gegnum skýin, eins og flugeldar í myrkri. Eftir nokkr- ar mínútur hafði mér tekist að komast út úr þessu þrumu-víti. I maímánuði 1915 var eg viðstaddur, er hléypt var gasi á stöðvar Rússa, sem þeir höfðu styrkt mjög um veturinn. það var tekið að dimma. Fyrst var skotið flugeldum til merkis um það, að hleypa skyldi út gasinu. Brált sáust gráir og þéttir gas- hnoðrar svífa af stað í áttina til stöðva Rússa. Hnoðrarnir urðu stærri og stærri, og urðu að lokum að einu stóru skýi. Er það bar að stöðvum Rússanna, bættu vorir menn að hleypa út gasinu. Rað breiddist hægt og hægt yfir skotgrafirnar, og að lokum varð það að grænleitri móðu. Siðan var um hríð skotið sprengikúlum á stöðvarnar, og síðan tóku vorir menn þær og mistu fátt manna. Eitt sinn var eg að njósnum að haustlagi„ siðari hluta dags. Kallar þá félagi minn til mín og segir mér að hann sjái loftfar. Jú, eg sá það lika. Rað var stórt og hélt kyrru fyrir. Sólin skein á það. Það var Ijós-gult álitum og auðsýnilega rússneskt. Loft var skýjað, og datt mér í hug að verða mætti að eg gæti komist svo nálægt loftfarinu að baki skýjunum, að eg gæti ónýtt það. Tókst mér og að komast svo nærri, að að eins voru 2 rastir milli mín og loftfarsins. Sá eg nú að eg yrði að halda út úr skýj- unum. Eg steypti mér yfir ófreskjuna, sem var á að gizka 300 stikur frá jörðu. Rússarnir sáu ætlan okkar, og létu loftfarið svífa niður.. Þegar það var því nær komið til jarðar, vor- um við beint upp yfif Þ'ví, 500 stikur frá jörðu. Félagi minn skauf, en hitti ekki. Nú höfðu Rússarnir lokið við að festa loftfarið. Við skutum á það, en hittum ekki. Urðum við síðan að halda af stað, því að stórskota- liðið tók að skjóta. Rússneskir flugmenn skara oftast fram úr öðrum að fífldirfsku. Eitt sinn er eg var að njósnum réð einn slikur flugmaður á mig. Fyrst lét eg mig hann engu skifta, en brátt varð hann svo djarfur, að mér þótti meira en nóg og lagði til orrustu. Við áttumst við um hríð og skutum hvor á annan, en skotin hittu ekki. Alt í einu snýr Rússinn við og stefnir beint á mig. í fyrstu hugsaði eg eigi um það, hvað hann mundi hafa í hyggju, en steypti flugvél minni beint niður. Alt í einu heyrði eg þyt mikinn, og Rússinn þaut fyrir ofan mig. Hann flaug i austur. Án efa hefur hann ætlað að fljúga á mig, þótt það sé all-óskiljanlegt, því að ef bonum hefði tekist það, þá hefði það engu síður orðið hans bani heldur en minn. Frh.

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.